Fréttablaðið - 10.08.2002, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 10.08.2002, Blaðsíða 6
6 10. ágúst 2002 LAUGARDAGURSPURNING DAGSINS Hver ræður heima hjá þér? Mamma. Árný Eir Kristjánsdóttir BRUNI Eiríkur Þorláksson, for- stöðumaður Listasafns Reykjavík- ur, sagðist ekki vita hvert fjár- hagslegt tjón safnsins væri vegna brunans í Fákafeni 9. Mestu skipti að flest listaverkanna hefðu bjarg- ast. Safnið er með 50 verk í geym- slu í kjallaranum en í heildina á Reykjavíkurborg 10.000 listaverk. Vatnshæðin í kjallaranum í Fákafeni 9 var um hálfur metri þegar slökkviliðið var búið að slökkva eldinn. „Þetta er eitthvert milljóna tjón en það er ekkert til samanburðar við það tjón sem önnur fyrirtæki hérna hafa orðið fyrir,“ sagði Ei- ríkur. „Í heildina kemur þetta mun betur út heldur en maður gat ótt- ast. Það sem helst er ónýtt er bókalager safnsins, umbúðakassar, málverk og viðkvæmari verk sem hafa verið unnin úr pappír. Ef þessi verk hafa ekki orðið fyrir vatnstjóni gæti verið hægt að bjar- ga þeim. Verk Ásmundar og önnur stór listaverk hafa orðið fyrir vatns og sótskemmdum en það eru hlutir sem hægt er að hreinsa og laga að mestu leyti.“ Eiríkur sagði að í kjallaranum hefði einnig verði mikið af göml- um húsgögnum Ásmundar og vinnutæki sem hann hefði átt. Hann sagðist telja að allt þetta væri óskemmt.  Geymsla Listasafns Reykjavíkur: Hægt að hreinsa og laga verkin LISTAVERK Hægt er að hreinsa og laga stærri listaverk sem skemmdust vegna sóts og vatns. Borgarbyggð: Úrskurður ráðuneytis kærður KOSNINGAR Óðinn Sigþórsson, íbúi í Borgarbyggð, hefur kært úrskurð félagsmálaráðuneytisins að ógilda sveitarstjórnarkosningarnar og láta kjósa að nýju. Þann 31. júlí úrskurðaði félagsmálaráðuneytið að bæjarstjórnarkosningarnar í Borgarbyggð skyldu endurteknar vegna alvarlegra hnökra á fram- kvæmd kosninganna. Deilt hafði verið um hvaða atkvæði skyldu gild. Óðinn, sem er formaður stjórn- ar fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokks- ins í Borgarbyggð, kærir í eigin nafni en ekki í nafni flokksins. Hann ætlar að láta reyna á það hvort úrskurður ráðuneytisins er lögmætur. Ekki liggur fyrir hvenær kosið verður aftur eða hvort kæran hefur áhrif á fyrir- hugaðar kosningar.  BRUNI Um sjö tonn af kolsýru frá fyrirtækinu Ísaga voru notuð í bar- áttunni við eldinn í kjallara Fákafens 9 á miðvikudaginn. Hrólf- ur Jónsson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, sagði vel hugsanlegt að hún hefði bjargað þeim listmunum sem voru í kjallaranum. Geir Þórarinn Zoéga, fram- kvæmdastjóri Ísaga, býr skammt frá Fákafeni og þegar hann sá að- stæður ákvað hann að bjóða slökkviliðinu kolsýruna. Hún eyðir súrefninu en eldurinn þarf súrefni til að loga. „Ég bauð þeim bara aðstoð mína,“ sagði Geir Þórarinn. „Ég sagðist vera með sjö tonn af kol- sýru á tanki og spurði hvort þeir vildu hana.“ Hrólfur sagðist hafa hugsað aðeins málið enda þótt hug- myndin róttæk. „Ég ákvað síðan að slá til,“ sagði Hrólfur. „Það er ljóst að veggirnir voru búnir að gefa sig inni þar sem listmunirnir voru og maður spyr sig að því hvort kolsýran hafi gert gæfumuninn og bjargað þessum listmunum. Við vitum auðvitað ekk- ert um það en einhverra hluta vegna brunnu þeir ekki þrátt fyrir að veggirnir væru búnir að gefa sig.“  BAUÐ AÐSTOÐ Geir Þórarinn Zoéga, framkvæmdastjóri Ísaga, sendi tankbíl með sjö tonn af kolsýru í Fákafenið. Bauð sjö tonn af kolsýru: Bjargaði hugsanlega listmununum BRUNI Enn er óljóst hver upptök eldsins í kjallara Fákafens 9 voru. Tæknideild lögreglunnar hóf rannsókn sína í gær og þegar blaðamaður spurði hana um elds- upptökin sagði hún: „Við stöndum ráðþrota.“ Lögreglan gerir ráð fyrir að rannsóknin geti tekið nokkra daga. Mikið tjón varð í eld- inum og að sögn Erlends Fjeld- sted, hjá Tryggingamiðstöðinni, nemur það hundruðum milljóna króna. Í Fréttablaðinu í gær kom fram að kjallarinn hefði verið innrétt- aður án samþykkis byggingaryf- irvalda eða Eldvarnareftirlitsins. Hrólfur Jónsson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðis- ins, sagði að þrátt fyrir þetta hefðu brunavarnir verið ágætar. „Við skoðuðum húsið í maí og þá mátum við ástandið þannig að ekki væri lífshætta á ferðum,“ sagði Hrólfur. „Við þannig að- stæður gerum við athugasemdir en stöðvum ekki rekstur í húsum eða neitt í þá veru. Við gerðum kröfu um að teikningum yrði skil- að, en þegar bruninn varð hafði eigandinn enn frest til að skila þeim inn. Þegar hann er búinn að skila inn teikningum getum við gert kröfu um úrbætur. Ég vil ekki fullyrða nokkuð um það hvort hann hefði getað fundið ein- hvern brunahönnuð sem hefði getað reiknað út að brunavarnirn- ar væru í lagi. En væntanlega hefði frekari skoðun leitt til þess að bæta hefði þurft brunavarnirn- ar. Hugsanlega voru reyklúgur of litlar miðað við mögulegt brunaá- lag í húsinu.“ Hrólfur sagði að aðstæður í Fákafeni hefðu verið mjög erfið- ar. Reykkafarar hefðu átt erfitt með að athafna sig enda hitinn lík- lega um 1.000 gráður á celsíus efst í húsinu við loftið. „Við fórum hér í að gera hluti sem við höfum aldrei gert áður. Það að grafa sig niður og brjóta sig inn í hús er eitthvað sem ég hef aldrei gert á þeim 22 árum sem ég hef verið í þessu. Einn af mínum starfsmönnum fékk þessa hugmynd og ég tók nú ekki vel í hana fyrst en eftir smá tíma hugs- aði ég með mér að þetta væri bara ansi góð hugmynd. Við brutum því þrjú göt á kjallarann til að dæla inn vatni, froðu og kolsýru.“ Hrólfur sagði að húsið væri heilt en væntanlega myndi þurfa að skipta um eitthvað af gólfplöt- unum eða endurstyrkja burðar- virki þeirra. trausti@frettabladid.is LAGER Miklar skemmdir urðu á lager fyrirtækisins Betra bak. Froða var enn á gólfinu í hádeg- inu í gær. Upptök eldsins í Fákafeni ókunn Tæknideild lögreglunnar hóf í gær að rannsaka hver voru upptök eldsins. Slökkviliðsstjórinn segir að aðstæður hafi verið erfiðar. Hitinn 1.000 gráður á celsíus. Húsið heilt en styrkja þarf gólf eða burðarvirki. SÓTUG LISTAVERK Eiríkur Þorláksson, forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur, segir að bjarga megi flestum listaverkum Ásmundar Sveinssonar, en verk sem voru unnin úr pappa og bókalager safns- ins er líklega ónýtur. SLÖKKVILIÐSSTJÓRINN Hrólfur Jónsson gengur út úr geymslu Listasafns Reykjavíkur. Þormóður rammi: 706 milljón króna hagnaður UPPGJÖR Þormóður rammi - Sæberg hf. var rekinn með 760 milljón króna hagnaði á fyrri helmingiÝ ársins 2002. Þetta er talsvert betri afkoma en á sama tímabili árið áður en þá var félagið rekið með 458 milljón króna tapi. Í tilkynningu segir bætta afkomu megi að mestu rekja til gengishagnaðar af skuld- um félagsins vegna styrkingar ís- lensku krónunar. Rekstrartekjur á tímabilinu námu 2.624 milljónum króna og höfðu hækkað um ríflega 9% frá sama tímabili í fyrra. Rekstrar- gjöld hækkuðu um 8% milli ára og námu 1.906 milljónum króna. Verg- ur hagnaður var 718 milljónir króna, eða 27,4%, en var 638 millj- ónir króna, eða 26,6%, á fyrri helm- ingi síðasta árs.  Hraðfrystihúsið - Gunnvör hf: Hagnaður 474 milljónir UPPGJÖR Hraðfrystihúsið - Gunn- vör hf. var rekið með 474 milljóna króna hagnaði á fyrstu sex mánuð- um ársins 2002, samanborið við 178 milljón króna tap á sama tíma- bili 2001.Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsgjöld jókst um 29% á milli ára, úr 419 milljónum árið 2001 í 540 milljónir króna. Veltufé frá rekstri nam 405 milljónum króna á tímabilinu, samanborið við 257 milljónir króna á sama tímabili árið áður, og jókst því um tæp 58%. Hagnaður félagsins fyrir af- skriftir og fjármagnsliði er 540 milljónir króna eða 30,5% af rekstrartekjum samanborið við 419 milljónir króna og 30,9% árið áður.  GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 85,64 -0,12% Sterlingspund 130.98 -0.09% Dönsk króna 11.21 0.37% Evra 83.22 0.35% Gengisvísitala krónu 125,57 0,002% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 239 Velta 4.647.389 ICEX-15 1.258 -0,41% Mestu viðskipti Húsasmiðjan 413.680.000 Baugur hf. 78.897.000 Landsbanki Íslands 37.533.000 Mesta hækkun Eimskip 2,0% Sæplast 1,5% SÍF 1,2% Mesta lækkun SR-Mjöl -6,1% Össur hf. -3,1% Tryggingamiðstöðin -1,9% ERLENDAR VÍSITÖLUR Dow Jones* 8,758.54 0.53 % Nasdaq* 1,316.81 0.29% FTSE 100 4,322,4 ,9% DAX 3760,9 2,2% Nikkei 9.999,8 2,0% S&P 500 913,7 0,9%

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.