Fréttablaðið - 10.08.2002, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 10.08.2002, Blaðsíða 17
LAUGARDAGUR 10. ágúst 2002 DÝR PICASSO Starfsmaður uppboðshússins Cristie’s í London hylur andlit sitt með platta Picassos, Visage de femme, en í október nk. verður haldið uppboð á verkum Picassos. Uppboðið hefur hlotið nafnið Gleymd verk Picassos, og reiknað er með að þessi platti seljist fyrir allt að 3.800 pund eða u.þ.b. fjórar milljónir íslenskra króna. Keith Richards: Neitar að kalla Jagger Sir Mick ROLLING STONES Gítaristi Rolling Stones, Keith Richards, hefur gef- ið út yfirlýsingu um að hann og aðrir hljómsveit- armeðlimir í Sto- nes gefi ekki mik- ið fyrir riddara- tign Jaggers. „Við munum ekki kalla hann Sir Mick,“ er haft eftir Ric- hards. Hann segir að eðlilegra hefði verið að Jagger hlyti nafnbótina lávarður. „Þetta er ómerkileg nafn- bót en auðvitað var honum hent í sömu ruslafötu og Sir McCartney og Elton John,“ sagði Keith við blaðamann tónlist- artímaritsins Blender. „Fólk má kalla hann það sem það vill, við höfum önnur nöfn á hann.“ Rolling Stones eru nú í Toronto, að æfa fyrir hljómleikaferð sem hefst í Boston 3. september.  MICK JAGGER Aðlaður, við lítinn fögnuð hljóm- sveitarmeðlima Stones. SPRENGITILBOÐ V/BREYTINGA 50% afsl. AF ÖLLU Í BÚÐINNI Handskorin massíf húsgögn, sófasett, barir, innskotsborð, kistur, rococco stólar. ÓTRÚLEGT TÆKIFÆRI TIL AÐ EIGNAST EKTA PELSA, LEÐURVÖRUR, RÚMTEPPI, PÚÐAVER, DAGDÚKA, LJÓS OG GJAFAVÖRUR Á HÁLFVIRÐI. Opið virka daga 11-18, laugard. 10. ágúst 11-17 og sunnud. 11. ágúst 13-18 SIGURSTJARNA Bláu húsi Fákafeni sími 588-4545

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.