Tíminn - 19.05.1971, Blaðsíða 1

Tíminn - 19.05.1971, Blaðsíða 1
skápar 70/cöubtcUtM&aM% Jk£ lU/TÆJCiAÐE&b^-TiArKiUSSniÆTIiiC^SðfrjttSS'i — MiSvikudagur 19. maí 1971 — ALLT FYRIR BOLTAÍÞRÓTTIR Sportvðruverzlun INGÓLFS ÓSKARSSONAR j Klapparstíg 44 • Sími 11783. s 55. árg. RUTT FYRIR LÆKJARGÖTU Undanfarna daga hafa vinnuvélar unniS aS því að ryðja brott garð- inum framan við stjórnarráðshús- ið víð Lækjartorg, og þyklr mörg- um, að miðbærinn verði aldrei jafnfallegur aftur. Lækjargatan á sem kunnugt er að koma þar, sem garðurlmn og stytturnar standa nú. (Tímamynd Gunnar) Forráðamenn tryggingafélaganna innan SITt Tryggingafélögin hér á landi eru of mörg Laxárbændur svara Iðnaðarráðuneytinu: Framkvæmdirnar jafn ólöglegar, hvort sem þær eru kallaðar Gljúfurver eða Laxá III. KJ—Reykjavík, þriðjudag. Á föstudaginn hélt Landeigenda félag Mývatns og Laxár almennan fund í Reynihlíð í Mývatnssveit, vegna auglýsingar iðnaðarráðuneyt- isins og nýfallins dóms Hæstarétt- Everestleiðangurinn: 600 m. eftir NTB—Katmandu, þriðjudag. Tveir brezkir fjallgöngu- menn, sem taka þátt í alþjóð- lega Everest-leiðangrinum, áttu í dag aðeins eftir rúmlega 600 metra á fjallstindinn. Frá þessu var skýrt í loft- skeyti, sem móttekið var í Katmandu í dag. Fjallgöngu- menn þessir eru Don Whil- lands, 37 ára, og Dougal Haston, 31 árs. Þeir höfðu kom ið sér fyrir í 8.220 metra hæð og undirbjuggu lokasóknina upp á tindinn. Everest-lciðangurinn fer beint upp brattan suðurvegg fjallsins, en sú leið hefur ekki verið klifin hingað til. ar. Þá undirrituðu fundarmenn bréf til iðnaðarráðuneytisins, sem eins konar svar við auglýsingu þess, og segja þar, að þeir muni standa fast saman og hvika hvergi frá fyrri yf- irlýsingum sínum í Laxármálinu. Fréttatilkynning frá fundinum fer hér á eftir, en afrit af bréfinu til ráðuneytisins verður birt síðar í Tímanum. „Af tilefni auglýsingar þeirrar, sem Iðnaðarráðuneytið sendi frá sér hinn 7. maí sl., og dóms Hæsta- réttar frá 11. maí sl„ var haldinn almennur fundur í Landeigendafé- lagi Laxár og Mývatns. Lýstu fund- armenn yfir einhuga stuðningi við stjórn félagsins til að setja trygg- ingu þá, sem nú þarf að setja til að fá lagt lögbann við virkjunar- framkvæmdum. Jafnframt létu þeir er til máls tóku í ljós ánægju yfir þeirri leiðréttingu, sem hjá Hæsta- rétti fékkst á dómi þeim, sem fóget- inn ásamt virkjunarfræðingunum tveimur hafði kveðið upp í fógeta- dómi Þingeyjarsýslu 18. jan. sl. A fundinum var samþykkt sam- hljóða svohljóðandi ályktun, „Fundurinn fagnar dómi Hæsta- réttar frá 11. maí sl„ sem gerir Landeigendafélaginu kleift að beita í verki lögbannsheimild þeirri, sem félaginu var dæmd í desember 1970. Lögbann við vatnstöku úr Laxá tryggir landeigendum rétt þeirra og umráð til að nýta stórfellda möguleika . vatnasvæðisins til lax- ræktar og girðir fyrir frekari nátt- úruspjöll en orðin eru. Fundurinn harmar hins vegar það framferði Iðnaðarráðuneytis- ins að reyna nú með nafnabreytingu Framhald á bls. 3 Verður Kolbeinsey stækkuð með steypu? EB—Reykjavík, þriðjudag. Margir hafa nú áhyggjur af því, að Kolbeinsey liverfi von bráðar í öldur Ægis, verði ekkert gert til þess að bjarga henni. Hefur at- orkusömum mönnum, sem miklar áhyggjur hafa af þessu, komið til hugar að hefjast handa við að bera steypu á cyna til þcss að forða henni frá glötun. \ Guðbrandur Hólabiskup lét á sínum tíma vaðbera Kolbeinsey og reyndist hún þá vera 700 faðmar. Nú mun eyjan hins vegar vera innan við 100 metra. Er hún á gömlu eldstöðvarsvæði og því nokkuð laus í sér. Allt fram yfir aldamót verpti fugl í eynni, en nú eru skilyrði til þess ekki leng- ur fyrir hendi þar, og leitar því fuglinn ekki lengur þangað til þess að verpa. Þrátt fyrir þetta eru þó til menn, sem enn hafa ekki áhyggjur af því, að illt hendi Kolbeins- ey næstu áratugi eða öld. Lét Guð- mundur Bergsteinsson sjómæl- ingamaður t. d. þá skoðun í ljós í viðtali við Tímann 1 kvöld. Hins vegar sagði Sigurður Þórar- insson, jarðfræðingur, Tímanum. að hætta væri á því að eyjan KJ—Reykjavík, þriðjudag. — Tryggingafélögin eru of mörg hér á landi, sögðu forráða menn nokkuna tryggingafélaga á blaðamannafundi í dag, er félög in skýrðu sjónarmið sín í sam bandi við umræður um hækkun á iðgjöldum ábyrgðartrygginga bif reiða. Jafnframt sögðu forráða- mennirnir að löggjafinn hefði ekki gert neinar sérstakar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að trygg ingafélögum fækkaði, og löggjaf inn gerir ekki neinar kröfur um sérþekkingu á tryggingamálum til þeirra manna, sem stofna ný trygg ingafélög. Á blaðamannafundinum, sem Samband íslenzkra tryggingafé- laga boðaði til, voru tveir stjórn armanna SIT, þeir Ásgeir Magnús son framkvæmdastjóri Samvinnu- trygginga og Stefán Björnsson, framkvæmdastjóri Sjóvá, Bjami Þórðarson tryggingafræðingur, framkvæmdastjóri SIT og tveir menn úr samstarfsnefnd trygg- ingafélaganna í bifreiðatrygging um, þeir Valur Tryggsason frá Almennum og RunóKur Þorgeirs son frá Sjóvá. í Sambandi íslenzkra trygginga félaga ern öll bifreiðatrygginga félögin, nema Hagtrygging, h.f. Ábyrgð og Byggðatrygging á Blönduósi, og voru sjónarmið þessara félaga því ekki túlkuð á fundinum sem halditm var með blaðamönnum í dag. NEIIÐ VAR 6 VIKUR Á LEHJINNI í langri fréttatilkynningu sem blaðamenn fœngu afhenta, og myndi taka meira en heila síðu í Tímanum, ef birt væri í heild, var rakinn gangur þessa hækk unarmáls. Tryggingafélögin óskuðu eftir sérstökum ákvæðum í verðstöðvun arlögunum, sem sett voru á s.l. hausti, en Eggert G. Þorsteinsson sem fer með tryggingamál í ríkis Framhald á bls. 3 „færi til fjandans" að skömmum tíma liðnum, yrði ekki eitthvað gert til þess að bjarga henni. Magnús Guðmundsson, sjómaður á Patreksfirði, var sömu skoðunar er Tíminn ræddi við hann um þetta efni í dag, en hann hefur oft verið á fiskimiðunum við Kol- beinsey, en þar eru sem kunnugt er bcztu grálúðumið landsins. Hafði Magnús landhelgina einkum í huga í þessu sambandi, en ef eyjunni verður ekki bjargað, hefði það í för með sér minnkun landhslginnar úti fyrir Norðurlandi, þar sem mælt er út frá eyjunni. MYNDA GÁTAN FB—Reykjavík, þriðjudag. Dregið hefur verið úr rétt- um Iausnum í myndagátu Tím- ans, sem birtist í páskablað- inu, 8. apríl s.l. Upp kom nafn ið Elín Ásta Skúladóttir, Sól- vrigarstöðum, Biskupstungum, Árnessýslu. Verða Elínu fljót- lega send verðlaunin, sem eru 5.000 krónur. Lausn myndagátunnar er þessi: Á landsfundi standa Gunnar og Geir / glottir Jó- liann við báðum. / Hann vill ekki heyra þá meir / né hafa þá með í ráðuin. /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.