Fréttablaðið - 10.08.2002, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 10.08.2002, Blaðsíða 10
10 10. ágúst 2002 LAUGARDAGUREVRÓPUMEISTARAMÓTIÐ STOKKIÐ TIL SIGURS Svíinn Christian Olsson stekkur hér til sig- urs í þrístökkskeppninni á Evrópumeistara- mótinu í frjálsum íþróttum. Hann skaut þar með Jonathan Edwards frá Bretlandi ref fyrir rass. Michael Owen, framherjiLiverpool og enska lands- liðsins, kvartar undan leikjaálagi og segir það nauðsynlegt að fækka leikjum í ensku úrvals- deildinni. Hann segir að enska landsliðið hafi dottið út úr heims- meistaramótinu vegna álags á leikmenn. England tapaði fyrir Brasilíu í átta liða úrslitum HM. „Ég hef enga lausn á málinu en hana verður að finna,“ sagði Owen í samtali við The Daily Mail. „Fólk er að tala um vetrar- frí en ég er ekki viss um að fé- lögin sætti sig við að leikmenn fái frí í viku. Ég myndi samt reyna forðast svo marga leiki og létta álagið.“ Fabio Cannavaro, ítalski lands-liðsmaðurinn, hefur skrifað undir samning við Inter Milan frá Parma. Fleiri félög voru á höttunum eftir leikmanninum s.s. AC Milan og Juventus. Canna- varo er tæplega þrítugur og hef- ur verið fastamaður í landsliðinu á síðustu árum. Óvíst er hvort brasilíski framherjinn Ronaldo verði áfram í herbúðum liðsins en hann hefur lýst því yfir að hann vilji ganga til liðs við Real Madrid á Spáni. FÓTBOLTI 10. umferð Símadeildar kvenna: Botnslagur fyrir norðan FÓTBOLTI Í kvöld fer fram síðasti leikur 10. umferðar í Símadeild kvenna. Sameinað lið Þórs/KA/KS tekur á móti Grinda- vík á Akureyrarvelli. Leikurinn hefst klukkan 14.00. Um sann- kallaðan botnslag er að ræða en Grindavíkurstúlkur eru á botni deildarinnar með þrjú stig, hafa aðeins unnið einn leik. Norðan- liðið er sæti ofar með sex stig, hefur unnið tvo leiki. Bæði lið þurfa því bæði á sigri að halda í dag í von um að halda sæti sínu í úrvalsdeildinni. FÓTBOLTI Fjórir leikir fara fram í þrettándu umferð Símadeildar karla um helgina. Á laugardag tekur ÍBV á móti Grindavík á Há- steinsvelli í Eyjum. Eyja-liðið er í næstneðsta sæti með 12 stig en Grindavík er í því fjórða með átján stig. Eyjamenn þurfa að sigra leikinn til að komast úr fall- hættu. Grindvíkingar þurfa ein- nig á sigri að halda til að saxa á forskot Fylkis og KR. Leikurinn hefst klukkan 14.00. Á sunnudag verða þrír leikir á dagskrá. Stórleikur umferðarinn- ar verður þegar KA tekur á móti KR fyrir norðan. KA-menn hafa komið á óvart í sumar og eru í þriðja sæti deildarinnar með 19 stig, fimm stigum færri en KR sem er í öðru sæti. KR-ingar hafa sýnt mátt sinn og megin en þurfa nauðsynlega á stigum að halda í baráttunni við Fylki um toppsæt- ið. Fylkir heimsækir Fram í Laugardalinn. Framarar eru í þriðja neðsta sæti með 13 stig og töpuðu dýrmætum stigum gegn FH á fimmtudag. Þeir ætla sér því sigur á sunnudag. Neðsta lið deildarinnar, Þór, heimsækir Keflavík suður með sjó. Þór er með níu stig í neðsta sætinu og þarf á stigum að halda til að halda sér uppi. Leikir sunnudags- ins hefjast allir klukkan 18.00.  13. umferð Símadeildar: KA fær KR í heimsókn FÓTBOLTI Arsenal og Liverpool mætast á sunnudaginn kemur í keppni um Samfélagsskjöldinn. Leikurinn markar upphafið á nýju keppnistímabili í ensku úrvals- deildinni. Arsenal hampaði bæði enska meistaratitlinum og bikarn- um á síðasta ári. Liverpool varð í öðru sæti í deildinni og öðlast því rétt á að spila um skjöldinn. Gerard Houllier, stjóri Liver- pool, segist vilja byrja tímabilið á sigri. „Þetta er ekki vináttuleikur. Það er engin vinátta þegar þú spil- ar við Arsenal og Manchester United.“ Hvorugir stjóranna geta stillt upp sínu sterkasta liði. Francis Jeffers, Robert Pires, Fredrik Lj- ungberg og Giovanni van Bronck- horst verða ekki í leikmannahópi Arsenal né Nígeríumaðurinn Kanu. Liverpool mun þó væntan- lega stilla upp Senegalanum El- Hadji Diouf og tékkneska leik- manninum Milos Baros. Gregory Vignal og Djimi Traore munu væntanlega styrkja vörn Bítla- borgarliðsins. Leikurinn hefst klukkan 12.30.  Samfélagsskjöldurinn: Enska boltinn byrjar að rúlla á sunnudag Íslandsmótið í golfi: Örn og Ólöf í efstu sætum GOLF Örn Ævar Hjartarson, Golfklúbbi Suðurnesja og nú- verandi Íslandsmeistari í golfi, hefur eins högga for- ystu á Íslandsmótinu í golfi eftir tvo daga. Örn Ævar lék á 69 höggum í gær og er samtals á fimm höggum undir pari. Ottó Sigurðsson úr GKG, lék á 68 höggum í gær og er samtals á fjórum höggum undir pari. Styrmir Guð- mundsson og Björgvin Sigur- bergsson, báðir úr GK, er tveimur höggum undir pari líkt og Sigurð- ur Pétursson, úr GR, og Sigurpáll Geir Sveinsson, GA. Ólöf María Jónsdóttir, Golf- klúbbnum Keili, er með örugga forystu í kvennaflokki. Ólöf Mar- ía lék á 58 höggum í gær hefur samtals leikið á 127 höggum, tveimur höggum undir pari vallarins. Herborg Arn- ardóttir, úr GR, er á fjór- um höggum yfir pari og Ragnhi ldur Sigurðardótt- ir, GR, er tíu höggum yfir pari. FRJÁLSAR Þórey Edda Elísdóttir, frjálsíþróttakona úr FH, náði ell- efta sæti í stangastökkskeppni á Evrópumeistaramótinu í frjálsum íþróttum sem fram fer í München í Þýskalandi. Þórey Edda stökk yfir 4.20 metra í fyrstu tilraun en felldi 4,30 metra þrívegis og var því úr leik. Svetlana Feofanova frá Rússlandi bar sigur úr býtum í stangastökkskeppninni þegar hún stökk, 4.60 metra. Feofanova fór yfir allar hæðirnar í fyrstu til- raun. Í öðru sæti varð Jelena Isin- bajeva, einnig frá Rússlandi, en hún fór yfir 4.55 metra en felldi 4,60 metra þrívegis. Yvonne Buschbaum, frá Þýskalandi, varð í þriðja sæti með því að stökkva yfir 4.50 metra. Hún gat þó ekki beitt sér að fullu þar sem hún rif- beinsbrotnaði í einu stökkinu. „Ég er bæði sátt og ósátt með árangurinn,“ sagði Þórey Edda að keppni lokinni. „Ég er sátt með að hafa komist í úrslit og með ellefta sætið en ég er ekki sátt með 4,20 metra. Ég hefði viljað fara hærra.“ Þórey Edda segist hafa stefnt að 4,40 metrum og segir að æfingar fyrir mót hefðu gengið vel. „Ég veit ég á meira inni.“ Það verður nóg að gera hjá Þórey Eddu í ágúst. Það eitt að hún hafi komist í úrslit opnar fyrir mót víða um heim. „Ég hef ekki fengið nein mót hingað til svo ég er fegin því. Það er bikarmót heima, síðan eru mót í Belgrad, Póllandi og Gautaborg.“ „Ég er mjög ósáttur með ár- angurinn fyrir hennar hönd. Ég veit hún getur miklu meira en ég er sáttur við að hún skyldi komast í úrslit,“ sagði Vésteinn Haf- steinsson, landsliðsþjálfari, þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gær um árangur Þóreyjar Eddu. Vé- steinn segir að ákveðin tækniat- riði hafi verið að flækjast fyrir Þórey Eddu. „Hún fór nógu hátt en kom alltaf niður á ránna þar sem hún var of nálægt henni.“ Vé- steinn segist þó sáttur við árangur íslensku keppendanna á Evrópu- mótinu. „Þjálfarar og íþrótta- menn vilja alltaf meira en ég get ekki annað en verið sáttur. Ég fer út með þrjá keppendur og tveir eru í baráttunni. Það er ágætis út- koma, jafnvel betra en við höfum verið að gera oft áður.“ kristjan@frettabladid.is Sátt með sætið en ekki stökkin Þórey Edda Elísdóttir varð ellefta í stangastökki á Evrópumeistaramótinu. Svetlana Feafanova frá Rússlandi sigraði örugglega. Vill alltaf meira segir landsliðsþjálfarinn. ÍÞRÓTTIR Í DAG 12.35 RÚV Þýska stálið 13.00 RÚV Evrópumótið í frjálsum íþróttum 13.25 RÚV Þýski fótboltinn 14.00 Hásteinsvöllur Símadeild karla ÍBV - Grindavík 14.00 Akureyrarvöllur Símadeild kvenna Þór/KA/KS - Grindavík 14.00 Hlíðarendi 1. deild karla Valur - Víkingur R. 14.00 Stjörnuvöllur 1. deild karla Stjarnan - Þrótt. R. 14.00 Sindravellir 1. deild karla Sindri - Leift- ur/Dalvík 14.00 Varmávöllur 1. deild karla Afturelding - Breiðablik 15.00 Sýn Landsmótið í golfi 15.20 RÚV Evrópumótið í frjálsum íþróttum 17.30 Sýn Toppleikir Man. U. - Liverpool 22.50 Sýn Hnefaleikar - Castillo - Maywe- ather ÍÞRÓTTIR SUNNUDAG 10.50 RÚV Evrópumótið í frjálsum íþróttum 12.30 Sýn Community Shield 2002 13.45 Stöð 2 Mótorsport (e) 15.00 Sýn Landsmótið í golfi 17.00 RÚV Markaregn 18.00 Akureyrarvöllur Símadeild karla KA - KR 18.00 Keflavíkurvöllur Símadeild karla Keflavík - Þór A. 18.00 Laugardalsvöllur Símadeild karla Fram - Fylkir 18.00 Sýn Golfmót í Bandaríkjunum 21.40 RÚV Helgarsportið 21.55 RÚV Fótboltakvöld KR-INGAR KR-ingar heimsækja KA-menn fyrir norðan á sunnudag. ÞÓREY EDDA ELÍSDÓTTIR Stangastökkskona úr FH náði sér ekki á strik í keppninni og felldi 4,30 metra. SIGURVEGARINN Svetlana Feafanova, frá Rússlandi, sést hér í sigurstökkinu en hún fór yfir 4,60 metra í fyrstu tilraun.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.