Tíminn - 12.01.1971, Blaðsíða 9

Tíminn - 12.01.1971, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 12. janúar 1971 TÍMINN 9 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastj óri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þónarinsson (áb), Jón Helgason, Indriði G. Þonsteinsson og Tómas Kariisson. Amgiýsingastjóri: Steingrímur Gíslason. Rit- stjómarskrifstoíur £ Edduhúsinu, simar 18300 — 18306. Skrií- stofur Bamikastræti 7. — Afgreiðslusími 12323. Auglýsingasími: 19523. Aðrar skrifstofur sími 18300. ÁskriPtargjald kr. 195,00 á mámuði, immamlands. f lausasölu kr. 12,00 einit. — Prentsm. Edda hf. Morgunblaðið og Parkinson-lögmálið Sl. 10 ár hefur útþensla ríkiskerfisins verið ofboðs- leg. Það má segja að annan eða þriðja hvern dag hafi verið tilkynnt um nýja stofnun eða nýja nefnd á vegum ríkisins. Synd væri þó að segja að þetta hafi gerzt með skipulegum hætti, þvi að allt það gamla, sem fyrir var, hefur verið látið haldast óbreytt áfram, þótt ástand þess hafi oft verið ástæðan fyrir nýjum stofnunum og nefnd- um sem á laggir hefur verið komið. Sannleikurinn er sá, að mest af þessu hefur verið gert með yfirlýsingum um aukna hagræðingu og sparn- að í ríkiskerfinu! En þessi „hagræðing“ hefur leitt til sífelldrar útþenslu og maður hefur verið settur á mann ofan, silkihúfa upp af silkihúfu. Þannig var það t.d. þegar Skipaútgerðin var endurskoðuð. Stórlega 'lró úr þjónust- unni við almenning og reksturinn dróst saman, en for- stjóramir urðu þrír, í stað eins áður. Og nú er svo komið, að þær stofnanir og nefnd- ir, sem eiga að fást við sjálfa hagræðinguna og sparnað- inn eru orðnar svo margar á vegum hins opinbera, að skammt virðist í það, að sett verði á laggir ný stofn- un til að hafa umsjón með öllum hinum og samræma starfið. Nú þarf sérstaka starfsmenn á veguip ríkisins tfl að ganga á milli og fá undirskriftir hinna mörgu að- fla, sem um þetta fjafla. Það má segja, að það sé að bíta höfuðið af skömm- inni, þegar Mbl. ritar nú leiðara um nauðsyn þess að spyrna við fótum og koma í veg fyrir að Parkinson-lög- málið verði alls ráðandi í ríkiskerfinu. í mörg ár hefur það blað og stjórnarflokkarnir hundsað og hæðzt að til- lögum um róttæka endurskoðun á öllu ríkiskerfinu í því skyni að gera það ódýrara og einfaldara. En kosningar fara í hönd, og þar sem stjórnarherrarnir finna það gjörla að gagnrýni á núverandi stjórnkerfi og tillögur til úrbóta hafa fundið sterkan hljómgrunn meðal almenn- ings, telja þeir nauðsynlegt að slá ryki í augu manna og í reyna að halda því fram, að í rauninni hafi þeir sjálfir g mestan áhuga á að þetta verði lagað, og raunar sé engum betúr treystandi til þess eftir að hafa ráðið í 12 ár og stað- | ið svo vel að málum, að nefndin, sem þeir skipuðu til f að telja allar hinar nefndirnar, sem stofnaðar hafa verið á valdatímanum, varð að gefast upp. Hún sagði nefnd- g irnar orðnar óteljandi! | En er hér ekki of djúpt í árinni tekið, kann einhver að spyrja? Er nokkur ástæða tii að ætla, að þessir menn vilji hafa þetta svona? Af hverju skyldu þeir ekki hafa áhuga á að laga þetta? Ekki skal því til svarað, að það sé af illmennsku. Það má fremur segja að það sé af góðmennsku gagnvart eigin flokksmönnum, sem beina hagsmuni hafa af því að sífellt finnist nýjar stöður og bitlingar í ríkiskerfinu og ekkert verði þar niður lagt, þótt ekki þjóni það þjóðarhagsmunum. Þetta skýrist vel, ef menn telja saman og átta sig á því, hvernig t.d. Al- þýðuflokksmenn þeir, sem framarlega hafa staðið í flokksstarfi Alh:iðuflokksins, hafa komið ár sinni fyrir borð. Það er engin goðgá að halda því fram, að hags- munir Alþýðuflokksins grundvallist fyrst og fremst á útþenslu ríkiskerfisins og afls konar nefndum og bitling- um, sem hlaðið hefur verið á flokksmenn. Það er nefni- lega ekki rétt, sem stundum hefur heyrzt, að Alþýðu- flokkinn sé farið að skorta menn i bitlinga. Þar eru margir afburðamenn, sem alltaf geta á sig blómum bætt, enda er íslandsmeistarinn í þessari grein í þeim flokki. TK aMNWw.-a • .... ii I" "i 1111niiwn—wmniiiiiiin1 PáBB Þorsteinsson, alþm.: Veðdeild Búnaðarbankans Á s. 1. ári voru liðin 40 ár frá því aS lög voru sett um BúnaSarbanka fslands, og bank- inn hóf starfsemi á árinu 1930. f tilefni af 40 ára afmælinu gaf bankinn út afmælisrit, þar sem dregnar eru fram í stuttu máli nokkrar staðreyndir um hag bankans, veltu hans og vi@- skipti a3 undanförnu. f ritinu koma fram m. a. þessar staðreyndir: Veðdeildin er jafngömul Búnaðarbankanum sjálfum, og veðdeildinni var í öndverðu ætlað það hlutverk að veita lán um langt árabil gegn veði í fasteignum eöa tekjum bæjar., sýslu- og sveitarfélaga. Veðdeildin hefur ekki haft fasta tekjustofna við að siyðj- ast, heldur hefur hún orðið að láta sér nægja fjárútvegun með ýmsum hætti og í mjög tak- mörkuðum mæli, svo að hún hefur alls ekki getað gegnt því hlutverki til fullnustu, sem henni er að lögum ætlað. Þegar Búnaðarbankinn var stofnaður, var við það miðað, að veðdeildin gæti veitt lán, er næmu 60% af matsverði lands og 30% af matsverði húsa. Nú er svo komið, að hámark þess, sem lánað er úr veðdeild út á fasteigna í sveit. er 200 þús. kr. Á 40 ára tímabili hefur veð- deildin veitt 3188 lán, auk lausa skuídalánanna til bænda. Þetta samsvarar um 80 lánum ,á ári hverju að meðaltali. Á árinu 1969 veitti veðdeildin þó 93 ián til jarðakaupa, þar sem hún hafði til umráða nokkurt fé á því ári. Þessar tölur gefa til kynna lánaþörfina, þ. e. 80— 100 lán, sem veðdeildin þyrfti að veita á ári hverju vegna jarðakaupa. Hagkvæm lánastarfscmi er lyftistöng í öllum atvinnugrein- um og nauðsynleg á viðskipta- sviðiau, »ins og þjóðlífinu er háttað. Og það hefur verið leit- azt við á öðrum sviðum áð auka lánveitingar og bæta lánakjör með það fyrir augum að efla þann atvinnurekstur, sem í hlut á, og bæta aðstöðu þegn- anna ti! þess að mynda sér íieimili eg koma á fót atvinnu- -ekstri. Til samanburðar má g?ta þess, að lán út á fiskiskip nemur um 75% af kostnaðar- verði, svo að lán út á eitt fiski- skip getur skipt milljónum króna. Samkvæmt lögum uni hi’.i aimennu íbúðalán er stefnt að bví að lána allt að 75% byggingarkostnaðar. Stofnlána- deild Búnaðarbankans lánar vegna bygginga í sveitum allt að 60% af kostnaðarverði hús- anna. En þegar kemur að því, að fasteignir í sveitum gangi kaupum og sölum, þá er það hlutvcrk veðdeildarinnar að greiða fyrir þeim viðskiptum með íánveitingum, en þá er ekki um annað að ræða heldnr en 200 þús. kr. lán að hámarki, og hefur þó veðdeildin verið i svo mikilli fjárþröng, að bað hefur ekki einu sinni verið hægt að afgreiða slík lán á ári hverju. Um þessar mundir er til at- liugunar nýtt fasteignamat og er stefnt að því, að það öðlist gildi á fyrri hluta árs 1971. Þar kemur fram, að jarðir, sem eru ekki stórar, ern metnar um 1 Páll Þorsteinsson millj. kr. Og í héruðum, þar sem skilyrði til framleiðslu þykja góð og samgöngur til markaðsstaða eru góðar, eru fasteignir í sveitum víða metn- ar á 2—3 millj. kr. eða jafnvel enn hærra. Ef eigendaskipti verða á slíkri fasteign og leita þarf eftir lánsfé í því sam. bandi, þá nemur lán það, sem veðdeildin gefur kost á og hef- ur fjárráð til að veita, einung- is 10—20% af fasteignamats- verði eignarinnar, sem seld er, eða jafnvel enn lægri hundraðs hluta. Þetta er i algeru ósam- ræmi við önnur samöærileg bankaviðskipti hér á landi. Það hefur verið vanrækt að undanförnu áð komá fjárhag veðdeildar, Búnaðarbankans í viðunandi horf. Þáð má spyrja, hvers vegna svo hafi farið. Er það vegna þess, að hér sé um svo stórt fjárhagsmál að ræða, að það sé erfitt viðfangs af þeim sökum? Því má hiklaust svara neitandi. Hvort sem litið er á heildarveltu bankakerfis- ins til samanburðar eða Búnað- arbankann einan, veltu hans og viðskipti, þá er hér ekki um stórt fjárhagsmál að ræða. Ef ekki er séð sæmilega fyrir aðstöðu til lánveitinga vegna jarðakaupa, þá hefur það mikil áhrif og margvísleg í sveitum Iandsins. Ungu fólki verður þá ókleift að kaupa fast eignir í sveitum og hefja þar búskap, þótt það kynni að óska þess. Þetta hefur einnig áhrif á hag 02 aðstöðu hinna öldruðu, sem geta ekki haldið áfram at- vinnurekstri og þurfa að láta fasteignir sínar af hendi. Þá skiptir miklu að geta komið eignum sínum í sæmilegt verð. Þetta snertir einnig sveitarfé- lögin sjálf, aðstöðu þeirra og fjárhag. Ef byggðin dregst saman í sveitum, þá verða þar færri gjaldendur og þeim veit- ist erfiðara en ella að bera þær fjárhagsbyrðar, sem á sveitar- félögin eru lagðar. Og þar sem svo er á málum haldið, að at- vinnurekstur dregst saman, þá ýtir það undir, að það skapist vantrú á þá atvinnugrein. Þess vegna á það að vera einn þátt- ur í uppbyggingu atvinnulífs- ins, að með bankastarfseminni séu atvinnugreinarnar efldar, svo að traust fólks vaxi á þeim atvinnuvegi, sem það stundar. Það er og mjög varhugaverð þróun, sem á sér stað, að hlunn indajarðir séu keyptar af mönn um, sem hafa talsverð fjárráð, eingöngu í því skyni að hag- nýta lilunnindin, sem jarðimar hafa að bjóða, en ekki í því skyni, að kaupandinn ætli að hafa fasta búsetu á jörðinni. Með þessum hætti verð eigend ur hlunnindajar'ða, sem oft eru hinar verðmætustu í hverju sveitarfélagi, alls ekki jafn traustir og góðir þegnar sveit- arfélagsins eins og þeir, sem stunda þar fastan atvinnurekst- ur og leggja fram alla orku sína við að bæta jarðir sínar, auka afrakstur þeirra og skapa sér á þann hátt góð lífsskilyrði í sveitinni. Af hálfu Framsóknarflokks. ins hefur verið borið fram á Alþingi frumvarp til laga, sem miðar að því að koma fjárhag veðdeildar Búnaðarbankans á traustan grandvöll, svo að tryggt sé, að veðdeildin geti framvegis gegnt því hlutverki til fullnustu. sem henni er að lögum ætlað. f frv. er kveðið svo á, að eft- irleiðis skuli veðdeildin fá ár- legt framlag úr ríkissjóði 20 millj. kr og að veðdeildin fái þessu til viðbótar árlegt fram- lag frá Stofnlánadeild landbún- aðarins 10 milij. kr. f lögum um Stofnlánadeild landbúnaðar ins er heimild til að færa slíkt framlag til veðdeildarinnar, en sú heimild hefur ekki verið notuð nema að litlu leyti og alls ekki á ári hvérju. Sam- kvæmt frv. yrði þetta gert að skyldu, þannig að veðdeildin ætti þessa fjármuni vísa á ári hverju til lánveitinga. Þá er og gert ráð fyrir, að það laga- | ákvæði haldi gildi sínu, að veð- deildin fái þann hlut, sem henni hafði verið ætlaður sam kvæmt lögum um skatt á stór- eignir. Ef þessar fjárhæðir nægja ekki til þess að auðið sé að afgreiða að fullu þau veð- deildarlán, sem sótt væri um, þá er heimilt samkvæmt frv. að gefa út nýjan flokk banka- vaxtabréfa og að veðdeildin geti, ef þörf krefur, veitt nokk- urn hluta af láni til jarðakaupa í bankavaxtabréfum. Enn freinur er þcssu til viðbótar kveðið svo á I frv., að Seðla- banka íslands skuli skylt, ef ríkisstjórnin óskar þess, að lána veðdeildinni nauðsynlega fjárupphæð vegna starfsemi hennar, allt að 100 millj. kr. gegn 5% vöxtum. Veðdeildin skal endurgreiða Seðlabankan. um lán þetta með jöfnum af- borgunum á 20 árum, en ríkis- sjóður ábyrgist allar skuldbind ingar veðdeildarinnar gagnvart Seðlabankanum í frv. er kveðið svo á, að lán úr veðdeild til jarðakaupa megi nema allt að 70% virðingar- verðs fasteignarinnar, en ’jnn- ur lán, sem deildin veitir, séu allt að 60% af virðingarverði fasteignarinnar. En ef á þeirri fasteign, sem seld er, hvíla lán { stofnlánadeild, þannig að kaupandi yfirtaki þau lán, þá er lieimilt samkvæmt frv. að lækka veðdeildarlánin sem þeirri fjárhæð nemur miðað við hlutfall virðingarverðs fasteignarinnar. ÞR ÍÐ J U D AGSGREI Nl N

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.