Tíminn - 19.05.1971, Blaðsíða 9

Tíminn - 19.05.1971, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 19. maí 1971 TÍMINN 9 Útgcfandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Jón Helgason, IndriOi G. Þorsteinsson og Tómas Karlsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gíslason. Rit. stjórnarskrifstofur i Edduhúsinu, símar 18300 — 18306. Skrií- stotur Bankastræti 7. — Afgreiðslusími 12323. Auglýsingasími: 10523. Aðrar skrifstofur sími 18300. Áskriftargjald kr. 195,00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 12,00 eint. — Prentsm. Edda hf. Úr gSerhúsi í fyrradag skrifar AlþýðublaðiS leiðara um fasteign- ir og starfsfólk Framsóknarflokksins. Einkum telur blað- ið að fasteignir Framsóknarflokksins sanni að hann njóti stuðnings „peningavaldsins" í landinu, eins og það er orðað. Um þetta er það að segja, að Framsóknarflokkurinn er eini stjórnmálaflokkurinn, sem hefur lagt reikninga sína fram á opnu flokksþingi og gert grein fyrir þeim opinberlega. Fasteignir Framsóknarflokksins og ein- stakra framsóknarfélaga eru allar fengnar með sam- stöðu og samskotum flokksmanna, sem bættu úr brýnni þörf, því að lengi var flokkurinn á hrakhólum með hús- næði fyrir starfsemi sína. Fastir starfsmenn Framsókn- arflokksins eru ekki fleiri en starfsmenn Alþýðuflokks- ins, þótt Framsóknarflokkurinn sé helmingi stærri flokk- ur. Fjár til reksturs skrifstofu flokksins hefur verið afl- að með happdrættum og það eru hinar góðu undirtektir hinna almennu stuðningsmanna flokksins, sem tryggt hafa flokknum verulegar tekjur af þeim. Framsóknar- flokkurinn kysi vissulega að geta haft fleira starfsfólk á sínum vegum til að tryggja betra og nánara samband við flokksmenn og kjósendur, en getan leyfir það ekki og í starfsmannafjölda er flokkurinn hvergi nærri hálf- drættingur við Sjálfstæðisflokkinn. Alþýðublaðið kastar hér grjóti úr glerhúsi. Alþýðu- flokkurinn sölsaði undir sig með ofbeldi og ólögum nokkrar verðmætustu húseignir í miðborginni, eins og t.d. Alþýðuhúsið, Iðnó og Alþýðubrauðgerðina, en þess- ar eignir voru í eigu verkalýðshreyfingarinnar. Af þess- um húseignum hefur flokkurinn haft miklar tekjur, þótt heilbrigðiseftirlitið sé við og við að trufla rekstur Al- þýðubrauðgerðarinnar vegna sóðaskapar. En mikið væri nú gaman að sjá reikninga Alþýðuflokksins og Alþýðu- blaðsins. Það skilur það t.d. enginn, hvemig hægt er að halda úti dagblaði, sem örfáir og æ færri fást til að kaupa — og enn færri nenna að lesa. Það er bezt fyrir krata að nefna ekki snöru í hengds manns húsi — „Al- þýðuhúsi“. Ölfusborgamálið Þau tíðindi gerðust á kosningafundi Alþýðubandalags- ins á sunnudag, að þeir Eðvarð Sigurðsson og Jón Snorri Þorleifsson, frambjóðendur Alþýðubandalagsins og stjómarmenn í ASÍ, voru knúðir til að gefa loforð um að beita sér fyrir því, að þeir verkamenn og iðnaðar- menn, sem sviknir höfðu verið um laun sín við bygg- ingu orlofshúsa ASÍ fyrir 6 ámm, skyldu fá laun sín að fulhi greidd. Fyrir nokkrum vikum svömðu þessir sömu menn kröfum þessara launamanna með fyllsta hroka og sögðu að „Alþýðusambandið skuldaði engum neitt“. Síð- an hefur Tíminn upplýst þetta mál allrækilega og rakið framkomu þessara stjórnarmanna ASÍ í málinu, en full- trúar Alþýðubandalagsins höfðu hreinan meirihluta í Alþýðusambandsstjórninni, þegar launamenn urðu fyrir tilfinnanlegu tjóni vegna þess að þeir voru sviknir um greiðslu launa, þótt fyrir hendi væri há fjárhæð, sem í skriflegum samningi sagði a'ð skyldi geymast í fómm ASÍ til tryggingar á hugsanlegum vanefndum verktak- ans á greiðslum vinnulauna! Nú urðu þessir sömu menn eftir 6 ár að gefa loforð á kosningaíundi, vegna þess að fyrirspyrjandinn fékk svo mikið og almennt klapp fund- armanna. Þótti fara vel á því að einn framsögumanna á fundinum lagði aðaláherzluna á nauðsyn þess að upp- ræta „brenglaða siðgæðisvitund“. — TK ERNEST E. GOODMAN, upplýsingafulltrúi: Njóta svartir byltingarsinnar réttarverndar í Um málaferlin gegn Angelu Davis og Bob Seale Ernest Everett Goodman starfar sem upplýsingafull- trúi hjá Upplýsingaþjón- ustu Bandarikjanna í Itaup mannahöfn, þar sem hann hefur starfað síðan 1968. Hann hefur skrifað margar greinar í blöð í Danmörku, svo sem Aktuelt, Politiken, Álborg Stiftstidende og Ber lingske Tidende .Hann lief- ur haldið tugi fyrirlestra á ári ,meðal annars við há- skólana í Kaupmannahöfn, Odense, Árósum og Þránd- heimi, Verkfræðiskólann í Kaupmannahöfn og kennara háskólana í Kaupmanna- höfn og Osló. Goodman hefur háskóla- próf í þjóðfélagsfræði, sál- fræði og blaðamennsku. — Hann starfaði fyrst eftir nám sem félagsráðgjafi, en frá 1950 til 1967 starfaði hann í upplýsingadeild Howardháskóla í Wasliing- ton. Hann er negri og hefur Iátið jafnréttismál þeirra mjög til^ín. takafj . Eftirfarandi grein hans birtist nýlega í Politiken: 'i GETUR herskár svertingi vænzt réttlátrar meðferðar máls síns fyrir bandarískum rétti, eins og nú er liáttað? Þessi spurning virðist ásækja marga Dani nú, þegar að því líður ,að mál Angelu Davis og Bob Seale verða tekin fyrir. Því miður virðist hávær, en ekki fjölmennur hópur manna hafa svarið á reiðum höndum, — og því miður er það neit- andi. Sagt er og skrifað, að Angela Davis og Bob Seale séu „póli- tískir fangar“, sem ekki hafi neinn glæp drýgt, en sæti of- sóknum vegna þess, að þau séu herskáir svertingjar. Og því er bætt við, að þau geti ekki vænzt réttlátrar málsmeðferð- ar í Bandaríkjunum vegna ríkj andi kynþáttahaturs þar. Einn- ig verður vart hneigðar til að leggja að jöfnu væntanlega réttarmeðferð í málum þeirra og málsmeðferð andmælenda að undanförnu með öðrum þjóðum. ERU þessar fullyrðingar rétt ar, eða á gildum rökum reist- ar? Rétt er að líta á Ijósar staði-eyndir í málum Angelu Davis og Bob Seale áður en þessu er svarað, svo og að athuga hio bandaríska réttar- kerfi yfirleitt. Angela Davis er 26 ára að aldri og kenndi áður heimspeki við Kaliforníu-háskóla í Los Angeles. Yfirvöld Kaliforn- íufylkis ákæra hana um aðild að morði. Bobby Seale er 33 ára, forustumaður í samtökun- um „Svörtu pardusdýrin" og einn af stofnendum þeirra. Yfirvöld Connecticut-fylkis ákæra hann um mannrán og aðild að morði. Angela Davis er ekki ákærð fyrir að vera ERNEST E. GOODMAN kommúnisti, sem hún þó segist vera, og Seale er ekki ákærður fyrir að vera í „Svörtu pardus- dýrunum". Aðild að þessum samtökum er að vísu allvíða óvinsæl í Bandaríkjunum, en (V.gkfri refsiv^B.-;.,, ,,,, , Yfirvöld Samríkisiris erri >ekki aðili að þesum ákærum. Glæpirnir ,sem sakborningarn ir eru kærðir fyrir, eru brot á lögum fylkjanna, sem þeir voru framdir í, en ekki brot á lögum samríkisins. ÁKÆRUVALD Kaliforníu- fylkis gefur ungfrú Davis að sök að hafa keypt fjórar skammbyssur, sem síðar voru notaðar við flótta þriggja fanga úr réttarsal í San Rafael í Kaliforníu í ágúst síðastliðn- um. Þegar fangarnir flýðu, var dómaranum rænt og haldið sem gísl um stund. Nokkrum mínútum síðar kom til átaka og skipzt var á skotum með þeim afleiðingum, að dómar- inn, ræninginn og tveir fang- anna voru skotnir til /bana. Ungfrú Davis er ákærð fyrir vitorð og aðild að glæpnum, þar sem fullyrt er, að hún hafi keypt byssurnar, sem notaðar voru. Ákæruvald Connecticut-fylk- is sakar Seale um rán og dráp á Alex Rackleys, en lík hans fannst í feni við á skammt frá Middlefield í Connecticut í maí 1969. Ákæruvald Connecticut- fylkis ætlar að færa sönnur á, að Seale hafi gefið þær skip- anir, sem leiddu til dauða Rackleys. Haldið er fram, að Seale hafi gefið nokkrum „Svörtum pardusdýrum" í New Haven í Connecticut þessar skipanir, er þeir höfðu pyntað Rackley til sagna. en þeir áiitu hann hafa veitt lögreglunni upplýsingar. , Eins og fram kemur af þessu er hvorugur sakborningurinn ákærður fyrir stjórnmálaskoð- anir sínar, heldur fyrir ákveð- ið, glæpsamlegt athæfi, en ákæruvald fylkjanna Kaliforn- íu og Connecticut verður að sanna þessar sakir, eigi sak- borningarnir að hljóta dóm. MISSKILNIN GURINN um aðild ríkisstjórnar samríkisins að þessum málum stafar senni lega af ókunnugleika á banda- rísku réttarfari. Satt er að vísu að alríkislögreglan hefur haft afskipti af máli ungfrú Davis, og það með eðlilegum og réttlætanlegum hætti. Þeg- ar ungfrúnni var stefnt fyrir aðild að flóttatilrauninni tókst ekki að hafa upp á henni í Kaliforníu og var þá álitið, að hún hefði haft sig á brott úr fylkinu. Saksóknari Bandaríkj anna í Norður-Kaliforníu ák'ærði hana þá fyrir ólöglegan flótta undan ákæru, en það er brot á lögum samríkisins. — Starfsmenn ríkislögreglunnar tóku ungfrú Davis höndum í New York í október í haust og afhentu hana lögregluyfirvöld- um Kaliforníu, þar sem fram- inn var glæpurinn, sem henni var stefnt fyrir. Að því er mál Seals varðar líta margir ókunnugir svo á, að réttarhöldin á New Haven séu í tengslum við réttarhöld lögregluyfirvalda samríkisins, sem fram fóru löngu áður í Chicago. Þetta erri tvö alger lega ótengd mál. Seale var meðal átta sakborninga í Chi- cago, og var þeim gefið að sök, að hafa farið yfir landa mæri fylkja til að taka þátt í uppþoti, sem er brot á lög um samríkisins. Þessi kæra á hendur Seale hefir verið felld niður, en hann á eigi að síður yfir höfði sér fjögurra ára fangelsisdóm fyrir að hafa óvirt réttinn með framkomu sinni í réttarsalnum. ÞEGAR svara á þeirri full- yrðingu, að ungfrú Davis og Seale geti ekki vænzt réttlátr ar meðferðar fyrir dómstólun um vegna litarháttar síns, verð ur að viðurkenna, að um eitt skeið var misbrestur á því sums staðar í Bandaríkjunum, að mál negra hlytu réttláta meðferð fyrir dómstólum. Þetta er þó sjaldgæft í Bandaríkjunum nú orðið. En þá sjaldan að þetta liefir komið fyrir hefir dóms vald samríkisins hvað eftir ann að gripið í taumana, bæði í undirrétti fylkjanna og samrík isjns, til þess að tryggja svört um þegnum sömu vernd og öðrum að lögum. Hin síðari ár hafa dómsvöld samríkisins hrundið mörgum dómum, þar sem alhvítur kviðdómur hafði fundið negra sannan að sök. Dómstólar samríkisins hafa hrundið dómum yfir negrum, jafnvel þó að svertingjar hafi átt sæti í kviðdóminum, þegar þeir hafa talið sig komast að raun um, að meðferð málsins hafi verið vilhöll. Forustumenn bandarískra dómsmála virðast ekki í nein um efa um, að málum ungfrú Davis og Seale verði áfrýjað, ef þau hljóta dóm í þeim rétt arhöldum, sem nú fara senn að hefjast. Fyrst verður málunum áfrýjað til æðri dómstóla fylkj Framhald á bls. 14.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.