Morgunblaðið - 10.12.2005, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 10.12.2005, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 2005 23 ERLENT SÉRFRÆÐINGAR eru ekki á einu máli um það hvað Mahmoud Ahmad- inejad, nýjum forseta Írans, gangi til með ítrekuðum yfirlýsingum sínum um Ísraelsríki en Ahmadinejad kall- aði Ísrael síðast á fimmtudag „æxli“ sem færa bæri til Evrópu. Sumir segja forsetann vísvitandi hætta á einangrun Írans á alþjóðavettvangi, í því skyni að styrkja stöðu harð- línumanna í stjórn landsins. Aðrir segja hann einfaldlega allsendis óreyndan stjórnmálamann, nýgræð- ing sem hætt sé við að gera axar- sköft af þessum toga. Ahmadinejad lýsti á fimmtudag efasemdum um að helför nasista gegn gyðingum hefði átt sér stað. Þessi meinta helför hefði hinsvegar orðið til þess að Ísraelsríki varð til. „Hvers vegna eiga Palestínumenn að gjalda þess að þið trúið því að gyð- ingar hafi verið kúgaðir?“ spurði Ahmadinejad. „Þið kúguðuð þá og ættuð þess vegna að láta síonista- stjórninni í té landsvæði í Evrópu.“ Þessi ummæli hafa víða verið for- dæmd, en Ahmadinejad hefur áður hvatt til þess að Ísraelsríki yrði „þurrkað út“. Ahmadinejad virðist hins vegar óhræddur við að vekja hneykslan og reiði umheimsins með ummælum sínum. „Sú staðreynd að hann lætur ummæli sem þessi ítrekað falla getur ekki verið nein tilviljun og hún verð- ur ekki skýrð með því að vísa til póli- tísks reynsluleysis,“ hefur AFP eftir fréttaskýrandanum Saed Leylaz. Ummælin hljóti að vera liður í meðvitaðri stefnu, „því að með því að eggja umheiminn gegn Íransstjórn er búið til andrúmsloft þar sem harð- línuöflin eru líkleg til að eflast“. Mashallah Shamsolvaezin, annar fréttaskýrandi í Teheran, sagði um- mæli forsetans hins vegar fyrst og fremst axarskaft. Hann tók þó undir að þau myndu kæta harðlínumenn. Haldinn trúarlegu mikilmennskubrjálæði? Ali Ansari, sérfræðingur í málefn- um Írans sem kennir við St. And- rews-háskóla í Skotlandi, tekur í sama streng í samtali við Newsweek. Lýsir hann Ahmadinejad sem „afar einföldum í pólitískum skilningi“, hann hafi færst of mikið í fang. Í grein Newsweek segir hins veg- ar einnig að margir Íranir séu farnir að óttast að nýr forseti þeirra kunni að vera hugmyndafræðilegur og trúarlegur ofstopamaður sem stað- ráðinn sé í því að standa fyrir nýrri íslamskri byltingu í landinu. Efa- semdir séu jafnvel um að Ahmadin- ejad sé fullkomlega heill á geði. Er fullyrt að mjög sé nú skrafað í Teheran um „trúarlega dulhyggju“ forsetans sem sagður er afar upp- tekinn af kenningum um hinn svo- kallaða „tólfta imam“: eins konar messías sjíta-múslíma sem þekktur er undir heitinu Mahdi. Felur kenn- ingin í sér að Mahdi sé væntanlegur á jörðunni á ný og verkefni hans fel- ist í því að fara fyrir heimsendalegri byltingu þar sem hinir undirokuðu sigrast á öflum óréttlætisins. Er haft í flimtingum að Ahmadinejad hafi þegar hann var borgarstjóri í Teher- an látið gera endurbætur á miklu breiðstræti í borginni sökum þess að Mahdi myndi væntanlega fara þar um er hann sneri aftur. Segir Newsweek að vísbendingar séu um að Ahmadinejad trúi því jafn- vel að hann sjálfur sé fulltrúi „tólfta imamsins“ á jörðunni; nokkuð sem hljóti að teljast hættulegar hug- myndir hjá manni sem hefur dokt- orsgráðu í umferðarstjórnun. Er almenn framganga forsetans, sem lofað hefur að nýta olíuauðinn í þágu hinna fátæku í Íran, nú jafnvel sögð valda áhyggjum hjá Ali Kham- eini, trúarlegum leiðtoga Írans og valdamesta manni landsins. Hann og helstu samverkamenn hans kæri sig lítt um þá algeru uppstokkun sem forsetinn boðar, enda maki þeir krókinn við núverandi aðstæður. Enginn viti þó í raun hvort Khameini standi einhver ógn af Ahmadinejad. Hitt sé alveg ljóst að forsetinn vilji íhaldssamari stjórn, þar sem íslömsk bókstafstrú ræður ferð. Hann hefur hreinsað til í valda- kerfinu eftir getu og margir umbóta- sinnar frá því í forsetatíð Mohamm- ads Khatamis hafa fengið að fjúka. Í staðinn hefur Ahmadinejad eftir fremsta megni reynt að skipa óhæfa menn sem hins vegar eru hug- myndafræðilegir bandamenn hans. Forsetinn hefur hins vegar mætt andstöðu, þingið hefur þrisvar neitað að staðfesta í embætti olíumálaráð- herra menn sem Ahmadinejad skip- aði; þeir hafa allir átt það sameig- inlegt að vera lítt hæfir til starfans. Virðist standa á sama þótt Íranar einangrist Sérfræðingar velta fyrir sér hvað Mahmoud Ahmadinejad forseta gangi til Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is Reuters Mahmoud Ahmadinejad, hinn um- deildi forseti Írans. SEX ára gamall drengur beið bana þegar flugvél bandaríska flugfélags- ins Southwest Airlines af gerðinni Boeing 737 fór út af flugbraut í lend- ingu í Chicago og endaði úti á um- ferðargötu. Mikil snjókoma var í Chicago þeg- ar atvikið átti sér stað. Flugvélin var að koma frá Baltimore og brotnaði búnaður á nefi hennar í lendingunni, sem olli því að hún rann alla flug- brautina á enda, í gegnum girðingu og út á umferðargötu. Lenti hún þar á a.m.k. tveimur bílum. Fimm manna fjölskylda var í öðrum þeirra, þrjú börn og tveir fullorðnir, og dó sex ára drengur í slysinu, sem fyrr segir. Ellefu aðrir slösuðust. Mike Abate, farþegi í flugvélinni, sagði alla um borð hafa andað léttar þegar þeim varð ljóst að flugvélin hafði staðnæmst án þess að nokkur slys yrðu á þeim 98 sem um borð voru. En svo hefðu menn gert sér ljóst að einhver hafði lent undir vél- inni. „Það var hræðilegt að átta sig á því,“ sagði hann. Reuters Boeing-vél endaði úti á umferðargötu Sex ára drengur beið bana
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.