Tíminn - 19.05.1971, Blaðsíða 5

Tíminn - 19.05.1971, Blaðsíða 5
MIÐVIKTJDAGUR 19. maí 1971 TÍMINN \ 5 MEÐ MORGUN KAFFBNU Hin fræga skáldkona, Col- ette, var einu sinni /spurð, hvort hún teldi mun á ástar- sögum nú til dags og áður fyrr. ,— Já, ég held nú það, svar- aði skáldkonan. — f gamla daga annað hvort giftust ást- vinirnir og eignuðust börn, eða þá að þeir giftust ekki og eignuðust engin börn. — Á okkar dögum annað hvort gift- ast þeir og eignast engin börn, eða þeir giftast ekki en eign- ást böm. — Má ég lala við þig undir 1000 augum? Hvemig skyldi standa á því, að nautið lagði mig í einelti? Það hlýtur að hafa komizt að því að þú ert jurtaæta og étur matinn frá því. Aðgætinn maður er eins og nagli. Höfuðið á honum kemur í veg fyrir, að hann gangi of langt. Enginn maður veit allt, en það eru óneitanlega margir, -sem vita allt betur. Ungfrú Sylvía var hjá lækni og var mjög áhyggjufull: — Ég þarf að tala við yður um ömmu mína. Hún reykir allt of mikið. — Já en ungfrú, getið þér nú ekki unnt henni þeirrar ánægju? ,Þér reykið sjálf of mikið. — Ég veit það, svaraði Syl- vía. — en það er öðruvísj með ömmu, hún tekur ofan í sig , revkinn. ^ , ' — Það gerið þér liWS benti læknirinn á — annars væri ,ekk- ert varið í að reykja. — Það er satt, sagði Sylvía þá, — en sjáið þér til, amma blæs alls ekki reyknum frá sér aftur. Þér munduð hafa staðið yður betur í líffærafræðinni á próf- inu, sagði kennarinn við eina stúdínuna, ef þér hefðuð rallað minna með strákum og lesið betur. ' Ekki cr ég' nú alveg viss um það, var svarið. DENNI DÆMALAUSI Jú, hann liefur gert þetta nokkrum siniium heima, en ég hélt ekki að það væru læsingar á opinberum stöðum. Roberto Rosselini, fyrrvei'andi eiginmaður Ingrid Bergman, býr nú í Texas í Bandaríkjunum og er um þessar mundir að gera kvikmynd um þrælastríðið í Bandaríkjunum. — Kvikmynda- gerðin í Evrópu er dauð úr öll- um æðum, en í Bandaríkjunum mun hún lifa eilíflega, segir hann. — Samband mitt við Ing- rid Bergman er gott, og ef hún vildi, hefði ég óskaplega gam- an af að stjórna aftur kvikmynd með henni í aðalhlutverkinu. Enn einu sinni hefur Soraya prinsessa orðið fyrir alvarlegri ástarsorg. Franco Indovina, sem búið hefur með henni og fylgt henni fast eftir undan farin fimm ár, hefur nú horfið á brott og skilið Soraya eftir með sárt enni og sorg í hjarta. Soraya og Indovina hafa búið saman í stór- hýsi í Róm, en nú hefur Indo- vina fengið sér piparsveinaibúð, en Soraya hefur verið að kaupa sér annað stórhýsi, því hún get- ur ekki afborið að búa áfram í húsinu, þar sepi hún hefur vgr- ið svo hámingjusöm undanfar- i jini ár. Þegar , nýju lögin pm j hjónaskilnaði gengu ' gildi á J Italíu um áramótin fór Soraya i að gera sér vonir um. að Iodo- Ivina skildi við eiginkonu sína, og kvæntist sér í staðinn. Þetta fór á annan veg. því Indovina hefur ekki haft áhuga á gifting- unni. Kona hans Amalia segir t sigrihrósandi, að Franco sé Ihennar og verði um alla ókomna tíð. Soraya hefur aðeins verið leikfang, sem hann hefur stytt sér stundir við. Soraya er 38 ára gömul. Hún hefur flutzt til t móður sinnar sem er þýzk og býr í Míinchen. Framtíðin er í rúst, og hún gerir ekkert annað , en að gráta. — Ég er of gömul fyrir Franco, segir hún. — Hann vill eignast börn. Lífi mínu.sem konu er lokið. Soraya var eitt sinn glöð og kát, en er nú bitur og einmana, og hún þorir ekki að láta sig dreyma frekari drauma um ástir og hamingju. Hún hefur þrívegis orðið mjög ástfanginn síðan Persíukeisari yfirgaf hana vegna Fahra Diba, sem hann gekk að eiga í þeim tilgangi að hún fæddi honum Mikið er nú um það rætt, að Margaretha Svíaprinsessa vilji fá skilnað frá manni sínum John Ambler, og að liún vilji flytj- ast frá Englandi með börn sín þrjú heim til Syiþjóðpr. Bö^nin heita Sybilla Louise, Edward ,og Jamess Patriete Danska blað- ið Berlingslfe Tid.ende hefur ma. sagt frá því að hjónaskilnaður sé framundan, og segja önnur biöð, að BT sé áreiðanlegt blað, og fari yfirleitt ekki með fleip- ur, sízt af öllu þegar um kon- ungsfjölskyldurnar sé að ræða. Hins vegar segir sænskt viku- blað, að konungsfjölskyldan í Svíþjóð hafi borið þessar fregn- ir algjörlega til baka, og sagt að enginn fólur sé fyrir þessari sögu. Blaðið reyndi einnig að hafa samband við eiginmanninn John Ambler, en var sagt, að hann væri vant við látinn. Margaretha ei; 36 ára gömul, en maður hennar er 9 árunj — ★ — ★ — börn, sem hún hefur gert. Elsk- hugar Soraya voru Maximilían Schell, Giinther Sachs. sem nú er kvæntur Mirja Larsson og svo síðast Franco Indovina, sem naut þess lengi vel að f.vlgjast með þessari fyrrverandi keis- araynju. eldri. Hann er forstjóri fyrir- tækisins Atlas Express í Lond- on, og oft hefur verið drepið á það í erlendum blöðum, að hann hafi orðið fyrir vonbrigðum með það, hve lítið gagn hann hafi af koiúr sinrii varðandi viðskipta- lífió og. annað sem snertir fyrir- tækið. Hann er sagður hafa reiknað með, að það gæti haft töluverð áhrif á framgang hans sjálfs í lífinu, að vera kvæntur sænskri prinsessu. Prinsessan er hins vegar hæstánægð með að vera bara heimafrú í smáþorpi í Englandi. Hún vill helzt ekki koma fram opinberlega, og gerir aðeins eina undantekningu frá reglunni, það er á jólahátíð. sem sænska kirkjan í Stokkhólmi efnir til árlega. Þar kemur hún, en er þrátt fyrir það ekki sér- lega glaðleg eða upplífgandi. Hér er prinsessan að koma einu barna sinna fyrir í bifreiðinni þeirra. — ★ — ★ — Helmut Schmidt, varnar- málaráðherra Vestur-Þýzka- lands er einn vinsælasti ráð- herra lands. síns, að minnsta kosti meðal kvenþjóðarinnar í Þýzkalandi. Póstpokar sneisa- fullir af bréfum bcrast honum, þar sem bréfritararnir biðja unr eiginhandaráritun, og ekki er það óvenjulegt, að hann fái hin eldhcitustu ástarbréf frá aðdáendum sínum. Fyrir skömmu bað tímarit, sem aðallega er ætlað giftu fólki, ráðherrann um að segja eitthvað nánar frá aðdáenda- bréfunum. en ráðherrann kvaðst ekki geta gert það, því með því bryti hann þann trún- að, sem þær konur sýndu hon- um, sem skrifa bréfin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.