Tíminn - 22.04.1971, Blaðsíða 1

Tíminn - 22.04.1971, Blaðsíða 1
GLEDILEGT SUMAR!______________________ .. - - I H—— II11 I.IUIU Eftir aSalfund fniðstjórnar í gær. Fremri röð f. v.: Steingrímur Hermannsson, ritari; Ólafur Jóhannesson, for- maður; Tómas Ámason, gjaldkerl. Aftari röð f. v.: Jóhannes Eliasson, vararltari; Einar Ágústsson, varaformað- t»r og -fteBdór E. Sigurðsson, varagjaldkeri. (Tímamynd Gunnar) Aðalfundur miðstjórnar Framsókna-r- flokksins í gær: ÓLAFUR JÚHANNES- SON ENDllRKJÚ RINN FORMADUR FLOKKSINS Steingrímur Hermannsson kjörinn ritari flokks- ins í stað Helga Bergs, sem baðst undan endurkjöri EB—Reykjavík, miðvikudag. Ólafur Jóhannesson var endur- kjörinn formaður Framsóknar- flokksins á fundi miðstjórnar flokksins í morgun. Hlaut hann öll atkvæði nema 6. Steingrímur Her- mannsson var kjörinn ritari flokks- ins, í stað Ilelga Bergs, sem baðst undan endurkjöri, og hlant hann öll atkvæði nema 15. Tómas Arna- son var endurkjörinn gjaldkeri flokksins og fékk hann öll atkvæði nema 8. Einar Ágústsson var end- urkjörinn varaformaður. Fékk hann öll atkvæði utan 6. Jóhanncs Elías- son var endurkjörinn vararitari og Halldór E. Sigurðsson var endur- kjörinn varagjaldkeri. Á annað hundrað manns eiga sæti í mið- stjórn Framsóknarflokksins. Þá voru eftirtaldir kjörnir af miðstjórninni í framkvæmdastjórn flokksins: Eysteinn Jónsson, Ólafur Ragnar Grímsson, Helgi Bergs, Erlendur Einarsson, Jóhannes Elíasson, Jón Skaftason, Jónas Jónsson, Þórarinn Þórarinsson og Sigríður Thorlacius. Varamenn í framkvæmdastjóm Framhald á bls 14. KONUNGSBOK OG FLAT- EYJARBÓK KOMNAR HEIM OÓ—Reykjavík, miðvikudag íslendingum voru í dag afhent- ar Flateyjarbók og Konungsbók Eddukvæða. Helge Larsen, mennta- málaráðherra Dana afhenti bæk- urnar við hátíðlega athöfn í Há- skólabíói og eru þær nú komnar til ævarandi varðveizlu í Handrita- stofnun íslands. Var afhendingin á þessum dýrgripum norrænnar menningar táknræn fyrir heimsend- ingu þeirra mörg hundruð hand- rita, sem síðar koma. Frí var gefið í skólum og fyrir- tækjum í höfuðborginni lokað fyrir hádegi, svo að sem flestir gætu tekið þátt í hátíðahöldunum. Fán- ar voru hvarvetna dregnir að húni og mörg þúsund manns voru á hafnarbakkanum, þegar danska lier skipið Vædderen lagði að Mið- bakka kl. 11 í morgun. Þegar dönsku sjóliðarnir þrír báru liand- ritin á Iand, gullu við fagnaðar- læti. Lúðrasveit lék þjóðsöngva Danmerkur og íslands og Jóhann Hafstein, forsætisráðherra, flutti ávarp og þakkaði danska þjóðþing- inu og dönsku þjóðinni fyrir af- hendingu handritanna. Síðan talaði Poul Hartling, utanríkisráðherra Dana. Ekið var með handritin um göt- ur miðborgarinnar og hvarvetna stóðu skólabörn á gangstéttum og veifuðu dönskum og íslenzkum fán- um. Danska sendinefndin og gest- irnir veifuðu á móti og þótti auð- sjáanlega vænt um móttökur unga fólksins. f Iláskólabíói afhenti Helge Lar- sen, menntamálaráðherra, Flateyj arbók og Konungsbók Eddukvæða. Rétti hann Gylfa Þ. Gíslasyni skinn bækurnar og óskaði íslenzku þjóð- inni til hamingju með endurheimt bókanna. Síðan afhenti Gylfi Há- skóla íslands dýrgripina og tók Magnús Már Lárusson, háskóla- rektor við þeim, og voru þær síð- an fluttar í Árnagarð. Sýning á bókunum verður opnuð á morgun. Danskir sjóliðar bera Flateyjar bók og Codex Regius frá borði. Sjá nánar á bls. 2, 3, 21 og 30

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.