Tíminn - 12.01.1971, Side 8

Tíminn - 12.01.1971, Side 8
TIMINN ÞRIÐJUDAGUR 12. janúar 1971 Á því ári, sem nú er að hefj- ast, munu íslendingar ganga til kosninga c,i velja sér stjóm «æstu fjögur árin. Það er fyllilega tímabært fyrir almenning, að leggja mál- in niður fyrir sér, á hvera stjórnmálaflokkanna hann get- ur sett traust sitt. Hver ein- staklingur verður að meta með sjálfum sér hvað hefur áunnizt og hvað miður hefur farið. Stjórnartímabil það, er nú er að ljúka, hófst, þegar vinstri stjórnin fór frá vegna þess að samkomulag náðist ekki mnan hennar um nauðsynlegar að- gerðir í fjármálum þjóðarinn- ar. Það er naaðsynlegt, að al- menningur geri sér Ijóst, að með hrossakaupum og bak- tjaldamakki hefði vinstri stjórn inni orðið lengri lífdaga auð- ið, en það var sama og svik við íslenzka alþýðu, og því var sú leið ekki valin. Vinstri stjórnin fór frá vtild- um vegna þess að lýðræðisleg vinnubrögð voru viðhöfð, en ER KAUPANDI AÐ í AUSTIN GIPSY diesel jeppa. Má þarfnast viðgerð- ar. Tilboð sendist afgr. blaðsins merkt: „Austin 1132”. baktjaldamakki hafnað. Alþýðuflokkurinn tók nú við stjóm undir forystu Bmils Jónssonar. Helzta afrek hans var Emileringin svonefnda, en í henni fólst kauplækkun, er nam 1000 kr. á mánuði að með- a.tali hjá launþegum, og tals- verðar verðlækkanir. Sagði Emil, að með þessum aðgerð- um og ef jafnframt yrði vinnu- friður í landinu, þá væri hægt að bjarga fjármálum þjóðarinn ar á einu ári. Voru launþegar vissulega óánægðir en töldu þó hver um sig 12 þús. 'kr. virði, ef 'hægt væri að bjarga fjármál um þjóðarinnar. Að ári liðnu myndaði Ólafur Thors stjórn með Alþýðu- flokknum, en gat þess jafn- framt, að því miður hefði Emil ekki tekizt að bjarga f.iármál- um þjóðarinnar, „og mun ég koma þeim í lag, ef ég fæ eins árs vinnufrið". Voru nú launþegar sýnu tregari, en enn létu þeir til leiðast og fórnuðu enn 12 þús. kr. til bjargar íslenzkum fjár- málum. enda var þeim lofað leiðréttingu mála. er árið væri á enda runnið. Þess má geta, að Emilering- in hafði lítil áhrif á vöruverð nema fyrstu mánuðina. en síð- an .hækaði það stöðugt. Þá er launþegar höfðu fórn- að 24 þúsi ki'.. "förú léiðtogáfJ ' þeirra að ókyrrast, og töldu að nú hlyti atvinnurekendum að hafa vaxið svo fiskur um hrygg að tími væri kominn til launa- hækkana, enda taldi alþýðan að ríkisstjói-nin myndi launa fórn hennar að nokkru. Ólafur Thors var þó eigi þeirrar skoð unar, að launahækkanir kæmu MÁLVERKAUPPBOÐ fyrirhugað í þessum mánuði. Get bætt við nokkr- um góðum-myndum á skrá. Móttaka þessa viku í Málverkasölunni, Týsgötu 3, kl. 13—18, sími 17602. LISTAVERKAUPPBOÐ KRISTJÁNS FR. GUÐMUNDSSONAR. Vörubíiar ti! sölu Scanía Vabis árgerð 1970, frambyggður, tveggja hás- inga, 17 tonn á pall, mjtig Volvo: N-88, 10 tonn, 495 árg. ’66 — ’66 góður bíll. 465 — ’63 Scanía 56 árg. “66, ’64 465 — ’62 — 76 — ’66 375 — ’61 — 75 — ’62 385 — ’59 — 51 — ’59 F-85 — ’67 — 56 — ’67 Frambyggður Treiter — 55 árg. ’63 Mercedes Benz: MAN, pall og sturtulaus 1920 — lil tonn, árg. ’66 9165 ár ’68 14Í3 — ’fí>> 850 — ’67 327 — - '63 650 — ’67 322 — — ’61 1418 — yfirbyggður ’65 Ford: 1413 — með burðarhásingu D 800 árg. ’66 14 tonn á pall, ’65 F 500 — ’62 Bedford árg. ’68 — — — ’67 Ennfremur eldri gerðir af — — ’66 Ford og Chevrolet. bæði — — ’62 bensín og dísel. — — ’61 DÍLA- OG BÚVÉLASALAN H.F. VIÐ MIKLATORG - Símar 23136 og 26066. til greina, en vegna fyrri lof- orða neyddist hann til að segja „ríkisstjórnin vill engar verð- hækkanir, enda mun hún ekki líða, að hugsanlegum launa- hækkunum verði velt út í verð- lagið“. Skipuðu Sjálfstæðis- flokkur og Alþýðuflokkur sér þarna með atvinnurekendum cg sviku loforð sín um að bæta al- þýðu landsins 24 þús. kr. fórn sína. Leiddi þetta til þess, að samningar verkalýðsfélaganna drógust á langinn I 6 mánuði og hafði þá hver launþegi fómað 30 þús. kr. til að bjarga fjár- málum íslenzku þjóðarinnar. Ekki var þetta tnetið meira en svo, að í öðrum mánuði eft- ir að launþegar höfðu gert nýja kjarasamninga, fram- kvæmdi ,,Viðreisnarstjórnin“ gengisfellingu, sem síðan hefur verið nefnd hefndargengisfell- ingin og varð þar að engu launahækkun sú, er náðst hafði með samningunuim rúmum mán uði fyrr. Yfirlýsing Ólafs Thors um að launahækunum yrði ekki velt út í verðlagið fór þann- ig: Atvir.nurekendur hækkuðu útselda vöru og þjónustu sam- stundis og samningar höfðu verið gerðir. Var til dæmis út- seld vinna hækkuð með tilkynn irígú frá VinnuVeiterídásam-'' bandinu til anstakra meðlima, erí efcki m’éð' áúglýsingu í'dag- blöðum frá verðlagsstjóra eins og venja hefur verið bæði fyrr og síðar. Var með þessu hald- ið leyndu fyrir almenningi, að ríkisstjórnin hefði eigi staðið við hin stóru orð sín um að halda verðlaginu í skefjum. Ljóst er, að atvinnurekendur sömdú ekki við launþega fyrr en þeir höfðu vilyrði ríkis- stjórnarinnar fyrir því að þeir mættu velta hækkununum út í verðlagið. Ríkisstjórnin sam- þykkti þetta með því skilyrði. að verðhækkanirnar færa fram á þann hátt, að Vinnuveit- endasambandið boðaði þær með dreifibréfi til félaga sambands ins en ekki með auglýsingum frá verðlagsstjóra eins og venja var og er. Þessi vinnubrögð íslenzkrar ríkisstjórnar era dæmi um óheiðarleg og ólýðræðisleg vinnubrögð ríkisstjórnar, sem beinlínis fer á bak við alþýðu landsins. Erfitt er að skilja hvernig flokkur, sem kennir sig við ís- lenzka alþýðu, get :r tekið þátt í svona aðgerðum. Hin svonefnda Viðreisnar- Itjórn hefur í orði lagt á það höfuðáherzlu að halda verðlagi niðri í iandinu, en eftir þróun- inni að dæma virðist eingöngu hafa verið lögð áherzla á að halda launum niðri og skipu- lega hefur verið unnið að þvi að minnka kaupmátt launa. Valdatfð þessarar óstjórnar hefur einkennzt af gengisfell- ingum, óðaverðbólgu og at- vinnuleysi. Uppbygging is- lenzks iðnaðar og sjávarútvegs hefur verið látin sitja á hakan- um, en áherzla lögð á höralu- lausan innflutning og erlenda stóriðju. Nú horfa íslenzkir sjómenn á erlenda verksmiðjutogara að veiðum á miðum, sem væra ís- lenzk, ef ekki hefðu komið til svik íslenzkrar ríkisstjórnar við íslenzkan málstað. íslenzkir at- vinnurekendur greiða háu verði raforku, sem erlendum aðilum er seld á smánarverði. íslenzk utanriikispólitík er svo lágkúraleg, að á þingi Sam einuðu þjóðanna stendur Ts- land eitt Norðurlandanna ecn gegn því að stærsta þjóð heims, Kína, fái aðild að stofnuniaui. Meiri reisn var yfir íslenzkri utanríkispólitík, er fsland sem fyrsta ríki heims viðurkenndi ísrael sem sjálfstætt ríki. Sá íslenzkur ráðherra, sem oftast er hlegið að heima, varð aðhlátursefni Svía, er hann kom fram í sjónvarpi hér fyrir skömmu. í þvf viðtali greindi hann frá því, að íslenzka ríkis- stjórnin ynni nú að þvf að gera þjóðina' óháðarl fiskveiðum og hefði meðal annars verið komið upp stóriðju í landinu, svo sem álverksmiðju og kísilgúrverk- smiðju. Fi'éttamaðurinn hló ekki upp hátt, en á eftir greindi hann frá því. að verksmiðjur þessar væra í eign erlendra aðila og fengju raforku við sérstaklega lágu verði. Þá brostu Sviar að hinum kokhrausta ráðherra. f viðtali þessu skýrði ráð- herra frá þvf, að árin 1969 og 1970 væru einhver hin beztu, er komið hefðu á fslandi, efha- hagslega séð, en honum láðist að geta þess, að þrátt fyrir það, þá taldi ríkisstjórnin nauð synlegt að koma í veg fyrir samningsbundnar launahækkan ir verkálýðsins. Hann skýrði heldur ekki frá því að forsætis- t-áðherra hefði tveim vikum fyr ir verðstöðvun skýrt frá því í sjónvarpi, að hún væri fyrirhug uð. Stærsta vérzlunarhús Málm- eyjar skipti nýlega tim verð- miða á öllum vörum sínum (áð- ur hafði söluskattur ekki verið reiknaður með við verðmerk- ingu) og tók ekki nema tvo daga. Tvær vikur hafa því sjálf- sagt verið notadrjúgur tími :s- lenzkum verzlunarmönnum. Hver stétt sem á fulltrúa í rík isstjórn, getur hrósað happi, en því miður hefur íslenzk alþýða ekki átt fulltrúa í ríkisstjórn síðan vinstri stjórnin var, og hefur þetta greinilega komið fram á kjörum hennar. Atvinnuleysi, og !*ndflótt.i vegna þess, hefup- og einkenní óstjórnartímabilið, en landflótt inn er alvarlegasta gagnrýnin, er ríkisstjórnin hefur orðið fyr ir. Það er ekki hægt að ljúga sig frá þeirri staðreynd, að út- flutningur fslenzks fólks hefur átt sér stað í stórum stíl, vegna slæmra kjara og atvinnu leysis. Jafnvef sanntrúaðir stjórnarsinnar hafa flúið út, þó að þeir skilji ekki, hvers vegna þeir búa nú erlendis. f viðtalsþætti sænska sjón- varpsins kom fram, að geysi- margir hefðu flutt út 1969—70 en þeir væru flestir komnir heim aftur. . Einhver hefur sagt fréttamanninum ósatt þar um. Ef miðað er við Málmey, þá búa uú hér fleiri fslending- ar en nokkru sinni fyrr og vit- að er um fjölskyídur, sem era væntanlegar. Hitt er svo annað mál, að langflestar miða þessar fjölskyldur nð að snúa aftur heim, en samkvæmt fréttum að heiman er ekki alltaf glæsilegt ástandið, enda enn við völd sú ríkisstjórn, sem með óstjórn sinni hefur hrakið fólk þetta úr landi. í komandi kosningum gefst íslenzkri alþýðu tækifæri til að refsa þeim flokkum, sem svo illa hafa stjórnað. Framsóknarflokkurinn hefur fastmótaða stefnu, sem byggist á trú á fslandi og íslendingum. Framsóknarflokkurinn er með öllu óháður erlendum áhrifum, og því líklegastur til að halda uppi sjálfstæðri utanríkis- stefnu. Framsókaarflokkurinn byggir stefnu sína á blönduðu hagkerfi oa er því ekki bund- inn af kreddum til hægri né vinstri. Framsóknarflokkurinn er íslenzkur flokkur, sem setur hagsmuni íslenzkrar alþýðu framar öllum kreddubundnum kenningum. fslandi verður bezt borgið með því að sem flestir greiði raunsæisstefnu Framsóknar- flokksins atkvæði sitt í kom- andi kosningum. Öfgasinnaðar hægri eða vinstri kenningar hafa nógu lengi eyðilagt íslenzkar fram- farir. K. Sn Vörubifreida stjórar ÁRMÚLA 7. REYKJAVÍK. SÍMI 30501.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.