Tíminn - 22.04.1971, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 22. apnl 1971
TÍMINN
Gylfi Þ. Gíslason, menntamálaráSherra, afhendir Magnúsi Má Lárussyni, rektor Háskóla íslands, Flateyjarbók.
1600. Norrænar bókmenntir eru
skapaðar á íslandi, stórbrotnar
bókmenntir. Þar er íslenzkur skáld
skapur. Þar er saga íslands og
Norðurlanda. Þar eru ættarsögur.
Þar ejju ómetanleg sagnfræðileg
heimilaarrit.
Friðrik þriðji lét safna hand-
ritum. Árni Magnússon, sem
minnzt er með heiðri nú, skapaði
á 18. öld einstætt safn skjala og
heimilda og fékk því stað í Kaup
mannahöfn.
1728 brann hús Árna Magnús
sonar í eldinum mikla í Kaup-
mannahöfn. Hann missti meiri-
hluta eigna sinna, en honum tókst
að bjarga nær öllu handritasafni
sínu.
Á næstu öldum unnu íslenzkir
og danskir vísindamenn mikið
starf við að þýða og gefa út hand
ritin. Grundtvig þýddi fornkvæðin
í konungasögum Snorra á alþýð-
lega dönsku síns tíma, og þar með
urðu persónur og frásagnir forn-
ritanna kunnar nýjum og nýjum
kynslóðum í Danmörku.
Eiríkur Pálsson
sextugur
EB—Reykjavík, miðvikudag.
Sextugur verður á morgun,
fimmtudag, Eiríkur Pálsson, fram-
kvæmdastjóri Sólvangs í Hafnar-
firði. Eiríks verður síðar getið í
afmælisgrein í íslendingaþáttum
Tímans.
Nú lýkur hinni róstusömu og
oft hættulegu sögu handritanna,
þar sem hún hófst. Hluti hand
ritanna kemur nú aftur til þjóð
arinnar og landsins, þar sem þau
urðu til.
Við Danir fögnum því að þessi
dagur skuli vera kominn. Við
gleðjumst yfir því, að þessi heita
ósk íslendinga fær nú að rætast.
Handritin koma nú aftur heim
til þjóðar, sem ann þessum hand
ritum af því að þau eru hluti for
tíðar hennar.
Þau veröa nú á ný eign þjóð
ar, sem ann bókum og bókmennt
um. Þau koma aftur til þjóðar,
sem á sér fastar rætur í sögunni.
Hinn kunni íslenzki prestur
Friðrik Friðriksson, séra Friðrik
segir frá því í endurminningum
sínum, hve mikilvægur lestur forn
sagnanna var þegar hann var að
alast upp á Norðurlandi.
íslenzk börn líta á fornsögurn
ar sem eðlilegan hluta síns þjóðar
arfs.
Við Danir höfum um sinn gætt
handritanna, sem nú koma heim.
Við höfum litið á þau sem dýr
mætan fjársjóð. Þau hafa verið
mikilvæg fyrir dönsk hugvísindi.
Þau eru einnig dýrmæt okkur.
Við færum íslendingum þau aft-
ur, ekki vegna ákvæða þjóðrétt-
ar, heldur sem gjöf. Við áttum
saman þennan fjársjóð, sem varð
til á íslandi, og var geymdur í
Danmörku í 300 ár. Þegar hand
ritin fara nú til íslands, látum
það vera tákn þess sameiningar
bands, sem er milli íslands og
Danmerkur . . .“
Handritin í land
Þegar Hartling hafði lokið
ávarpi sínu, sneri hann sér að
skipverjum á Vædderen og kall
aði til þeirra: Berið þið nú hand
ritin á land. Fyrstur frá borði var
A. W. Thorsen, skipherra á
Vædderen og síðan Eiler Mogen-
sen, ráðuneytisstjóri danska
menntamálaráðuneytisins, en
hann hafði umsjón með flutn-
ingi handritanna, og síðan sjó-
liðarnir þrír sem báru handrita
pakkana.
Mannfjöldinn á hafnarbakkan-
um klappaði lengi og innilega þeg
ar dönsku sjóliðarnir héldu á
dýrgripunum frá borði. Géngu
þeir að lögreglubíl, sem stóð við
Hafnarhúsið og þar tók skipherra
pakkana úr höndum sjóliðanna
og afhenti þá Bjarka Elíassyni,
yfirlögregluþjóni, til varðveizlu.
Tóku lögreglumenn við handrit
unum og héldu á þeim á hnjánum
aftur í lögreglubíl.
Forsætisráðherra bað viðstadda
að hrópa ferfalt húrra fyrir
dönsku þjóðinni, og var það gert
kröftuglega.
Síðan hélt bílalestin af stað.
Skólabörn veifuðu
dönskum og
íslenzkum fánum
í Lækjargötu, á Fríkirkjuvegi
og Sóleyjargötu, stóðu hundruð ef
ekki þúsundir skólabarna með
íslenzka og danska fána, þegar
dönsku gestirnir, íslenzkir ráðherr
ar og embættismenn óku þar um
á leið til Hótel Sögu í morgun.
Síðast kom svo lögreglubíll með
blikkandi rauð Ijós, og síðan ann
ar en beggja vegna óku lög-
reglumcnn á fjórum mótor-
hjólum. — 1 síðari bílnum sátu
tveir lögreglumenn með handrit-
in í fanginu, og þótt blessuð skóla
börnin sæju lítið af handritunum,
vantaði ekki að þau veifuðu fán
unum sínum í ákafa. Þau voru
búin að standa þarna nokkurn
tíma, og spurðu svo þegar gestirn
ir og lögreglan voru farin fram
hjá: „Er þetta búið“. Börnin með
fánana settu vissulega svip sinn
á þessa athöfn, og eiga kannski
íslenzka og danska fánann til
minningar um Handritadaginn —
21. apríl 1971.
Handritunum var ekið í Háskóla
bíó, en gestunum að Hótel Sögu.
Handritin afhent
Klukkan 4 hófst afhendingarat-
höfnin í Háskólabíói, en þá af-
henti Helge Larsen, menntamála
ráðherra, Gylfa Þ. Gíslasyni,
menntamálaráðherra, handritin,
sem aftur afhenti Háskóla ísiands
þau til varðveizlu og tók Magnús
Már Lárusson, rektor við þeim.
Háskólabíó var nær fullsetið er
athöfnin hófst. Meðal viðstaddra
þar, var forseti fslands, dr. Kristj
án Eldjárn og frú.
Athöfnin hófst með því að
Sinfóníuhljómsveit íslands lék En
sagadrþm eftir danska tónskáldið
Carl Nielsen. Þá flutti Helge Lar
sen, kennslumálaráðherra Dana,
ávarp. Á borði við hlið hans á
sviðinu lágu handritin.
RæSa Helge Larsen
Helge Larsen fórust m. a. svo
orð:
„Mikið starf er framundan
(skipting handritanna), og það er
ósk dönsku stjórnarinnar, að það
verði nýr þáttur í góðri samvinnu
íslands og Danmerkur.
Þegar samningurinn um af-
hendingu handritanna var stað
festur í Kaupmannahöfn vitnaði
‘'ramhaíld á bls. 21.
Jónas Kristjánsson, forstöSumaður Handritastofnunarinnar, kemur handritunum fyrlr í hillum stofnunarinnar,
með aðstoð lögregluþjóns.
3
AVIÐA
fMinl
Verður Landsfundur
Sjálfstæðisflokksins
öllum opinn?
Það nýmæli í störfum stjórn
málaflokka hérlendis var tekið
upp á 15. flokksþingi Fram-
sóknarmanna, að þingið var
öllum opið og öllum blöðum,
þar á meðal blöðum andstæð-
inga flokksins, boðið að eiga
sína fulltrúa á þinginu til að
hlýða á umræður og flytja
fréttir af þeim að eigin geð-
þótta. Þetta nýmæli hefur vak-
ið verðskuldaða athygli. Fram-
sóknarflokkurinn berst fyrir
Iauknu lýðræði og opnara þjóð-
félagi og sýnir það áþreifan-
lega í verki. Sjálfstæðisflokkur
inn liefur oft á landsfundum
sínum ályktað um opnara lýð-
ræði, en nú er að sjá, hvort
þeir sýna það í verki með því
að hafa landsfund sinn, sem
hefst á morgun, öllum opinn
og skapa þar fulltrúum allra
blaða eðlilcga starfsaðstöðu.
Fyrrum frambjóðandi
Alþýðubandalagsins
lýsir stuðningi við
Framsóknarflokkinn
í síðasta tölublaði Dags á
Akureyri er rætt við Stefán
Halldórsson, hreppstjóra og
búnaðarþingsfulltrúa á Hlöð-
um í Hörgárdal, en hann var í
framboði fyrir Alþýðubanda-
lagið í kosningunum 1963. Um
horfurnar í kosningunum og
stöðu flokksins í Norðurlands-
kjördæmi cystra segir Stefán
í þessu viðtali:
„Meirihluti sá, sem styður
núverandi ríkisstjórn, er veik-
ur, svo veikur að hann má ekki
missa einn mam, þá er stjórn
in fallin.
Ef við lítum á atkvæðatölur
frá síðustu alþingiskosningum
hér í kjördæminu sést að
Framsóknarflokkurinn þarf
ckki að bæta miklu við til að
fá 4 menn kjörna.' Árið 1967
lilaut flokkurinn 4525 atkv.
eða 1131 atkv á 4. mann. Sjálf
stæðisflokkurinn fékk 2999
atkv. eða tæp 1000 atkv. á 3.
mann. Alþýðubandalagið lilaut
1571 atkv. en nú er það klofið,
og eftir síðustu bæjarstjórnar-
kosningum að dæma virðist
fylgi þess skiptast nokkurn
veginn jafut milli hinna
tveggja flokksbrota, þannig að
þau eru bæði úr leik. Alþýðu-
flokkurinn hlaut 1357 atkvæði,
en í bæiarstjórnarkosningun-
um tapaði hann miklu fylgi,
sérstaklega á Akureyri. Bend-
ir margt til þess, að hefðu þá
farið fram kosningar til Alþing
is, hcíði Alþýðuflokkurinn
ekki haft fleiri atkvæði á bak
við fyrsta mann en Framsókn-
arflokkurinn á bak við sinn
fjórða. í síðustu bæjarstjórn-
§j arkosningum tapaði Alþýðu-
p flokkurinn alls staðar fylgi, og
ekk«*rt h«'fur hann afrekað síð-
an, sem gcfur tilefni til að ætla
að liann vinni upp það tap,
nema síður sé.
T þessu kjördæmi stendur
því baráttan á milli þessara
flokka, og gæti farið eftir þeim
Framhald á bls. 14.
———a—ii’' 1 nii