Tíminn - 27.05.1971, Blaðsíða 16
Fimmtudagur 27. maí 1971.
.... I . ........... ■ ■ II ■■■■ —
TVEGGJA ÁRA
ÓK BÍL MÚÐUR
SINNAR
EB—Reykjavík, miðvikudag.
Síðdegis í gær, skildi móðir
tveggja ára barn sitt eftir í fólks
bíl, fyrir utan Strandgötu 52 á
Akureyri, á meðan hún skrapp inn
í húsið. Skildi móðirin bíllykil-
inn eftir í lásnum, og segist hafa
sett handhemilinn á. Mun barnið
hafa startað bílnum og skipti þá
engum togum, bíllinn fór af stað
og hafnaði á ljósastaur 50—60
m frá húsinu. Barnið sakaði ekki,
litlar skemmdir urðu á bílnum og
Ijósastaurinn var með öllu
óskemmdur.
Stórskeramdust
í árekstri
EB—Reykjavík, miðvikudag.
Harður árekstur varð um átta-
leytið í kvöld á Akureyri. Fólks-
bíll og jeppi rákust á, á mótum
Strandgötu og Glerárgötu. Báðir
bílarnir skemmdust en fólk í þeim
slapp ómeitt.
CESAR VAR
HEPPINN
GS—ísafirði, EB—Rvík, miðvikud.
Cesar hefur, allt frá því loksins
tókst að bjarga honum, legið við
bryggju hér á ísafirði. Hallast
hann enn eins mikið og hann gerði
áður, þrátt fyrir að tilraunir marg-
ar hafa verið gerðar til þess að
rétta hann við. Björgunarskipin tvö
eru hér enn. Þá liggja nú nokkrir
enskir togarar hér við bryggju.
Ségja má það heppni að tókst að
bjarga Cesari áður en norðan-
véðrið skall á. Ef björgunartilraun
irnar hefðu ekki borið árangur
fyrir veðurbreytinguna, hefði ár-
angur þeirra orðið annar en raun
ber vitni, en eins og allir vita,
var logn vestra allan þann tíma,
sem Cesar hafiðst við á skerinu.
Landsbyggðarmál
Framsóknarflokkurinn leggur
höfuðáherzlu á að vinna að
framförum í öllum landshlutum,
og þar með þjóðarinnar allrar,
með því að taka landsbyggðar-
málin nýjum og fastari tökum.
Flokkurinn leggur þar m.a.
áherzlu á eftirfarandi:
• Helztu framfaramálum
landshlutanna verði raðað í
forgangsröð á grundvelli fram-
kvæmda- og fjáröflunaráætlana.
• Sjálfsstjórn einstakra lands
hluta verðiaukin og myndaðir
byggðakjarnar, sem séu mið-
stöðvar atvinnulífs, menntunar,
heilsugæzlu og stjórnsýslu jafn-
framt, því, sem stefnt verði að
flutningi einstakra ríkisstofn-
ana út á landsbyggðina.
• 1 heildaráætlun um skipu-
lega eflingu atvinnulífsins verði
miðað að sem beztri nýtingu
landkosta og sjávarafla, fjár-
magns og vinnuafls og stuðiað
að því, að blómleg byggð haldist
um landið allt, þar sem fólkið
njóti hverskyns samfélagsþjón-
ustu.
0 Hlunnindi og aðrtr land-
kostir, hverju nafni sem nefn-
ast, séu nýttir af íbúum við-
komandi byggða.
• Lokið verði tafarlaust raf-
væðingu alira þeirra byggða og
býla, sem til greina kemur að
fái raforku frá samveitum, og
opinber aðstoð komi til við raf-
væðingu þeirra byggða og býla,
sem ekki er hagkvæmt að
tengja samveitum. Jafnframt
verði stefnt að jöfnunarverði
raforku á öllum þeim svæðum
landsins, sem raforku fá frá
„landsvirkjun“, sem skipuleggja
á og framkvæma alla raforku-
framleiðslu í vatnsföllum og
jarðhitasvæðum og annast dreif
ingu roforkunnar til hinna ýmsu
rafveitna, þar á meðal Rafmagns
veitna ríkisins.
• í langtímaáætlun um upp-
byggingu samgöngukerfisins,
sem gera verður, sé miðað við,
að landið verði allt byggt og
gæði þess nýtt. Samgöngur verði
daglegar innan héraðs pg hér-
aða á milli, og vetrarsamgöng-
ur til sem flestra byggðarlaga
tryggðar.
Risatrukkurinn er engin smásmíði. Á myndinni standa Indriði og þrjú börn hans við bifreiðina, sem er rúmir
pjjjpjjlf | í § | io wm ■ f .
111 ||pÉ ;|o
I —.«•
3 metrar á hæð og beidd.
(Tímamynd ET)
STÆRSTI BÍLL LANDSINS
KOSTAR 4,5 MILLJ. KR.
ET—Reykjavík, miðvikudag.
Stærsta bifreið landsins, 24
tonna þungaflutningabifreið af
tegundinni Aveling Barford, stend
ur nú inni við Sundahöfn og bíð-
ur gítir að komast í gagnið við
virkjunaframkvæmdirnar austur
við Þórisvatn. Eigandi bifreiðar-
innar er Indriði Indriðason og
fékk Tíminn hjá honum eftirfar-
andi upplýsingar um þennan risa-
stóra trukk.
Bifreiðin er af Veling Barford
■— tegund, framleidd af samnefndri
verksmiðju í Grantham í Englandi.
Þessi gerð af tegundinni nefnist
SN-35, og er hún 3,20 m á hæð
og 3,30 m á breidd. Bifreiðar þess
arar tegundar eru dreifðar um
allt brezka heimsveldið og mik-
ið notaðar við alls kyns flutninga.
Þessi risabifreið er mjög létt í
meðförum miðað við stærð og auð
velt að stjórna henni.
Orka h.f. flytur bifreiðina inn,
en hún kostar um 4,5 millj. króna.
Þessi gerð hefur þó verið mun
dýrari, en vegna þess að fram-
leiðsla á henni (þ.e. þessari gerð),
er hætt og þetta er fyrsta bifreið-
in þessarar tegundar, er hingað
kemur, fékkst bifreiðin með ein
staklega góðum kjörum. — Vélin
í risanum er af teg. Rolls-Royce,
450 hestöfl og eyðir hún miðað
við full afköst u.þ.b. 20 1. af olíu
á klst. Eins og áður sagði, er
eigin þyngd bifreiðarinnar um 24
Framhald á bls. 14.
• Aðstaða til náms verði gerð
sem jöfriust, bæði með dreif-
ingu mennta og menningarstofn-
ana sem víðast um land og með
fjárhagslegum stuðningi við
nemendur, sem verða að vista
sig til náms að heiman, og
hindra að nokkur þurfi að verða
af skólagöngu vegna efnaleysis.
Þátttaka ríkisins í rekstri skóla
í strjálbýlinu verði aukin og
þau byggðalög, sem enn búa við
farskólafyrirkomulagið, hafi for
gangsrétt til fjárframlaga til
skólabygginga.
• Læknisþjónustan í héruð-
unum verði bætt m.a. með því
að koma upp sem fullkomnust-
um lækningamiðstöðvum, með
velmenntuðu starfsliði, þar sem
henta þykir á stöðum, sem
liggja vel við samgöngum. Bæta
verður eftir föngum starfsskil-
yrði héraðslækna og möguleika
sjúklinga í strjálbýlinu til að
njóta læknishjálpar. Allir lands-
menn, hvar sem þeir búa í land
inu, eigi kost á góðu heilbrigðis-
eftirliti.
--------------------—-------J
Bar þremur
lömbum með
viku millibili
EB—Reykjavík, miðvikudag.
Nú á mánudaginn gerðist það á
býlinu VöIIum við Hvolsvöll, að
ær eignaðist tvö lömb. Slíkt væri
að sjálfsögðu ekki í frásögn fær-
andi, ef sama ær hefði ekki bor-
ið á mánudaginn í hinni. vikunni,
en þá eignaðist hún eitt lamb.
Mun það vera óvcnjulegt að ær
beri með slíku millibili.
Húsmóðirin á Völlum sagði í
viðtali við Tímann í dag, að lömb-
in, sem öll eru hrútar, væru ekk-
ert frábrugðin öðrum lömbum og
og ærin, scm þau eignaðist, væri
ósköp venjuleg ær, sem virtist
kunna vel við þessa fjölgun í
fjölskyldu sinni.
Eldur við
Laugaveg
EB—Reykjavik, miðvikudag.
Slökkviliðið í Reykjavik var
kallað út rétt fyrir kl. 22 í kvöld,
vegna elds er komið hafði upp í
bakhúsi við Laugaveg, en húsið er
í eigu fyrirtækisins P.Ó. Tókst
slökkviliðinu að kæfa eldinn á rúm
um hálftíma. Ekki var kunnugt
hve mikið tjón varð vegna elds-
ins, þcgar blaðið fór í prentun í
kvöld.
.....................~-----------------------------------------1
Ályktun aðalfundar Samvinnutrygginga:
AUKINN UMFERÐARARÚÐUR VARDAR ALLA ÞJQÐINA
KJ—Reykjavík, miðvikudag.
A aðalfundi Samvinnutrygg-
inga, sem haldinn var á Sauðár-
króki á föstudaginn, var sam-
þykkt ítarleg ályktun um um-
ferðarmál, og þá sérstaklega um
að umferðaráróður verði stór-
aukinn. Er þar skorað á dóms-
málaráðherra, Alþingi og ríkis-
stjórn, að beita sér fyrir úrbót-
um í þessum efnum, enda sé
aukinn umferðaráróður þjóð-
hagslegt hagsmunamál, sem
snerti líf og hamingju hvers
einasta borgara.
Ályktunin sem aðalfundurinn
samþ. fer í heild hér á eftir.
Aðalfundur Samvinnutrygg-
inga, haldinn á Sauðárkróki
föstudaginn 21. maí 1971, harm-
ar það furðulega vanmat stjórn-
valda á gildi umferðaráróðurs í
nútímaþjóðfélagi, sem felst í
stór-skertri fjárveitingu Alþing-
is til Umferðarráðs á þessu ári.
Af þessu tilefni og vegna
brýnnar nauðsynjar á auknum
umferðarslysavörnum, hvetur
fundurinn hæstvirtan dómsmála
ráðherra til að beita sér nú þeg-
ar fyrir:
1) að fjárveitingar til Um-
ferðarráðs verði auknar, svo
sem þörf krefur, og unnið verði
að því að skapa ráðinu varan-
legan tekjustofn, þannig að með
starfsemi þess verði unnt að ná
þeim árangri, scm upphaflega
var stefnt að, þegar ráðinu var
komið á fót.
2) að Umferðarráði verði
gert kleift að koma á framfæri
í Sjónvarpinu þeim fræðsluþátt-
um um umferðarmál og umferð-
arslysavarnir, sem ráðið telur
nauðsynlega
3) að umferðarlöggæzla verði
efld, svo að um muni
4) að kannað verði, á hvern
hátt sé unnt að breyta ákvæðum
laga um viðurlög við umferðar-
lagabrotum, í þeim tilgangi, að
beiting þeirra verði til þess að
draga verulega úr umferðar-
slysunum.
Að lokum leyfir fundurinn sér
að benda hæstvirtu Alþingi og
ríkisstjórn á, að kostnaðuririn
við hverjar þær ráðstafanir,
sem verða mega til þess að
draga úr umferðarslysunum og
afleiðingum þeirra, skilar sér
margfaldur aftur til þjóðarbús-
ins. Hér er um þjóðhagslegt
hagsmunamál að ræða, sem auk
þess snertir líf og hamingju
hvers einasta borgara og er
raunhæfasta leiðin til læklcun-
ar tjónbóta og þar með iðgjalda
í bifreiðatryggingum.