Tíminn - 18.04.1971, Side 2

Tíminn - 18.04.1971, Side 2
TIMINN SUNNUDAGCR 18. aptH tm Til þeirra þarf þetta flokks- þing að taka afstöðu, setja í þeim markmið og marka leið- ir, eftir því sem tök eru á. Það er í þeim, sem Framsókn- arflokkurinn þarf sérstaklega nú að leggja stefnu sína á borðið, segja það svo skýrt sem kostur er, hvað það er, sem hann vill gera í þeim málum, þannig að kjósendur hafi þar ákveðinn valkost fyrir augum. Það eru þessi mál, sem flokks- þingið þarf sérstaklega að ræða og taka ákvarðanir um. Ályktanir þess um þau verður Itosningastefnuskrá Framsókn- arflokksins, og starfsáætlun hans næsta kjörtímabil. Þingmálin Það má reyndar segja, að í mörgum þessara mála hafi Framsóknarflokkurinn þegar markað skýra stefnu með flutn- ingi þingmála. Hygg ég, að aldrei áður hafi stjórnarand- stöðuflokkur sýnt stefnu sína með þeim hætti jafn skýrt í verki. En þá stefnu á flokks- þingið að taka til umsagnar og endurmats. Hingað eiga menn að koma með hugmyndir sínar um þessi mál og önnur þau efni, sem þeim liggja á hjarta. Það er í alla staði eðlilegt, að hugmyndir flokksmanna um þau séu eitthvað breytilegar og þeir líti á þau frá ólíkum sjónarhornum. En þá er það hlutverk flokksþingsins að sam ræma hugmyndirnar, beina þeim í ákveðinn farveg og finna samncfnara fyrir vilja flokksmanna. Höfuðvsðfarsgsefmn Ég mun hér á eftir reifa nokkur málefni, sem ég álít mestu skipta um þessar mund- ir, og ég fyrir mitt leyti vil að Framsóknarflokkurinn leggi mesta áhcrzlu á í kosninga- baráttunni og á því kjörtíma- bili, sem í hönd fer. Tímans vegna verð ég að einskorða mig við tiltölulega fá höfuð- málefni. Mþrg áhugavcrð við- fangsefni verða því út undan í mínu máli. Þau málefni, sem ég vil sér- staklega nefna og gera að um- talsr'fni eru: atvinnumálin, landhelgin, fjármálastjórnin, verðbólgan, byggðaþróun, menningarmál og stjórnarfar. Þetta eru einmitt þau málcfni, sem tillögur okkar á Alþingi hafa beinzt að. Og þetta eru þau mál, sem ég hcfi iagt á- herzlu á að undanförnu, bæði á fundum og í áramótahugleið ingum. Og á þessu verðum við að hamra, unz sjónarmið okk- ar hafa sigrað. í pólitík gildir vissulega boðorðið: „Knýið á og fyrir yður mun upplokið verða“. Atvinnumálin Sá málaflokkur, sem ég nefndi fyrst voru atvinnumál- in. Efling atvinnulífsins verður að ganga fyrir öllu öðru, því að blómlegt atvinnulíf er for- senda fyrir bættum lífskjörum og undirstaöa framfara á öðr- um sviðum þjóðlífsins. En al- hliða uppbygging atvinnulífs kemur ekki af sjálfu sér. Þaö er stefna Framsóknarflokksins að það eigi að vinna að henni með ákveðinni stjórn, áætlun- arbúskap og með því að rétta einstaklingsframtaki, hvort hcldur er um að ræða einka- aðila eða félagsskaþ, örvandi hönd. Það þarf að grípa til þeirra úrræða, sem bezt henta á hverjum stað. Það þarf um- frarn allt að hverfa frá hinni neikvæðu úrtölustefnu, sem allt of oft mætir áhugasömum framtaksmönnum á opinberum vettvangi — í ráðuneytum, efnahagsmálastofnun, bönkum, sjóðum o.s.frv. — og virðist einu gilda, hvort menn koma sem einstaklingar eða fyrir- svarsmenn almannasamtaka. Það hafa mörg góð áform orð- ið úti á þcirri píslargöngu, þeg ar mönnum er miskunnarlaust vísað frá Heródesi til Pílatusar, sem allt vex í augum og ekkert sjá, nema ljón á hverjum vegi. Það þarf að hverfa að uppörv andi hvatningarstefnu, er tckur hverju frumkvæði og framtaki tveim höndum, leiðbeinir, ýtir undir, og grciðir fyrir með ráð um og dáð. Sópum burt doðanum Slíku viðhorfi þurfa áhuga- samir úrræðamenn, sem kann- ske eru að berjast fyrir hags- munum heilla byggðarlaga, að mæta í opinberum stofnunum. Það á að sópa burt doðanum, sinnuleysinu og hinni lamandi íhaldsfargi. Það þarf nýtt við- horf á opinberum stöðum. Það er kannske aðalatriðið. En það þarf líka að hverfa frá handa- hófinu og stjórnleysinu. Upp- bygging atvinnulífsins þarf að byggja á þjóðfélagslegri yfir- sýn. Það verður sjaldnast unnt að framkvæma það allt í einu, sem æskilegt kann að vera. Þess vegna þarf að velja það úr, sem fyrir á að ganga og nauðsynlegast er og þjóðar- heildinni fyrir beztu. Þess vegna ber að leggja áherzlu á nauðsyn ýtarlegrar áætlana- gerðar um atvinnuþróunina. Það þarf að tryggja atvinnu- öryggi í öllum byggðarlögum landsins. Það er skynsamlegra að skapa atvinnu en moka út atvinnuleysisbótum. Því aðeins verðyr atvinnumálunum skipað á þann veg sem æskilegt er, að nauðsynleg stjórn sé höfð á meiriháttar fjárfestingu og inn flutningsmálum. Það er óhjá- kvæmilegt, því að það verður að leggja áherzlu á að einbeita fjárhagslegri getu þjóðarinnar að uppbyggingu fjölbreytts og gróskumikils atvinnulífs. Og þá ber ckki hvað sízt að leggja áhcrzlu á fullkomna úrvinnslu íslenzkra hráefna og úr þeim unnar sem verðmætastar vörur áður cn út eru fluttar. Jafn- framt er nauðsynlegt að leggja aukna rækt við markaðsöflun. Uppörvunar- og skipulagsstefna Þessa uppörvunar- og skipu- lagsstefnu hafa Framsóknar- menn þegar mótað með flutn- ingi þingmála, t.d. með frum- varpinu um Atvinnumálastofn un ríkisins, en þeirri stofnun er ætlað að hafa frumkvæði, bæði um áætlanir og fram- kvæmdir, bæði fyrir landið í heild og einstaka landshluta. Og hún á að hafa nauðsynlega heildarstjórn á fjárfestingum _og framkvæmdum, fyrst og fremst með setningu almennra reglna, og er því alger mis- skilningur að um sé að ræða nýtt leyfakerfi. Auk þess höf- um við Framsóknarmenn flutt fjölmörg mál önnur í þessa stefnu varðandi landbúnað, sjávarútveg og iðnað, sem ég sé mér ekki fært, tímans vegna að telja upp á þessum vett- vangi. Tómlætí og tregða víki Það var eitt af viðreisnarlof- orðunum, að atvinnuvegunum skyldi komið á traustan og heilbrigðan grundvöll. Það hef- ur svo sannarlega ekki tekizt. Hvað eftir annað hafa höfuðat- vinnuvegirnir verið reknir með tapi á viðreisnartímabilinu. Tómlæti og tregða um endur- nýjun og öflun helztu fram- leiðslutækia hafa sett svin sinn á tímabilið. Lánsfjárhöft og okurvextir hafa lagt fjötur á framleiðslufvrirtækin. Fjár- þrot og skuldaskil í einni eða annarri mynd hafa verið fylgi- konur viðreisnarinnar. Al- m<»nnt atvinnuleysi hélt ínn- reið sína jafnskjótt sem afla- brögð minnkuðu og markrðs- verð lækkaði. Nú er að vísu biartara í lofti vegna óvenju- lega hagstæðra viðskiptakjara. Samt er það svo, að mati okk- ar Framsóknarmanna, að eftir tólf ára viðreisnarstjórn er endurreisn framleiðsluatvinnu- veganna og efling atvinnulifs- ins brýnasta verkefnið. Það þarf að hverfa frá tregðustefn- unni og hefja stórsókn á því sviði. Skipastólinn þarf sífellt að endurnýja og efla. Það þarf að stórauka fiskvinnsluna og fiskiðnaðinn. Það þarf þegar að hefjast handa um endurbæt- ur á frystihúsum og aðstöðu þcirra. Það þarf að tryggja ís- lendingum einkarétt til fiski- veiða á landgrunninu. Það þarf að hefja fiskirækt í fjörðum og þar verða gullkistur fram- tíðarinnar. Þa.ð þarf að vinna skipulega að iðnvæðingu og uppbyggingu iðnfyrirtækja, stórra og smárra víðs vegar um landið. Eftir skipulegri áætlun ber að stefna að því að taka auðlindir landsins í þjónustu atvinnalífsins, m.a. með að- stoð erlends fjármagns, ef á þarf að halda, enda sé tryggt, að slíkt skerði á engan hátt sjálfstæði landsins og efnahags legt sjálfsforræði þjóðarinnar. Það þarf að styrkja stöðu land- búnaðarins m.a. með því að tryggja honum aðgang að ódýr um llangtímalánum. Það þarf sérstaklega að greiða fyrir frumbýlingum m.a. með bú- stofnslánum og betri fyrir- greiðslu við jarðakaup. Það þarf skipulega að auka fjöl- breytni og verkaskiptingu í landbúnaði. Það þarf að stór- auka landgræðslu og hefja í stórum stíl fiskirækt í ám og vötnum. Já, þannig mætti lengi telja. Verkefnin eru mörg og stór. En aðaltakmark- ið eru traustir og öflugir at- vinnuvegir, er séð geti öllum vinnufærum mönnum fyrir arð bærum verkefnum og tryggt þjóðina gegn atvinnuleysi. Landhelgismálið Landhelgismálið stendur f nánu sambandi við framtíð og uppbygging íslenzkra atvinnu- vega. Ég held, að stækkun fisk veiðilandhelginnar sé stærsta mál þjóðarinnar um þessar mundir. Framtíð þjóðarinnar og lífsafkoma byggist öðru fremur á farsælli lausn þess. Útfærsla fiskveiðimarkanna og skynsamleg hagnýting land- grunnsfiskimiðanna er lífshags munamál þjóðarinnar. í kom- andi kosningum á þjóðin um tvær leiðir að velja í því máli, annars vegar þá leið, sem stjórnarandstæðingar hafa mót að og eru sammála um og hins vegar þá tillögu, sem stjómar- flokkarnir samþykktu á Al- þingi. Það sem skilur á milli þessara leiða er þetta: Það sem á milli ber Við viljum þegar hef jast handa um aðgerðir til útfærslu fisk- veiðilögsögunnar og að ný fisk- veiðimörk taki gildi eigi síðar en 1. september næsta ár. Stjórnarflokkarnir vilja láta sitja við að endurtaka fallegar yfirlýsingar en fresta öllum endanlegum aðgerðum um óá- kveðinn tíma og ekki binda sig til eins eða neins á þessu stigi. Við viljum segja upp land- helgissamningunum við Breta og Vestur-Þjóðverja af því að við teljum kvaðir þeirra óeðli- legar og til þess fallnar að tor- GUt í Sumarið í ^lðunnarSkóm

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.