Tíminn - 13.05.1971, Blaðsíða 1

Tíminn - 13.05.1971, Blaðsíða 1
-jc-*7*"^"' i *. h Í \ 4 . i -. ' kæli- skápar flAátfn^étot /tof ALLT FYRIR BOLTAfÞRÓTTIR Sportvöruverzlun INGÓLFS ÓSKARSSONAR Elapparstíg 44 - Sími 11783. 108. fb!. — Fimmtudagur 13. mjaí 1971 55. árg. Það er ekki i hverju landi, sem menn geta stigið beint út úr flugvélinni og inn í hóteiiS sitt. Þetta gátu þó blaða- meitn og starfsmenn EFTA-fundarins, þegar þeir komu meS þotu FÍ til Reykjavíkurflugvallar í fyrrakvöld. (Ttmamynd G.E.) Stungu af á togara! OÓ—Reykjavík, miðvikudag. Varðskip stbðváði í gærkvöldi Pétur Thorsteinsson BA 12, sem er 250 lestir, er skipið var á leið frá heimahöfninni BíldudaL Var skipinu snúið við og réttarhöld hófust yfir skipstjóranum, sem ekki var búið að skrá á skipið, en var aftur á móti ráðinn á það og var þetta hans fyrsta ferð, en skipið lagði frá Bíldudal kl. 4 og var komið aftur laust fyrir kl. 8 um kvöldið. Fór hann úr höfn án leyfis eigenda skipsins, sem er útgerðarfélagið Arnfirðingur og báðu þeir um að skipið yrði fært aftur til hafnar. Skipstjórinn bar að hann hafi ætlað til Reykjavík ur og láta taka þar sjóveð í sMp inu vegna vangoldinna launa til skipshafnarinnar og vegna þess að hann fékk ekki að taka út mat væli og annað sem til veiðiferð arinnar þurfti. Framkvæmdastjór inn var ekki á staðnum og sneri Framhald á bls. 2. EFTA-fulltrúarnir lenda á hlaöi Loftleiðahótelsins Lögbann heimilað — og Landeigendafé- lagið setji 10 milljón kr. tryggingu. Rippon „úr eldinum" í Brussel til hádegisverðar í Reykjavík. KJ-EJ-Rvík, miðvikudag. í dag voru allir ráðherrar, sem sitja eiga ráðherrafund EFTA á morgun og föstudag, komnir til 5^. Þýðendadeilan: SJÓNVARPIÐ SÝNIR ÞÝTT EFNI FRAM AD HELGINNI ET—Reykjavfk, miðvikudag. Launadeila sjónvarpsþýðenda og forráðamanna sjónvarpsins stendur enn yfir. Þýtt, erlent sjónvarpsefni þrýtur nú um helgina og verður því að senda erlent sjónvarpsefni út óþýtt, ef samningar takast ekki fyrir helgi. „Þar sem sjónvarpsþýðendur eiga í launadeilu við Sjónvarp- ið, eru aðrir vinsamlegast beðn- ir að taka ekki að sér þýðingar á meðan. — Félag sjónvarps- þýðenda." Þessi auglýsing hef- ur birzt í blöðúm og verið lesin í útvarpi. í tilefni þessa hafði blaðið tal af Óskari Ingimars- syni, formanni félags. sjónvarps- þýðenda, og sagði hann, að enn sæti við það sama í deilu sjón- varpsþýðenda og forráðamanna útvarpsins. Forráðamennirnir hafa enn ekki gert þýðendum nýtt tilboð og eru þýðendurnir Framhald á bls. 14. Reykjavíkur nema Geoffrey Ripp- on, brezki ráðherrann sem sér um viðræður Breta við Efnahagsbanda lag Evrópu, en hann kemur um hádegi á morgun frá Brussel, þar sem Bretar áttu í dag og í gær viðræðufundi um aðild að EBE. f gærkvöldi' kom Gullfaxi beint frá Genf með starfsmenn EFTA og nokkrar sendinefndir auk blaða manna. Lenti vélin beint fyrir framan Loftleiðahótelið, og gengu gestirnir síðan beint úr vélinni inn á hótelið. f dag komu svo aðrar sendi- nefndir. Þar af komu þær norsku og finnsku í einkaþotum. í mojgun hélt viðskiptamálaráð herra íslands fund fyrir erlenda blaðamenn, sem reyndar eru færri en búizt var við í upphafi — en 21 erlendur blaðamaður var kom- inn hingað í dag. Á fundinum svaraði Gylfi fyrir spurnum um stöðu íslands og sagði hann m.a., að ef EBE yrði stækkað og ekki næðust viðunandi samningar við EBE þá myndu við skipti íslands í auknum mæli bein ast áð Bandaríkjunum og Austur- Evrópuríkjum. Síðdegis í dag bauð formaður ráðherranefndarinnar, Ernst Brugger frá Sviss, erlendum og íslenzkum gestum til síðdegis- drykkju, og var forsætisráðherra meðal gestanna. Síðdegis í dag sömdu fastafull fulltrúar aðildarríkjanna hjá EFTA um dagskrá ráðherrafund arins. Fundurinn hefst í fyrramálið kl. 10,30. Verður þar fyrst rætt al- mennt um viðskiptamál í heim inum. Fjallað verður um þróunina ina innan GATT og þá ógnun við frjáls viðskipti, sem m. a. birt ist í lagafrumvarpi, sem nú ligg ur fyrir Bandaríkjaþingi og tak- marka á innflutning á vissum vör um til Bandaríkjanna. Því næst verður lögð fram og rædd skýrsla Framihald á bls. 2. S ' ; KJ—Reykjavík, miðvikudag. Nýfallinn er í Hæstarétti dómur í lögbannsmáli Laxár- virkjunar og Landeigendafélags ins og féll dómurinn Landeig- endafélaginu í hag . Hæstaréttardómurinn er í aðalatriðum á þá leið, að Land eigendum er heimilt að leggja lögbann við því að reimsli Laxár verði breytt, gegn þvi að landeigendur setji 10 mill; jóna króna tryggingu fyrir lög! banninu. Er þetta mjög miklu minni upphæð en Laxárvirkjun hafði farið fram á, því sú upp ! hæð nam 135 milljónum. Þá var í dómi Hæstaréttar. kveðið svo á að málskostnaður í undirrétti skuli niður falla, en Laxárvirkjun gert að greiða 40 þúsund í málskostnað fyrir HæstaréttL Auglýst eftir athuga- semdum við virkjanir KJ-Reykjavík, miðvikudag. í Lögbirtingablaðinu birtast nú tvær miklar auglýsingar, vegna virkjana Lagarfoss í Fljótsdal, og Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu, og nefnist þessi Laxárvirkjun „Laxá III". Aðaltilgangur beggja aug- lýsinganna er að Ieita eftir at- hugasemdum þeirra aðila, er kunna að eiga hagsmuna að gæta gagnvart virkjunum. f fréttatilkynningu frá Iðnaðar- ráðuneytinu segir um Laxá III, að eftir að ljóst varð í byrjun marzmánaðar 1971, að langvar- andi sáttatilraunir til lausnar Laxárdeilunni svonefndu. myndu ekki bera tilætlaðan árangur, fór stjórn Laxárvirkjunar þess á leit við iðnaðarráðuneytið, að henni yrði gefið leyfi til nýrrar virkjun- ar í Laxá, Laxá III, sem hönnuð hefur verið og gerð áætlun um. Hafi ráðuneytið fallizt á þetta sjón armið og skulu athugasemdir við framkvæmd þessa vera komnar fram fyrir 29. maí 1971. í aug- lýsingunni segir: i „Virkjun sú, sem hér er sótt leyfi til að byggja, er fyrsti áfangi Laxár III. Er það rennslisvirkjun og nýtt sama fall og Laxá I notar (107,5—69,5=38 m). Ráðgert er hins vegar að gera nýtt inntak í inntakslón Laxár I, en nota sömu stíflu. Afl það, sem áætlað er að vélar virkjunarinnar skili, er 6,5 MW. Gert er ráð fyrir, að þessum áfanga virkjunarinnar verði lokið síðari hluta árs 1972. Til upplýsinga skal þess getið, að í öðrum áfang. er gert ráð fyrir að stífla verði gerð neðan við.stíflu Laxár I. Með henni, sem verður með yfirfalli í 130,6 m. hæð y.s., eykst nýtanlegt fall upp í 61,1 m. og afl véla eykst um 12,5 MW. Virkjun þessi verður rennslisvirkjun með dægurmiðl- unai-lóni. Þessum áfanga er áætl- að að ljúka á árinu 1977. f þrið.ia áfanga verður bætt við nýrri vél í aflstöðina. Þar sem ráðgert er, að' Laxá I verði lögð niður, verður sú nýja samstæða sett upp, þegar henta þykir og aðstæður leyfa. Stærð hennar hefur enn ekki verið ákveðin, en hún fer að sjálfsögðu eftir því, sem heppilegast verður talíð, miðað við afl og orkuþörf orkuveitusvæðisins. Vænta má, að virkjunarleyfi annars áfanga, sbr. 2. tölulið 133. gr. laga nr. 15 1923, sbr. 2. máls- gr. 5. gr. laga nr. 60, 1965, verði háð eftirfarandi: að stíflugerð sú, er annar áfangi tekur til, ákvarðist endanlega af því, að þær líffræðilegu rann Framhald á bls. 2.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.