Tíminn - 22.04.1971, Blaðsíða 8

Tíminn - 22.04.1971, Blaðsíða 8
8 TIMINN FIMMTUDAGUR 22. aprfl 1971 Mörgum þótti — og þykir sjálfsagt enn — stórt átak hjá okkur íslendingum, þegar við byggðum Búrfellsvirkjun. Ég var 17 ára stráklingur austur á fjörðum, þegar framkvæmd- irnar hófust — og sannarlega hafði ég áhuga á því að lesa og heyra fréttir af átökum á ALþingi um hinar fyrirhuguðu fram'kvæmdir við Búrfell og í Straumsvík. Ég leit á þetta sem stórt skref þjóðar okkar fram á við. Áhugi minn á þessum framkvæmdum óx hröðum skrefum eftir að þær voru hafnar. Ég fékk stöðugt meiri áhuga á því að taka sjálf ur þátt í þessari miklu upp- byggingu og smám saman fékk ég leið á því, að þeytast fram og aftur um slorugt síldarplan austur á fjörðum. með fullar fötur af salti og moka flór á milli síldartarna. Stórvirku vinnuvélarnar og „ameríkönsku“ vinnuaðferð- irnar, sem ég fékk spurnir af að ríktu við þessa miklu upp- byggingu, heilluðu mig mjög og stóðust gamaldags vinnuað- ferðir í sveitinni og á síldar- plani þar engan samanburð í huga mínum. Þess vegna var það, haustiö 1967, að ég ákvað að láta til skarar skríða, og fagurt kvöld síðla septembermánaðar, eft- ir mikinn mokstur niðri í síld- arþró á Breiðdalsvík, bjó ég mig til suðurfarar. Með við- komu á Akureyri ,var ég þrem dögum síðar staddur á ráðn- ingaskrifstofu sænsk-íslenzka fyrirtækisins „Fosskraft" að Suðurlandsbraut 32 í Reykja- vík, og bauð mig fram sem vinnukraft austur í Búrfelli. Fyrirtækið þáði möglunarlaust boðið og með Landleiðarútu var ég seint um kvöldið kom- inn austur eftir. Leggst forvitinn til svefns f Búrfelli voru vinnubúðirn ar tvær: Kampur I var aðal- búðin og er enn til og stend- ur undir fellinu, útibúið var kampur 2 er stóð upp við Þjórsá, eða „uppi á fjalli“ eins og það er kallað, þ.e. stóð skammt frá inntaksmannvirk- inu. Við það mannvirki skyldi ég vinna og hafnaði því í Kamp 2. Mér var þar ásamt öðrum nýliða vísað inn í svo- nefnt „móelhús“ sem er lítið sumarhús, líklega upprunnið frá frændum okkar Norðmönn um, en ég veit að m.a. gestir hjá hótelinu Valaskjálf á Egils stöðum fá nú gistingu í slíkum húsum, enda þau keypt af „Fosskraft". •— Við bjuggum fjórir í hverju húsi, tveir í hvorum enda. Þegar við nýliðarnir geng- um inn í það húsið er okkur var vísað á, voru þar fyrir vinnuhetjur tvær, er við vor- um brátt komnir í hrókasam- ræður við. Höfðu þessar tvær kempur unnið um hríð þar við virkjunina og að sjálfsögðu vildum við nýliðarnir þegar fá að vita hvemig væri að vinna þama. Af svörum þeirra fé- laga dró ég þá ályktun, að ný- tízkuvinnuaðferðir væru þarna í hávegum hafðar, eins og ég hafði ímyndað mér. En þar sem haustmyrkrið grúfði yfir og ég hafði tilhneigingu til myrkfælni, ákvað ég að svala ekki forvitni minni með því að líta á það sem búið var af inn- Stórvirku vinnuvélarnar heilluöu menn meira heldur en sópar, múrskeiðar og beyglaðar fötur. I 11 AF Á taksrpannvu-kinu, fyrr.en dag- aði, og lagðist því til svefns í nýfengnum svefhpoka frá Hag kaup. Ég verð óttasleginn Monguninn var svalur, en logn og bjart til himins. Eftir að hafa belgt út magann af kornfleksi og mjólk í stórum matsalnum, innan um reyking- arhóst og klið svefndmkkinna vinnuhetja, komst og í sam- band við þann mann, er mér var sagt að „melda“ mig við. þegar til vinnu skyldi haldið. Bauð sá, er var yfirverkstjóri við inntaksmannvirkið og Skagamaður, mér sæti í jepp- anum sínum. Síðan var ekið í gegnum hóp gangandi verka- manna og staðnæmzt við miklar járnalagnir og allskyns smíðisverk, er bentu til þess að þarna var mikið mannvirki að rísa af grunni. Yfirverkstjór- inn fór nú með mig til eins af undirverkstjórum sínum, er var samanrekinn náungi, rjóð- ur í andliti, hét Lindberg og var finnskur. — Þú átt að vinna undir stjórn þessa manns, sagði yfir- verkstjórinn við mig, og hvarf síðan á braut. Án þess að fá tækifæri til að heilsa þessurn finnska yfir- manni mínum, fylgdi ég hon- um fast eftir er hann kjagaði af stað í áttina til vinnuskúrs þarna skammt frá. Með drunur frá háværum vinnuvélum í eyrum, varð ég skyndilega óttasleginn. Hvað skyldi hann láta mig gera, hvað skyldi hann láta mig gera? hugsaði ég, og sú hugsun yfir- gnæfði brátt drunumar. Hvemig í ósköpunum átti ég að vera fær um að stjórna ein- hverri flókinni vinnuvél, þótt kannski hún væri ekki stór? Ég, sem ekki hafði annað gert alla mína ævi, en hringsnúast með salt umhverfis síldarstúik . ,ur, vinná einföldustu - sveitar- störf og lesa hundgamlar skóla bækuri Jó; þvfefip déskotanuiiv'’ varstu nú að álpast hingað. gaztu ekki.setið heima vesling- urinn og hugað að kúm og síld. Dagar þínir eru líklega senn taldir innan um allt þetta stórbrotna vinnusvæði. Spánýr sópur og beygluð fata En þegar inn í vinnuskúr- inn var komið, varð undrunin óttanum yfirsterkari. — f stað þess að fá eitthvað „amerík- anskt“ vinnutæki í hendurnar, rétti sá finnski mér ónotaðan sóp og beyglaða fötu og bað mig síðan að fylgja sér enn eftir. Með þessi dýrmætu vinnutæki í höndunum, elti ég nú þennan kjagandi bolabít, sem reyndar átti eftir áð verða góður kunningi minn, niður í breiðan grunnan skurð er bú- ið var að gera með dínamit- inu hans Nobels og búið var að skipta í fjóra hluta frá tré- smiða hendi. Lindberg hinn finnski skilgreindi nú fyrir mér á norrænu tungutaki, að þarna ætti í framtíðinni áð steypa heil ósköp og því þyrftu klappirnar að vera vel hreinar. Trésmiðir höfðu skilið mikið sag eftir á þeim, og það skildi ég sópa af klöppunum. Nokk- uð var þarna um lausa smá- hnullunga og þá skyldi ég tína upp og engan skilja eftir. Eftir að hafa útskýrt þetta fyr ir mér. hvarf verkstjórinn á braut að líta eftir öðrum er unnu undir stjórn hans. Hringsól á móbergsklöpp Þessi fyrsti vinnudagur minn við uppbygg'ingu stóriðju á íslandi, er mér eins minnis- stæður ög dagurinn í dag. Þann dag hringsólaði ég um lítið svæði með fötu i hendi og tíndi stein og stein eins oa ■ safnári. Og þótt ekki væri mik- ið um alveg lausa steina þar ó klöppunum, þá vildi ég vera : athafnasamur þennan fyrsta vinnudag minn hjá nýju fyrir- tæki og gerði mig því lítið fyrir og losaði nýja og nýja steina, enda auðvelt verk á sprengdri móbergsklöpp. — En að sópa sagkorn af afar ósléttri klöpp, var verk er mér var algjörlega ofviða að inna af hendi, einkum og sér í lagi vegna þess, að hún var all- mjög rök. Þegar ég svo tók mér hvíld- ir við steintínsluna, gaf ég mig að tali við aðra er hringsóluðu um klappirnar, og voru búnir að vera það lengi í starfi þar á klöppunum, að steintinsla var ekki lengur í verkahring þeirra. Komst ég þar þegar í kynni við menn af ýmsu tagi og þar kynntist ég líka þeim fslendingi, sem líklega hefur sagt stórfengnari kynlífssög- ur af sjálfum sér, en nokkur annar íslendingur. — Um kvöldið var ég búinn að upp- götva, að sannleikskorn var í máltækinu „fjarlægðin gerir fjöllin blá og mennina mikla“, og yfir steiktu kjöti og blóm- kálssúpu strengdi ég þess heit. að gerast aldrei steinasafnari. Mánaðadvöl á klöppum Nýir menn komu í vinnu- flokk þess finnska, og næstu þrjá eða fjóra mánuði var okk ur ætíð vísað á umræddar klappir, þegar vinnuflokksins var ekki þörf annars staðar. Þegar vetrarkuldinn kom og sandur og steinar, er fjarlægð- ir skyldu — og alltaf virtust jafn margir, þótt margir væru fjarlægðir dag hvern — frusu fastir. varð gripið til þess ráðs. að byggja vfir okkur og síðan voru olíukyntir biásarar settir í gang svo að léttklæddir dund- uðum við síðan við holugröft á klöppunum með múrskeiðar og fötur. Þegar svo mánuðirnir liðu og lítið gekk við klapparhreins unina, gerðust sænskir „boss- ar“ órólegir því að samkvæmt áætlun átti þegar að vera búið að steypa yfir alla klöppina. Var þá gripið til þess ráðs að fá lánaða menn úr öðrum vinnuflokkum til að taka sér múrskeiðar og fötur í hönd og hreinsa klappirnar. Við, sem fyrir vorum tókum þessn vel, enda gott að fá nýja félaga til þess að taka þátt í að ræða um hin ýmsu efni, allt frá heimspeki niður í grófasta klám og fylliríssögur. Ekki veit ég hversu margir tóku ástfóstri við klappirnar að tarna, en áhuginn fyrir að hreinsa þær tók brátt að þverra hjá mörgum, enda sá- um við að þarna gátum við setið svo lengi sem jarðskorp- an brást ekki. Höfðu því marg ir það til siðs að reýkja pípur sínar og skiptast á skoðunum í ró og næði, þegar vissa var fyrir hendi á því, að enginn verkstjóri var í nálægð. Stund- um var til þess ráðs gripið, að hafa sérstakan varðmann, er sá um, að allir voru athafna- samir á klöppunum, bæri verk stjóra að. Einu sinni brást þó bogalist- in. Þá ‘komu kvorki meira né minna en tíu sænskir og ísl. „bossar" og ef mig ekki mis- minnir seðlabankastjóri sjálf- ur með þeim, að tíu mönnum aðgerðarlausum á klöppunum með tíu pípur, spjallandi sam- an um síðasta helgarævintýri í bænum. Reyndar var mér sagt frá þessu, þar eð þetta var eftir hádegi, og þar sem ég hafði lengi nætur dvalið við lestur á Greifanum frá Monte Christo, hafði ég sofnað svo vært eftir hádegismatinn, að ég hafði ómögulega getað rifið mig upp af blundinum. En allt hafði víst verið í lagi, enginn rekinn fyrir leti við störf, guð sé lof. Og sjá: Klappirnar urðu hreinar En eins og svo margt annað, tók klappardvölin skjótan end- ir. Frostlausan vetrardag, voru skyndilega loftpressur tvær komnar á staðinn. Sterkbyggð ar slöngur voru síðan frá þeim leiddar og niður á klappirnar. Síðan var allt sett í fullan gang. Með kraftinum frá loft- pressunum kom svo sterkur blástur úr slöneunum, að sand ur og steinar þyrluðust út í veður og vind. Nú var allt í einu nóg að gera, og rykugir og sveittir, beindum við slöngunum að hverium þeim stað er óhrein- indi voru. Og sjá: Eftir urn 14 klst hamasang með slöng- urnar, skriðum við klappa- hreinsarar breyttir í rekkju með þá vissu í huga, að miklu takmarki var náð. Klappirnar voru hreinar orðnar og dag- inn eftir huldi bær brátt grá- Jeit steypan. Daginn eftir var ég búinn að fá loftbor til umráða, en ætíð síðan. begar ég heyri orð- ið stóriðja. koma sópur. beygl- uð fata og múrskeið fram í huga minn. (Eilítið „fært í stílinn“ — Einar Björgvin).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.