Fréttablaðið - 10.08.2002, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 10.08.2002, Blaðsíða 22
LÁTIÐ ekki Gay Pride - göng-una fram hjá ykkur fara. Lagt upp frá Rauð- arárstíg skömmu eftir há- degi. Takið börnin og afa og ömmu með. Uppfræðið þau um eðli og náttúru samkyn- hneigðar. Gerir lífið léttara. Og betra. STÓRMÁLAR-INN og verk hans. Í Listhúsi Ófeigs við Skóla- vörðustíg verður opnuð sýning á verkum Jóhann- esar Jóhannes- sonar. Hann var í Septem - hópn- um og alls ekki sá slakasti. Hafði auga fyrir hinu dekóratíva og ljúfa. Var þannig sjálfur. Frábær. ÁDALVÍK getur fólk slett úrklaufunum á Víkurröstinni klukkan 23:00. Þá mætir Björgvin Halldórsson á svæðið og tekur nokkur lög að eigin hætti. Er staddur fyrir norðan í veiðiferð með fjórum öðrum ryðmagítar- leikurum. Tekur sér pásu og syngur þá á kránni. Skemmtilegt. UNDUR Grasagarðsins í Laug-ardal. Ingunn Óskarsdóttir grasafræðingur gengur með fólki um garðinn og segir frá leyndar- dómum náttúrunnar á einstæðan hátt. Mæting klukkan 11:00. Ókeypis. Meistarakokkurinn Siggi Hallhélt upp á fimmtugsafmæli sitt á veitingastað sínum á Hótel Óðinsvéum á fimmtudaginn. Fjöldi gesta setti svip sinn á veisluna og kunnugleg andlit stungu saman nefjum. Björg- vin Halldórsson fór á kostum, Jón Baldvin hélt ræðu og Björn Thoroddsen þandi gítarinn. Veitingar voru ríkulegar og saltfiskur í ýms- um útgáfum vakti ekki minni at- hygli en sjálft afmælisbarnið sem lék við hvern sinn fingur. Innrás alþjóðlega fasteignaris-ans Remax á íslenskan markað hefur vakið athygli. Remax byggir fasteignastarfsemi sína á því að leigja sölumönnum stafs- aðstöðu og vinna þeir síðan sjálf- stætt og þiggja 80 prósent af sölulaunum. Erlendir eigendur Remax hafa hins vegar ekki gert sér grein fyrir því að nafn fyrir- tækisins hljómar á íslensku ná- kvæmlega eins og Rímax sem var kjötvinnsla sem mjög kom við sögu í stóra fíkniefnamálinu sem skók undirheima Reykjavík- ur fyrir nokkrum misserum. Það styttist í að ákvörðun verðitekin um framtíð talmáls- stöðvarinnar Sögu sem Norður- ljósasamsteypan hleypti af stokkunum fyrir nokkrum mán- uðum. Upphaflegar hugmyndir voru þær að gefa stöðinni sex mánuði til að sanna sig og sá tími er liðinn í haust. Kostnaði við stöðina hefur verið haldið í lág- marki og hefur það takmarkað þróun hennar verulega. Þó vel hafi tekist til í stórum dráttum hafa auglýsingar látið á sér stan- da en á þeim byggist framtíð Sögu. Aðskildar auglýsingadeild- ir útvarps - og sjónvarpssviðs Norðurljósa hafa nú verið sam- einaðar og veitir Jón Axel Ólafs- son, útvarpsstjóri Norðurljósa, henni forstöðu. 22 10. ágúst 2002 LAUGARDAGUR GAY PRIDE Kristín Jóna Þorsteins- dóttir, grafískur miðlari og tón- listarkona, er lesbísk og hlakkar mjög til hátíðarhaldanna í dag. „Þetta er bara þjóðhátíð,“ segir hún. En hvaða þýðingu hefur dagurinn fyrir hana persónulega? „Þetta er auðvitað minn dagur og okkar allra og hátíðin ger- ir okkur sýnilegri. Fólk sér að við erum ekki hættuleg og ógnvekjandi. Það er alveg hægt að stan- da á Laugaveginum og horfa á án þess að fara heim til sín á eftir og vera orðinn gay.“ En voru virkilega svona miklir fordómar í gangi? Ja, ég er 35 ára og kom úr felum 15 ára, og það er bara hægt að orða það þannig að það er mun auðveldara að vera lesbía í dag en þá. Maður er ekki að missa vini sína, maður er ekki lengur þetta úrhrak, held- ur bara venjuleg mann- eskja eins og hinir.“ Kristín er virkur með- limur í félagsskap sem nefnist KMK, Konur með konum, og segir þar öflugt félagsstarf fyrir lesbíur. „Hommarnir hafa verið miklu duglegri í félagslíf- inu, stelpurnar hafa verið meira hver í sínu horni,“ segir hún Kristín telur að tíunda hver kona á landinu sé gay. „Það er ör- ugglega bara helmingurinn sem samtökin vita af. Ég bý t.d. á Ak- ureyri og er eina sýnilega lesbían þar. Ég veit hins vegar að þar er allt morandi í lesbíum.“ Kristín er alsæl fyrir norðan, býr rétt fyrir utan bæinn og horf- ir á kýrnar á morgnana. Hún er virkur slagverksleikari og kemur fram bæði ein sér og með öðrum. „Ég hef verið að vinna mikið með Önnu Ríkharðsdóttur, listakonu á Akureyri, hún er með gjörning og ég spila undir. Svo treð ég upp ein þar sem það býðst, t.d. í Deiglunni og víðar.“  MENNINGARSKOKK MEÐ SÚRMJÓLKINNI Hvernig fór ljóskan að því aðfótbrotna við að raka saman laufum? Hún datt niður úr trénu. Hvorki hættuleg né ógnvekjandi AFMÆLI „Ég er fædd á ári drek- ans samkvæmt Kínverjum, árið 1940,“ segir Unnur. Ár drekans kemur á tólf ára fresti og var því síðast árið sem Unnur var sex- tug. „Það má eiginlega segja að maður eigi raunverulega afmæli á tólf ára fresti,“ heldur hún áfram. „En nú er ár hestsins og það er ekki eins spennandi.“ Samkvæmt þeirri stjörnuspeki sem við Vesturlandabúar þekkj- um betur er Unnur fædd í ljóns- merkinu, eins og aðrir þeir sem eiga afmæli um þessar mundir. „Ég er dálítið heppin af því að það er nýtt tungl. Ég er fegin því. Það er gott tákn.“ Unnur ætlar að verja afmæl- isdeginum uppi við Elliðavatn þar sem hún á sumarbústað. Þar ætlar hún að vera í bogfimi eða róa út á kanónum sínum, nema hvort tveggja verði. „Ég hjóla alltaf upp eftir,“ segir Unnur sem lætur augljóslega ekki ald- urinn vefjast fyrir sér enda eru 62 ár enginn aldur ef heilsan er góð. Kínaklúbbur Unnar er 52 árum yngri en Unnur sjálf og er því 10 ára um þessar mundir. „Ég er að fara í 17. ferðina í sept- ember,“ segir Unnur. „Ég hlakka mikið til. Það er ótrúlegt að mað- ur skuli hlakka svona mikið til í hvert sinn en það eru alltaf nýj- ar upplifanir.“ Unni finnst ekki undarlegt að upplifun þeirra sem séu að koma til Kína í fyrs- ta sinn sé sterk en segist í raun vera hissa á því hvað landið komi henni sjálfri alltaf á óvart. Unnur var atvinnudansari í Svíþjóð í tvo áratugi og á enn heima í Stokkhólmi. Hún segir þó að hugurinn sé hér heima á Íslandi og í Kína. „Maður verður miklu meiri Íslendingur en ella þegar maður býr erlendis.“ steinunn@frettabladid.is SAGA DAGSINS 10. ÁGÚST Veðurathuganir RasmusLievog hófust árið 1779. Hann skráði veðurfar á Álfta- nesi fjórum sinnum á sólarhring frá 1779-1785. Þetta var með allra fyrstu veðurathugunum hérlendis. Stephan G. Stephansson skáldlést árið 1927, 73 ára gamall. Hann flutti ungur vestur um haf og bjó lengi við Klettafjöll. Kvæðasafn hans nefnist And- vökur. Guðlaug Þorsteinsdóttir, 14ára, varð fyrsti kvenskák- meistari Norðurlanda árið 1975. WolfgangAmadeus Mozart lauk við að skrifa hið vinsæla Eine Kleine Nachtmusik árið 1787. FÓLK Í FRÉTTUM AFMÆLI HRYSSINGSVEÐUR UNDIR AKRAFJALLI Þessi hestur lét ekki á sig fá þótt rigningarsuddi væri undir Akrafjalli í gær. TÍMAMÓT JARÐARFARIR 11.00 Edda Björk Þorsteinsdóttir, Heið- vangi 3, Hellu, verður jarðsungin frá Oddakirkju. 14.00 Vilborg Jónsdóttir, Hjarðartúni 3, Ólafsvík, verður jarðsungin frá Ólafsvíkukirkju. AFMÆLI Siv Friðleifsdóttir, umhverfisráðherra, er fertug í dag. Unnur Guðjónsdóttir, ballettdansari og ferðafrömuður, er 62 ára í dag. Fótboltamaðurinn Þormóður Árni Egils- son er 33 ára í dag. ANDLÁT Þuríður Andrésdóttir, Frostafold 97, lést 6. ágúst. María Stella Reyndal, tónlistarmaður, Nönnugötu 16, Reykjavík, lést 7. ágúst. Hrefna Björnsdóttir frá Mýnesi lést 7. ágúst. Helga Jónsdóttir, Goðabyggð 13, Akur- eyri, lést 4. ágúst. Að gefnu tilefni skal tekið fram að skop er ekkert grín. Leiðrétting KRISTÍN JÓNA ÞORSTEINSDÓTTIR Telur að tíunda hver kona sé gay. Æfir bogfimi og rær kanó Ferðafrömuðurinn Unnur Guðjónsdóttir er 62 ára í dag. Hún ætlar að verja deginum í sumarhúsi sínu við Elliðavatn. UNNUR GUÐJÓNSDÓTTIR Afmælisbarn dagsins er sjaldan aðgerðarlaust. Hér er hún að æfa bogfimi við sumarhús sitt við Elliðavatn Í september fer hún til Kína. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Gay Pride er í dag. Kristín Jóna Þor- steinsdóttir lesbía heldur daginn hátíð- legan. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.