Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.08.2002, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 24.08.2002, Qupperneq 2
2 24. ágúst 2002 LAUGARDAGUR ELDSVOÐI Lögregla rannsakar nú eldsvoða sem varð í Torfufelli í Breiðholti í gær. Slökkviliði barst tilkynning um eld í íbúð á efstu hæð í fjölbýlishúsi þegar klukkan var fimmtán mínút- ur gengin í þrjú. Þegar að var kom- ið reyndist eldurinn vera í svefn- herbergi í íbúðinni sem var mann- laus þegar að var komið. Vel gekk að ráða niðurlögum eldsins. Slökkviliðið var farið af vettvangi klukkustund síðar. Töluvert miklar skemmdir urðu á íbúðinni af völdum elds, reyks og sóts. Eldupptök er enn ókunn. Lög- regla hefur málið til rannsóknar.  Bruni í Breiðholti: Mannlaus íbúð í logum TORFUFELL Eldur kom upp í svefnherbergi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL I Ásatrúarfélagið: Allsherjar- goði til bráðabirgða ÁSATRÚARMENN Jónína Kristín Berg gegnir starfi allsherjargoða Ása- trúarfélagsins þangað til nýr goði verður kosinn. Á almennum félags- fundi Ásatrúarfélagsins um síðustu helgi var brottvikningu Jörmundar Inga, sem verið hefur allsherjar- goði undanfarin ár, staðfest. Stefnt er að því að kjósa nýjan allsherjar- goða við fyrsta tækifæri. Í yfirlýs- ingu frá Lögréttu segir að ávirðing- ar á Jörmund Inga verði ekki rædd- ar frekar opinberlega, af tillitssemi við hann og fjölskyldu hans.  NÝBYGGING Framkvæmdir við ný- byggingu barnaspítalans sunnan við hús kvennadeildar Landspítal- ans eru langt komnar. Fyrsta skóflustunga að húsinu var tekin fimmtudaginn 19. nóvember 1998 og áætlanir gerðu ráð fyrir að húsið yrði tekið í notkun í desem- ber árið 2002. Framkvæmdirnar hafa dregist lítillega og nú er áformað að taka spítalann í notk- un strax í byrjun næsta árs. Með tilkomu nýja spítalans losnar pláss sem nýtt verður í því hag- ræðingarferli sem fór af stað þeg- ar ríkisspítalarnir voru sameinað- ir undir merkjum Landspítala - háskólasjúkrahúss. Gert er ráð fyrir að skurðlækningadeild verði á neðri hæð gamla barnaspítalans og lyflækningadeild á þriðju hæð. Ekki liggur fyrir hvað gert verður við pláss sem losnar á kvenna- deild.  Nýi barnaspítalinn: Opnar strax eftir áramót BARNASPÍTALINN Unnið er að krafti við bygginguna. Ásgeir Friðgeirsson: Gefur kost á sér í suð- vesturkjör- dæmi FRAMBOÐ Ásgeir Friðgeirsson rit- stjóri hefur tilkynnt formlega að hann gefi kost á sér á lista Sam- fylkingarinnar í suðvesturkjör- dæmi fyrir komandi alþingiskosn- ingar. Hann sækist eftir 2. sæti á lista og vill færa stjórnmálaátök frá vandamálum sem ríkisstjórn og stjórnmálamenn hafa komið sér sjálfir í og beina sjónum að því að byggja upp atvinnulíf og velferðarkerfi, sem reist er á menntun og þekkingu.  BÆJARMÁL Bæjaryfirvöld í Kópa- vogi hafa ákveðið að leyfa áfram svokallaðan einkadans a. m. k. þar til dómur fellur í máli sem höfðað var gegn Reykjavíkurborg í kjölfar banns á einkadansi. Bæj- arráð tók þessa ákvörðun í kjölfar umsagnar bæjar- lögmanns um stöðu mála vegna breytinga sem gerð var á lög- reglusamþykkt- inni í Reykjavík. Engar breyting- ar verða því gerðar á lögreglu- samþykkt Kópavogs í bili. Bæjarlögmaður benti í umsögn sinni á að borgarlögmaður hefði talið að breytingin á lögreglusam- þykkt Reykjavíkur hefði ekki laga- stoð og stríddi gegn ákvæði stjórn- arskrárinnar, þar sem segir að öll- um sé frjálst að stunda þá atvinnu sem þeir kjósi. Því frelsi megi þó setja skorður með lögum ef al- mannahagsmunir krefjist þess. Borgarlögmaður taldi því að borg- arsjóður gæti hugsanlega verið bótaskyldur. Ríkislögmaður var hins vegar á annarri skoðun og taldi ólíklegt að breytingin stríddi gegn ofangreindu ákvæði stjórnar- skrárinnar. Í umsögn sinni kemur fram að bæjarlögmaður Kópavogs telji óráðlegt að hætta fé skattborgar- ana í aðgerðir sem verulegur ágreiningur sé um hvort standi á lögmætum grunni og geti hugsan- lega leitt til skaðabótaskyldu. Mál næturklúbbs í Reykjavík gegn Reykjavíkurborg hafi fengið flýti- meðferð og niðurstöðu úr því sé að vænta í lok september eða byrjun október. Því ráðlagði hann bæjar- yfirvöldum að bíða með afgreiðslu málsins þar til niðurstaðan fengist í dómsmálinu. Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks féllst á skoðun bæjarlögmanns og samþykkti að fresta afgreiðslu málsins. Í bókun meirihlutans segir m. a.: „Annað væri algjört ábyrgðarleysi af hálfu þeirra sem falið er að gæta sam- eiginlegra sjóða skattborgaranna.“ Flosi Eiríksson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar greiddi at- kvæði gegn tillögu meirihlutans. Í bókun hans segir m. a.: „Í bókun þeirra (meirihlutans) eru bara tíndar til áhyggjur af „peningum“ en hagsmunum stúlknanna á þess- um stöðum og annarra þeirra sem hafa orðið fyrir afleiðingum kyn- lífsiðnaðar hvergi getið né sýndur áhugi.“ trausti@frettabladid.is Einkadans er áfram löglegur í Kópavogi Meirihluti bæjarráðs samþykkti að fresta afgreiðslu tillögu um bann við einkadansi. Beðið verð- ur eftir niðurstöðu í dómsmáli næturklúbbs í Reykjavík gegn borginni. Minnihlutinn ósáttur. GOLDFINGER Í umsögn bæjarlögmanns Kópavogs kemur fram að hann telji óráðlegt að hætta fé skattborgarana í aðgerðir sem verulegur ágreiningur sé um hvort standi á lögmætum grunni og geti hugsanlega leitt til skaðabótaskyldu. Annað væri algjört ábyrgð- arleysi af hálfu þeirra sem falið er að gæta sameig- inlegra sjóða skattborgar- anna. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Norðurlandamótið í körfubolta: Ísland sigraði Finna ÍÞRÓTTIR Íslenska landsliðið í körfubolta sigraði Finna 90 - 72 á Norðurlandamótinu í Osló í gær. Þetta er aðeins þriðji sigur Íslend- inga á Finnum í síðustu 27 leikj- um. Íslendingar höfðu fimm stiga forskot í hálfleik og juku forystuna í síðari hálfleik. Brenton Birming- ham, nýliðinn í landsliðinu, var stigahæstur með 27 stig. Jón Arn- ór Stefánsson skoraði 19 stig og Logi Gunnarsson skoraði 13. Í dag leikur íslenska liðið gegn Svíum og á morgun verður leikið gegn Norðmönnum.  Gengi hlutabréfa Flugleiða: Tæplega 200% hækk- un á 9 mán- uðum VIÐSKIPTI Gengi hlutabréfa Flug- leiða hækkaði um tæplega 30% í gær. Mikil viðskipti voru með bréf Flugleiða, 45 talsins fyrir samtals tæpar 760 milljónir. Lokagengi bréfanna var 3,70 og hækkunin 29,8%. Tvo daga þar á undan hafði gengi bréfanna hækkað um 14%. Gengi bréfa Flugleiða hefur hækkað gríðarlega undanfarið ár. Lægsta gengi undanfarnar 52 vik- ur var 1,25 þann 23.nóvember í fyrra en hefur hækkað jafnt og þétt síðan og er nú 3,70. Hækkun- in á þessu níu mánaða tímabili er þreföld eða 196%. Markaðsvirði hlutafjár Flug- leiða hefur því á þessu tímabili hækkað úr tæplega 2,9 milljörð- um króna í rúmlega 8,5 milljarða króna.  Vatnsendavegur: Grípa þarf til aðgerða áður en slys verður ÍBÚAR Sveit í borg, hverfissamtök Vatnsenda, hafa ítrekað beiðni sína um að umferðaröryggi á Vatnsendavegi verði komið í við- unandi ástand. Fyrir ári síðan sendu samtökin bæjaryfirvöldum í Kópavogi, lögreglunni, Umferð- arráði og Vegagerðinni bréf þar sem kvartað var undan umferðar- þunga við veginn og ástandi hans. Þar sem engin viðbrögð fengust sendu samtökin bréfið aftur til þessara aðila í vikunni „með von um betri viðbrögð en áður.“ Í bréfinu til bæjaryfirvalda segir að umferð um veginn aukist sífellt. Engar gangbrautir né hraðahindranir séu til staðar, eng- ar vegmerkingar, né merkingar um leyfilegan hámarkshraða. Þá séu merkingar um að skólabörn séu við veginn í mýflugumynd, en 40 til 50 börn bíði við veginn eftir skólabíl á hverjum morgni. Lýs- ingu við biðskýli sé ábótavant og lítið hafi verið um hraðamælingar lögreglu. Samtökin segja ljóst að grípa verði til aðgerða strax, áður en al- varlegt slys verði á veginum.  FLUGLEIÐIR Gengið hefur lægst farið í 1,25.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.