Tíminn - 22.04.1971, Blaðsíða 5

Tíminn - 22.04.1971, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGtm 22. april 1971 TIMfHN 5 Á sextugsafmælí Kjarvals heimsa£tu bann all-margir nran af Sllum stéttum. ÍKdkkrir rónar komu þar, og tok Kjarval þeim ekki síður en öðrum. Svo hittist á, aS þegar Magnús SigurSsson bankastjóri kemur inn og gengur til Kjarvals og heilsar honum, þá er hann að tala við róna. Kjarval tekur kveðju Magnús ar og segir um leið: „Það þarf ekki að kynna ykk- ur, þið þekkist náttúrlega!" Harni hafði mikinn á'hwga á bókum og hún var afbrýfSsöm. — Þú myndir hafa mikiu meiri áhuga á mér, ef ég vaeri bók, sagði hún afundin. — Já, svaraði hann, — sér- staklega ef þú værir almanak, því þá myndír þú endurnýjast árlega. — Hvernig stendur á því, sagði hótelstjórinn við gestinn, að á hverjum morgni fer þjónn inn með morgunverð handa tveimur inn í herbergi yðar? — Það skal ég segja yður, sagði gesturinn. — Þegar ég er búinn að borða þennan góm- sæta morgunverð, sem ég fæ hérna, verð ég allt annar mað- ur. Og þá finnst mér sanngjarnt að þessi annar maður fái sér líka bita. Fyrsti róni: — Eg fann skúnk um daginn og fór með hann heim í holuna mína og kom honum fyrir í litlum kassa rétt við rúmið mitt. Annar róni: — Hvað um óþefinn? Fyrsti róni: — Oh, hann venst því með tímanum eins og ég gerðí. DENNI l v — Þu skalt vera goð við DÆMALAUEI hanu. Haun gæti vcrið prins. llIÍÍiiÍÍI iiliggygl §&& . f ■*■'**■:■* *-* ! • M M : Þessa fallegu mynd birtum við tii þess að minna á fyrir- hugaða Ólympíuleika í Miinch- en. Reyndar eru það verka- - ★ - ★ - menn, sem aðallega keppa nú á svæðinu, þar sem leikarnir fara fram, sem sé keppa við tímann, þar sem óðum nálgast skemmtilegheitin. Hins vegar hafa þeir þrátt fyrir það, ekM á móti því að við þeim blasi stúlka sem þessi á myncBntó. - ★ — ★ — Um daginu sögðum við frá lendingu loftsteins í Síberíu. Hér erum við með aðra: 12. febrúar 1947 gerðist það í Alinf jöllum norður frá Vladi- vostokk, að gneistandi edd- hnöttur risti himinhvolfið, því næst gaus upp feikilegt bál og fylgdu .margar sprengingar, er heyrðust úr 200 km. fjarlægð, en eftir voru 200 gígar af ýms- um stærðum. Prófessor Fessenkov var fal- ið að kanna atburðinn, og skil- aði hann rækilegri skýrslu ár- ið 1955. Leifarnar af loftsteini þessum voru 70 smálestir. Steinninn hafði rist jarðbraut- ina með 14.5 km. hraða á sek., og var þá svo slysinn áð lenda í flasið á jörðinni. Hitastigið mun hafa náð 5000 gráðum, er hann geystist gegnum 150 km. þykkan lofthjúp jarðar. Hann sprakk við hitann og tvístraðist í ótal agnir og mola, og vom þeir stærstu nokkrar smáíestir, þeir minnstu vart sjáaniegir. Og leifunum var safnað saman og þær fluttar til Moskvu. Vora þær 23 smálestir á þyngd. Mik ilvægasti þáttur þessarar rann- sóknar var ef til vill vitnisburð ur 300 steppubúá, sem lýstu nú slíkum atbui-ði í fyrsta sinn í sögu stjarnfræðinnar. — ★ — ★ — Twiggy er búin að vera — „Biggy“ er það, sem koma skal. Nú hefur feita og glaða fólkið eignazt fyrirfynd, sem það þarf síður en svo að skamm ast sín fyrir. Þessi glaðlynda kona á mynd inni er Anna María „Biggy“ Nyman, sænsk, 47 ára, átta barna móðir og er 95 kfló. Hún stenzt allar kröfur sem ljósmyndafyrirsæta og skortir nú ekki myndir af henni. Nær því alls staðar þar sem maður staldrar við í Svíþjóð blasa við myndir af „Biggy“ og líti mað ur í sænsku blöðin er sömu sögu að segja. Hins vegar er „Biggy“ langt frá því að vera montin yfir vinsældum sínum eins og Twiggy var. i spegli irOiMmis

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.