Tíminn - 22.04.1971, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 22. aprfl 1971
TÍMINN
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framtovæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb), Jón Helgason, Indriði G. Þorsteinsson og
Tómas Karlsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gíslason. Rit-
stjómarskrifstofur í Edduhúsinu, símar 18300 — 18306. Skrií-
stofur Bamikastræti 7. — Afgreiðslusimi 12323. Auglýsingasimi:
19523. Aðrar skrifstofur sími 18300. Áskriftargjald kr. 195,00
á mánuði. innanlands. í lausasölu kr. 12,00 eint. — Prentsm.
Edda hf.
Órofa samstaða um
stjórnmálayfirlýsingu
í ræðu sinni við setningu 15. flokksþings Framsóknar-
flokksins, sagði Ólafur Jóhannesson, formaður flokksins,
m.a.:
„Andstæðingar Framsóknarmanna gera sér um þessar
mundir tíðrætt um klofning í Framsóknarflokknum. Það
er þeirra draumur, sem sumpart á rætur í eigin heimilis-
böli. Það mun sjást á þessu flokksþingi, hvort þessi óska-
draumur andstæðinganna rætist. Ég hygg, að þeir eigi
eftir að vakna upp við vondan draum. Ég hygg, að þeir
eigi eftir að verða fyrir sárum vonbrigðum að þessu leyti.
Ég held, að það eigi eftir að koma í ljós á þessu flokks-
þingi, að Framsóknarflokkurinn hefur sjaldan verið sam-
hentari og samstilltari en einmitt nú“.
Þessi spá Ólafs Jóhannessonar rættist svo sannarlega
á flokksþinginu, og er t.d. hæpið að samstaða hafi nokkru
sinni verið meiri á fyrri flokksþingum Framsóknar-
manna um stjórnmálayfirlýsingu flokksins. Stjómmála-
yfirlýsingin, sem birt var hér í blaðinu í gær, var sam-
þykkt með öllum atkvæðum í stjómmálanefnd flokks-
þingsins og samhljóða atkvæðum á allsherjarfundi
þingsins.
í stjómmálayfirlýsingunni var höfuðáherzlan lögð á
landhelgismálið. Þannig setti flokksþingið það efst á blað,
að íslendingar segi nú þegar upp landhelgissamningunum
við Breta og Vestur-Þjóðverja og færi fiskveiðilandhelg-
ina út í 50 sjómílur eigi síðar en 1. september 1972. Til að
árétta enn frekar, hve mikinn þunga flokkurinn legði
á landhelgismálið, lýsti flokksþingið yfir, að við mynd-
un ríkisstjórnar myndi flokkurinn leggja höfuðáherzlu
á uppsögn landhelgissamninganna og útfærslu í 50 míl-
ur, en jafnframt vinna að því að móta sameiginlegt
stjórnmálaafl þeirra, sem aðhyllast hugsjónir jafnaðar,
samvinnu og lýðræðis.
Þá lagði flokkurinn áherzlu á að landsbyggðarmálin
yrðu tekin nýjum og fastari tökum. Atvinnulífið yrði eflt
með skipulagshyggju og áætlanagerð undir forystu ríkis-
valdsins í samstarfi við samtök atvinnulífsins. Öllum
þegnum þjóðarinnar yrðu tryggð mannsæmandi lífskjör
og allt tryggingakerfið endurskoðað í því skyni og að-
staða þegnanna 1 heilsugæzlu og heilbrigðismálum
jöfnuð.
Samstarf samvinnuhreyfingar og verkalýðshreyfing-
ar skal eflt og náið samstarf haft við þessar félagsmála-
hreyfingar. Stuðlað verði að endurmati lífsgæða og
bættri aðstöðu einstaklingsins til að njóta hreins og fag-
ors umhverfis án mengunar og til frjálsrar hugsunar og
sköpunar án þvingunar hins gegndarlausa efnahagskapp-
hlaups vélmenningarinnar.
Stefna íslands í utanríkismálum verði sjálfstæðari og
einbeittari en verið hefur og við það miðuð að tryggja
sjálfstæði og fullveldi landsins. Stuðlað verði að sáttum
og langþráðum friði í heiminum með auknum kjmnum
milli þjóða og almennri afvopnun, sem geri hernaðar-
bandalög óþörf. íslendingar séu aðilar að Nato að
óbreyttum aðstæðum, en minnt á þann fyrirvara, sem
gerður var, er íslendingar gerðust aðilar Nato. í sam-
ræmi við hann vill Framsóknarflokkurinn vinna að því,
að varnarliðið hverfi úr landi í áföngum.
Ennfremur er sú stefna flokksins enn ítrekuð,
að ísland gangi ekki í Efnahagshandalag Evrópu, en leiti
sérstakra samninga við bandalagið um gagnkvæm rétt-
indi í tolla- og viðskiptamálum. — TK
JOSEPH ALSOP:
Er skammt í það að tími
störborganna sé úr sögunni?
Hin risavöxnu vandamál milljónaborganna eru nær óleysanleg
Frá New York
skattstofninum, heldur hitt, að
í þeim er ekki lifandi.
„EITT get ég þó fullyrt“,
sagði Henry Ford fyrsti
skömmu eftir 1920. „Stórborg-
irnar eru búnar að vera.“
Borgarstjórar sátu ráðstefnu
í Washington í lok marz, og að
henni lokinni virðist allt eins
líklegt, að Henry Ford kunni að
hafa haft lög að mæla. Ef til
vill eru borgimar búnar að vera
sem lífvænleg samfélagsfyrir-
bæri, það er að segja, að enginn
skynsamur maður óski eftir að
eiga heima í þeim. Enginn af-
neitar því, að miklar og merki-
legar samfélagsstofnanir líði
undir lok. Brezka heimsveldið
er til dæmis liðið undir lok og
fjölskyldubúið, sem var hyrning
arsteinn hins gamla, bandaríska
samfélags, er sem óðast að
syngja sitt síðasta. Stórborgim-
ar eru einnig á grafarbakkanum,
ef marka má orð borgarstjór-
anna á fyrrnefndri ráðstefnu.
HENRY Ford var með bílinn
sinn, „gamla ford“, í huga, þeg-
ar hann setti fram hrakspá sína.
Hann hafði á réttu að standa að
því leyti, að bíllinn var ein-
mitt upphaf þeirrar framvindu,
sem kann að ríða stórborgunum
að fullu. Undangengin tíu ár
hefir tvennt snúizt eindregið á
sveif með honum og hraðað
framvindunni, eða annars vegar
hinn mikli búferlaflutningur fá-
tækra og ómenntaðra negra
norður á bóginn og hins vegar
heroínið.
Hnignun stórborganna hófst
einmitt sama áratuginn og
Henry Ford setti fram hrakspá
sína. Fáeinir borgarbúar eða
nánar tiltekið þeir, sem voru
nægilega efnaðir til þess að
eignast bíla, uppgötvuðu ein-
mitt á þessum árum, hve á-
nægjulegt getur verið að eiga
heimili innan um skóg og engi
og aka þaðan til vinnu sinnar
í borginni. Sveitaþorp skammt
frá borgunum tóku síðar að
breytast í svefnherbergjahverfi.
Stóru húsin frá þessu tíma-
skeiði standa víða enn í út-
borgunum, sem næstar eru stór
borgunum, og eru mörg þeirra
svipdimm og dapurleg leiguhús.
Þetta var fyrsti, mjói vísirinn
að þeirri rýrnun skattstofnsins,
sem veldur mestu um áhyggjur
borgarstjóranna, er sátu ráð-
stefnuna í Washington í marz-
lok.
SKATTSTOFNINN rýrnar
uggvænlega þegar hinir efnaðri
flytja á burt en fátæklingarnir
eru kyrrir. Æ fleiri fátækling-
ar þurfa á æ meiri félagslegri
aðstoð og öðrum fjárhagsstuðn-
ingi að halda, og hinir ríku, sem
eiga að leggja fram fé til þess-
arar aðstoðar með skattgjöldum
sínum, verða jafnframt færri og
færri. Afleiðingarnar eru fyrir-
sjáanlegar og óumflýjanlegar.
Um þetta voru borgarstjórarnir
nálega samdóma, en við skulura
láta John Lindsay borgarstjóra
í New York fá orðið fyrir þeirra
hönd:
„Tekjuhallinn í New York er
nú 300 milljónir dala og við
gerum ráð fyrir að hann verði
einn milljarður dala næsta ár.
Ég geí satt að segja ékki kom-
ið auga á, hvernig við stórborg-
arbúar eigum að rétta úr kútn-
um í tæka tíð, jafnvel þótt vald-
hafarnir í Washington rétti okk
ur hjálparhönd.“
VÆRI vandi stórborganna ein
vörðungu fjárhagslegur, mætti
leysa hann með tvennu móti.
önnur leiðin er að afnema hin
meira og minna óraunhæfu
landamæri milli stórborga og
útborga og leggja á skatta í einu
lagi á mjög stóru svæði. Þetta
er skynsamlegt í augum allra,
nema þeirra, sem í útborgunum
búa, en þeir telja skatta sína
orðna óhæfilega háa og eru því
hatrammir andstæðingar allrar
stækkunar skattsvæða. Atkvæða
fylgið er diýgra í útborgunum
en annars staðar og það er
stjórnmálamönnum mætavel
ljóst.
Samríkisstjórninni er því önn-
ur leið farsælli, og hefir hún í
för með sér minna stjórnmála-
tjón. Hún er að láta útborgir
hvítu mannanna umhverfis stór-
borgirnar í friði og leggja fram
nægilega fjárhagsaðstoð úr hin-
um sameiginlegu sjóðum. Þetta
verður greinilega gert með ein-
hverjum hætti, hvort sem farið
verður að óskum Richards Nix-
on forseta eða Wilburs Mills
um einstök atriði framkvæmdar-
innar þegar til kastanna kemur.
En er þá unnt að gera ráð fyrir
að þessi úrræði komi að haldi?
„í bili“ og „að vissu marki“
virðist vcra hið eðlilega og
rétta svar. Efalítið tekst samrík-
isstjórninni með einhverjum
hætti að láta stórborgirnar
skrimmta. En þar með er ekki
sagt, að Henry Ford hafi haft
á röngu að standa á sinni tíð.
Stórborgirnar kunna að vera
„búnar að vera“. Meginmeinið
er þó ckki, að þær hafi glatað
TRJÁGRÓÐUR og grænar
grundir ráða ekki framar mestu
um, að þeir, sem efni hafa á,
flytja frá stórborgunum. Margir
flytja beinlínis af ótta. Ótti
þeirra stafar blátt áfram af stöð
ugum og örum flutningum fá-
tækra negra úr Suðurríkjunum
til borganna í Norðurfylkjunum.
Því var lýst fyrir
skömmu, að opinber könn-
im hefði leitt í ljós, að „negrar
eru tíu til átján sinnum oftar
handteknir en hvítir menn fyrir
alvarleg ofbeldisverk, og að því
er unglinga varðar eru handtök-
ur negra fyrir þessa glæpi allt
að tuttugu sinnum tíðari en
handtökur hvítra manna.“ Erf-
itt er að komast hjá því að líkj-
ast George Wallace þegar um
þetta er skrifað. Öllum félags-
fræðingum kemur saman um,
að tölurnar lýsi ekki arftekinni
glæpahneigð, heldur fátækt,
misrétti og menntunarskorti, og
nú megi fremur en nokkru sinni
fyrr kenna um heroínneyzlu-
faraldrinum í fátækrahverfum
stórborganna, og hann sé orsök
að minnsta kosti annarrar hvorr
ar handtöku í stórborgunum.
Félagsfræðin ein hrekkur þó
skammt til að bæta hið mikla
mein, sem breiðist óðfluga út.
Nýjar skýrslur um mannfjölda
segja uggvænlega sögu. Síðast-
liðin tíu ár hefir hvítum íbúum
í Manhattan fækkað um 15%,
18% í Chicago, tæp 30% í De-
troit, 36% í Newark og nálega
40 % í Washington. Negrum í
stórborgunum fjölgaði að sama
skapi og cins hvítum íbúum út-
borganna. Fyrirsjáanlegt er, að
negrar verða í yfirgnæfandi
meirihluta í stórborgunum að
tíu árum liðnum. Sumar borg-
irnar verða nálega alsvartar og
miðstétt þar næsta fámenn eða
nálega engin, og eru Newark og
Washington á góðri leið.
F'ramhald á bls. 14.