Tíminn - 26.05.1971, Blaðsíða 16
Maður á
sjúkrahúsi
eftir átök viö
STEFNAN
Framsóknarflokkurinn stefn-
ir að jafnrétti og jafnræði allra
þegna þjóðfélagsins. Hann legg
nr því áherzlu á, að fyllsta
jafnréttis kynjanna í íslenzku
þjóðfélagi verði gætt.
Flokkurinn telur nútíma-
þjóðfélagi nauðsyn, að njóta
starfskrafta og hæfileika
kvenna f atvinnulífi og öllu
þjóðmálastarfi, en við núver-
andi þjóðfélagaðstæður er kon-
um ekki sköpuð nægileg að-
staða til að nýta hæfileika sína
sem skyldi.
Framsóknarflokkurinn telur,
að á eftirfarandi sviðum sé
skjótra úrbóta þörf:
• Dagheimils- og barnaheim-
ilismálum verður að koma í
sómasamlegt horf, alls staðar
á landinu, og aðstaða til heim-
ilishjálpar að aukast stórlega,
þannig að tryggt sé að hjón
geti unnið úti og heigað sig
félagsstarfsemi án þess að
þurfa að neita sér um að
eiga börn.
• Tryggingalögin verður að
endurskoða með tiiliti til þess,
að fyllsta jafnréttis kynjanna
sé gætt svo að karlmenn njóti
allra sömu réttinda sem kon-
ur nú hafa. Ennfremur að all-
ar konur, hvar sem þær vinna,
öðlist þau mannréttindi að fá
þriggja mánaða leyfi frá störf-
um vegna barnsburðar.
A Launþegar hljóti laun og
stöður eftir hæfileikum, mennt
un og starfsreynslu, en ekki
eftir kynferði.
• Konur, scm á miðjum aldri
vilja leita út í atvinnulífið,
eigi kost á endurhæfingarnám-
skeiðum í þeim störfum er
þær hafa áður lært til eða
kennslu á öðrum sviðum. Enn
fremur að þær eigi kost á
starffræðslu á sama hátt og
skólafólk.
þrjá pilta
OÖ—Reykjavík, þriðjudag.
Maður á sjötugsaldri liggur nú
á sjúkrahúsi eftir átök sem hann
átti í við þrjá stráka 17 og 18
ára gamla. Slagsmálin áttu sér
stað undir miðnætti sl. £ íbúð
mannsins við Snorrabraut. Er mað
urinn mikið marinn og bólginn í
andliti og eru piltarnir einnig
skrámaðir á andliti og víðar.
Um kl. 11 í gærkvöldi hittu
strákarnir manninn fyrir utan heim
ili hans á Snorrabrautinni. Bauð
sá fullorðni þeim inn til sín og
lofaði að gefa þeim áfengi. Þetta
var þegið. Þegar inn kom dró karl
upp viskípela og gaf strákunum
að dreypa á. Þótti þeim sopinn
góður og báðu um meira. Ekki
var við það komandi. Gerðu þeir
sér þá lítið fyrir og tóku pelann
af manninum og afgreiddu, sig
sjálfir. Eigandanum rann í skap
og greip hann trélurk og kfttis-
spaða sem hvorttveggja var nær-
tækt og réðst á strákana, og veitti
þeim öllum áverka. Við yfirheyrslu
báru þeir, að þeir hafi aðeins var-
ið sig, en ekki ráðizt á manninn,
nema að einn þeirra segist hafa
snúið hann niður Ugólfið, og hafi
Framhald-á bls. 3
Á 20 tonna báti
til Græniands
KJ—Reykjavík, þriðjudag.
í gær kom til Reykjavíkur, lít-
ill danskur bátur, sem er á leið
til Grænlands, nánar til tekið til
Godtháb á vestur-ströndinni. Á
báturinn því töluverða ferð fyrir
höndum, héðan frá Reykjavík og
suður fyrir Grænlandsodda, og
betra að ekki verði mikill ís á
leið hans þangað.
Báturinn hefur verið tíu
daga á leiðinni til Reykjavíkur,
en hann hafði viðdvöl á Hjaltlands
eyjum fyrst, síðan var siglt til
Færeyja, og þaðan til Vestmanna-
eyja. Til Reykjavíkur kom bátur-
inn svo í fylgd dansks skips,
Randia Dania. Á bátnum eru sex
menn, en þetta er ekki fiskibátur,
heldur ætlaður til skemmtisiglinga
með ferðafólk í nágrenni Godtháb.
Minnir útlitið helzt á skemmti-
snekkju auðkýfinga — mikil yfir-
bygging, og því ekki víst að hann
þoli vel mjög mikinn sjó, þar
sem hann er líka aðeins um
ugu tonn að stærð.
Klukkurnar vigðar
FB—Reykjavík, þriðjudag.
Klukknavígsla og aftansöngur
verða í Hallgrímskirkju á laug-
ardaginn og hefjast kl. 17.30. Þor-
kell Sigurbjörnsson tónskáld leik
ur á klukknaspilið forspil og sálma
lag, sem hann hefur samið fyrir
það, að ósk'songmálastjórá Þjóð-
kirkjunnar,
óssonar.
dr. Roberts A. Ott-
10 kosningaskrifstofur
B-listans í Reykjavík
Framsóknarflokkurinn hefur opnað kosningaskrifstofur í Reykja-
vík fyrir öll 10 kjörsvæðin. Verða skrifstofurnar opnar daglega
fram að kjördegi frá kl. 2—7 og 8—10 nema um hvítasunnuhelg-
ina verður lokað bæði á sunnudag og mánudag.
Skrifstofurnar eru á eftirtöldum stöðum:
1. Fyrir Arbæjarskóla að Hraunbæ 102. Símar: 85780 og 85785.
2. Fyrir Breiðholtsskóla að Fornastekk 12. Símar: 85480 og
85488.
Fyrir Breiðagerðisskóla að Grensásvegi 50. Sími: 85440.
Fyrir Langholtsskóla að Langholtsvegi 51. Símar: 85944 og
85950.
Fyrir Álftamýrarskóla að Grensásvegi 50. Sími: 85441.
Fyrir Laugarnesskóla að Skúlatúni 6. Símar: 25013 og 25017.
Fyrir Sjómannaskóla að Skúlatúni 6. Símar: 25085 og 10929.
Fyrir Austurbæjarskóla að Skúlatúni 6. Símar: 10930 og
10940.
Fyrir Miðbæjarskóla að Hringbraut 30. Símar: 12154 og
24480.
Fyrir Melaskóla að Hringbraut 30. Símar: 12136 og 24480.
Upplýsingar um utankjörfundarkosningu eru í síma 25011.
• Upplýsingar um kjörskrá eru í síma 25074.
• Kosningastjóri er í síma 25010.
Stuðningsfólk Framsóknarflokksins er beðið að hafa samband
við kosningaskrifstofumar sem fyrst.
3.
4.
5.
6.
7.
8.
9.
10.
m
Skólaslit Félagsmálaskóla
Framsóknarflokksins
Félagsmálaskóla Framsóknarflokksins verður
slitið föstudaginn 28. maí n.k. Skólaslitin fara
fram að Hótel Esju, 2. hæð, og hefjast kl. 20.30.
Formaður skólanefndar, Jónatan Þórmundsson,
prófessor, mun flytja skýrslu um starfsemina á
liðnu starfsári, og þeim, sem útskrifuðust úr
skólanum í vetur, verður afhent prófskírteini.
Þá fer fram vígsla klukknanna
og samhringing, og mun biskup
íslands, herra Sigurbjöm Einars-
son vígja hinar nýju samhringing-
arklukkur og klukknaspilið. Að
lokum verður aftansöngur. Dr.
Jakob Jónsson prédikar, en séra
Ragnar Fjalar Lárusson, þjónar
fyrir altari. Organleikari er Páll
Halldórsson. Sálmalög verða leik-
in á klukknaspilið.
Danski báturinn þar sem hann lá vi3 IngólfsgarS í gærdag. (Tímam. Guimar)
Saltvík 71 byrjar á tónhræru -
endar á samanpökkunardiskóteki
FB—Reykjavík, þriðjudag.
Mikil og fjölbreytt dagskrá verð
ur á hvítasunnuhátíðinni, sem
hljómsveitin Trúbrot gengst
fyrir í samvinnu við Æsku-
lýðsráð Reykjavíkur £ Salt-
v£k um helgina, en hátíðin nefn-
ist Saltvík ’71. Hátíðin hefst kl.
20 á föstudagskvöld með þv£ að
ýmsir tónlistarmenn á staðnum
flytja „tónhræru", eins og segir i
dagskránni. Síðan hefst dansleik-
ur, sem stendur fram til kl. 2
eftir miðnætti, en að þeim loknum
verður flugeldasýning. Fyrir dansi
leika Trúbrot og Mánar, og auk
þess verður diskótek.
Á laugardagsmorguninn hefst
hljómlistin strax kl. 10 með Morg-
undiskóteki, siðan verð Beathljóm
leikar frá kl. 11 til kl. 19. Aftur
hefjast hljómleikar og þá standa
þeir fram til 2 eftir miðnætti. Á
sunnudagsmorguninn verður diskó
tek, en kl. 11 mun sr. Bernharður
Guðmundsson, Trúbrot og fleiri
sjá um nýstárlega guðsþjónustu.
Frá kl. 17 til 21 verður þjóðlaga-
hátíð, um kvöldið verður varðeld-
ur og miðnæturdansleikur verður
frá kl. 12 á miðnætti fram til kl.
4 um nótt.ina. Á mánudag verður
lorgundiskótek hádegisdansleikur,
ýmsir hljómlistarmeni) leika milli
kl. 2 og 3 siðdegis og frá 3 til
4 verður það sem kallað er
£ dagskránni samanpökkunardiskó-
tek.
Aðgöngumiði að hátíðinni kost-
ar 350 krónur og gildir fyrir alla
dagana. Miðaverð er óbreytt all-
an timann. Forsala aðgöngumiða
hefst við Útvegsbankann á fimmtu
dagsmorgun og heldur áfram fram
á laugardag. Aðgöngumiðsala er
einnig við Saltvíkurhlið.
Ferðir verða frá Umferðamiðstöð
inni frá kl. 1600 á föstudag, og
frá Saltvík i lok dagskrár hverju
sinni. Fargjald er kr. 60 hvora
leið.
Næg bílastæði og tjaldstæði
eru í Saltvík. Hátíðargestir eru
beðnir að gæta þess, að hafa með
sér góðan viðlegubúnað, hlíföar-
föt, hituijartæki og nesti.
Fjölbreyttar veitingar verða á
boðstólum í Saltvík, svo sem pyls
ur, samlokur, öl, kaffi súkkulaði-
kex og margt fleira.
Á staðnum verður læknisþjón-
usta, og þar er og hjálparsveit
skáta með góða aðstöðu.
Fjóirir íþróttavellir eru í Salt-
vík til afnota fyrir gesti. í góða
veörinu verða bátar á víkinni,
sem taka farþega til skemmti-
ferða út um Kjalarnestanga.
Saltvík ’71, er hvað dagskrá
snertir miðuð við 14 áira unglinga
og eldri.
Framkvæmdastjórn hátiðarinnar
hefur aðsetur sitt £ Hlaðbúð £
Saltvik, gegnt veitingaskála. Fram
kvæmdastjóri er Hinrik Bjama-
son.
rækju-
mið fundin
í Djúpál
KJ—Reykjavík, þriðjudag.
Fiskileitarskipið Hafþór hefur
að undanförnu verið i rækjuleit,
og leitaði fyrst við Eldey, síðan
út af Vesturlandi, og síðast var
leitað við Vestfirði. í Djúpálnum
fundust góð rækjumið. Fékk Haf
þór rúm 300 kiló á togtíma á 130—
140 faðma dýpi. Var rækjan frek-
ar stór, eða 180—200 stykki i
kílóinu af rækjunni cins og hún
kcmur fyrir úr sjónum. Ilafþór
er væntanlegur til Reykjavíkur
á morgun úr þessum leiðangri
sinum.