Tíminn - 10.07.1971, Qupperneq 13
LADGARDSVGUR 10. júli 1971
ÍÞRÓTTIR TIMINN í ;
13
J!Lv 'M
Glæsileg
íslenzku piltarnir sigruðu í alþjóða unglingakeppninni í knatt-
spyrnu, sem lauk í Skotlandi ígærkvöldi
Islenzka unglingaliðið af Faxa-
flóasvæðinu varð sigurvegari í al-
þjóða unglingakeppninni í knatt-
spyrnu sem lauk í Dunnon í Skot-
landi í gærkvöldi. Lék liðið við
skozka liðið Cowal Boys Club í
úrslitum og sigraði í frábærum
leik 4:2.
Leikurinn hófst að viðstöddum
milli 6. og 7. þúsund áhorfendum
með því að þjóðsöngvar Islands og
Skotlands voru leiknir. Faxaflóa-
liðið tók þegar leikinn í sínar hcnd
ur og á 9. mín. skoraði það fyrsta
markið. Gunnar Öm, gaf á Hörð
Jóhannesson eftir góðan samleik
og hann skoraði með föstu skoti.
Rétt 10 mín. síðar skoraði Gunnar
Örn, annað mark Faxaflóaliðsins,
en á 29. mín. minnkuðu Skotarnir
bilið í 2:1.
Þegar um 2 mín. vom til hálf-
leiks var dæmd aukaspyma á
Skotana rétt við vítateig þeirra og
tók Gunnar Örn, spyrnuna. Hann
sendi knöttinn viðstöðulaust í mark
ið, og þar með voru íslenzku pilt-
arnir aftur komnir tveim mörkum
yfir.
Ekki voru liðnar nema 2 mín. af
síðari hálflcik þegar skozku pilt-
arnir skoruðu, og lá eftir það nokk-
uð á íslenzku piltunum, en þeim
tókst að bægja hættunni frá.
Á 18. mín. hóf íslenzka liðið eitt
af sínum fallegu upphlaupum og
f dag verða leiknar síðustv
18 holurnar í Coca Cola keppn
inni hjá GR. Fyrir þær hefur
Einar Guðnason, 4 högg í for-
skot á næsta mann. En á honum
og fjprða manni, sem er Þor-
björn Kjærbo, munar 8 höggum:
Röð efstu manna eftir 54 hol-
ur er þessi:
Einar Guðnason, GR, 230 högg.
Hans Ingólfsson, GR, 234 högg.
Gunnlaugur Ragnarss., GR, 236 h.
Þorbjörn Kjærbo, GS, 238 högg.
Jóhann Eyjólfsson, GR, 241 högg.
Ólafur Bjarki, GR, 243 högg.
Svan Friðgeirsson, GR, 244 högg.
Með forgjöf er Gunnar Ólafs-
son, GR í efsta sæti fyrir síðustu
18 holurnar með 201 högg nettó.
★ Eins og áður hefur verið til-
kynnt hefst Golfmeistaramót ís
lands, í öllum flokkum þann 10.
ágúst n.k. á golfvelli Golfklúbbs
Akureyrar á Akureyri.
Keppt verður í 8 flokkutri karla
og kvenna, og er raðað í flokk
karla eftir forgjöf.
í meistaraflokki leika þeir sem
eru með 1 til 10 í forgjöf. 1.
flokki, 11 til 16, 2. flokki 17 tii
22 og 3. flokki 23 til 28.
í öldungaflokki keppa þeir sem
eru eldri en 50 ára (miðað við 1.
júlí). Kvennaflokki konur eldri
en 18 ára, telpnaflokki, yngri en
18 ára og í unglingaflokki dreng-
ir 18 ára og yngri.
Þátttökulistar frá golfklúbb-
unum þurfa að hafi borizt Golf-
sambandi íslands, Box 1399, í síð-
asta lagi 31. júlí n.k. Með þeim
þarf að fylgja þátttökugjald, sem
er 500 kr. fyrir fullorðna og 100
kr. fyrir unglinga, og einnig þarf
að geta um forgjöf viðkomandi
keppanda.
Golfþingið, það 30. í röðinni
hefst þann 9. ágúst kl. 10 árdeg-
is á Akureyri.
Z..w
Mikið verður keppt t golfi um þessa helgi. í dag líkur Coca Cola keppninni
hjá GR, og í dag hefst opin unglingakeppni hjá GK i Hafnarfirði. Á
morgun fer fram 18 holu höggleikur hjá Golfklúbbi Ness. Nefnist sú
keppni Ambassador, en til hennar gefur umboðsm..ður Ambassador á
íslandi, heildverzlunin Íslenzk-ameríska, verðlaunin, sem sjást hér á
myndinni. í keppninni verða nokkrir íslenzkir og erlendir gestir m.a.
Ástraliumaður, sem hér dvelur og leikur mjög vel, en gestirnir keppa
um sérverðlaun.
gekk knötturinn manna á milli þar
til rétt við markið að Hörður
Jóhannesson, rak endahnútinn á
sóknina með föstu skoti, sem mark
vörðurinn réði ekki við.
Mikil stemming var á áhorfenda-
pöllunum meðan á leiknum stóð.
Allir héldu með sínum mönnum,
nema leikmenn Rangers, Morton og
norsku piltarnir, og hafði sá litli
hópur lítið að segja í hina háværu
Skota. En þrátt fyrir stuðning sinn
stóð allur áhorfendaskarinn upp í
leikslok og fagnaði hinum ungu
leikmönnum með dynjandi lófataki,
enda var knattspyrnan sem þeir
sýndu frábær.
Að sögn Gunnars Péturssonar,
eins af fararstjórum liðsins, voru
leikir Faxaflóaliðsins eitt það allra
bezta sem hann hefur séð til ís-
lenzk liðs fyrr og síðar. Það væri
aðeins leikur íslenzka a landsliðs-
ins gegn Noregi sem kæmist í ná-
við þennan leik og sagðist hami al-
drei gleyma þessum leikjum.
íslenzku piltarnir1 hefðu vakið
aðdáun hvar sém þeir komu fyrir
prúðmannlega framkomu og snyrti
mennsku. Sérstak athygli hefðu
Berri-búningar þeirra innri sem
ytri vakið, og væri vægt tekið til
orða er hann segði að þetta væri
allt ein draumaferð.
Gísli Torfason, hefði fengið at-
vinnutilboð frá skozka 1. deild-
arliðinu Morton, og forráðamenn
margra þekktra liða í Skotlandi
hefðu látið í ljósi hrifningu á ein-
stökum leikmönnum og liðinu í
heild. og væri opin leið fyrir
marga af piltunum að komast í góð
lið í Skotlandi.
IÞROTTIR
um helgin
LAUGARDAGUR
Sauðárkrókur: Landsmót UMFÍ.
Keppt í flestum greinum íþrótta
Knattspyrna: Akranesvöllur kl.
16,00 1. deild, ÍA—Fram. —
ísafjarðarvöllur kl. 16,00, 2.
deild ÍBÍ—Ármann. Neskaup-
staðavöllur kl. 16,00 2. deild
Þróttur NK — Haukar. Mela-
völlur kl. 15,00 2. deild Þróttur
R — Selfoss.
Golf: Grafarholtsvöllur: Coca cola
kepppnin (úrslit). Hvaleyrar-
völlur: Opin unglingakeppni.
SUNNUDAGUR:
Sauðárkrókur: Landsmót UMFÍ
Keppt í flestum g 'brótta
Knattspyrna: Laugarci .ir kl.
16,00 1. deild, Valur — IBA.
Golf: Hvaleyrarvöllur: Opin ung-
lingakeppni. Hólsvöllur Leiru:
Keppni GS og Varnarliðsins. —
Ness-völlur: Ambassador-keppn-
in (18 holu höggleikur með
forgjöf).
HVERNIG FER I 1. DEILD?
Um helgina verða leiknirtveir leikir í 1. deild íslandsmótsins í knattspyrnu,
og þrír leikir í 2. deild. í 1. deildinni leika í dag á Akranesi ÍA og Fram,
og verður sérstök ferð með Akraborginni frá Reykjavík í sambandi við
leikinn. í þeim leik mætast íslands- og bikarmeistararnr frá í fyrra og
má búast við góðum leik. Á morgun leika á Laugardagsvellinum Valur og
ÍBA. í leik þessarar aðila ( fyrra urðu úrslitin 6;5 Val í vil og var sá
leikur einn slá eftirminnilegasti sem hér hefur farið fram. Þessi mynd er
úr þeim leik og er það Sigurður Dagsson, sem slaer frá marki Vals á
lokamínútunum.
Akureyringar töpuðu fyrir
dönsku 3. deildarliði
klp—Reykjavík.
Undanfai-na daga hefur danska
3. deildarliðið í knattspyrnu, Her-
lef, verið í heimsókn á Akureyri,
og hefur það leikið tvo leiki við
1. deildarlið ÍBA.
Fyrri leik liðanna lauk með
jafntefli 3:3, en síðari leiknum,
sem fram fór í fyrrakvöld lauk
með sigri danska liðsins 2:1.
Sumum finnst þáð kannski held
ur léleg frammistaða að sigra
ekki danskt 3. deildarlið á heima-
velli, en þess ber að geta, að lítii
munur er á flestum okkar 1. dciltí
arliðum og dönskum 2. og 3. deilc’
arliðum. í Danmörku er munur
inn á liðunum lítill, t.d. hefui
það marg oft skeð að 2. og 3
deildarliðin slá 1. deildarliðin úl
í bikarkeppninni, enda er mikil
breidd í dönsku knattspyrnunni.
Misheppnub bylting'
íþróttablaðið, 5. tbl. er nýkom-
ið út. Af efni blaðsins má nefna
greinina „Misheppnuð bylting“ eft
ir ritstjórann, þar sem fjallað er
um árangur í landsleikjum s.l. 8
ár. Síðari hluta greinar um sögu-
lega ferð glímumanna á Olympíu
leikana 1912, eftir Halldór Hans-
en, fyrrverandi yfirlækni. Samtal
við Ólaf Johnson, framkvæmda-
stjóra um trimmstarfsemi meðal
starfsfólksins hjá O. Johnson &
Kaaber h.f. Samtal við bræðuma
Guðberg og Hermann Auðuns-
syni um hjólreiðar, sem nú fara
mjög í vöxt hér á landi sem ann-
ars staðar, o.fl. — Blaðið er prýtt
fjölda mynda.
íþróttablaðið er sent til áskrif-
enda en auk þess er það selt í
lausasölu í bókaverzlunum
sportverzlunum.
of