Tíminn - 12.01.1971, Blaðsíða 6

Tíminn - 12.01.1971, Blaðsíða 6
6 TIMINN ÞRIÐJUDAGUR 12. janúar 1971 Efcki heftrr Kanada oft veriS I heimsfiréttum. ÞaS er land friðar og framfara og þykir því efcki eins til æsifrétta fall- ig og nágrannarífcið mikla U. S.A. Þetta er stórt og fagurt, fjöl breytt og fjölskrúðugt menn- ingarríki, eiginlega heil heims- álfa að stærð og víðáttu, litlu •íinna að stærð en Bandarík- in öll til samans eða stærra en öll Evrópa. 1 Kanada eru 12 ríki, sem ihvert hefur sína sérstjórn og sjálfstæði að mestu, en eru samt tengd í eina ríkisheild, sem stofnuð var með brezka Norður-Ameríku sáttmálan- um 1. júJí 1867 í Kanada. En þessi stofndagur kana- díska ríkisins er merkisdaguæ í nýlendusögunni, því að það var í fyrsta sinn, sem hópur nýlendna gekk í bandalag án styrjaldar, án stjórnbreytingar og án þess að slíta sambandi við móðurlandið. Kanada er enn í brezka heimsveldinu og samsteypa 10 ríkja og tveggja sjálfstæðra landsvæða, en New-foundland og Labra- dor sameinuðust ekki aðalrík- inu fyrr en 1949. Sökum stærð ar og víðáttu hefur Kanada mikicf að bjóða, allt firá lítt byggðum auðnum norðurhjar ans til frjórra slétta Mani- tóba og Alberta-fylkjanna, allt frá ísilögðum fjörðum heim- skautslandanna til skínandi vatnanna í Ontarió. Hvert hérað hefuir sín sér- kenni í litum og gróðri, menn- ingu og veðráttu, síbreytilegt eftir árstíðum. Geysistórir þjóðgarðar sfcreyta landig allt frá British Columbía til Ný- fundnalands og vel mættum við íslendingar minnast þess, ac/ forfeður okkar, landnem- arnir frægu, sem fyrstiir hvítra manna fundu Kanada, og þar með Vesturheim, höfðu skiln- ing á þessari geysilegu fjöl- breytni og nefndu þar bæði Markland, sem þýðir barirskóga landið og Vínland, því að þar óx vínviður sjálfsáinn. Ennfremur mættum við og muna, ag liklega allt að þriðji hluti fólks af íslenzku bergi brotinn býr í Kanada, og i Winnipeg einni, býr að sögn svo mikill fjöldi af íslenzkum uppruna, að keppt geti við Reykjavík. Þrátt fyrir stærð Canada eru frábærir vegir um landið þvert og endilangt, og um það er auðvelit að ferðast í einkabíl- um og almenningsvögnum, með lestum, flugvélum og feirj- um. Og Kanadabúar eru þekkt- ir af gestrisni og lipurð, góð- vild og háttvísi gagnvart öll- um. VélaverkstæðiS VÉLTAK HF. Tökum að okkur allskonar VÉLAVIÐGERÐIR JÁRNSMÍÐI Framkvæmum fljótt og vel. Vélaverkstæðið V É L T A K H.F. Höfðatúni 2 (Sögin) Sími 25105 Um 60 mismunandi þjóðir Þeir eru nú um 20 milljón- ir og má fullyrða, ag enn hef- ur þjóðin engin sérkenni, sem einkenna hana frá öo'rum þjóð um önnur en þau, að segja má að f Kanadö finnist einkenni allra þjóða. Kanadísku þjóð- inni hefur verið likt við mosa- ikmynd. Fyrst má telja frum- byggjana Eskimóa og Indíána, en næst flóttafólk frá Banda rfkjunum í frelsisstríðinu, og frá Mið-Evrópu, en alls eru þarna um 60 mismunandi þjóð ir. En hvort sem mál þeirra er franska, enska, geliska, þýzka, ufcraniska eða hollenzka, hvort sem litarhátturinn er hvítur, gulur eða svartur hefur þvf lærzt að elska þetta stóra, auð- uga land og finna sig sem eitt í þeirri tilfinningu, án þess aðgreinings og ójafnaðar, ranglætis og fordóma, sem skapar kynþáttahatur og þjóð- flokkaaðgreiningu annarra landa og þjóða. Samt er hægt að ferðast um Kanada allt fram á þennan dag og finna þar sérkenni allra þessara mörgu frumþjóða, Frakka, sem eru franskari en þótt þeir hefðu alla tíð lifað í hjarta Parísarborgar, íslend- inga, sem eru fastheldnari en íslendingar heima fyrir á þjóðlega siði liðinna alda, sem eru næstum gleymdir heima á íslandi, Kínverja, Grikki og Japana, sem hafa sín sérstöku matsöluhús og menningar- klúbba. En samt blandast þetta fólk saman í gagnkvæmum hjúskap og heimilislífi, þar sem eng- inn er öörum æðrj né lítils- virtari, svo að segja má að sér kennin auðgi heildina, efli hana og göfgi en sundri ekki hinni kanadísku þjóð. Sama e<r að segja um listir og vinnubrögð. Innfæddir indí ánskir stáliðnaðarmenn, list- hagir Eskimóar, kínverskir námaverkfræðingar, japansk- ir járnbrautasmiðir, finnskir skógarhöggsm., íslenzkir fiski- menn, austurrískir handiðnað- armenn, ungverskir hótel- stjórar og svo bændur firá öll- um hornum heims, allir leggja sitt fram á sinn hátt til efling- ar kanadískum framförum og farsæld. Þessi búskapur Hefur bless- azt ákaflega vel í heila öld, þrjár kynslóðir hafa þegar lagt hönd aó' verki. Framfarir og framkvæmdir eru geysilegar. Þeir hafa byggt borgir þar sem áðuæ voru þéttir skógar og stofnað fyrirmyndar samfélag í ísauðnum Norðursins. Þeir hafa ræktað slétturnar, grafið upp málmauðlegð jarðlaganna, beizlað fljót og fossa og lagt hraðbrautir um fjö.l og víð- lend vengi. Þeir hafa byggt upp fyrir- myndarheimili, skóla, kirkjur og sjúkrahús og sameinað þess ar sundurleitu þjóóir í eitt sam stilltasta þjóðfélag veraldaæ til þessa með tveim aðaltungum og um leið tveim meginþátt- um menningararfs, enska og franska mega heita iafnar og menningarerfðir í þeirra kjöl- far sterkastar. Helmingur hinna 20 millj óna Kanadabúa er innan við 25 ára aldur og segja má þó, að ekkert vanti Kanada frem- ur nú en ungt og dáðríkt fólk til þess að byggja víðern- in, ávaxta arfinn. Maðurinn og veröld hans Á hundrað ára afmæli kana- díska ríkisins 1967 hafði verið komið upp geysivoldugri og víðtækri heimssýningu í Mont- real, sem nokkurs konar af- mælisgjöf, þaæ sem Kanada yrði bæði veitandi og þiggj- andi. Var fátt betur viðeigandi í þessu alþjóðalandi. Sýning þessi tókst mjög vel og vakti alheimsathygli eins og vænta mátti. En ekki var lát- ið þar við sitja. Á árinu 1970 var önnur sýning á sama stað. Eaunar einnig heimssýning, en nú mest miðuð við menningar- arfleifÓ hverrar þjóðar. Nefndist sú sýning á ensku Man and his world — maður- inn og veröld hans. Segja mætti að sýning þessi væri Ifkt og vin, ofurlítil Eden, sem sýndi, . hvernig allar þessar sundruðu þjóðir heimsins geta lifag saman í firiði, skoðað og dáð það bezta, sem hver um sig hefur lagt fram í handíð- um, tækni, list og trúarbrögð- um. Sýningunni var val inn einn fegursti stao*ur, sem hægt er að hugsa sér við St. Lawrencfljótið. En yfir það liggja brýr, sem telja má með- al mestu mannvirkja heimsins. Montreal er eins og Kanada- búar orða það sjálfir, „The Metropolis of Canada", eða mið borg Kanada. Um hana má segja þarna líkt og sagt var um Róm foirðum, að allar leið- ir liggja til Montreal. Hún er líka umvafin vega- neti og vegfarandinn nálgast l£kt og í hátíðlegri lotningu í óteljandi hringum og sveigum. Sjálf er Montreal, turnar hennar og skýjakljúfar, séð úr fjarlægð yfir sléttuna líkt og draumsýn eða ævintýra hallir, sem gnæfa í fölbfáu, gullnu mistri við bláan himin og föl- grænt lágt fell að bakgrunni. Getur vart fegori heimsýn eða heimreið. Svo vel er Mont real til slí-krar sýningar fallin, að líkja mætti henni við heim- inn í smækkaðri mynd, segir borgarstjóiri hennar, hótel, mótel, skemmtihallir og stór- kostleg veitingahús skiptast á við litlar krár með enskum, skozkum og frönskum svip, vinaleg smáhýsi og hljóðlát, hreinleg hverfi frá liðnum tíma. Öil er borgin hrein, lit- rík og létt á svip, í rauninni frönsk að mestu, enda tala all- ir frönsku, þótt flestir skilji einnig ensku. En þótt margt sé franskt er fljótlega hægt að sjá fólk af öllum kynþáttum og litarhætti og sérstaklega margt blökkufólk virðist una hér vel hag sinum. Framandi þjóðbúningar, helgidómar ým issa kirkjudeilda og trúar- bragða ásamt mörgum ólíkum þjóðum, með fjölbreyttar hug- sjónir, siðu og sérkenni mynda hér samræma heild. Og svo aftur sé vitnað í borg arstjóra Montreal, þá heldur hann áfram: „Nú fremur en nokkru sinni fyrr, gæti borgin borig vitni um þá veröld, sem við óskum okkur. Mannkynið sundurtætt af deilum og hatri þarf friðað svæði til að hvílast og safna kröftum. og endurvekja trú sína á framtíðina.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.