Tíminn - 19.05.1971, Blaðsíða 10

Tíminn - 19.05.1971, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 19. maí 19U TÍMINN ROBERT MARTIN: BYSSA TIL L2IGU 37 — Það gæíi komið fyrir, að hann færi að byrja á byrjuninni. — Ef hann gerði það, skyldi ég sjálfur taka að mér að annast hann. Ég vildi fyrst og frcmst vera alveg viss um, hver væri þama með í leiknum. — Ég var víst eitthvað smáveg- is harðhentur við hann, sagði Jim. __ Næst skýtur hann ef til vill ekki framhjá marki. Ég fer ckki héðan alveg á stundinni. Þér greiðið aukalega vinnu dagsins í dag, svo að ég býst við að verða hér á höttunum eitthvað frameft- ir degi. — Hvers vegna? sðurði All- good, ófrýnn á svip. — Ja, — í fyrsta lagi af því að mig langar til að sjá golf- keppnina, sem fram á að fara núna síðdegis í dag. Allgood gekk út að glugganum og leit niður á götuna. — Æ, þcssi andskotans keppni, tautaði hann. — Ég var algerlega búinn að gleyma henni. — Og svo er einnig um annað að ræða, hélt Jim áfram. — Mig langar skrambi mikið til að fá að vita, hver var að róta til í tösk- unni minni úti í klúbbnum á mið- vikudaginn var og hafði á brott með sér skammbyssuna mína. — Færið þessa skammbyssu á reikninginn, mælt/ Allgood óþol- inmóður. — Hún kemur líka á hann, svar aði Jim. — En' það er nú ekki fyrst og frernst það, sem veldur mér kvíða. Þér getið líklega ekk- ert ráðið í, hver kynni að haía stolið henni? — Einhver smá- helvítis- linupl ari, umlaði Sam. — í Weatville-golfklúbbnum? spurði Jim undrandi. Allgood roðnaði og hafði orð á, að ekki gætu þeir afgirt allt svæð ið með gaddavír og haft vopnað- an vörð spígsporandi þar um að staðaldri. Jim færði sig til dyra, og þá mælti Allgood: — Ef það er ætlun yðar að halda kyrru fyrir í bænum enn um hríð, þá get ég ekki hindrað yður í því. En mér er áhugamál, að þér gerið yður grein fyrir því, að þér vinnið ekki lengur fyrir mig. Jim kveikti í vindlingi, áður en hann svaraði. Svo sagði hann: — Er yður nokkuð á móti skapi að skýra mér frá, hvers vegna þér í raun og veru senduð eftir mér? — Ég hef fengið að vita það, sem mér lá á að vita, og verið þér nú sælir, Bennett. Jim skálmaði niður og út. Hann gekk skáhallt yfir torgið, og þá kom hann auga á langa, gráa bif- reið, sem nam staðar úti fyrir Snyrtistofnún- Armands. Þar var einnig töluverður hópur af fólki, sem reyndi án afláts að skima inn um gluggana. Jim hélt áfram, niður eftir næstu götu, beygði þar inn í garðinn að húsabaki og gekk rakleitt að bakdyrunum, en þær voru harðlæstar. Ilann tók upp lykilinn, sem Marianne Don- ati hafði afhent honum, og hann gekk þegar að skránni. Að því búnu fór hann inn. Þar var dauða kyrrð yfir öllu, engin viðskipta- vinir, og starfsliðið bersýnilcga allt sent heim. Hann hélt áfram inn eftir gang inurn. Dyrnar að skrifstofunni voru opnar, og lagði þaðan vind- lingareyk að vitum hans. Hann leit inn fyrir. Marianne Donati sat við borðið, lá fram á það og fól andlitið í örmum sér. Hið gló- bjarla, ægifagra hár hennar ,,flaut“ fram af borðplötunni eins og fossmyndun í straumvatni. Jim læddist til baka, og þegar hann var kominn lengst fram á gang, kallaði hann: — Halló. Er einhver heima? Andartaki síðar ómaði blæþýð. óviðjafnanleg rödd hennar innan frá skrifstofunni: — Já. Ég er hér inni. Jim hélt nú aftur að skrifstofu- dyrum Donatis. Nú sat liún uppi, já, í sama stólnum og maður henn ar fannst látinn í. Augun voru þurr, og andlitið, ótrúlega rúnum rist, virtist nú í glaðbirtunni ein- ungis sýna eyðilegan ljótleika. En því meira sem Jim cinblíndi á hana, þeim mun áleitnari varð hin óþægilega tilfinning, að hún væri raunverulega orðin mjög fög ur á ný. — Góðan dag, herra Bennett, sagði hún með hægð. — Ég sá vagninn yðar hér úti fyrir, sagði hann. — Ég ætlaði einmitt að ræða við yður og fór inn bakdyramegin. — Komið þá inn og setjizt, sagði hún. Jim tók ofan Iiattinn, kom inn úr dyrunum og settist á móti henni. — Það er fjölmennt þarna úti, sagði hann. — Ég er búin að sjá þá, skratt- ans gammana, svaraði hún og kink aði kolli um leið. — Það var sem sé Bert Rorner, sem stytti manni yðar aldur, hóf Jim máls. — Hann tók peninga og ávísanir úr peningaskápnum. Joyce Justin var hin meðseka og annaöist það, er með þurfti til að eyðileggja hár þeirra, er komu til þjónustuviðskipta. Horner er VANTAR YDUR STARfSfÖlK? HAFIÐ SAMBAND VIÐ ATVINNUMIÐLUN MENNTASKÚLANEMA SÍMI 16-4-91 ■ —WB5—II ■WII'IWIHI'WWQIIMI A'.ULgmEWBBg&aSSSii er miSvikudagurinn 19. maí Árdegisháflæði í Rvík kl. 01.15 Tungl í hásuðri kl. 08.54 HEILSUGÆZLA Slysavarðstofan 1 Borgarspítalan um er opin allan sólarhringiun. Sími 81212. Slökkviliðið og sjúkrabifreiðir fyr- tr Reykjavík og Kópavog sími 11100. Sjúkrabifreið i Bafnarfirði sími 51336. AlmennaT npplýsingai um lækna- þjónustu 1 borginni eru gefnar i simsvara Læknafélags Reykjavík ur, siml 18888 Tannlæknavakt er 1 Heilsuverndar stöðinni, þaT sem Slysavarðstoi an vai, og er opin laugardaga or sunnudaga kl. 5—6 e. h. — Simi 22411 Fæðingarheimilið i Kópavogi. Hlíðarvegi 40. stmi 42644. Kópavogs Apótek er opið virka daga kl. 9—19, laugardaga k 9 —14, belgidaga kl 13—15. Keflavíkui Apótck er opið vtrka daga kl 9—19, taugardaga ki 9—14, helgidaga fcl 13—15. Apótek Hafnarfjarðar er opið all■< virka dag frá fcl 9—1. a laugar dögum kt 9—2 og á sunnudóg utn og öðrum helgidögum er op- ið frá ki. 2—4. Mænusóttarhólusetning fvrii ftill orðn? fer fram i Heilsuverndar stöð Revkjavíkur á mánudögum kl 17—18 Gengið inn frá Bar ónsstíg, vfir brúna Kvöld- og helgarvörzlu apóteka í Reykjavík vikuna 15. — 21. maí annast Ingólfs Apótek og Laugar- ngs Apótek. Næturvörzlu í Kcflavík 19- maí ann ast Arnbjörn Ólafsson. KIRKJAN Laugarneskirkja. Messa á morgun, uppstigningardag, kl. 2. Sr. Jóhann Hgnnesson próf. pi'édikar. Kaffisala kvenfélagsins í veitingahúsinu, Lækjar'teig 2, á eft- ir. Sóknarpresturinn. Háteigskirkja. Uppstigningardagui': lesntessa kl. 10 árd. Sr. Arngrímur Jónsson. Messa kl. 11. Sr. Guðmundur Þór- steinsson, sóknarprestur í Árbæjar- prestakalli, messar. Kirkjukór Ár- bæjarsóknar syngur. Neskirkja. Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Frank M. Halldórsson. Messa kl. 2. Sr. Jón Thorarensen. Dómkirkjan. Uppstigningardagur. Messa kl. 11. Sr. Óskar J. Þoi'láksson. Hallgrímskirkja. Messa uppstigningardag kl. 11. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. ^TGLINGAR Skipaútgerð ríkisins. Hekla er í Reykjavik. Esja er á Vestfjarðahöfnum á norðurleið. Herjólfur er í Reykjavík. Herðu- breið fer frá Reykjavík kl. 17.00 á föstudagskvöld til Vestmannaeyja. Skipadeild S.Í.S. Arnarfell fer í dag frá Kiel til Rott- erdam, Hull og Reykjavíkur. Jökul- fell fer í dag frá Hornafirði til Þor- lákshafnar. Dísarfell er á Akureyri. Fer þaðan til Norðfjarðar, Vent- spils, Gdynia og Svendborgar. Litla- fell er vætanlegt til Keflavíkur í dag. Helgafell fer í dag frá Álborg til Heröya og Svendborgar. Stapa- fell er í olíuflutningum á Faxaflóa. Mælifell er væntanlegt til Húsavík- ur í dag. Frysna fer í dag frá Hólmavik til Hvammstanga. ÆLAGSLÍF Skagfirðingafélögin í Reykjavík halda sitt árlega gestaboð fyrir eldri Skagfirðinga í Lindarbæ á uppstigningardag, kl. 2. Hannes Pét ursson skáld flytur ávarp, Ómar Ragnarsson skemmtir, Skagfirzka söngsveitin syngur. Gerið okkur þá ánægju að mæta öll. Bílar fyrir þá, sem óska. Nánar um boðið í sima 41279. F erðaf élagsf erðir: Uppstigningardag 20. maí: 1. Gönguferð á Hengil. 2. Eyrarbakki — StokksCyri og víðar. Sunnudagur 23. mai: f Suður með sjó. Lagt af stað í þessar fcrðir kl. 9,30 frá B.S.Í. Hvítasunnuferðir: 1. Snæfellsnes. 2. Þórsmörk. 3. Landmannalaugar — Veiðivötn. Farmiðar á skrifstofu félagsins, Oldugötu 3, simar 19533 og 11198. Kvenfélag Hallgrímskirkju. Kaffisala kvenfélagsins verður sunnud. 23. maí. Félagskonur og aðrir velunnarar kirkjunnar eru vinsamlega beðnir að gefa kökur og afhenda þær í félagsheimilinu fyrir hádegi sunnudag. Kvenfélag Laugarnessóknar. Farin verður bæjarferð laugardag- inn 22. maí. kl. 1 frá Laugames- kirkju. Farði verður á söfn o. fl. Kaffidrykkja á Hótel Esju. Upplýs- ingar gefur Katrín Sívertssen, sími 32948. Kvcnfélag Kópavogs. Fundur verður haldinn í félags- heimilinu, efri sal, fimmtudag 20. maí, kl. 15,30 e. h., stundvíslega. Gestir fundarins verða konur úr Kvenfélagi Selfoss. Stjórnin. Nemendainót Kvennaskólans vei'ður í Tjarnarbúð 22. maí og hefst með borðhaldj kl. 19,30. Mið- ar afhentir í Kvennaskólanum, mánudaginn 17. maí og þriðjudag- inn 18. maí frá kl. 5 til 7. Stjórnin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.