Tíminn - 22.04.1971, Qupperneq 6

Tíminn - 22.04.1971, Qupperneq 6
6 TIMINN FIMMTUDAGUR 22. apríl 1971 Hver er réttur aldraðra og öryrkja í nútíma þjóðfélagi? Brot úr Svaðaþætti og Arnórs kerlingarnefs „Á þeim sama tíma, sem nú er áður frá sagt, var það dæmt á samkvámu af héraðsmönnum, ok fyrir sakir hallæris ok svá mikils sultar, sem á lá, var lof- at at gefa upp fátæka menn, gamla, ok veita enga hjálp, svá þeim, er lama váru eða að nokkru vanheilir, ok eigi skyldi herbergja þá. En þá gnúði á inn snarpasti vetur með hríðum ok gnístandi veðr- um. Þá var mestur höfðingi út um sveitina Arnór kerlingar- nef, er bjó á Miklabæ í Ós- Jandshlíð. En er Arnór kom heim af samkvámu þessi, þá gekk fyrir hann móðir hans, dóttir Refs á Barði, ok ásakaði hann mjög, er hann hafði orðið samþykk- ur svá grimmum dómi. . . „Nú vit þat fyrir víst“, seg- ir hún, „þó at þú sjálfur ger- ir ekki slíka hluti, þá ertu með engu móti sýkn eða hlutlaus af þessu glæpafulla manndrápi þar sem þú ert höfðingi og formaður annara. . . Arnór skildi góðfýsi móður sinnar og tók vel ásakan hennar. — Tók hann þá þat ráð, at hann sendi þegar í stað sína menn um ina næstu bæi at safna saman öllu því gamalmenni, því er út var rekið, ok flytja til sín ok lét næra með allri líkn“. Síðar mælti Arnór svo á hér- aðsfundi. „Skulum vér þar til leggja allan várn kost ok kvikendi at veita mönnum lífsbjörg ok drepa til hjálpar vorum frænd um farskjóta vára heldur en láta þá farast af sulti, svá at engi bóndi skal eftir hafa meira en tvö hross. — Nú skal drepa hundana, svá at fáir eða engir skulu eftir lifa, ok hafa þá fæðu til lífsnæringar mönn um, sem áður var vant at gefa hundunum". Þá bjó á Svaðastöðum í Skagafirði Svaði, sá er bærinn er heitinn eftir. Hann hafði látið göngumenn og fátæka taka gröf mikla. Hann byrgði þá í húsi um nóttina og hugð- ist drepa þá og urða í gröf- inni að morgni. „Tók Þorvarð- ur þá slagbranda frá durum, en þeir fóru fagnandi _ með miklum skunda ofan að Ási til bús hans“. „En er Svaði varð þessa varr, varð hann harðla reiður, brá við skjótt, vápnaði sig og sína menn, riðu síðan með miklum skunda eftir flótta- mönnunum. Vildi hann þá gjarnan drepa. — En hans illska ok vándskapur fell hon- um sjálfum í höfuð, svá at jafnskjótt, sem hann reið hvatt hjá gröfinni, fell hann af baki ok var þegar dauður, er hann kom á jörð. Ok í þeirri gröf er hann hafði fyrir búið saklaus- um mönnum, var hann, sekur heiðingi, grafinn af sínum mönnum ok þar með hundur hans og hestur at fornum sið“. Okkur er sagt að við búum í velferðarríki. Vel má vera að svo sé um hluta þjóðarinnar. Á undanförnum árum hefur það opinbera látlaust stolið með gengisfellingum og hóf- lausum álögum þeim sjóðum sem eldri kynslóðin hefur krí- að saman sér til framfæris í ellinni. Þetta er fólkið, sem hefur borið á herðum sér erf- iði og þunga daganna við myndun þessa svokallaða vel- ferðar þjóðfélags. Þessu fólki hefur verið skammtað úr aski þeirra allsnægta, sem margir búa óneitanlega við, kr. 4.900 mánaðarlega. Þetta hækkar sennilega eitthvað einhvern tíma, en alla vega verður þá bitinn magur eftir sem áður. Um sjötugt eiga sem betur fer sumir íbúð og ef til vill eitt- hvað í „bók“, en þeir eru marg ir sem hvorugt eiga. Eiga þeir að lifa á þessu, svo ekki sé nú talað um afbreyingu, svo sem leikhús eða hljómleika nokkrum sinnum á ári. Verka- maður býr nú reyndar við svip aða aðsíöðu með það þegar hann hefur skilað 10—12 stunda vinnudegi. Nú eru ýras tízkufyrirbrigði. Eitt þeirra eru lífeyrissjóðirn- ir og hefði fyrr mátt vera. En hvað verður eftir til skipta hjá öllum þessum sjóðum, sem hver hefur sína stjórn og starfslið? Er þetta ekki gró- andi þjóðlíf? Þarna getur margt flibbafólk fengið at- vinnu. Við byggjum bara yfir þá eins og ^inkana á öðru hverju gitutiorni. Við fáum svo Bantunegra á bátana, eða gefum bara þroskinum og loðn unni frí. f lok stríðsins, áður en síld- arhrotan fyrir austan hófst, verzlun við Hérað að mestu af lögð og útgerð búin að vera, var Seyðfirðingur spurður af hverju þeir lifðu. „Þeir verzla hver við annan“, sagði hann. Þeim gafst þetta vel og skrimtu þangað til síldin kom. Nú er okkar þjóðfélag á góðri leið með að verða stækkuð mynd af Seyðisfirði eins og hann var á þeim árum. Enn eru þó undirstöðu at- vinnuvegir okkar til sjós og lands stundaðir af harðfeng- asta og manndómsmesta hluta þjóðarinnar og þjóðartekjur miðað við mannfjölda miklar. En þegar til skiptanna kemur fara ekki allir hlutir í rétta staði. Sjálfsagt er að styrkja, og það vel, barnmargar fjölskyld- ur, en eitthvað er bogið við það velferðarþjóðfélag, sem tel ur sig þurfa að greiða hátt meðlag með fyrsta og öðru barni, en getur svo ekki hald- ið lífinu sómasamlega í öryrkj um og gamalmennum. Laun þessa fólks (ég segi laun, hér er — ekki — um styrki að ræða) frá tryggingum og líf- eyrissjóðum eiga þegar að hækka verulega og opinber gjöld, sem því eru reiknuð frá þess síðasta starfsári, eiga að falla niður. Nú eru mál þessa fólks til umræðu og ákvarðana á Al- þingi. Hver verður afstaða þingmanna og flokka? Það verður komið í ljós fyrir kosn ingar. Hverjir fylgja nú Arnóri og hverjir falla í gröfina Svaða? Þegar þingað var f Skagafirði var hallæri í landi. Er svo nú? Laugarvegi 126, 26.3 1971. Þórarinn frá Steintúni. Sumardaginn fyrsta 1971 Útiskemmtanir: Kl. 1,45: Skrúðganga barna í Breiðholtshverfi. Lúðra- sveit verkalýðsins leikur fyrir göngunni, stjórn- andi Ólafur Kristjánsson. Safnazt verður saman á Arnarbakka milli Grýtubakka og Ferjubakka. Gengið vestur og suður Arnarbakka og inn á íþrótta- og leiksvæði hverfisins. Kl. 1,15: Skrúðganga barna frá Vogaskóla um Skeiðar- vog, Langholtsveg, Álfheima, Sólheima að Safn- aðarheimili Langholtssafnaðar. Lúðrasveit ung- linga undir stjórn Stefáns Þ. Stephensen leikur fyrir skrúðgöngunni. Kl. 2,15: Skrúðganga barna frá Laugarnesskóla um Gullteig, Sundlaugaveg, Brúnaveg að Hrafnistu. Lúðrasveitin Svanur undir stjóm Jóns Sigurðs- sonar leikur fyrir skrúðgöngunni. Kl. 2,15: Skrúðganga barna frá Hvassaleitisskóla um Stóragerði, Heiðagerði, Grensásveg, Hæðargarð að Réttarholtsskóla. Skólahljómsveit Mosfellssveit ar leikur fyrir skrúðgöngunni. Birgir Sveinsson stjórnar. Kl. 2,30: Skúðganga barna frá Vesturbæjarskólanum við öldugötu eftir Hofsvallagötu, Nesvegi um Hagatorg að Háskólabíói. Lúðrasveit unglinga undir stjórn Páls Pampichler leikur fyrir göng- unni. Kl. 3.00: Skrúðganga barna frá Árbæiarsafni eftir Rofabæ að barnaskólanum við Rofabæ. Lúðrasveit verkalvðsins leikur fvrir skrúðgöng- unni. Ólafur Kristjánsson stjórnar. Inniskemmtanir: Austurbæjarbíó kl. 3. Fóstrufélag fslands sér um skemmtunina, sem einkum er ætluð 2ja til 7 ára bömum. Aðgöngumiðar eru seldir í bíóinu frá kl. 4—9 seinasta vetrardag og frá kl. 2 sumardaginn fyrsta. Leikvangurinn í Breiðholtshverfi kl. 1,45. íþróttafélag Reykjavíkur og Sumargjöf sjá um skemmtunina. Safnaðarheimili Langholtssafnaðar kl. 2. Aðgöngumið- ar í Safnaðarheimilinu frá kl. 4—6 seinasta vetrar- dag og frá kl. 1 sumardaginn fyrsta. Álftamýrarskólinn kl. 3. Aðgöngumiðar í Álftamýrar- skóla frá kl. 4—6 seinasta vetrardag og frá kl. 1 sumardaginn fyrsta. Háskólabíó kl. 3. Aðgöngumiðar seldir í húsinu sjálfu frá kl. 4—9 seinasta vetrardag og frá kl. 2 sumar- daginn fyrsta. Réttarholtsskólinn kl. 3. Safnaðarfélög Bústaðasóknar og Sumargjöf sjá um skemmtunina. Aðgöngumið- ar seldir í húsinu sjálfu frá kl. 4—6 seinasta vetr- ardag og frá kl. 1 á sumardaginn fyrsta. Laugarásbíó kl. 3. Aðgöngumiðasala í bíóinu frá kl. 4—9 seinasta vetrardag og frá kl. 2 sumardaginn fyrsta. Árborg kl. 4. (Leikskólinn Hlaðbær 17) Framfarafé- lag Árbæjar- og Seláshverfis og Sumargjöf sjá um skemmtunina. Aðgöngumiðar seldir í Árborg frá 4—6 seinasta vetrardag og frá kl. 1 sumardaginn fyrsta. Þjóðleikhúsið kl. 3. Litli Kláus og Stóri Kláus. Aðgöngumiðar á venjulegum tíma í Þjóðleikhús- inu. Venjulegt verð. Ríkisútvarpið kl. 5. Barnatími á vegum Sumargjafar. Kvikmyndasýningar: í Nýja bíói kl. 3 og kl. 5. Aðgöngumiðar á venjulegum tíma í bíóinu. Ðreifing og sala: Merkjasala: Frá kl. 10—2 á sumardaginn fyrsta verð- ur merkjum félagsins dreift til sölubarna á eftir- töldum stöðum: Melaskóla, Vesturbæjarskóla við Öldugötu, Austurbæjarskóla, Hlíðaskóla, Álfta- mýrarskóla, Hvassaleitisskóla, Breiðagerðisskóla, Vogaskóla, Langholtsskóla, Laugalækjarskóla, Ár- bæjarskóla, ísaksskóla, Leikvallarskýli við Sæ- viðarsund, Breiðholtsskóla. Sölulaun merkja eru 10%. M^rkin kosta kr. 30.00. Aðgöngumiðar að inniskemmtunum kosta 75,00 kr.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.