Tíminn - 19.05.1971, Blaðsíða 6

Tíminn - 19.05.1971, Blaðsíða 6
6 TIMINN MIÐVIKUDAGUR 19. maí 1971 Framboöslistar í Vest- fjarðakjördæmi til alþing iskosninga 13. júní 1971 eru: A-listi — Listi Alþýðuflokksins: 1. Birgir Finnsson, alþingismaður, ísafirði 2. Ágúst H. Pétursson, skrifstofumaður, Patreksfirði 3. Kristmundur Hannesson, skólastjóri, Reykjanesi 4. Emil Hjartarson, skólastjóri, Flateyri 5. Lárus Þ. Guðmundsson, sóknarprestur, Holti 6. Ingibjörg Jónasdóttir, frþ, Suðureyri 7. Kristján Þórðarson, bóndi, Breiðalæk 8. Jóhann R. Símonarson, skipstjóri, ísafirði 9. Páll Jóhannesson, húsasmíðameistari, Patreksfirði 10. Bjami G. Friðriksson, sjómaður, Suðureyri B-listi — Listi Framsóknarflokksins: 1. Steingrímur Hermannsson, verkfr., Garðahreppi 2. Bjami Guðbjömsson, alþingismaður, ísafirði 3. Halldór Kristjánsson, bóndi, Kirkjubóli 4. Ólafur Þ. Þórðarson, skólastjóri, Suðureyri 5. Ólafur E. Ólafsson, kaupfélagsstj. Króksfjarðamesi 6. Gunnlaugur Finnsson, bóndi, Hvilft 7. Svavar Júlíusson, kaupfélagsstjóri, Móbergi 8. Torfi Guðbrandsson, skólastjóri, Finnbogastöðum 9. Svavar Jóhannsson, bankastjóri, Patreksfirði 10. Jón A. Jóhannsson, skattstjóri, Ísafirði ÞÓR // D-listi — Listi Sjálfstæðisflokksins: 1. Matthías Bjamason, alþingismaður, ísafirði 2. Þorvaldur Garðar Kristjánsson, framkv.stj., Rvík 3. Ásberg Sigurðsson, alþingismaður, Reykjavík 4. Amgrímur K. Jónsson, skólastjóri, Núpi 5. Hildur Einarsdóttir, húsfrú, Bolungarvík 6. Jón Kristjánsson, stud. jur., Hólmavík 7. Engilbert Ingvafsson, bóndi, Mýri 8. Ingi Garðar Sigurðsson, tilraunastjóri, Reykhólum 9. Jóhaima Helgadóttir, húsfrú, Prestsbakka 10. Marsellíus Bemharðsson, skipasm.meistari, ísafirði I F-listi — Listi Samtaka frjálslyndra og vinstri manna: 1. Hannibal Valdimarsson, Selárdal 2. Karvel Pálmason, Bolungarvík 3. Hjördís Hjörleifsdóttir, ísafirði 4. Hjörleifur Guðmundsson, Patreksfirði 5. Einar Hafberg, Flateyri 6. Jónas Karl Helgason, Hnífsdal 7. Ragnar Þorbergsson, Súðavík 8. Steingrímur Steingrímsson, ísafirði 9. Halldór Jónsson, Hóli, V-Barðastrandarsýslu 10. Guðmundur Jónsson, Hólmavík G-listi — Listi Alþýðubandalagsins: 1. Steingrímur Pálsson, alþingismaður, Brú 2. Aage Steinsson, rafveitustjóri, ísafirði 3. Guðmundur F. Magnússon, verkamaður, Þingeyri 4. Guðrún Unnur Ægisdóttir, kennari, Reykjanesi 5. Gestur Ingvi Kristinsson, skipstjóri, Súgandafirði 6. Einar Gunnar Einarsson, hrl., ísafirði 7. Unnar Þór Böðvarsson, kennaranemi, Tungumúla 8. Gísli Hjartarson, skrifstofumaður, ísafirði 9. Davíð Davíðsson, oddviti, Tálknafirði 10. Skúli Guðjónsson, Ljótunnarstöðum. ísafirði 13. maí 1971 Yfirkjörstjórn VestfjarðakjördæmJs. í dag dró heldur betur til tíS- inda í þessum annars kyrrláta, snyrtilega og mjög svo milli- stéttarlega bæ, skammt suðvest ur af Kaupinhöfn (átján kíló- metra frá Rádhuspladsen), er fil líkamlegra átaka kom milli lögreglu og ungra and- mælenda frá höfuðstaðnum, af því tilefni að kona að nafni Beatrice Smith var borin út úr íbúð sinni að tilhlutan kóngsins fógeta. Sök þessarar aumingja konu var sú að hafa neitað að inna af höndum leiguna fyrir íbúðina, sem raunar nam þrem- ur fjórðu tekna hennar! Beatrice þessi er bandarísk blökkukona, sem flutti til Dan merkur fyrir skömmu, ásamt sonum sínum tveimur til að hindra að sá eldri þeirra, sem var að komast á herskyldu- aldur, yrði sendur til Vietnam til að drepa og verða drepinn fyrir málstað, sem hún eins og flestir landar hennar með viti, hafa fulla andstyggð á. En í Danmörku beið hennar annað stríð. Hún fékk íbúð í raðhúsi í Tástruþ, sem hcnni var;''g'‘rt að, borga fyrir kr. 1600 danikar eða þíM* um-bil í ffl'ánáðsnélgu, en kaup hennar sjálfrar nam að- eins kr. 2000 á mánuði. Til að andmæla þessu tók frú Beat- rice, sem er kvenskörungur mikill og hefur síðan hún flutti til Norðurlanda tekið upp átrúnað á Æsi (trúlega fyrsta manneskjan af blökku- kynþætti, sem turnast til þeirr- ar trúar), það til bragðs einn kaldasta daginn í marz síðastliðnum að klæða sig úr öllu á tröppum raðhússins hér, svo sem til að sýna á symbolsk- an hátt, að hún væri rúin inn að bjórnum. Er enn í minnum haft í Tástrup, sem mun held- ur viðburðasnauður staður og hefur konservatifa (svo heitir „sjálfstæðisflokkur" Dana, í meirihluta í bæjarstjórn), hve tigulega konan þótti vaxin, komin af mesta æskualdri og móðir tveggja barna. Ekki lét frú Smith sitja við happeningu þessa, heldur lýsti hún því nú yfir, að hún myndi héðan af enga leigu af hendi veita til húseigendans, en láta helming fjárhæðarinnar ganga til bæjarfélagsins og halda af- ganginum sjálf. Þegar henni var hótað útburði, svaraði hún með stórum orðum og kvaðst fremur vilja ráða bana yngri syni sínum, sjö ára, en láta hann vaxa uop við svipuð þræl/ dórnsskilyT’ði ns bnrgarvfirvnld Tástrup ætluðu henni. Þetta varð til þess að bamaverndar- völdin hérna ruku upp til handa og fóta og gerðu með lögregluaðstoð aðför að Beat- rise og tóku moð vnidí af b°nni drenginn, sem Leo heitir. Varð ist frúin v°l og drengilega við þetta tækifæri og henti öllu lausl°gu í réttvísina ,.og hefði ég bara haft vopn. þá hefði ég drepið þá svo sannarlega sem hiálni mér Þór“, sagði hún i viðtali við blaðið Tástrup Avis. Hún hafði líka orð um að taka ekki síður myndarlega á móti laganna vörðum, þegar þeir komu með Kongens Foged í broddi fylkingar að bera hana út. ^ Ég hafði spurnir af að út- burðurinn yrði framkvæmdur á slaginu tólf í dag og brá ég mér þá á staðinn, enda aðeins nokkrir tugir metra lengd frá húsinu, þar sem ég bý þessa stundina. Var þar mættur slatti af lögreglu, líklega minnst tuttugu talsins, ekki með kylfur eins og heima, held ur táragas og pístólur og Schaferhunda í bandi. Höfðu þeir lokað stígnum báðum meg in raðhússins. Ég sýndi þess- um hjálmprúðu, svartklæddu náungum minn íslenzka blaða- mannapassa, og fék að fara allt að dyrum hjá frú Smith. Mótmælamerki gegn Indó-kína- stríðinu voru límd þar á glugga, en við dyrnar sat hóp- ur síðhærðra unglinga og söng We shall overvome, við dansk- an texta, sem saminn hafði vq ,Yfí,Íð,.y,iSrjþettia, tækifæri. Þau höfðu hjá sér spjöld mörg, þar sem gat að líta áletranir eins og „Niður með húsaleigukarl- ana“, „Allt vald til fólksins", „Frelsum Leo“, og svo fram- vegis. Voru löggumar að reyna að lempa þau burtu með góðu, en Schaferarnir, þessi brúnu, hrollvekjandi óargadýr, sem minna á úlfa ,héngu í ólunum urrandi og horfðu á krakkana lystugum augum. Þegar börnin vildu ekki beygja sig fyrir valdinu með góðu, þreif lögreglan til þeirra og þá urðu átök. Innan skamms var stígurinn milli raðhúsanna þakinn stríðandi þvögu af blót- andi lögregluþjónum, ungling- um sem hrópuðu „Svín. Svín“, og urrandi og glefsandi hund- um. Þessar fjandans skepnur vom aðal vopn réttvísinnar í slagnum, en það verður að segjast að lögreglan hér var heldur róleg og hélt betur í við rakkana en ég hafði átt von á. Þetta vom flest stórir og stillilegir kallar, sem virt- ust hafa sæmilega stjórn á skapsmunum sínum. Hjálpi okkur sá sem vanur er, ef lög- reglan heima tekur upp á því að koma sér upp víghundum, BEATRICE SMITW

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.