Morgunblaðið - 03.11.2005, Side 20

Morgunblaðið - 03.11.2005, Side 20
20 KAFFIHÚSIÐ HVAR BÝRÐU? Á Bankastræti númer fimm er gengið inn í hlýlegt og að sama skapi glæsilegt umhverfi. Hægt er að tylla sér við stóran gluggann og stara út um hann þangað til vingjarnlegur þjónninn pikkar í öxlina á þér og býður þér að biðja sig um eitthvað. Mjög hátt er til lofts og vítt til veggja og gólfplássið er mikið og að miklu leyti autt. Því virðist staðurinn við fyrstu sýn ekki rúma mikið af gestum en það er ekki alveg rétt heldur er það nýtingin á rýminu sem er afar snjöll og lúmsk. Einn langur sófi nær yfir næstum allan staðinn með afskaplega þægilegri leðuráferð og lýsingin frá stórum ljósunum fellur mjög vel yfir staðinn. Matseðillinn er nokkuð sér á báti en hann hefur að geyma nútímalega íslenska matargerð unna úr íslensku hráefni. Vínseðillinn er heldur ekki af lakari endanum en af honum er hægt að nálgast afar fágætt og gott úrval af vínum og einnig ýmsar gerðir af bjór sem ekki fást á öðr- um stöðum eins og t.d. Leffe Blonde. Þess má geta að í hádeginu er matseðillinn ódýrari en að sama skapi er skammturinn aðeins minni en ella. Úrval tímarita er afar glæsilegt en þarna er hægt að glugga í nánast öll þekktari tímarit. B5 er því kjör- inn staður til að hlaupa inn á og njóta smá værðar þegar pása gefst á erilsömum degi. B5 HLÝLEGUR GLÆSILEIKI Mynd Ásdís Ásgeirsdóttir Íbúar: Tinna Ævarsdóttir og Örn E. Kristjánsson Hverfi: Þingholtin „Við höfum búið hér í fimm mánuði. Okkur vantaði íbúð fljótt og þessi var laus … og fín,“ segir Tinna sem býr á Bergstaðastræti í tæplega fimmtíu fer- metra íbúð. Af hverju Þingholtin? „Af því þau eru best.“ Hvar verslið þið í matinn? „Við verslum í Bónus.“ Hvaða Bónus? „Við versl- uðum alltaf á Laugaveginum og svo keyptum við bíl,“ og síðan þá velja þau Bónusverslanir af handahófi. Og hún leggur áherslu á að þau elda alltaf heima, alltaf, og skipta eldamennskunni hnífjafnt á milli sín. Á hurðinni á bak við Tinnu hangir skemmtilegt plakat. Einhver saga sem fylgir því? „Konan með tunguna meinarðu. Örn gerði plakatið í vinnunni sinni.“ Hvernig þá? „Sko, það eru tvær hurðir inn í svefnherbergið en maður þarf bara eina. Hitt er bara eitthvað rugl,“ segir Tinna hneyksluð. „Við vorum alltaf með þessa hurð lokaða en á endanum langaði okkur til að gera eitt- hvað í málunum. Þetta var svo mikil sjónmengun.“ Eftir miklar pælingar fann Tinna loks þessa glæsilegu mynd af konunni með tunguna. „Okkur þótti hún báðum alveg ógeðslega flott. Við tókum þá hurðarhúninn af og Örn prentaði út myndina í vinnunni sinni og við bara hengdum hana á hurð- ina.“ Er þá líka einhver mynd hinum megin við hurðina? „Nei.“ Fyrir utan þetta hurðarverkefni hafa þau stundað litlar sem engar fram- kvæmdir á íbúðinni. „Þetta er náttúrlega leiguíbúð og maður er þess vegna ekkert mikið að ómaka sig.“ HVAR BÝRÐU, LAMBIÐ MITT? Mynd Þorkell Þorkelsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.