Tíminn - 19.05.1971, Blaðsíða 8

Tíminn - 19.05.1971, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 19. maí 1971 TIMINN Stéingrímur Sigfússon: Tónlistarmál dreifbyiisins i Fyrsti læknirinn, sem ég sá á lífsleiðinni, barn að aldri eða fyrir rúmum fimmtíu árum, var sá góði maður, Jónas heitinn Sveinsson. Hann sat á Hvamms- tanga og var elskaður og dáður af öllum fyrir dugnað, ósér- plægni, alúð við sjúka og heil- brigða, en einkum þó glaðværð sína og óskeikula hæfileika til að auka bjartasýni manna og vekja hjá þeim sjálfstraust og öryggi í hverskonar erfiðleik- um. Þá var engin bifreið til í þessum landshluta, enda vegir varla hæfir fyrir slík farartæki og mun það hafa tekið læknir- inn fjórar klukkustundir að kom ast þessa leið, heim til mín að Stóru-Hvalsá í Hrútafirði og var þó Jónas læknir annálaður hesta maður og laginn við að „hressa uppá“ reiðhestana engu síður en sjúklingana. Nú má komast þetta á klukkutíma. Fimmtán árum síðar var ég orðinn organ- leikari vestur á Patreksfirði. Annexía Patreksfjarðarprests var Stóri-Laugardalur í Tálkna- firði, þangað fór ég stundum með prestinum til að spila við messu og man ég eftir að við fórum einu sinni gangandi alla leið, nema hvað við vorum ferj- aðir yfir Tálknafjörðinn, þessi reisa mun hafa tekið þrjár klst., en má nú komast á fjörutíu mfnútum í bíl og sjálfsagt.ekki nema stundarfjórðung ef farið er í hraðbáti. Einnig fór ég eitt sinn gangandi frá Patreksfirði til Bíldudals, yfir Hálfdán, það tók sex klst., nú er þetta ekið á einni klst. með því að fara ró- lega. Og að lokum vil ég nefna enn eitt dæmi til skýringar á því, sem á eftir fer: Fyrir þrem árum var ég í Reykjavík og fékk slæmt nýrnasteinakast um miðja nótt. Það tók nákvæm- lega þrjár klukkustundir að ná í næturlæknir til að stöðva þær heldur ónotalegu kvalir, sem þessum sjúkleika fylgir. Sem sé: Það eru ekki lengur vega- lengdir sem máli skipta hér á landi, heldur aðstæður. Þess- vegna getur einn prestur nú hæglega þjónað þar sem þurfti fimm f gamla daga, sama máli gegnis um fleiri þjónustugrein- ar t.d. organista, yfirsetukonur, radíóvirkja, búnaðarráðunauta, lækna og sýslumenn. Landið hefir nefnilega minnkað, eins og raunar allur heimurinn. Þess- vegna eru nú augu manna óðum að opnast fyrir þeim sannleika að við verðum að breyta þjón- ustustarfsemi dreifbýlisins og það sem allra skjótast, koma upp öruggum þjónustumiðstöðv- um á krossgötum vítt og breytt um landið, með krossgötum á ég við þá staði, þar sem auðvelt er að komast frá til annarra staða hvers umdæmis, en ein- mitt þetta atriði hefir orðið til- efni rifrildis um keisarans skegg víðast hvar, sem það hefir borið á góma. Hvert „pláss“ vill hafa þessa þjón- ustumiðstöð hjá sér. Þarna eim- ir enn eftir af hinni aldagömlu hreppapólitik okkar íslendinga og er Ijósasta dæmið nýafstaðið rifrildi hér á Austfjörðum út af staðsetningu á væntanlegum menntaskóla. Austfirðingar kvarta oft sáran út af því að þeir séu hafðir útundan í þjóð- félaginu, það gerðu Vestfirð- ingar líka, minnsta kosti þar iem áu í>ekki til, en þessi ágætu og aflasælu byggðarlög væru örugglega betur á vegi stödd, ef íbúar þeirra hefðu borið gæfu til að standa saman sem einn maður og knýja á valdamenn landsins til að leysa vandamál hvers landshluta sem einnar heildar, en ekki sem misjafn- lega margra „plássa“. Við er- um ekki lengur 200 þúsund nagl- bítar, við erum ein þjóð, sem skiptist í stórum dráttum á fjóra landshluta, en þeim má svo skipta, félagslega séð, í nokkur smærri umdæmi og þar með kem ég að kjarna þess máls, sem mér er efst í huga, en það er hvernig leysa á hina brýnu þörf dreifbýlisins fyrir söng og tónmenntun íbúanna, en slík menntun er nú orðið talin eins sjálfsögð og lestur og skrift meðal allra menningar- þjóða heimsins og hefir víða verið um aldaraðir. Hér á landi eru tónlistarskólar reknir sem einkaskólar með lítilfjörlegum styrk frá ríkinu. Það eru því algjörlega sérréttindi þeirra, sem einhver peningaráð hafa, að afla börnum sínum menntunar á þessu sviði. Því ekki eru að- eins skólagjöld óhemjulega há, heldur eru og hljóðfæri miklu dýrari en vera þyrfti, ef þau væru ekki tolluð allt upp í 70 — 80% og flutt inn með hag- „lcvæmara móti en nú tíðkast. Meðan ríkfavaldið breytir ekki afstöðu sinni til þessara mála og gerir alla tónlistar- skóla að ríkisskólum og undir- stöðumenntun í tónlist að skyldunámi, en hún er fyrst og fremst sú, að nemendurnir læri að hlusta á tónlist og kynnast almennri tónlistarsögu, með virkri þátttöku þeirra, sem hafa ótvíræða tónlistarhæfileika þ.e. geta lært að spila á hljóðfæri eða syngja, verða hin ýmsu byggðarlög að koma sér saman um að reka sameiginlegan tón- listarskóla fyrir eitthvert á- kveðið umdæmi, því það er hverju „smáplássi" ofvaxið, að standa undir slíkum skóla út af fyrir sig, með kannski aðeins 10—30 nemendur á hverjum stað, hér á ég við „alvörunem- endur“ ekki einhvern leikara- skap, þ.e. nemendur, sem hafa ánægju og yndi af tónlist, en ekki hæfileika til hljóðfæra- leiks og ættu því að leggja stund á að hlusta og skilja tón- list og þann undraheim, sem hún hefir upp á að bjóða þeim, sem hafa kjark og vilja til inn- göngu. Nokkrar sýslur hafa tekið upp þennan hátt og reynzt vel. Má þar tilnefna Árnessýslu, Borg- arfjarðarsýslu, Húnavatnssýslu og Rangárvallásýslu. Með þessu fyrirkomulagi starfa þarna marg ir kennarar með margskonar kunnáttu, sem hagnýta má eftir þörfum á stóru svæði, en hvert þessara svæða hafa sína á- kveðnu „miðstöð" eins og vera ber. Hér á Austfjörðum eru núna starfræktir að ég held einir þrír tónlistarskólar, hér á Fáskrúðs- firði, í Neskaupstað og hinn yngsti í Höfn í Hornafirði. Þó að samgöngur hér séu erfiðari cn í áðumefndum sýslum, ætti að vera hægt með sæmilegu móti að reka hér sameiginlegan tónlistarskóla fyrir a.m.k. eftir- Steingrímur^Sigfússon talda staði: Egilsstaði, Eski- fjörð, Fáskrúðsfjörð og Réýðái1- fjörð. Við slíkan skóla þyrfti til að byrja méð 2—3 kennara, sem farið gætu á hina ýmsu staði til skiptis eða eftir samkomulagi, sem vel hentaði. Þeir gætu, og það væri bezt, allir búið á ein- um ákveðnum stað, sem yrði þá „miðstöð", ég tilnefni Reyð- arfjörð, þaðan er stutt til allra átta, en annars fer það auðvitað mest eftir þyí hvaða staður vill eitthvað af mörkum leggja um- fram aðra t.d. hvað snertir hús- næðx. í annan stað gætu þeir búið sinn á hverjum stað en unnið undir sameiginlegri rtjórn og aðstoðað hver annan eftir þörfum. Öll sveitarfélögin stæðu saman að skólanum, sem heitið gæti Tónlistarskóli Austurlands og ótrúlegt finnst mér að ekki væri hægt að fá betur úti lát- HUÖMLEIKASAL KIRKJUSÖNGUR I LAGI Söngur í kirkjum landsins er því miður ekki alltaf jafnfagur, þótt oftast sé góður hugur að baki. Þó virðist einn söfnuður hér í bænum hafa óvenjugóðan kór í sinni þjónustu, en það er Langholtssöfnuður. Þessi kór söng fyrra sunnudag í Háteigs- kii-kju, og var stjórnandim oi’g- anleikari Langholtssóknar, Jón Stefánsson. Efnisskráin var vönduð og afar skemmtileg. Þar gaf að hlýða mjög svo gæfu- legar útsetningar Róberts A. Ottóssonar á gömlum sálmum og lög eftir Hugo nokkurn Dist- ler, sem margir kunna vel að meta, þótt undirritaður sé raun- ar ekki í þeirra hópi. Hápunkt- ur þessa samsöngs var lítil Messa eftir Haydn og tvö íög eftir Mozart elskulegan. Til að- stoðar voru nokkrir hljóðfæra- leikai’ar úr S. L, svo og Gústaf Jónsson organleikari. Kórinn og hlióðfæraleikai’arnir voru vel heima í sínum hlutverkum, og hefur Jón Stefánsson greinilnga æft þetta fólk af mikilli alúð og kunnáttu. Ef kirkian al- mennt hefði svona gott fólk á sínum snærum, þyrfti hún engu að kvíða um framtíðina. Það er raunar trúa mín, að mikill áhugi sé nú innan kirkjunnar að vanda hljómlistarflutning inn styrk frá ríkinu til slíkrar starfsemi, heldur en að hver og einn sé að ota sínum tota. Þetta mál þarf ekki mikillar umhugs- unar við ef vilji til samstarfs er fyrir hendi og ég set hug- myndina hér fram, ef ráðamenn þessara mála í heimabyggð, vilja gera eitthvað raunhæft og alvarlegt átak í þessum málum og það skal þá um leið verða mitt síðasta innlegg í tónlistar- mál Austfirðinga, því mín verð- ur tæpast þörf hér öllu lengur við núverandi aðstæður. Eg vil að lokum vitna í stjórn málayfirlýsingu, sem gefin var á nýafstöðnu þingi Framsókn- arflokksins, ekki af því að ég vilji gera þessi mál á neinn hátt pólitísk, né að ég sé um of trú- gjam á að framkvæmdir verði alltaf í réttu hlútfalli við þess- ar samþykktir stjómmálamanna en það sýnir þó, að eitthvað hefir verið um málið hugsað og rætt á þessum vettvangi, en þar segir m.a. „Vinna ber að því, að listir og bókmenntir séu í raun almennings- og þjóðareign . . . Efld verði hverskonar listkynn- ing um allt land . . Tónlistar og myndlistarfræðsla í skólum landsins verði endurskoðuð frá rótum með það fyrir augum m.a. að vekja lifandi áhuga hjá börnum og unglingum á góðri list og búa þeim, sem listgáfu hafa sem bezt skilyrði til að þroska gáfu sína allt frá ungum aldri. Flokksþingið leggur ríka áherzlu á menningarlega notkun félagsheimila. (Itbr. mín) Efla þarf stórlega áhugamannastarf á sviði leiklistar og tónmennta m.a. með auknu leiðbeinenda- starfi í þessum greinum". meira en verið hefur. Ef þetta reynist ekki bara óskhyggja mín, gæti kii’kjan orðið þjóð- inni mikils virði, þrátt fyrir allt. Leifur Þórarinsson POLYFÓNKORINN í KRISTSKIRKJU Engu virðist þurfa að kvíða í kórmálum landsins. Nú í vor hef ur hver kórinn á fætur öðrum látið til sín heyra, og var flest fallegt, sem barkar þeirra fram- kölluðu, þótt eflaust séu urn þetta skiptar skoðanir, eins og vera ber. Pólýfónkórinn og Kór- skólinn sungu saman í Krists- kii’kju fyrir skömmu, og var þar um hreinan englasöng að ræða. Sérstaka ánægju vakti flutning ur Magnificatsins eftir Monte- verdi, sem þarna var sunginn með orgeli, en áður hafði P'lý- fónkórinn flutt verkið r.i ð Sin fóniuhliómsveit Islands. Organ leikari var Árni Arinbiarnarson. og stóð hann sig eins og vænta mátti með hinni mestu prýði. Ymislegt gott eftir Bach var einnig á efnisski’ánni og þarf ekki að fjölyi’ða um stórfengleik þess meistara. Þeir, sem eru fyrst og fremst ábyrgir fyrir þessu fyrirtæki, eru auðvitað söngstjórinn Ingólfur Guðbrands son og raddþjálfarinn Ruth L. Magnússon. Þessu fólki, og al- mennum kórféln^um. eiga ís- lenzkir tónlistarunnendur mikia skuid að gjalda. Væri óskandi, að allir hlutaðeigendur geri sér það ljóst i tíma. því vextir og gengi f-ru a sífelldri hreyfingu, og engin veit, hvað gerist eft- ir kosningar. Leifur Þórarinsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.