Tíminn - 22.04.1971, Blaðsíða 11

Tíminn - 22.04.1971, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 22. aprfl 1971 TÍMINN auðveldar viðgerðina. Sparið tíma og fyrirhöfn. Notið FIX-SO. — FIX-SO þolir þvott. Póstsendum, MÁLNING & JÁRNVÖRUR HF. Laugavegi 23 — Sími 11295 og 12876. VEUUM ISIiNZKl(H)iSlENZKAN IÐNAÐ ÍGNIS BYÐUR URVAL OG & NYJUNGAR 12 stærðir við allra hæfi, aufc þess flestar fáanlegar í viðarlit ★ Rakagjafi er tryggir langa geymslu viðkvæmra matvæla. ★ Sjálfvirk afhríming ér vinnur umhugsunarlaust Djúpfrystir, sérbyggður, er gefur -f- 18° 25° frost. ★ Ytra byrCi úr harðplasti, er ékki gulnar með aldrinum. ★ Fullkomin nýting alls rúms vegna afar þunnrar einangrunar. Kæliskáparnir með stilhreinum og fallegum linum ★ IGNIS er stuvsti framleiðandi á kæli- og frystitækjum í Evrópu. ★ Varahluta- og viðgeröaþjónusta. RAFIÐJAN SIMI: 19294 RAFTORG FIX-SO fatallmlð LANDFAR! Hverjir eru skemmdar- verkamenn? „Sæll og blessaður, Landfari! Þakka þér fyrir mörg og aiargvísleg efni, sem þú tekur til meðferðar í dálkum þínum. Mig hefur oft langað til að senda þér línu, en hreinlega brostið kjark til að gera það, vart fundizt ég pennafær svona á almennum vettvangi. Ekki svo að skilja að ég telji mig færari þar um nú en verið hefur, en ég held ég láti slag standa. Þetta bréfkorn mitt er í tilefni þessarar margumtöl- uðu Laxárdeilu, en það er auð vitað að bera í bakkafullan lækinn, að vera að leggja orð í belg, en það er útaf því sem stóð í Velvakanda sunnudag- inn 7. marz, þar sem Árni Ketilbjarnarson skrifar, þar sem hann þakkar Bjarna Ein- arssyni sína lofræðu undanfar ið. Já, sínum augum lítur hver á silfrið nú sem endranær. Hann vitnar þar í tvær grein- ar, aðra eftir Bjama bæjar- stjóra, Akureyri, og hina eftir Bjartmar frá Sandi. Ég persónu lega get ekki lagt þessar tvær greinar að jöfnu. Bjartmar íít- ur á málin frá bæjardyrum beggja aðila, en Bjarni aðeins frá sjónarhóli sínum og sinna þegna. Þar fyrir skil ég sjónar mið Bjama, að vissu marki þó. Ég get vel skilið að Akur- eyringum þyki slæmt að missa sppn úr aski. Það er aðeins mannlegt. Við vitum, að allur iðnaður á Akureyri er borinn uppi með rafmagni frá Laxá. Ef ekki væri þessi orka, segir sig sjálft, að ekki væri eins mikill iðnaður þar og raun ber vitni, því raforkan er afl þeirra hluta sem gera skal í þessu tilfelli. En það réttlætir engan veginn að gengið sé á rétt og eignir annarra. En svo ég víki að grein Árna. Hann talar um fámennann hóp skemmdar- verkamanna, þar sem landeig- endur era, sem hafi tekizt að æsa upp þröngsýna íhalds- og afturhaldsforkólfa og komm- únista til fylgis við sig. Ég bið forláts, því ég er aðeins hús- móðir hér í Reykjavík, og trú- lega ekki dómbær á þessa hluti. Ég tel mig ekki tilheyra þessum hópi og fylgi ég þó land eigendum heilshugar að mál- um. En með öðrum orðum, hverjir eru skemmdarverka- menn? Era það ekki skemmd- arverk að fótum troða eignir og eignarrétt annarra? Mæli ég þó ekki bót þessari margum töluðu sprengingu. Ég hefði gaman af að vita, hvor hópur- inn væri fámennari, landeig- endur eða hinir, ef skoðana- könnun færi fram. Ég hef marg falt fleiri hitt sem fylgja land- eigendum en hinum. Svo víkur Árni að eigin- hagsmununum. Já, hve fámenn ur er ekki sá hópur í dag, sem hugsar um annað en eigin hags muni? Eða skyldu Akureyring- ar ekki hugsa um eiginhags- muni í þessu tilfelli? Landeig- endur eru þó að verja sínar eignir. Ekki hafa Þingeyingar hagnazt nein ósköp fjárhags- lega á þessum samskiptum, það maður hafi heyrt. Aftur á móti heyrir maður að þeir hafi í tugi ára borgað helmingi hærra verð fyrir sína eigin orku en Akureyringar. Hvoru megin eru eigiíiíhaéiiy|#t^þS?? * >Nú, ef rétt er, serti ekki er að efa, að kjarnorkan muni brátt leysa raforkuna af hólmi, til hvers á þá að eyðileggja meira en þörf er á. Þeir vísu menn segja að Laxárvirkjun verði of lítil eftir 10—15 ár. Til hvers er þá barizt og fjármagn lagt í virkjun, sem ekki endist lengur? Spyr sá, sem ekki veit. Er þá ekki betra að leggja pen- ingana í raunhæfari lausn þessa vanda, úr nógu er að velja, sem trúlega stæði minni styr um en nú er. Nú, fjárhagshliðin á rafork- unni til neytenda. Ætli Þingey- ingum brygði við þó þeir þyrftu að borga hærra verð en aðrir? Þeir hafa gert það fyrr, en Akureyringa munaði ef til vill um að þurfa að borga eins og Þingeyingar. Já, öllum sæmi lega upplýstum íslendingum er það ljóst, að iðnvæðingu þarf af efla, en ekki með því að fótum troða náungann. En með öðrum orðum, til hvers á að byggja hér mörg og mikil iðn- ver ef við kaffærum okkur svo í mengun á öllum sviðum, svo ekki yrði líft, hver á þá að hirða allan gróðann? Ég held að það væri vegur að gá ör- lítið að sér og hafa að leiðar- Ijósi hið sígilda spakmæli: „f upphafi skal endirinn skoða“, og fara hægar og gætilegar útí allar þessar framkvæmdir. En svo ég víki aðeins að öðra. Bjarni Einarsson segir í nið- urlagi sinnar greinar, sem er mjög vel skrifuð, og í stíl færð, og því ekki á mínu færi að skrifa neina gagnrýni um hana, enda ekki ætlun mín, en hann talar um að þetta mál (Laxár- málfð) sé prófmál þekkingar og framfara gegn afturhaldi og fori^okun. og vil ég, taka undir þau ummæli, en eg legg þó örlítið annað mat á þetta próf- mál. Ég tel þetta prófmál á það hvort mpnngildi sé alveg týnt hér á íslandi og ekkert eftir nema gróðahugsjónin og efnishyggjan, hvort eignarrétt- urinn, sem hingað til hefur verið friðhelgur og virtur, verð ur nú að engu ger. Hvar er þá komið það sjálfstæði öllum til handa, bæði landi og þjóð, sem barizt var fyrir með oddi og egg og loks hlauzt eftir mikla baráttu. Sú var tíð. Þá barðist landinn við Dani, nú er svo komið að landinn berst inn- byrðis. Hvert stefnir? Það er augljóst mál, þegar ekkert þarf að virða og taka tillit til, þá er allt komið á fallanda fót. Svo er verið að furða sig á að unglingar lendi í því óláni, að virða ekki eignir anarra og fótumtroða. En hvar er fyr- irmyndin? Er það ekki full- orðna fólkið, sem gengur á undan með góðu eftirdæmi. Svo er talað um að ekki sé húsrúm fyrir þessa ógæfusömu unglinga, sem eiga að erfa land- ið, en hvar era allar eyðijarð- irnar, sem ríkið á og eyjar með æðarvarpi og alls kyns hlunnindum. Væri ekki tilval- ið að byggja þessi ógæfusömu ungmenni upp að nýju, svo þau yrðu hæf til að taka við land- inu, með því að láta þau hafa eitthvað fyrir stafni, því vinn- an göfgar manninn. Þau eflast sjálf og eins mundu þau færa í þjóðarbúið efni, sem annars fara forgörðum. Allt má nýta. Það er arður af fleira en stór- iðju. En nú er ég komin langt út frá efninu, og þetta orðið miklu lengra en í upphsíi var ætlað. Ég þakka birtinguna ef þessar línur era þess verðar. Húsmóðir í Reykjavík“. HIN VIÐURKENNDU AC-RAFKERTI FYRIRLIGGJANDI í ALLA BÍLA. AthugiS hið hagskvæma verS á AC-RAFKERTUM. BÍLABÚÐIN ÁRMÚLA 3 - SÍMl 38900

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.