Tíminn - 01.07.1971, Qupperneq 16
Fimmtudagur 1. júlí 1971.
40 flugvélar
koma hér við
í flugkeppni
f kvöld kl. sjö að íslenzkum
tíma, ef allt fer skv. áætlun, hefst
í Abingdon við London mikil flug
keppni. Áætlað var að 100 vélar
tækju þátt í keppninni. Nokkur
vanhöld virðast hafa orðið á kepp
endum, því saimkv. síðustu upp-
lýsingum frá London munu ekki
nema 60 flugvélar taka þátt í
henni.
Keppni þessi er haldin í til-
efni af 100 ára afmæli fylkisins
British Columbia sem hluta af
Kanada, og er keppninni stjórnað
frá höfuðborg fylkisins, Victoria
sem er á Vancouvereyju við Kyrra
haf. Flugvélamar fljúga þessa leið
i tveimur höfuðáföngum: London
— Quebec og Quebec — Victoria.
Fyrri hlutann er um nokkrar
leiðir að velja og liggur ein þeirra
um fsland. Er nú talið að um 40
flugvélar muni koma hér við á
vesturleið. Fyrsta flugvélin mun
væntanlega lenda á Reykjavíkur-
flugvelli um 2 leytið í nótt, en
sú síðasta um kl. 18 á morgun,
föstudag.
Flugmennirnir mega hafa hér
allt að 60 mínútna viðdvöl,, en ef
þeir komast fyrr af stað, þá er
það þeina hagnaður.
Flugmálafélag fslands hefur því
undirbúið móttökU’ flugvélanna
hér og hjálpast þar að fjöldi að-
ila, að gera viðdvöl flugmannanna
sem stytzta, svo sem flugmála-
stjómin, veðurstofan, olíufélagið
Skeljungur, tollgæzlan og félagar
úr Félagi íslenzkra einkaflug-
mánna.
Einnig verða Flugbjörgunarsveit
Framhald á bls. 14
L&fiwiá
-- *,>'■ * ■
FariS er aS lifna yfir Uppsalakjallaranum aftur og menn farnir aS undirbúa þær rannsóknir, sem þar eiga aS fara fram í sumar, Þessi mynd var
tekin í gær, þar sem veriS var aS hreinsa gólf kjallarans. Einn þeirra, sem voru aS moka, var Borgar GarSarsson leikari og sagði hann Ijósmyndar-
anum, aS þeir hefSu ekki fyrirmael-i um aS moka varlega fyrr en komrS væri niSur í moid. (Timamynd GE)
■ ■v
I Wl$ |K %, -Mák 1
SLÁTTUR HEFST VÍÐAST HVAR
EKKI FYRR EN UM MIÐJAN JÚLÍ
ÞO—Reykjavík, miðvikudag.
í gær hafði Tíminn samband
við fréttaritara sína vítt og breitt
um landið, og spurði þá, hvernig
grasvöxtur og tíðarfar hefði verið
undanfarið. Kom fram í þessum
viðtölum, að víðast hvar á land-
inu hefst sláttur í seinna lagi. Á
þetta sérstaklega við um Norður-
og Austurland, en þar hefur norð-
anátt verið ríkjandi undanfarinn
hálfan mánuð, og þar af leiðandi
OÓ—Reykjavík, miðvikudag.
Fjörutíu þúsund krónum var
stoli'ð á skrifstofu hótelsins á
Akranesi um hádegisbil s.l. sunnu-
dag. Einnig var stolið tvö þús. kr.
úr veski, sem hótelgestur geymdi
í herbergi sínu. Var farið inn í
fleiri herbergi og leitað þar að
verðmætum.
Ekki varð vart þjófnaðarins úr
skrifstofunni fyrr en seint um
kvöldið. Hins vegar saknaði gestur-
inn peninga sinna fyrr um daginn.
Grunur féll á þrjá unga menn úr
Reykjavík, sem komu á hótelið um
morguninn, en hurfu snögglega um
hádegið. Voru þeir handteknir í
Reykjavík í gær og játuðu tveir
þeirra í dag, að hafa verið við
þjófnaðinn riðnir, en sá þriðji neit
ar að eiga nokkra hlutdeild í hon-
um. Sá yngsti piltanna, sem hand-
teknir voru, er 15 ára. Hinir eru
16 ára og 18 ára.
verið mjög kalt og rigningarsamt.
Á Suðurlandi er það helzt úrkomu
leysið, sem tafið hefur fyrir sprett
unni, en það hefur lagazt aðeins
síðustu dægur, þar sem skúrir
hafa komið annað slagið.
Jón Kristjánsson á Egilsstöðum
sagði, að ’ ar hefði vorað óvenju-
snemma og spretta litið mjög vel
út um tíma, en fyrir hálfum mán-
uði hefði gengið til norðan- og
norðaustanáttar, og síðan hefð'i
Á skrifstofunni fundu piltarnir
lykil að skrifborðsskúffu, þar sem
peningarnir voru geymdir. Var lög-
reglunni ekki tilkynnt um þjófnað-
inn fyrr en um kl. 11,30 um kvöld-
ið, enda var ekki farið í skúffuna
fyrr, svo að starfsfólk hótelsins
vissi ekki að þjófnaðurinn hafði
verið framinn fyrr. Hins vegar
upplýstist snemma um daginn að
stolið hafði verið frá hótelgesti.
Einnig var greinilegt að farið hafði
verið inn í fleiri herbergi og leit-
að að peningum.
Piltarnir þrír voru á bak og burt
þegar vart varð við peningahvarf-
i'ð. Féll strax á þá grunur og var
lögr. í Reykjavík tilkynnt um
þjófnaðinn. Hafði rannsóknarlög-
reglan svo uppi á piltunum í gær-
dag. Rannsókn málsins stendur enn
yfir og er ekki vitað hvort strákar
eru búnir að eyða peningunum, e'ða
hluta þeirra.
verið leiðindatíð; gróður ekkert
tekið við sér, gránað í fjöll flest-
ar nætur. — En, sagði Jón, — þó
svo að rignt hafi mikið að auki,
er ekki hægt að segja að allir hafi
verið á móti því, því að vegir hér
fyrir austan voru orðnir mjög
þurrir sg harðir eftir alla þurrk-
ana i vor, en núna hafa þeir batn-
að til muna, alla vega hvað ryk
snertir. Að lokum sagði Jón, að
hann hefði ekki trú á því, að slátt-
ur gæti byrjað á Héraði fyrr en
eftir vikutima eða svo.
Stefán Jasonarson í Vorsabæ
tjáði Tímanum, að víða væri farið
að verða sæmilega sprottið þar í
kring, og væri nokkuð víða farið
að slá, og hefði sú litla væta, sem
komið hefði undanfarið, bætt gras
vöxtinn. Stefán sagði ennfremur,
að einn og einn bóndi væri byrj-
aður að hirða, en það væri ekki í
miklum mæli.
Magnús Árnason í Neðri-Brunná
í Gilsfirði sagði, að það hefði vart
komið skúr í júnímánuði, og þar
af leiðandi yrðu hey í rýrara lagi.
— Það vantar tilfinnanlega rign-
ingu. Einnig mættu fara að koma
meiri hlýindi. Þótt hitnað hafi í
lofti í dag — hitinn er eitthvað um
10 stig. — Hefur verið mjög kalt
undanfarið, yfirleitt 3ja til 4ra st.
hiti. Ekki bjóst Magnús við að
sláttur gæti hafizt fyrr en um 10.
júlí, ef veður batnar ekki mikið
frá því, sem verið hefur.
Sigurbjartur Gíslason í Þykkva-
bæ sagði, að grasspretta væri þar
mjög hæg, og helzta orsökin fyrir
því væri, að lítið hefði rignt und-
anfarið, þannig að áburðurinn
hefði ekki náð að verkast, og einn-
ig hefði verið næturkuldi, þó svo
að hlýtt hefði verið á daginn.
Aðspurður sagði Sigurbjartur,
að hann byggist ekki við því, að
sláttur myndi almennt hefjast fyrr
en 10. júlí, en samt væri búið að
Framhald á bls. 14
BISKUP ÍSLANDS
SEXTUGUR
SJ—Reykjavík, miðvikudag.
Sigurbjörn Einarsson biskup
varð sextugur í dag. Hann fæddist
á Efri-Steinsmýri í Meðallandi
30. júní 1911. Foreldrar hans voru
Einar Sigurfinnsson bóndi og
fyrri kona hans Gíslrún Sigur-
bergsdóttir. Sigurbjörn lauk stúd
entsprófi frá Menntaskólanum í
F; mhald á bls. 14
RÁN Á HÓTEL-
INUÁAKRANESI
Senda upp tíu loftbeigi
OÓ—Reykjavík, miðvikudag.
Stór loftbelgur sveif upp frá
Reykjavíkurflugvelli laust fyrir kl.
átta í gærkvöldi og klukkustund
síðar var sams konar loftbelg
sleppt frá flugvellinum á ísafirði.
Jafnframt var þrem loftbelgjum
sleppt frá jafnmiirgum slöðum í
Norður-Noregi. Á næstu vikum
verður 10 belgjum sleppt til við-
bótar frá íslandi.
Þetta er liður í rannsóknum, er
háskólinn í Bergen og háskóli í
Kaliforníu standa fyrir. Neðan í
loftbclgjunum eru ýmis konar
rannsóknartæki, sem mæla röntgen
geisla og áhrif sólar. Fara belg-
irnir í 30 km hæð og þar er vís-
indatækjum sleppt úr þeim, og
svífa þau til jarðar í fallhlífum.
Aætlað er að tækin komi til jarðar
um 50 klukkustúndum eftir að
belgjunum er sieppt
Tækin senda alls konar upplýs-
ingar til jarðar meðan á flugi stend
ur. Er tekið á móti sendingunum í
Raunvísindastofnun háskólans, en
þar er sérstökum móttökutækjum
komið fyrir í þessum tilgangi. Það
eru norskir og bandarískir vísinda
menn, sem vinna að þessum til-
raunum, sem oru liður í rannsókn-
um er hófust 1969.
I ráði er að búið verði að sleppa
ö’lum 10 loftbelgjunum 15. ágúst
n.k.
Loftbelgirnir sem sendir eru upp
í háloftin héðan, eru um 30 metrar
á hæð, og eru þá meðtalin tækin,
sem hengd eru neðan í þá, en
þvermál b ’gjanna er 6 metrar.
Flugumferðarstjórnin á Reykja-
víkurflugvelli er látin vita í hvert
sinn sem belgirnir eru sendir á
loft og eru þá flugmenn varaðir
við þeim og skýrt frá hvar loftbelg-
irnir svífa um loftin.