Fréttablaðið - 10.08.2002, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 10.08.2002, Blaðsíða 14
14 10. ágúst 2002 LAUGARDAGURHVAÐA BÓK ERTU AÐ LESA? HINSEGIN DAGAR 14.00 Gay Pride-ganga . Safnast saman á Rauðarárstíg klukkan 14. Gang- an leggur af stað klukkan 15. 16.15 Hinsegin hátíð á Ingólfstorgi. Heimir Már Pétursson fram- kvæmdastjóri ávarpar samkom- una. Síðan stígur á svið Ungfrú Öskjuhlíð og kynnir skemmti- krafta dagsins, Jade Esteban Estrada, Helgu Möller, Rottweiler- hundana, Rokkslæðuna, Stero Total, Stuðmenn, Jón Ólafsson og ýmsa fleiri að ógleymdum drottn- ingum dagsins. 23.00 Spotlight Hinsegin dansleikur 23.00 Nasa Hinsegin hátíðardansleikur 23.00 22 við Laugarveg Hinsegin hátíð- ardansleikur. SKEMMTANIR Players, Kópavogi. Hljómsveitin Land og Synir leika. Kaffisetrið Thai Night, lifandi tælensk tónlist og karaoke. Opið til kl. 03. 22.30 Gamla-Borg í Grímsnesi Sveiflu- kvartett á Gömlu-Borg. 23.00 Víkurröst, Dalvík Hljómsveitinn 17 vélar. Með Hljómsveitinni stígur einnig á stokk stórsöngvarinn Björgvin Halldórsson og tekur nokkur af sínum þekktustu lög- um. TÓNLEIKAR 12.00 Hádegistónleikar í Hallgrímskirkju. Hinn heimsþekkti organisti Susan Landale leikur fjögur verk. Kvöld- tónleikar klukkan 20 á sunnudag. Susan Landale leikur. 16.00 Jómfrúin Tríó Björns Thorodd- sens. Með Birni leika Jón Rafns- son á kontrabassa og Ingvi Rafn Ingvason á trommur. Leikið verð- ur utandyra ef veður leyfir, að- gangur er ókeypis. 14.00. Árbæjarsafn Hrafn Ásgeirsson, spilar á saxafón, og Davíð Þór Jónsson á píanó og rafhljóð, sem gleðja gesti safnsins. Verkin sem þeir félagar leika eru byggð á spuna, sum hver jasskennd. Tón- leikarnir eru í húsinu Lækjargötu 4 í Árbæjarsafni. OPNANIR 16.00 í dag klukkan 16 verður opnuð í Listhúsi Ófeigs á Skólavörðustíg 5 sýningin „Úr fórum gengins listamans“ Á sýningunni verða verk Jóhannesar Jóhannessonar (1921-1998), vatnslitamyndir, pastel og teikningar. 15.00 Í dag klukkan 15 verða opnaðar tvær myndlistarsýningar í Gerðar- safni. Önnur í Austur- og Vestursal safnsins ber heiti Stefnumót. Á henni eru málverk eftir Jóhannes Jóhannesson listmálara og högg- myndir og glergluggar Gerðar Helgadóttur myndhöggvara. Hin sýningin sem er á neðri hæð safnsins heitir Yfirgrip. Á henni eru eldri og nýrri verk eftir Val- gerði Hafstað listmálara. Sýning- arnar standa til og með sunnu- dagsins 8. september. Listasafn Kópavogs er opið alla daga nema mánudaga frá 11-17. FERÐIR 11.00 Skoðunarferð um Grasagarð Reykjavíkur. Ingunn J. Óskarsdóttir garðyrkjufræðingur gengur með fólki um garðinn og skoðaðar verða plöntur sem blómstra gul- um blómum. Mæting er í Lysti- húsinu sem stendur við garðskál- ann og er aðgangur ókeypis. 14.00 Alviðra Krakkadagur. Guðjón Magnússon náttúruunnandi og fræðslufulltrúi Landgræðslu ríkis- ins stýrir dagskrá. Á dagskrá verða skemmtilegir náttúruleikir og verkefni og boðið verður uppá kakó og kleinur. Þátttökugjald er 500 kr. ÓPERA 21.00 Borgarleikhús. Frumsýning á óper- unni Didó og Eneas eftir Henry Purcell. LEIKHÚS 20.30 Light Nights í Kaffileikhúsinu í Hlaðvarpanum. Miðasala við inn- ganginn og í upplýsingaþjónustu ferðamála í Bankastræti. 20.30 Sunnudagur. The Saga of Gudrídur. Sýnt í Skemmtihúsinu, Laufásvegi 22. Miðasala við inn- ganginn og í upplýsingaþjónustu ferðamála í Bankastræti. 21.00 Ragnarök í Smiðjunni, Sölvhóls- götu 13. Söfn Árbæjarsafn. Fjölbreytt dagskrá alla helg- ina fyrir unga sem aldna. Tónleikar í dag klukkan 14, mjólkudagur á morgun. Þá verður messa í gömlu safnkirkjunni og síðan sjónleikurinn Spekúlerað á stórum skala, en þar býður Þorlákur Ó. Johnson gestum upp á skemmtidagskrá og varp- ar ljósi á lífið í Reykjavík á 19. öld. Hús- freyjan í Árbæ býður gestum og gang- andi upp á nýbakaðar lummur. Á bað- stofuloftinu verður spunnið og saumaðir roðskór. Í Dillonshúsi er boðið upp á heimilislegt kaffihlaðborð. LAUGARDAGURINN 10. ÁGÚST MYNDLIST Í dag verða opnaðar tvær sýningar í Listasafni Kópa- vogs, Gerðarsafni. Á neðri hæð safnsins er sýning á verkum Val- gerðar Hafstað sem nefnist Yfir- grip. Á henni eru eldri og nýrri verk eftir Valgerði. „Ég er með myndir þarna allt frá árinu 1950, en meirihluti verkanna er frá síðastliðnum 10-15 árum,“ segir Valgerður. „Sumar myndanna á sýningunni hafa ekki verðið til sýnis áður.“ Valgerður hefur málað óhlutbundin verk síðar hún kynntist abstraktlistinni í París á sjötta áratugnum. „Þar sýndum við einu sinni saman ég og Gerður Helgadóttir, þá ungar listaspírur í útlöndum,“ segir hún hlæjandi. Valgerður, sem er 71 árs, bjó lengi í París en býr nú í New York og líkar vel. „Ég er að kenna bæði teiknun og málun á veturna,“ segir hún, „en við eigum ennþá gamla heimilið okkar í Frakklandi og förum þangað og endurnýjum kraftana á sumrin.“ Eiginmaður Valgerð- ar er André Enarg, listmálari, en hann hefur í tvígang sýnt verk sín á Íslandi. Í Austur- og Vestursal Gerð- arsafns verður opnuð sýning á málverkum eftir Jóhannes Jó- hannesson listmálara og höggg- myndum og glergluggum eftir Gerði Helgadóttur myndhöggv- ara, undir yfirskriftinni Stefnu- mót. Jóhannes og Gerður stund- uðu bæði nám í París upp úr 1950 og gengu til liðs við abstraktlist- ina þó viðfangsefni þeirra væru æði ólík. Á sýningunni lýkur stefnumóti verka þessara tvegg- ja ólíku listamanna árið 1975, þegar Gerður lést fyrir aldur fram. Yngsta verk Jóhannesar á sýningunni er málað árið 1998. Um þær mundir var hann að undirbúa einkasýningu í Austur- sal Gerðarsafns. Hann þekkti salinn vel, hafði sett þar upp sýn- ingu árið 1996 á verkum eftir góðvin sinn Sigurð Sigurðsson listamálara sem lést nokkrum mánuðum síðar. Tæpum tveimur árum eftir lát Sigurðar var Jó- hannes sjálfur allur og sárt til þess að vita að honum skyldi ekki endast aldur til að halda fyrirhugaða sýningu. Í tengslum við sýninguna kemur út bók um verk Jóhannesar sem heitir Jó- hannes Jóhannesson – Leikur forms og lita. Bókin er ríkulega myndskreytt, og þar rakin ævi- atriði listamannsins. Sýningarnar standa til og með sunnudagsins 8. september. Listasafn Kópavogs er opið alla daga nema mánudaga frá 11-17. edda@frettabladid.is Stefnumót og Yfir- grip í Gerðarsafni Á tveimur sýningum sem verða opnaðar í Gerðarsafni í dag eru eldri og nýrri verk Valgerðar Hafstað, málverk eftir Jóhannes Jóhannesson og höggmyndir eftir Gerði Helgadóttur. VALGERÐUR HAFSTAÐ Býr og starfar í New York og býst ekki við að halda fleiri sýningar á Íslandi. Theódóra Frímann, hjúkrunarfræðingur. Ég er að lesa séra Jón Bjarman, Af föngum og frjálsum mönnum. ÓPERA Í kvöld verður frumsýnd í Borgarleikhúsinu óperan Didó og Eneas eftir Henry Purcell. Það er Sumaróperan sem stendur að sýn- ingunni. Guðný Hildur Magnús- dóttir, aðstoðarframkvæmda- stjóri sýningarinnar, segir Sumar- óperuna skemmtilega og spenn- andi nýjung í íslensku menningar- lífi. „Hrólfur Sæmundsson fékk hugmyndina þegar hann bjó í Bandaríkjunum, en þar tíðkast svona uppfærslur,“ segir Guðný. „Hrólfur er sjálfur í öðru aðal- hlutverki sýningarinnar og stjórnaði kórnum til að byrja með, en svo fengum við til liðs við okk- ur frábæran stjórnanda frá Wa- les, Edvard Jones sem starfar í New York,“ segir hún. „Hann er hér í sumarfríinu sínu og þarf að hverfa aftur til sinna starfa í ágúst. Þess vegna verða aðeins fimm sýningar á verkinu.“ Magn- ús Geir Þórðarson leikstýrir og í aðalhlutverkum eru Ingveldur Ýr, Hrólfur Sæmundsson, Valgerður Guðnadóttir og Ásgerður Júníus- dóttir. „Kórinn var svo valinn úr fjölda umsækjenda,“ segir Guð- ný, „en mikil gróska er í sönglífi á landinu og mikið af hæfu fólki.“ Dido & Eneas hefur verið köll- uð perla barrokóperanna, tónlist- in er aðgengileg og falleg og magnaðar aríur í verkinu. Verkið er flutt á frummálinu ensku. Sýningar verða í Borgarleik- húsinu 10. 11., 15., 16., og 18. ágúst.  Grasagarðurinn: Blómstrandi gul blóm GÖNGUFERÐ Í dag klukkan 11 verð- ur boðið upp á s k o ð u n a r f e r ð um Grasagarð R e y k j a v í k u r. Ingunn J. Ósk- arsdóttir garð- yrkjufræðingur gengur með fólki um garðinn og skoðaðar verða plöntur sem blómstra gulum blómum. Mæting er í Lysti- húsinu sem stendur við garðskál- ann og er aðgangur ókeypis.  Bækur: Bókmenntir samkynhneigðra BÆKUR Í tilefni dagsins birtum við lista yfir vinsælustu bækur meðal homma og lesbía. Þar er margt áhugavert að finna og enginn vafi á að gagnkynhneigðir hefðu gagn og gaman af að lesa þessar bækur ekki síður en samkynhneigðir. Í fimmta sæti listans er t.d. áhuga- verð bók um samkynhneigð Forn- Grikkja og í öðru sæti listrænar ljósmyndir eftir Mapplethorpe, sem er þekktur fyrir að mynda allt sem þykir „tabú“. Á listanum eru líka áhugaverðar skáldsögur um homma og lesbíur.  DIDÓ OG ENEAS Mikið er lagt í sýninguna sem verður frum- sýnd í kvöld. Aðeins verða fimm sýningar á verkinu. Borgarleikhús: Frumsýning Sumar- óperunnar í kvöld FÖGUR BLÓMABREIÐA Skoðuð verða gul, blómstrandi blóm í gönguferðinni í dag. 1 METSÖLULISTI 2 3 4 5 6 7 8 9 10 VINSÆLUSTU HOMMA OG LESBÍU- BÆKUR Á AMAZON.COM Dr. Sheila Kirk FEMINIZING HORMONAL... Robert Mapplethorpe PICTURES: ROBERT Gerri Hill ONE SUMMER NIGHT Felice Newman THE WHOLE LESBIAN SEX... Andrew Calimach LOVER’S LEGENDS: THE GAY... Lacey Leigh OUT & ABOUT: THE ERMANCIP... Bill Brent TOUGH GUYS Caroline Giorgio LAGUNA NIGHTS Karin Kallmaker SUBSTITUTE FOR LOVE Moises Kaufman THE LARAMIE PROJECT FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER Ragnarök 2002: Efniviður sóttur í Eddu- kvæði LEIKLIST Í kvöld klukkan 21 verður frumsýnd í Smiðjunni, leikhúsi Listaháskóla Íslands, sýningin Ragnarök 2002. Verkið er þróunar- verkefni unnið í leiksmiðju þar sem þjálfun, markvissar tilraunir og rannsóknir á efni og formi geta af sér leiksýningu. Efniviður er að mestu sóttur í Eddukvæðin, og skoðaður með aðferðum tilrauna- leikhússins. Innblástur er sóttur víða, m. a. í smiðju japanska leik- húslistamannsins Tadashi Suzuki. Með því að leiða saman sviðslista- menn frá Norðurlöndunum, með ólíkan bakgrunn en sameiginlegan áhuga á rannsóknum á sviði leik- listar og menningar, stefnir Lab Loki að því að þróa nútímalega að- ferð til að tjá og túlka hinn samnor- ræna menningararf. Í sýningunni koma fram Annika Britt Lewis, Árni Pétur Guðjónsson, Harpa Arnardóttir, Hedda Sjögren, Ingv- ar Sigurðsson, Magnús Þór Þor- bergsson, Margrét Vilhjálmsdóttir, Morten Traavik, Rúnar Guðbrands- son, Ragnheiður Skúladóttir og Steinunn Knútsdóttir Verkefnið var styrkt af menntamálaráðuneyt- inu, Reykjavíkurborg, Listahá- skóla Íslands og Nordisk Kultur- ford. 

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.