Morgunblaðið - 10.12.2005, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 10.12.2005, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Í DAG, 10. desember, er 81 ár síðan Rauði kross Íslands var stofnaður. Félagið er hluti af alþjóðahreyf- ingu Rauða krossins og Rauða hálfmánans sem hafa 183 lands- félög. Rauði kross Ís- lands stendur vörð um mannréttindi og virðingu einstaklinga Á menningarnótt í ágúst síðastliðnum kynnti Rauði kross Íslands nýtt fjögurra ára verkefni undir slagorðinu „Byggjum betra samfélag“. Markmið verkefn- isins er að stuðla að betra samfélagi án mismununar og ein- angrunar og skerpa á áherslum félagins fyrir mannréttindum og virðingu til handa öllum einstaklingum. Niðurstöður kannana Nýlegar skoð- anakannanir á við- horfum Íslendinga sýna að langflestir Íslendingar eru jákvæðir í garð þeirra útlendinga sem hér búa og starfa. Um það bil 52 prósent telja að innflytjendur hafi góð áhrif á efnahagslífið en einungis 16 prósent að áhrifin séu slæm. Í ljós kemur að viðhorf gagnvart útlendingum verða já- kvæðari eftir því sem menntun eykst. Kannanir endurspegla hins veg- ar miklar viðhorfsbreytingar til af- markaðra hópa innflytjenda og þrátt fyrir almenna ánægju með aukinn fjölbreytileika samfélags- ins þá segist einn af hverjum fimm aðspurðum mundu vera mjög ósáttur við að búa í næstu íbúð við múslima. Þessi viðhorfsbreyting vekur athygli í ljósi þess að mjög fáir múslimar eru meðal útlend- inga sem flust hafa til Íslands. Í rannsókn sem gerð var meðal nemenda í grunn- og framhalds- skólum á Íslandi árin 1997–2005 kemur í ljós að neikvæð viðhorf nemenda í 9. og 10. bekk hafa auk- ist verulega að undanförnu. Árið 2004 sagðist þriðjungur aðspurðra barna neikvæður í garð útlendinga en það er nærri því tvöföldun frá árinu 1997. Á sama tíma fækkaði þeim sem sögðust jákvæðir í garð útlendinga um tæpan fjórðung, úr 59 prósentum aðspurðra í 45 pró- sent. Með útgáfu fræðsluefnis og námskeiðahaldi um grundvall- armarkmið og málefni Rauða kross hreyfingarinnar vill félagið auka þekkingu og skilning á mannúðarhugsjónum hennar og hvetja alla, bæði unga og þá sem eldri eru, til að sýna sérhverjum einstaklingi virðingu óháð upp- runa. Þannig getum við spornað við fordómum og unnið gegn mis- munun. Áherslur Rauða kross Íslands Eitt af helstu mark- miðum Rauða krossins er að vinna að heil- brigði og umönnun í íslensku samfélagi. Hluti af því starfi felst í því að auka starf með fólki af er- lendum uppruna til að auðvelda því aðlögun á Íslandi. Reynsla og þekking innflytjenda nýtist vel í mörgum verkefnum Rauða krossins. Með verkefnum eins og stuðnings- fjölskyldum flótta- manna, Framtíð í nýju landi og stuðningi við unga innflytjendur styðja sjálfboðaliðar Rauða krossins við innflytjendur fyrstu árin í nýju landi. Félagið hyggst hrinda af stað fleiri verkefnum sem ætlað er að rjúfa og koma í veg fyrir félagslega einangrun útlendinga, til dæmis kvenna af erlendum uppruna sem hafa litla möguleika eða tækifæri til að taka þátt í sam- félaginu. Ástæða er til að taka það fram að útlendingar á Íslandi gegna mjög mikilvægu hlutverki í efna- hagslífinu og atvinnuleysi er nán- ast óþekkt meðal fólks af erlend- um uppruna hér á landi. Einungis með erlendum starfskrafti hefur verið hægt að ráða í þúsundir starfa sem Íslendingar hafa ekki fengist til að vinna. Er þar um að ræða bæði verkamannastörf og stöður sem krefjast mikillar sér- fræðimenntunar. Barátta Rauða krossins fyrir betra samfélagi án mismununar er mikilvæg og ég hvet alla lands- menn að leggja sitt af mörkum. Fátt er mikilvægara fyrir áfram- haldandi friði og velgengni en að við getum öll lifað í sátt og sam- lyndi, hver sem uppruni okkar kann að vera. Með gagnkvæmu umburðarlyndi og jákvæðu hug- arfari byggjum við enn betra sam- félag. Byggjum betra samfélag Úlfar Hauksson skrifar í tilefni þess að 81 ár er liðið frá stofn- un Rauða kross Íslands Úlfar Hauksson ’Barátta Rauðakrossins fyrir betra samfélagi án mismununar er mikilvæg og ég hvet alla landsmenn að leggja sitt af mörkum.‘ Höfundur er formaður Rauða kross Íslands. ÞEGAR viðskiptaráðherrar heimsins undirrituðu stofnsátt- mála Alþjóðaviðskiptastofnunar- innar, World Trade Organisation, WTO, í apríl 1994 voru uppi heit- strengingar um aðgerðir til að bæta atvinnuástand og lífskjör um heim allan. Markaðsvæðing, afnám tollahindrana og í kjölfarið aukin versl- un og viðskipti innan einstakra ríkja og þeirra í milli átti að tryggja framfarirnar. Þungamiðjan í þess- um samningum er GATS, Genaral Agreement of Trade in Services, Almennt samkomulag um verslun með viðskipti. Samhliða þessum samningum eru síðan samningar um land- búnaðarvörur og almennan iðn- varning. Á öllum þessum sviðum gengur starf WTO út á að ryðja „viðskiptahindrunum“ úr vegi og opna fyrir einkavæðingu í rekstri ríkis og sveitarfélaga. En hvernig hefur tekist til á þessum árum síð- an WTO var stofnað? Aðhaldi og lýðræðislegum vinnubrögðum hafnað Á þeim rúmu tíu árum, sem lið- in eru frá undirritun stofnsáttmál- ans, hefur gengið á ýmsu. Framan af var reynt að halda GATS samn- ingaviðræðum í kyrrþey en smám saman tóku verkalýðshreyfing, ýmis almannasamtök og vakandi og gagnrýnin stjórnmálaöfl að beina sjónum sínum að samninga- viðræðunum. Innan WTO vissu menn sem var að markaðsvæðing velferðarþjónustu sem þarna er ofarlega á baugi fellur ekki í kramið hjá almenningi og þess vegna var ákveðið að reyna að nota gamalkunnugt ráð og láta al- menning standa frammi fyrir gerðum hlut. Samtök launafólks hafa barist fyrir því að viðræður á vegum stofnunarinnar fari fram fyrir opnum tjöldum. Árið 2003 settu PSI, Public Services Int- ernational, Samtök launafólks í al- mannaþjónustu, fram þá hug- mynd, að komið yrði á fót eins konar þingi fulltrúa alþjóðaverka- lýðshreyfingar og ýmissa al- mannasamtaka sem starfaði jafn- hliða fundum WTO til að stuðla að lýðræðislegri umræðu og veita stofnuninni aðhald. Þessu var illa tekið. Svo forstokkuð hefur stofn- unin verið að hún hefur meinað fulltrúum verkalýðshreyfingar og annarra almannasamtaka að fylgj- ast með fundum sínum nema í mjög takmörkuðum mæli. Málstaðurinn þolir ekki dagsljósið GATS ferlið byggir á grundvall- arsamningi sem stefnir að mark- aðsvæðingu á öllum sviðum efnahags- starfseminnar. Öll ríki undirgangast ákveðnar grundvall- arkvaðir, en einstök ríki geta hins vegar gengið mislangt í að skuldbinda sig til að markaðsvæða tiltekna geira efnahagslífsins. Í yfirstandandi samn- ingalotu hafa ríki reist kröfur hvert á annað en slíkar kröfu- gerðir fara leynt. BSRB fékk á sínum tíma neitun frá úrskurðarnefnd upplýsinga- mála um aðgang að kröfugerðum erlendra ríkja á hendur okkur. Í kjölfarið var því fengið framgengt að kröfurnar eru birtar á upplýs- ingavef utanríkisráðuneytisins en ekki sundurgreindar. Erlendis hafa samtök á borð við BSRB ver- ið að reyna að skyggnast á bak við tjöldin en með misjöfnum árangri, bæði um kröfur síns heimalands á hendur öðrum og einnig varðandi kröfur sem reistar eru á hendur heimalandinu. Getur það verið góður málstaður sem ekki þolir dagsljósið? Vöxtur án atvinnusköpunar En hvernig skyldi hafa tekist til? Samningar um landbún- aðarmál hafa verið á forsendum fjölþjóðlegra auðfyrirtækja á kostnað þróunarríkja. Sama á við um vöruviðskipti. Öflugustu iðn- ríkin hafa heimtað ótakmarkaðan aðgang að fátækum og illa þróuð- um framleiðslumörkuðum sem í kjölfarið hafa hrunið; bændur flosnað upp, smábátasjómenn hörfað fyrir stórvirkum togurum iðnríkjanna, smáframleiðendur orðið gjaldþrota í samkeppni við stórvirkar framleiðsluvélar iðn- ríkjanna. Afleiðingarnar eru þann- ig ekki aukin velsæld heldur hið gagnstæða, fjöldaatvinnuleysi og aukin örbirgð. Í yfirlýsingu sem mörg kröftugustu verkalýðs- samtök og almannasamtök í heim- inum hafa undirritað segir m.a.: „sú kennisetning að verslun leiði til vaxtar sem síðan leiði til frek- ari þróunar hefur hreinlega ekki gengið upp … Aukin verslun getur við vissar aðstæður vissulega leitt til vaxtar. En við verðum alltaf að spyrja, hvers konar vaxtar; vaxtar hjá hverjum? Nú verðum við, mjög víða um heiminn, vitni að vexti án atvinnusköpunar. Verslun og hagvöxtur eru oft innihalds- lausar upplýsingar um velferð í þjóðfélagi þótt þær geti verið mælistika á velgengni fyrirtækja. Það sem endanlega skiptir máli er hvers konar verðmætasköpun á sér stað … Verði gerð alvara úr því að markaðsvæða landbún- aðarframleiðslu enn frekar á sömu forsendum og áður og að hið sama verði látið gilda um aðra fram- leiðslu og þjónustustarfsemi, þá mun það leiða til stóraukins at- vinnuleysis og kjararýrnunar hjá stórum hópum bæði í þróun- arríkjum og einnig þróuðum ríkj- um …“ Tímabundið stopp á GATS Af þessum sökum er nú sett fram tvíþætt krafa af hálfu fjölda verkalýðsfélaga og heims- sambanda þeirra, þar á meðal BSRB og PSI. Í fyrsta lagi verði öllum frekari viðræðum á vett- vangi WTO frestað og reynt að ná víðtæku samkomulagi við verka- lýðshreyfingu og almannasamtök um nýjar samningsforsendur. Í öðru lagi verði framkvæmt mat á félagslegum, umhverfislegum og menningarlegum afleiðingum þess regluverks í alþjóðaviðskiptum sem hannað hefur verið af fjöl- þjóðastofnunum á borð við WTO og ríkisstjórnir hafa undirgengist. Verkalýðsfélög um heim allan hafa sammælst um að koma þessum kröfum á framfæri í dag. Það þótti við hæfi að velja 10. desember, Mannréttindadaginn, til að vekja athygli á þeim. BSRB hefur tví- vegis á árinu vakið athygli á hvíta bandinu sem svo er nefnt en það bera margir nú um úlnliðinn til að minna á þörfina á því að brúa bilið á milli ríkra og snauðra í heim- inum. Stöðvun GATS samning- anna væri liður í þeirri viðleitni. GATS-samningarnir verði stöðvaðir Ögmundur Jónasson skrifar um GATS-samninginn ’Verkalýðsfélög umheim allan hafa sam- mælst um að koma þessum kröfum á fram- færi í dag.‘ Ögmundur Jónasson Höfundur er formaður BSRB. ÞAÐ er mjög sérkennileg upp- lifun nú þegar kjara- samningar Eflingar stéttarfélags við borgina eru til umfjöllunar og afgreiðslu hvernig for- maður Félags leikskóla- kennara kýs að bregðast við þeim árangri sem endurspeglast í samn- ingnum. Annars vegar óskar hún Eflingu til hamingju með samning- inn en á hinn bóginn segir hún samninginn vera niðurlægingu fyrir leikskólakennara og að menntun þeirra hafi verið gefið langt nef. Það hefur legið fyrir um mjög langan tíma að störf starfsmanna í öllum umönnunarstéttum, þar á meðal á leikskólum, hafa verið van- metin. Hér er um hefðbundnar kvennastéttir að ræða þó nokkrir karlmenn vinni þessi störf. Á þessu hausti hefur þetta orðið sýnilegra en fyrr þar sem nær ógerningur hefur verið að fá fólk til starfa. Ástandið hef- ur bæði bitnað á þjónustu við almenn- ing en síðast en ekki síst í miklu vinnu- álagi þeirra starfs- manna sem eftir eru á þessum vinnustöð- um, hvort sem þeir eru í Eflingu eða öðrum stétt- arfélögum. Það var því mikið fagnaðarefni að finna almenna viðhorfsbreytingu al- mennings og nú síðast stjórnmála- manna sem endurspeglast í nið- urstöðum kjarasamningsins við borgina. Við finnum á skrifstofu Eflingar viðhorfin frá leikskólum, jafnt almennum starfsmönnum sem leikskólakennurum þar sem mikil ánægja kemur fram með kjara- samninginn og viðurkenninguna á mikilvægi þessara starfa. Dæmi eru um að nú þegar hafi fyrrverandi starfsmenn Reykjavíkurborgar á leikskólum haft samband og hygg- ist koma aftur til starfa. Þessu ætti forysta leikskólakenn- ara að fagna með okkur því í við- urkenningunni á störfum leikskól- anna er fólgið tækifæri fyrir þá sjálfa í kjarabaráttu í stað þess að tala niður til þeirra starfsmanna á leikskólunum sem ekki eru leik- skólakennarnar. Við skulum ekki gleyma því að það hefur verið sam- eiginlegt verkefni allra starfsmanna leikskóla að halda starfinu gang- andi í því mikla vinnuálagi sem ein- kennt hefur þessa vinnustaði síð- ustu misseri. Í 27 ár hefur verið byggt upp nám fyrir starfsmenn leikskólanna sem eru í Eflingu. Mikill metnaður hefur allan þennan tíma verið lagð- ur í að byggja upp viðurkennt nám sem nú í þessum samningum fær enn frekari staðfestingu. Þeir sem lokið hafa slíku námi eru kjölfestan í starfsmannahaldi leikskólanna með áratuga starfsaldur að baki og mikla reynslu og þekkingu. Margir þeirra hafa átt þátt í að aðstoða verðandi leikskólakennara á fyrstu misserum starfa sinna. Því má svo ekki gleyma að fjöldi starfsmanna sem hefur sótt nám á vegum Efl- ingar hefur síðan farið í frekara nám og gerst leikskólakennarar. Er ekki öllum ljóst að við hljótum að eiga samleið í þessum málum? Hljótum að eiga samleið með leikskólakennurum Sigurður Bessason fjallar um samningana við Reykjavíkurborg ’… í viðurkenningunniá störfum leikskólanna er fólgið tækifæri fyrir þá sjálfa í kjarabar- áttu …‘ Sigurður Bessason Höfundur er formaður Eflingar. Gull- og Silfursmiðjan Erna Skipholti 3 • sími 552 0775 • www.erna.is Fallega Jólaskeiðin frá Ernu kr. 6.900
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.