Tíminn - 19.05.1971, Blaðsíða 16

Tíminn - 19.05.1971, Blaðsíða 16
hreinsa hana og hyggja aS leiSslum, sem liggja I land; tvö skip trá Olíufél aginu og stóri flotkraninn, sem er I eigu Reykjavikurhafnar. Venjulega ann- ast vitaskipið Árvakur þessa aðstoð fyrir olíufélögin, en hann var ekki tiltaekur að þessu sinni. Leigan fyrir flotprammann nemur 5 þús. kr. á klukku- stond, en teknar hafa verið um 1700 krónur fyrir Árvak á tímanm. „Hvern viitu kjósa?“ Kosningahandbók, sem á að auðvelda kjósendum að gera upp hug sinn EJ—Reykjavík, þriðjudag. Út er komin ný kosningahand- bók, sem nefnist „Hvern viltu kjósa?“. Bók þessi er 100 blað síður að stærð, offsetprentuð og kostar 150 krónur. f bókinni eru ýmsar upplýsingar, sem ekki hafa verið í kosningahandbókum til þessa. Meðal efnis í bókinni er kynn- ing á stefnu allra þeirra stjórnmálaflokka, sem bjóða fram við alþingiskosningarnar 13. júní, auk þess sem formenn eða vara formenn flokkanna rita stutt ávörp. í frétt um bókina, sem blaðinu bárst í dag, segir að markmið bók- arinnar sé m. a. að auðvelda kjós endum, ekki sízt þeim, sem nú kjósa í fyrsta sinn, að gera upp hug sinn. Birtar eru myndir og upplýsing ar um rúmlega 100 frambjóðend ur, sem skipa örugg sæti og bar- áttusæti á listum flokkanna. Fróð legur kafli er í bókinni þar sem birtar eru leiðbeiningar fyrir kjós endur um sjálfa kosningaathöfn ina, úthlutun þingsæta, uppbótar- þingsæta, hlutverk alþingis og starfshætti þess, skipun ríkisstjórn ar, valdsvið hennar og fleira. Að sjálfsögðu eru og birt í bókinni úrslit allra alþingiskosninga frá kjördæmabreytingunni 1959, og fleiri tölfræðilegar upplýsingar. Allir framboðslistar stjómmála- flokkanna við væntanlegar alþing iskosningar eru birtir í bókinni, Framhald á bls. 14. OÓ—Reykjavík, GS—ísafirði, þriðjudag. Reynt var að ná Cesari á flot í dag, en það gekk ekki fremur en áður og situr togarinn fastur á klettinum. í dag var smæsti straumur, þannig að vera má að betur gangi þegar straumur stækkar. Það eru komnir hingað til ísafjarðar fleiri menn frá tryggÍQgafélagi togarans, og eru þeir víst orðnir órólegir út af þeim mikla kostnaði sem er við að ná þessu skipi á flot. Munu björgunarskipin, sem hingað komu frá Noregi, kosta í leigu um 200 steriingspund á dag. Nú fjórum vikum eftir að tog- arinn strandaði á loks að fara aö hafa sjópróf í málinu. En menn hafa mjög furðað sig á því að EJ—Reykjavík, þriðjudag. Hrossum hefur farið fækkandi hér á landi á síðustu árum, bæði það skyldi ekki hafa verið gert fyrr. Togarinn strandaði í logni og björtu og voru margir sjónar- vottar að því, bæði sjómenn á rækjuveiðibátum og fólk í landi. Nú á að fara að yfirheyra þetta fólk og láta það bera vitni um strandið. En allir skipverjar á Cesari eru löngu komnir veg allr- ar veraldar, og voru þeir aldrei yfirheyrðir af íslenzkum, enda enginn sjódómur settur í málinu. Það er alveg vist að þetta tog- arastrand varð ekki vegna slysni. Strandið bar þannig að höndum, og það hlýtur að hafa verið ásctn ingur að sigla upp í fjöru og royna að koma skipinu fyrir katt- arnef. Bæði er það, að strandið er svo augljóst skemmdarverk og al- veg eins þegar brezki skuttogar- í Reykjavik og úti á landi. Árið 1968 voru hross á öllu landinu 34. 671 talsins, en 1970 aðeins 33. 472 og hafði því fækkað um rúm lega 1200. Hross eru lang flest í Rangár- vallasýslu, 6,345 árið 1970, en næst koma Skagafjarðarsýsla með 4,614 og Árnessýsla með 4,247 hross. f Reykjavík voru hross 1217 tals ins 1970 og hafði fækkað úr 1503 árið 1968. inn kom þarna að og fór að fást við svokallaða björgun, sem reyndar var aldrei annað en að ET—Reykjavík, þriðjudag. Ýmsir standa í ströngu þessa dagana. Fyrir utan u.þ.b. fimm liundruð frambjóðendur, er nú búast í kosningaslaginn, eru tugþúsundir skólanemenda í próflestri. Meiri hluti þeirra lýkur prófunum von bráðar (eða hefur þegar gert það), en nokkrir þurfa þó að lesa fram í júní. Eru það stúdentsefni, sem eru nú um 600 talsins, kennaraefni og tilvonandi kandídatar við Háskólann, svo einhverjir séu nefndir. Blaðamaður og ljósmyndari Tímans brugðu sér upp í Menntaskólann við Hamrahlíð og Kennaraskólann í dag, til að hitta einhverja þá að máli, er nú lesa undir stúdentspróf eða kennarapróf. í Menntaskólanum við Hamra hlíð voru nokkrir nemendur úr stærðfræðideild IV. bekkjar að koma úr stúdentsprófi í eðlis fræði og hafði þeim gengið snúa togaranum á klettinum og setja gat á botninn. Eru menn Framhald á bls. 14. misjafnlega. Við smelltum mynd af þeim í þungum þönk um yfir einhverju stærðfræði- eða eðlisfræðilegu vandamáli. í Kennaraskólanum rákumst við á nokkur kennaraefni á bólakafi yfir námsbókunum. Voru hinir ólíklegustu staðir notaðir til lestrar, þ.á.m. las einn ncmandi af kappi liggjandi á bekk undir súð! — Þess má geta í lokin, að nýbakaðir kenn arar fara til Rússlands í þriggja vikna skemmti- og kynnisferð eftir prófin í vor. Verður lagt af stað þann 9. júní og haldið til Leningrad með stuttri viðkomu í Kaup mannahöfn. Þaðan verður far ið til Moskvu, Riga og loks aft ur til Kaupmannahafnar, en heim verður komið þann 24. júní. Þetta er í fyrsta skipti sem hópur skólafólks fer í ferðalag til Rússlands, en verðandi kenn urum buðust mjög góð ferða kjör og kostar ferðin aðeins 27 þús. kr. á mann, allt innifalið. Hveragerði - Ölfus Skcmmtikvöld Framsóknarfélags Hveragerðis og Ölfuss, verður haldið í Hótel Hveragerði laugardaginn 22. maí, kl. 20,30. Dagskrá: Bingó. Ávarp-. Hafsteinn Þorvaldsson. Loðmundar leika fyrir dansi til kl. 2. HROSSUM FÆKKAÐI UM 1200 Á SÍÐASTA ÁRI Keflavík - Suðurnes Skrifstofa Framsóknarfélaganna í Keflavík er að Austurgötu 26, sími 1070. Opið frá kl. 10 til 22. Stuðningsfólk B-listans á Suðurnesjum! Vinsamlegast hafið sam- band við skrifstofuna sem fyrst. Kjósendafundur í Lýtingsstaðahreppi Framsóknarflokkurinn boðar til almenns kjósendafundar að Steinsstaðaskóla 1 Lýtingsstaðahreppi, föstudaginn 21. þessa mán- aðar, kl. 2 síðdegis. Frambjóðendur Framsóknarflokksins í Norð- urlandskjördæmi vestra mæta á fundinum. . ^ KOSNINGASKRIFSTOFA FRAMSÓKNARFLOKKSINS á Hringbrauf 30 hefur fengið fjóra nýja síma: 1 5180, 1 5181, 1 5219 og 2 4484. Stuðningsfólk B listans er beðið að Kafn samband við skrifstofuna sem fyrst. ' PRÓF, PRÓF, PRÓF og aftur próf... „Skyldl þetfa vera rétt hjá okkur?" (Tímamynd Gunnar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.