Morgunblaðið - 03.11.2005, Síða 22

Morgunblaðið - 03.11.2005, Síða 22
22 SPURT OG SVARAÐ Hvað væri það besta sem gæti komið fyrir þig í dag? Að ég yrði sleginn háleitri hugsun, ég fylgdi henni eftir og í kjölfarið yrði það til þess að friður ríkti manna á meðal. Hvað er það dýrmætasta sem þú átt? Börnin mín. Dagurinn þegar allt gekk upp var þegar …? elsti sonur minn fæddist. Ég var á leiðinni upp á fæðingardeild, hann var að koma í heiminn. Ég var stadd- ur á Melatorginu þegar ég mundi eftir því að ég hafði gleymt graut- arpotti á logandi eldvélinni, ég ók þrjá hringi, tók rétta ákvörðun og fór heim og slökkti undir grautnum. Geystist svo upp á fæðingardeild og þar beið mín nýfæddur heilbrigður sonur og geislandi móðir. Allt gekk upp. Hvað er það versta sem þú hefur upplifað? Bílvelta – síðan hef ég alltaf lagt áherslu á að flýta mér hægt. Hverjir eru þínir helstu kostir? Innsæi. Gallar? Leti. Ef þú gætir breytt einhverju við Reykjavík, hvað væri það? Að fólk sem sækir miðborgina heim gangi þar um eins og það gengur um heima hjá sér. Hvað finnst þér um ungt tónlist- arfólk í dag? Það hefur áræði og þor – framtíðin er þeirra, heimurinn bíður þeirra. Hvað reitir þig til reiði? Mín eigin ómennska og leti. Hvað gleður þig mest? Þegar ég get orðið einhverjum að liði. Áttu þér einhverja fyrirmynd? Allar konurnar í lífi mínu að móður minni og formæðrum meðtöldum. Hver er áhrifamesta lesning sem þú hefur lesið? Það er svo mörg góð lesningin. Hvað er uppáhaldsdýrið þitt? Fuglar himinsins – helst ósýktir. Hver er uppáhalds kvikmyndin þín? Amarcord eftir Fellini. Uppáhaldsstaðurinn og af hverju? Við píanóið heima – stundum fæðist þar lag. Ertu með eitthvert lag á heil- anum? Lagið sem varð til við píanóið í gær. Hverjar eru þínar helstu fóbíur? Ég óttast margt, er haldinn sífelldum ótta. Sá hlægilegasti er að ég glati uppá- halds skrúfblýantinum mínum, sem ég reyndar týni oft á dag. Ef þið sjáið hann einhvers staðar þá er hann gulur að lit með 0,7 mm blýi, mjúku. Eitthvað að lokum? spurðu án þess að vænta svars endurtaktu þannig lifirðu gerðu mistök þér verður fyrirgefið hafðu ekki áhyggjur af því að þú sért ekki þú sjálfur því þá gerirðu lítið annað vittu að í hjartanu er land þitt og vegabréf MÍN EIGIN ÓMENNSKA OG LETI EGILL ÓLAFSSON Ég óttast margt, er haldinn sífelldum ótta

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.