Tíminn - 30.12.1970, Blaðsíða 9

Tíminn - 30.12.1970, Blaðsíða 9
fmÐVIKUDAGUR 30. desember 1970. TIMINN Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framikvæiridastjórl: KrLstján Benediktsson. Ritstjórar: Þórannn Þórarinssor (áb/ Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Tómas Karlsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gisiason. Kitstjórnax- •krifstofnr 1 Edduhúsinu, simar 18300 — 18306 Skrifstofur Sankastrætí 1 — Afgreiðslusími 12323. Auglýslngasiml: 19523 Aðrar skrifstofui siml 18300. Askrlftargjald kr 195,00 á mánuði. mnanlands - í lausasölu kr. 12,00 elnt. Prentsmiðjan Edda hí Heilnæmt land Meðal þeirra tillagna, sem Alþingi afgreiddi fyrir jólin, var þingsályktunartillaga frá Ólafi Jóhannessyni, formanni Framsóknarflokksins, um ráðstafanir til varnar gegn mengun. Ólafur Jóhannesson flutti þessa tillögu upphaflega á þingi í fyrra, en hún dagaði uppi í það sinn. Nú náðist hins vegar um hana fullt samkomulag. Efni tillögunnar er, að ríkisstjórnin láti undirbúa lög- gjöf um ráðstafanir til varnar gegn skaðlegri mengun í lofti og vatni. Enn hafa íslendingar ekki orðið fyrir sömu áföllum af völdum mengunar og hinar stærri iðnaðarþjóðir, en hættan eykst óðum vegna aukinnar tækni og nýrra at- vinnugreina. Þess vegna má það ekki dragast, að sett sé löggjöf um ráðstafanir gegn mengun. Hér gildir það að vera nógu viðbragðsfljótur og byrgja brunninn áður en barnið er dottið ofan í. Þess ætti því að mega vænta, að þegar verði hafinn undirbúningur umræddrar löggjafar. En Alþingi verðar að láta fleiri mál, sem varða meng- un, til sín taka nú þegar. Það var upplýst á fundi sveitar- stjórnarmanna, sem haldinn var síðastliðið haust, að mengun væri orðin alvarlegt vandamál 1 höfnum. Þeim þingm-snnum, sem áttu sæti á fundinum, var því falið að hreyfa því máli á Alþingi, og hefur það þegar verið gert, Þegar álmálið svonefnda var til umræðu á Alþingi, urðu m.a. miklar umræður um þá mengunarhættu, sem stafað gæti af álbræðslunni. Þá var því yfir- lýst, að álhringurinn hefði gengizt undir það að setja upp sérstök hreinsunartæki, ef það þætti nauðsynlegt. Þessi tæki hafa þó ekki verið sett upp enn, enda þótt rannsóknir Ingólfs Davíðssonar, eins merkasta og gætnasta náttúrufræðings, sem þjóðin hefur eignazt, sýni glöggt, að hér er mikil hætta á ferðum. Reynslan annars staðar bendir líka til hins sama, eins og sést á því, að norska þingið neitaði á síðastl. vetri um leyfi til stækkunar á álbræðslunni í Husnesi, sökum meng- unarhættu. Alþingi verður að gera ráðstafanir til þess þegar það kemur saman eftir jólin, að álbræðslan setji upp hin vönduðustu hreinsunartæki, sem völ er á. Það ætti að geta minnkað hættuna verulega, en hún mun samt halda áfram að vera nokkur, ef marka má þá reynslu, sem fengizt hefur í Noregi. Staðsetning álbræðslunnar í Straumsvík ætti að vera til viðvörunar, þegar síðar verður fjallað um, hvar reisa skuli svipuð stórfyrirtæki, t.d. olíuhreinsunarstöð. í þessu tilliti er ísland enn svo hreint og lítt numið land, að þjóðin á að geta haldið landinu hreinna og heilnæmara en flestum eða öllum löndum öðrum. Það á að vera eitt aðalmark hverrar kynslóðar að skila landinu sem heil- næmustu og fegurstu í hendur hinnar næstu. Dómsmorð Líflátsdómar, sem nýlega hafa verið kveðnir upp í Sovétríkjunum og á Spáni, hafa vakið mikla andúð um allan heim. í Leningrad eru tveir Gyðingar dæmdir til lífláts vegna þess, að þeim er ófrjálst að fara úr landi og verða þvi að grípa til ólöglegra aðgerða. í Burgos eru sex Baskar dæmdir til lífláts vegna þess, að þeim hef- ur verið bannað að berjast fyrir rétti þjóðar sinnar með lýðræðislegum hætti og verða því að grípa til annarra aðferða. í augum frelsisunnandi manna um allan heim er hér um að ræða dómsmorð, sem sýna einræðið í sinni verstu mynd. Þ.Þ. RICHARD HAMMER, New York Times: Voru morðin í Myiai framin sam- kvæmt löglegri fyrirskipun? Mál Calleys liðsforingja vekur vaxandi athygli. WILLIAM L. CALLEY yngri liðsforingi, brosti breitt um daginn ,og hafði gilda ástæða til þess. Hann hafði verið leidd ur fyrir herrétt, sakaður um að hafa af ráðnum hug myrt að minnsta kosti 102 viet- namska borgara. Þegar réttur- inn tók sér jólaleyfi leit einna helzt út fyrir, að Rusty Calley væri ekki framar sakborning- urinn, heldur Ernest L. Medina kapteinn, yfirmaður hans. Þess þótti verða vart, að and- ans frá Núrnberg kynni að fara að gæta við réttarhöldin. Ýmislegt þótti benda til, að verjendur málsins hefðu jafn- vel í hyggju, að vísa ábyrgð- inni á því, sem gerðist 16. marz 1968 í Mylai 4, hluta af Sommy- þorpi, á hendur herforingja, sem hærra væru settir en Med- ina kapteinn, þaðan áfram á hendur alls hers Bandarkjanna í Vietnam, vegna stefnu hans í styrjöldinni, og ef til vill yrði að síðustu seilzt til ríkisstjórn ar Bandaríkjanna. VERJANDI Calleys hóf vörn sína snemma í óesember. Ákær andinn biaftfl nefnt hinn framda vérknað ,,blóðbað“,' en verjend urnir sýndu undir eins viðleitni til að vísa ábyrgðinni á veren- aðinum á hendur Medina kap- teins og vildu telja „blóðbaðið“ afleiðingu lögmætra fyrirsktp- ana, sem gefnar hefðu verið. Verjendur kvöddu til hvert vitnið af öðru og alls var búið að yfirheyra 21 undirmann þeirra Medina kapteins og Call- eys undirforingja, þegar réttur inn fór í jólaleyfið. Allir hafa þeir vikið að tilskipun, sem Medina kapteinn hafi gefið út kvöldið áður en atburðuvinn gerðist. Vitnin hafa oólega öll endur- tekið sömu söguna. Medina á að hafa sagt liðsmönnum sín- um, að aðalátökin hæfust næsta morgun. Við væri að eiga hina harðskeyttu og reyndu 48. her- fylkingu heimahers Vietcong. í þorpinu væru engir óbreyttir og saklausir borgarar, aðeins Vietcong-menn og samherjar þeirra, og verkefnið væri að leita þá uppi og eyða þeim. ,,Við áttum að má allt út, eyða öUu, uppskerunni, dýrunum og þorpinu öllu eins og það legði sig“. Einn fyrrverandi hermað- ur segir, að Medina kapteinn hafi sagt við liðsmennina: „Þegar allt er um garð gengið, vil ég ekkert sjá lífs annað en bandariska hermenn". Með þessum vitnaleiðslum voru verjendurnir að reyna að. sýna fram á, að Calley undir- foringi hefði ekki gert annað en að framkvæma skipanir. sem yfirboðari hans hefði gef- ið honum kvöldið áður. Hann hafi þvi alls ekki drýgt glæp, jafnvel þó hann hafi skotið 102 einstaklinga, eins og fuUtrúar ríkisstjórnarinnar halda fram. STYRJALDIR eru háðar sam kvæmt reglum og fyrirmælum. William L. Calley bæði skráðum og óskráðum. Þeim ber algerlega saman við Núrnberg-kenninguna í því efni, að hlýðni við ólögmæta skipun kunni áS' verða meti'.i sakhorningií-tílwffliálsbótgi -.^n - fyrri hann ekki sök. Núrnberg- kenningin kveður til dæmis á um, að „einstaklingar beri að rækja alþjóðlegar skyldur, sem verða að ganga fyrir skyldunni til hlýðni við þjóðlega yfirboð- ara“. f reglum Bandaríkjahers sem gefnar voru út árið 1956, er skýrt tekið fram, að skip- unum sé að vísu yfirleitt skylt að hlýða, ,,en hafa verður hug- fast, að liðsmenn í hernum eru ekki skyldir að hlýða öðrum skipunum en þeim, sem lög- mætar eru“. Sýnilegt er því, að verjend- urnir ætla ekki að láta sér nægja að halda fram, að Calley undirforingi hafi aðeins verið að hlýðnast gefnum skipunum. Þeir ætla sér að reyna að ieiða í ljós, að athafnir Calleys undir foringja — og skipanir Medina kapteins — hafi verið réttlæt- anlegar og lögmætar í styrjöld. Verjendurnir ætla að reyna að sanna þetta með því að sýna fram á, að atburðurinn í Mylai hafi verið „hluti af almennu framferði og aðgerðum" banda ríska hersins í Vietnam, o? í samræmi við stefnu BandaríKja manna í styrjaldarrekstrbúm í landinu, MICHAEL BERNHARDT er einn þeirra, sem borið hafa vitni. Hann segir, að verkefni liðsflokksins í Vietnam hafi verið að „leita og eyða og taka herfang og ræna“. Verjendurn- ir ætla sér að reyna að sýna fram á, að þetta hafi ekki venð annað en eðlilegt og venjulegt verkefni bandaríska bers/ns. Þeir hafa reynt að leiða að því vitni, að skipanir um að deyða karla, konur og börn, hafi verið algengar. Medina kapteinn hafi ekki verið einn um að -,efa slíkar skipanir, heldur hafi margir bandarískir foringjar víðsvegar um Vietnam rnælt svo fyrir. Aðal verjandinn, George W. ■i Latimer, sag®i,-.tíl dæmis. að eðlileg afleiðiag -af- því,< áð liðs menn heyrðó slíkar skipanir gefnar livað eftir annað, gæti meðal annars orðið, að beir „færu að halda að þetta væri venjulegt og eðlilegt framferði, og sú aðferð, sem háttsettir herforingjar viðhefðu í styrj- 61d“. Geti verjendurnir haldið þessari skoðun sinni til streitu og stutt hana rökum, sýna þeir þar með fram á, að slíkar að- farir geti orðið líðanlegar og viðhlítandi samkvæmt þeirri kenningu. að algengt og al- mennt framferði geti gert það löglegt, sem ólöglegt væri að öðrum kosti. I ■ EF DÆMA má eftir því, sem fram hefur komið — margt að vísu utan þeirra réttarhalda, sem fram hafa farið í áheyrn kviðdómsins — er svo að sjá sem verjendurnir eigi kost á sönnum frásögnum vitna skoð- un sinni til stuðnings. Þeirri spurningu fæst þó ekki svarað fyrri en í lok janúar, hvort þeir sex herforingjar, sem sæti eiga i kviðdóminum, viðurkenna röksemdir verjendanna og sýkna Calley undirforingja. Sýkni kviðdómurinn liðsfor- ingjann á þeim forsendum, að hann hafi ekki gert annað en að hlýða fyrirskipunum, snýst hann gegn ákvæðum styrjaldar reglna hersins og Núrnberg- kenningarinnar um ábyrgð ein staklingsins, þegar um er að ræða ólögmætar fyrirskipanir. Gangi kviðdómurinn lengra og sýkni sakborning samkvæmt hinupi langsóttari röksemdum verjéndanna, játar hann þar með fyrir umheiminu-n, áð það sé orðin almenn stefna banda- ríska hersins í víetnam að láta deyða óvopnaðar konur og börn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.