Fréttablaðið - 10.08.2002, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 10.08.2002, Blaðsíða 13
13LAUGARDAGUR 10. ágúst 2002 MEN IN BLACK 2 kl. 6.30, 8.30 og 10.30 SPIDERMAN - 2 FYRIR 1 kl. 5.30 UNFAITHFUL kl. 8 og 10.40Sýnd kl. 5.30, 8.30 og 11.30 Sýnd kl. 6.30, 8. 30 og 10.30 KRINGLUNNI 4-6, SÍMI 588 0800 www.samfilm.is BAD COMPANY kl. 10 VIT394 SCOOBY DOO kl. 2 og 4 VIT398 MR. BONES kl. 5.50 og 8 VIT415 Sýnd kl. 1, 2, 3, 4 og 5 m/ísl. tali VIT 418 Sýnd kl. 6, 7, 8, 9, 10 og 11 VIT 417 SÍMI 553 2075 MEN IN BLACK 2 kl. 4, 6, 8 og 10FRUMSÝNIND kl.4, 7 og 10 (Powersýning) Sýnd kl. 4, 5.50, 8 og 10.10 Breski leikarinn Robert Car-lyle, sem margir þekkja úr myndunum Trainspotting og The Full Monty, hefur ráðið sig til þess að leika Hitler. Um er að ræða sjónvarpsþáttaröð er BBC er að framleiða um þýska ein- ræðisherrann. Myndin mun hefj- ast við lok fyrri heimstyrjaldar- innar og mun fjalla um leið Hitlers til valda. Myndinni verð- ur leikstýrt af Michael Radford sem gerði ítölsku myndina „Il Postino“. Leikstjórinn Steven Spielberg,sem hefur sagt að hann ætl- aði að taka allar sínar myndir á filmu, sagði nýlega í viðtali að ef félagi hans og skap- ari Stjörnu- stríðsheima George Lucas vildi að fjórða Indiana Jones myndin yrði unnin stafrænt myndi hann glaður gera slíkt. Hann og Lucas hafa gert allar Indiana Jones myndirnar saman. Spielberg hef- ur leikstýrt en George Lucas hefur samið sögurnar. Vinnu- háttum verður eins háttað í væntanlegu ævintýri um forn- leifafræðinginn fjöruga. Spiel- berg segist Lucas sinn besta vin og að hann myndi gera allt sem hann bæði sig um. Af tilefni þess að fjörtíu árverða liðin í október frá því að Bítlarnir áttu sinn fyrsta slagara ætlar plötufyrirtæki þeirra Parlophone að gefa út safnplötu. Lagið „Love me Do“ fór á topp breska sölulistans árið 1962. Platan á að vera tvöföld og mun inni- halda um 50 lög. Ekki verður farið eftir því hvaða lög voru vinsælust heldur á að safna saman bestu lögunum í þeirri von að útkoman verði „Bítlaplatan“ með stóru upp- hrópunarmerki. Lögreglan í Beverly Hillshverfi Los Angeles borgar hefur gefið út handtökuskipun á Vince Neil, söngvara hljómsveit- arinnar Mötley Crue. Hann er sagður hafa ráðist á upptöku- stjóra á næturklúbb einum þar í bæ. Maðurinn sem kærði Neil segist ekki þekkja hann neitt og að árásin hafi verið af ástæðu- lausu. Umboðsmaður Neil segir ákæruna fáránlega og að hann sé viss um að henni verði vísað frá eftir að málið hafi verið rannsakað almennilega. Þetta er líklegast í fyrsta skiptið í lengri tíma sem einhver annar liðsmað- ur sveitarinnar en Tommy Lee kemst í fréttirnar fyrir óliðleg- heit og skrípaleik. Dagskrá Hinsegin daga Það verður mikið líf í miðbænum í dag. Fjörið heldur áfram fram á kvöld og margir skemmtistaðir með sérstaka dagskrá í tilefni dagsins. HLEMMUR - GAY PRIDE GANGA 15:00 Dagskráin hefst formlega á því að fólk safnast saman á Rauðarársstíg við Hlemm. Fólk er hvatt til þess að mæta í síðasta lagi klukkan 14 en gleðigangan leggur af stað klukkustund síðar. Gengið verður eftir Laugarvegi og niður í Kvosina. INGÓLFSTORG - HINSEGIN HÁTÍÐ 16:15 Hátíðin hefst á ávarpi frá Heimi Má Pét- urssyni framkvæmdastjóra. Eftir það stelur kynnir dagsins, Ungfrú Öskjuhlíð senunni. Fram koma: Jade Esteban Estrada, Helga Möller, X Rottweiler hundar, Rokkslæðan, rokksveitin Stereo Total frá Frakklandi, Stuðmenn, Jón Ólafsson og drottningar allra kynja. GAUKUR Á STÖNG - BALL 23:30 Sálin Hans Jóns Míns leikur fyrir dansi. Hljómsveitin Útrás sér um upphitun. 1500 kr. inn. LA U G A VE G U R A U ST U R ST R Æ TI H A FN A R ST R Æ TI LÆKJARGATA H VE R FI SG AT A KAFFI 22 - DANSLEIKUR 23:00 Andrea Jónsdóttir og Dj Benni leika tón- list af plötum. Karaoke kerfi verður á staðnum. Salurinn skreyttur. Karlþjónar í dragi en kvenþjónar í jakka- fötum. 500 kr. inn NASA - DANSLEIKUR 23:00 Dj Páll Óskar og dragdrottningar. Miðaverð 1.000 kr. SPOTLIGHT - DANSLEIKUR 23:00 Miðaverð 1.000 kr. (til styrktar GAY PRIDE). Upphitun fyrir kvöldið hefst eftir hátíðar- höldin á Ingólfstorgi. Spotlight opnar kl.17:00 GRANDROKK - TÓNLEIKAR 00:00 Hljómsveitin Botnleðja leikur. 500 kr. inn SIRKUS - TÓNLEIKAR Í BAKGARÐI 17:00 Hljómsveitirnar Kimono, Hudson Wayne og Kafka leika. Aðgangur ókeypis. TÓNLIST Hljómsveitin Stereo Total er gáfumannapoppsveit sem star- far í Berlín þrátt fyrir að liðsmenn komi víða að. Hún hefur gefið út fimm breiðskífur frá árinu '95 og er þekkt fyrir frumlega, fjöruga og fagra tóna. „Við spilum oft á Gay Pride há- tíðum,“ segir söngkonan, gítarleik- arinn og trommarinn Francoise Cactus líflega með sterkum frönsk- um hreim. Slíkt myndi líklegast þykja fullkomlega eðlilegt, nema hvað að enginn liðsmaður er sam- kynhneigður. „Þegar við byrjuðum lékum við aðallega á „gay“ klúbb- um. Tónn sveitarinnar þótti mjög undarlegur í Þýskalandi á tímum teknó og grunge. Fólkið sem fattaði okkur virtist allt vera samkyn- hneigt,“ segir hún og hlær. Lög Stereo Total eru flest í líf- legri kantinum en hún hefur einnig getið sér gott orð fyrir að bregða gömlum lögum í undarlega bún- inga. „Ég ætla að reyna að syngja eitt lag á íslensku. Ég fékk vin minn, Jón Atlason, til þess að þýða einn texta. Hann reyndi að útskýra fyrir mér framburðinn en hann er rosa- lega flókinn. Úff, þetta verður erfitt! Ég efast um að neinn muni skilja mig.“ Sveitin er búin að vera hér í viku og því haft tíma til þess að skoða Gullfoss, Geysi, Bláa Lónið og lítið álfaþorp? „En þvílík synd, ég er ekki enn búin að sjá neinn álf.“ Hmm, ætli hún sjái ekki glás af þeim í dag? Stereo Total leikur á Ingólfs- torgi, hátíðarhöldin hefjast þar kl. 16:15.  STEREO TOTAL Francoise segir sveitina aðallega ætla að leika sín eigin lög en sagði þó að Bítlarnir ættu það til að kíkja í heimsókn. Hljómsveitin Stereo Total leikur á Ingólfstorgi í dag: Eru engir álfar á Íslandi?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.