Tíminn - 22.04.1971, Blaðsíða 15

Tíminn - 22.04.1971, Blaðsíða 15
FHHMTUDAGUR 22. apríl 1971 TÍMINN 15 Hættuleið til Korinthu. Á frummálinu „La route de Corinth". Leikstjóri: Claude Chabrol. Handrit: D. Boulenger. Kvikmyndari: J. Rabier. Tónlist: P. Zucca. Frönsk frá 1968. Sýningarstaður: Hafnarbíó. Milli þess að gera hálistræn- ar myndir bregður Chabrol sér í afþreyingarmyndir eins og „Le tigre aime la chair frai- che“, „Marie — Chantal contre le docteur Kah“, „Le tigre se parfume á la dynamite". Hættu leið til Korinthu er ein slík, bráðfjörug og fyndin, þrátt fyrir efni, sem er keimlíkt þúsundum annarra mynda af sama tagi. Dularfull öfl geta lamað rad- arkerfi NATO í Grikklandi með Á myndinni sést Claude Chabrol sem Alkibiades í bráðfynd- inni mynd eftir hann sjálfan, „Hættuleg leið til Korinthu“. útbúnaði, sem er falinn í litl- um svörtum öskjum. Það kemst upp um peyjana, þegar sjón- hverfingamaðurinn Sókrates er gripinn. Leyniþjónustan ræður Robert Ford (Christian Mar- quand) til að upplýsa leyndar- dóminn. Hann er drepinn, þeg ar hann hefur komizt að hinu sanna. Ekkja hans (Jean Se- berg) ásamt hjálparmanni hans (Michel Bouquet) ráða gátuna, eftir mörg lífshættuleg augnablik. Forkostulegar persónur skreyta myndina, morðingjar í þjónustu Khalibes, sem gengur eins og dama og skreytir sig með rauðu og Alkibiades, upp- Ijóstrarinn, sem Claude Cha- brol leikur sjálfur. Þetta margþvælda efni öðlast hér nýjan glans hjá Chabrol, þó að sum atriðin minni helzt á bernskuskeið kvikmynda, t. d. brögð stúlkunnar, og önnur séu fengin að láni, t. d. atriðið við kirkjudyrnar (frá Wadja, „Aska og demantar11). Kvik- myndatakan er fjölbreytileg, það sama má segja um tón- listina. Þó að myndin sé tekin í Grikklandi, er hún mjög frönsk, t. d. þegar foringinn (Maurice Ronet) býður frú Ford út. Jafn vel í svona afþreyingarmynd dylst ekki hæfileiki Chabrols í upphafi skyldi endírinn skoða” SISS.IUT.EIK. til að sýna það, sem vekur áhuga, og lionum fyrirgefst þessi sjálfsagði endir svona myndar, þar sem hann hefur lag á að gera það skemmtilega, sem hann sýnir. Einlægir aðdáendur hans sem alvarlegs listamanns geta haft gaman af uppátækjum hans í „Hættuleg leið til Kor- inthu“. BÆNDUR KAUPFÉLÖG Þeir sem ætla sér að panta ull- arballa, hausapoka og kartöflu- poka hjá okkur, þurfa að senda pantanir sínar fyrir 15. maí 1971, þar sem afgreiðslufrestur á efni getur verið allt að 5 mánuðir til okkar. Athugið að mjög takmarkaðar birgðir eru til af hey-yfirbreiðsluefni og pokum fyrir kál og fl. Pokagerðin, Hveragerði Sími 99-4287. 1x2 ^ 1 x 2 (14. leikvika — leikir 10. og 12. apríl 1971) ÚrslitaröSin: 121 — 2x2 — 2x1 — xlx 1. vinningur: (10 réitir) kr. 53.500,00 nr. 37487 * nr. 68059 (Reykjavík) — 44015 (Reykjavík) — 69418 (Reykjavík) — 60687 (Kópavogur) — 69807 (Reykjavík) 2. vinningur: (9 réttir) kr. 2.800,00 nr. 2091 nr. 21583 nr. 37491* nr. 63416 — 3147 — 23110 — 38697 — 64721 — 5823 — 23163 — 39760 — 67030* — 8538 — 26509 — 40943 — 69211 — 11545 — 27891 — 43724 — 69312 — 15024 — 32639 — 44835 — 69412 — 16656 — 34316 — 45395 — 70497 — 17885* — 34326 — 49363 — 72358 — 17893 — 34427* — 50522 — 73106 — 18383 — 35035 — 60015 — 74120 — 19471 — 37027 — 60610 — 74463 — 21191 — 37480 — 61479 — 74572 * nafnlaus Kærufrestur er til 3. maí. Vinningsupphæðir geta lækkað, ef kærur verða teknar til greina. Vinningar fyrir 14. leikviku verða póstlagðir eftir 4. maí. Hand- hafar nafnlausra seðla verða að framvísa stofni eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir greiðsludag vinninga. GETRAUNIR — íþróttamiSstöðin — REYKJAVÍK ^Fataverzlun ffölskyldunnar j- y/ Ifí \ 1 | 1 1 i Ú ,'•1

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.