Tíminn - 12.01.1971, Blaðsíða 1

Tíminn - 12.01.1971, Blaðsíða 1
LJÓSA PERUR ■OA«Í^MAéfg/L Á/ RAFTÆKJADEILD, HAFNARSTRÆTl 23, SiMI 18395 8. tbl. — Þriðjudagur 12. janúar 1971. — 55. árg. i Sjómanna- deilan er enn óleyst — en ekki hefur verið boðað til verkfalla EJ—Reykjavík, mánudag. Samningaumleitanir standa enn yfir um bátakjarasamn- ingana, sem yfirmenn, og nokkur sjómannafélög, hafa fellt, en ekki er enn Ijóst hvað verSur, Ekkert félag hafSi í kvöld boSaS til verk- fails svo vitaS væri, en bát- ar eru víSa í höfn, eins og myndin, sem Ijósmyndari Tímans, Gunnar, tók viS Reykjavíkurhöfn í dag, sýnir. Sjómannafélag Rcykjavíkur hélt fund í gærkvöldi og var ákveðiS að láta ekkr-greiða atkvæði um bátakjarasamningana fyrr en svar hefði borizt frá sjávarútvegs- málaráðuneytinu varðandi fæ'ðis- peninga sjómanna. Sáttafundur var haidinn í dag í deilu yfirmanna á togaraflotanum og Félags ísl. botnvörpuskipaeig- enda. Hófst sá fundur kl. 14 og stóð til kl. 18.30. Eins og fram hefur komið i fréttum komu fjórir togarar að Keflavík á dögunum og skiptu þar um menn á skipunum. en það voru skólanemendur sem í land fóru. í Stjóm Farmanna- og fiski- mannasambands íslands mun á morgun, þriðjudag, koma saman til fundar og ræða mál þetta. Lætur stjórn Laxárvirkjunar stöðva virkjunarframkvæmdir? — og ríkisstjórnina ábyrgjast að fullnægja orkuþörf virkjunarsvæðisins KJ—Reykjavfk, mánudag. Sá orðrómur hefur flogið fyrir, að stjórn Laxárvirkjunar hafi í hyggju að láta hætta öllum fram kvæmdum sem nú standa yfir við Laxá, og láta ríkisstjóminni það eftir að ráða fram úr orkumál- um fyrir svæðj Laxárvirkjunar með einhverjum ráðum. Stjórnarformaður Laxárvirkj- unarstjórnar, Arnþór Þorsteinsson verksmiðjustjóri á Akureyri, sagði í viðtali við Tímann í dag, að stjóm in hefði að undanfömu athugað virkjunarmálin í ,’jósi undangeng- inna atburða, og ennfremur sagði Arnþór, að á næstunni myndi Lax árvirkjunarstjórn og ríkisstjómin halda sameiginlegan, sérstakan fund um Laxármálið, en ekki væri ákveðið hvenær sá fundur yrði. Arnþór vildi ekki fullyrða neitt um hvort núverandi virkjunarfram kvæmdir yrðu stöðvaðar, eða til hvaða ráða kynni að verða tekið í sambandi við virkjunarmálin, en sagði að tryggja yrði svæðinu raf orku, með hvaða hætti sem það yrði, en málin myndu væntanlega skýrast eftir fundinn með rfkis- stjórninni. Svo sem kunnugt er, þá gercðst það fyrir jólin, að Hæstiréttur felldi dóm sinn í lögbannsmálinu Laxá, þar sem heimilt er að leggja lögbann við ag rennsii ár- innar verði ekki breytt, og er nú fógetaréttur að fjalla um, hvort setja beri tryggingu í því sam bandi eða ekki. Þá ákvað ríkis stjórnin strax eftir að dómur féll í Hæstarétti, að fram skuli fara Framh. á 14. síðu. Happdrætti DAS - sjá bls. 7 „Er læknadeild höfuölaus her?á< segir í fundarauglýsingu frá Félagi læknanema KJ—Reykjavík, mánudag. Þrátt fyrir mikið umtal og mikl- ar umræður undanfarin misseri, er ekki búið að leiða til lykta deil- ur þær, sem staðið hafa yfir í j læknadeild Háskólans. Er liaft fyr- ir satt, að hinn nýkjörni forseti læknadeildar, Þorkell Jóhannesson, prófessor, hafi haft við orð að segja af sér, en hann tók við for- setastörfum á sl. hausti af próf. Ólafi Bjarnasyni. Það sem veldur mesta úlfaþytn- um innan deildarinnar núna er, hvort hleypa eigi 36 eða 24 lækna- nemum áfram, eftir fyrsta áfanga í deildinni. Félag læknanema efnir ti' fund- ar um máli'ð annað kvöld (þriðju- dagskvöld) í 1. kennslustofu, og er mikil auglýsing um fundinn á dyr- um lesstofu læknanema í Lands- spítalanum. Verður ekki annað sagt, en aug.’ýsingin sé „róttæk“, ef svo má að orði komast um aug- lýsingar, en hún er myndskreytt á óvenjulegan hátt. Undir fyrirsögn auglýsingai’innar er mynd af kú- reka, sem heldur hálstaki urn ann- an kúreka, beinir byssuhlaupi að andliti hans og er látinn segja: „Vilt þú verða deildarforseti og slást við 1. árs menn?“ Neðar á augl. er hluti at dollaraseðli, og yfir ásjónu Georges Washington hefur verið sett mynd af fáklædd- um kvenmanni, og hún er látin segja: „Það vantar peninga“. Ilitl- er sálugi skreytir þessa auglýsingu, og er hann látiun segja: „Er iæknadeildin höfuðlaus her?“ Stærsta myndin er svo einnig úr- klippa úr blaði, af ungum, geð- þekkum manni, sem látinn er segja: Framhaid á bls. 14 £ t.X. m ‘L** idt*Jd i. Auglýsing :<£knanema. seir. hangir uppi í Landsspítalanum. (Timamynd Gunnar)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.