Tíminn - 12.05.1971, Page 7
MTOVIKUDAGUR 12. maí 1971
TÍMINN
7
FERDASKRIFSTOFAN
URM
Eimskipafélagshúsinu
simi 26900
Farþegar Orvals eiga frátekin
herbergi á fyrsta flokks hótelum,
eða íbúðir fyrir tvo eða fleiri.
Ibúðunum fylgir þjónusta,
eldhús og kæliskápur, en á
hótelunum er fullt fæði innifalið.
Sundlaug á hverju hóteli.
Athugasemd frá
Þjóðleikhússtjóra
sonar o. fl. Helgi er án efa
bezti listdansari íslands,
sagður af kunnáttumönnum,
á svi'ði listdansins, einn allra
bezti ballettdansari heims-
íns.
11. Svartfugl, nýsamið verk eft-
ir Ömólf Árnason, byggt á
samnefndu snilldarverki
Gunnars Gunnarssonar rit-
höfundar.
12. Zorba, söngleikur eftir Jos-
eph Stein og John Kander.
Söngleikur þessi hefur far-
ið sigurför um fjölda landa
á síðustu árum og sýndur í
mörgum þekktustu leikhús-
um, austan hafs og vestan.
Um þctta leikrilaval segir í
framannefndri grein:
„Ef dæma skal eftir vali
þejrra verkefna á því ári, sem
nú er að líða í leikáranna skaut,
ber ekki á öðru en að stjórn
Þjóðleikhúss sé æði sljóskyggn
á listgildi sjónleika og vanræk-
in á menningarlegar skyidur
sínar við þjóðina, en vonandi
stendur þetta allt til bóta með
hækkandi sól, vori í lofti og
nýju blóði í náinni framtíð.“
Er hægt að lýsa meiri van-
þekkingu eða illgirni en gert cr
með þessum tilvitnuðu setning-
um, þegar litið er á það, sem
með þessum orðum er vcrið að
dæma? Hver er tilgangur Tím-
ans með svona fáránlegum skrif-
um? Mér þætti vænt um að fá
svar ritstj. blaðsins við þessari
spurningu.
Guðl. llósinkranz
Beiht þotuflúg frá KeflaVík tQ
Palma á Mallorea: Flugtími
aðeins fjórar klukkustundir.
Engin millilending. Brottfarar-
dagar: 3. og 17. ágúst, 1„ 15.
og 29. september.
Við mælum eindregið með því,
að þér berið verð okkar og
þjónustu saman við önnur boð.
ÁNÆGJAN FYLGIR
CRVALSFERÐUM
Reykjavík, 10. 5. 1971
Herra ritstjóri!
Vegna greinar í blaði yðar
þann 8. maí síðastl., þar sem
fjallað er um Þjóðleikhúsið, vil
ég biðja yður að birta eftirfar-
andj upplýsingar:
Á því leikári, sem nú er að
líða (leikárið telst frá 1. sept.
til 30. júní), hefur Þjóðleikhús-
ið sýnt eftirfarandi leiksviðs-
verk:
1. Eftirlitsmaðurinn eftir Gog-
ol, sígilt verk eftir einn
snjallasta gamanleikjahöf-
und 19. aldarinnar í Evrópu.
2. Malcolm litli eftir David
Halliwell, nýtízkulegt verk,
sem f jallar um nútímavanda
mál. Leikritið hefur verið
sýnt í fjölda þekktustu leik-
húsa í Evrópu við ágætar
undirtektir.
3. Piltur og stúlka eftir Jón
Thoroddsen og Emil Thor-
oddsen, þjóðlegur, sígildur
gamanleikur.
4. Óperurnar Albert Herring
og The Turn of thc Screw
Við höfum trjggt viðskiptavinum
okkar kostakjör í 15 daga úrvals-
ferðum með þotu Flugfélagsins
beint til
MALLORCA
eftir Benjamin Britten, sem
talinn er mcrkasti óperu-
höfundur, scm nú er uppi.
Flutt af Skozku óperunni í
uppfærslu, sem hlotið hefur
alþjóðaviðurkenningu.
5. Ég vil, ég vil eftir Harvey
Schmidt og Tom Jones. Gam
ansöngleikur, sem farið hef-
ur sigurför um heiminn á
síðustu árum, enda framúr-
skarandi vel gerður og vin-
sæll hér.
6. Sólness byggingameislari eft
ir Ibsen. Eitt af hinum
heimskunnu snilldarverkum
skáldjöfursins.
7. Fást eftir Goethe, þýzka
skáldsnillinginn. Eitt mesta
meistaraverk heimsbók-
menntanna, í uppsetningu
eins bezta Fásttúlkanda
Þýzkalands.
8. Barnaleikritið Litli Kláus
og Stóri Kláus, hin sígilda
barnasaga H. C. Andersen,
sjálfsagt vinsælasta ævin-
týraskáld, sem uppi hefur
verið.
9. Filippseyjaballettími, þjóð-
legur, listrænn ballett, sem
farið hefur sigurför um
heiminn.
10. Ballettsýning Helga Tómas-
Hve langt berzt
óþefur og álmóða?
Mikinn óþef lagði yfir
Reykjavík, föstudaginn 30.
apríl. Dagblaðið Vísir tók mál
ið til meðferðar 3. maí og
komst að þeirri niðurstöðu, að
ólyktin hafi komið frá verk-
smiðjunni Lýsi og mjöl við
I-Ivaleyrarbraut í Hafnarfirði.
Jónas Jakob^son, veðurfræðing
ur sagði, samkvæmt frásögn-
inni í Vísi, að þá undanfarið
hefði helzt verið hægt að tala
um suðlæga átt; uppstreymi
hefði verið lítið og öll skil-
yrði hin ágætustu til þess að
fnykur og bræla bærizt frá
Hafnarfirði til Reykjavíkur.
Bjóst þá við að þetta mundi
lagast þegar liði á daginn og
hvessti, enda reyndist svo.
Þetta leiðir hugann að ál-
verinu í Straumsvík. Hve langt
getur álmóðan borizt þaðan?
Hún getur borizt yfir Reykja-
vik, þegar veðurlag er svipað
og fyrr var lýst, en það er
ekki ýldulykt af henni, svo
menn verða hennar síður var-
ir, fyrr en þá gróðurskemmd-
ir segja til sín. Ýldulykt frá
Kletti hefur borizt um alla
Reykjavík. — Á síldarárunum
barst þefill bræla frá verk-
smiðjunum á Krossanesi og á
Dagverðareyri — yfir Akur-
eyri og lengst fram í byggðir
Eyjafjarðar. Hafgolan, sem
þarna er algeng á sumrin, bar
bræluna langar leiðir. Frá
síldarverksmiðjunni á Hjalt-
eyri bar hafgolan bræluna yfir
Árneshrepp, en út yfir Árskógs
strönd þegar andaði sunnan.
Óþefurinn gefur góðar upp-
lýsingar um það hve langt
eitrað, lyktarlaust loft frá öðr-
um verksmiðjum, t.a.m. álver-
inu, getur borizt. Reykvíking-
ar mundu fljótt finna fyrir
brennisteinsfýlu, ef olíulireins
unarstöð væri reist á Geldinga-
nesi. Fróðlegt væri að frétta
hve langt óþefurinn frá t.a.m.
fiskvinnslustöðvum og sfldar-
verksmiðjum berst. Menn,
kunnugir staðháttum, geta ef-
laust gefið upplýsingar.
Ingólfur Davíðsson.
VERKAMENN
Viljum ráða 2 verkamenn í sementsafgreiðsluna.
Sementsverksmiðja ríkisins
Ártúnshöfða. Sími 83400.