Fréttablaðið - 24.08.2002, Síða 8

Fréttablaðið - 24.08.2002, Síða 8
8 24. ágúst 2002 LAUGARDAGURORÐRÉTT Létust í umferðarslysi: Voru allar ljósmæður og vinkonur ANDLÁT Konurnar þrjár sem létu lífið í hörðum árekstri á gatna- mótum Suður- landsvegar og Landvegar á mið- vikudag voru allar ljósmæður og vin- konur. Þær hétu: Margrét Hin- riksdóttir, fædd 25. maí 1922, til heimilis í Hamra- borg 34, Kópa- vogi. Margrét var ógift og barnlaus. S i g u r b j ö r g Guðmundsdóttir, fædd 27. júlí 1929, til heimilis á Bergþórugötu 3 í Reykjavík. Sigur- björg var ógift og barnlaus. Sólveig Matthí- asdóttir, fædd 20. maí 1937, til heim- ilis í Efstahjalla 11, Kópavogi. Sól- veig var ekkja og lætur eftir sig tvær uppkomnar dætur..  HJÁLPARSAMTÖK „Græni krossinn eru velferðarsamtök sem hafa það að markmiði að aðstoða þar sem þess er þörf einkum vegna stríðs eða náttúruhamfara. Við teljum að með því að fá hin Norð- urlöndin til samstarfs verði sam- tökin sterkari og meiri líkur verði á að geta komið til hjálpar,“ segir Poul Jörgen Nielsen varaformað- ur samtakanna. Poul Jörgen Nielsen hefur ver- ið hér á landi ásamt Torben C. Nil- son í þeim tilgangi að kynna ný- stofnuð samtök sem hafa hlotið nafnið, Græni krossinn. Þeir hafa meðal annars rætt við fulltrúa Al- þingis, Samtaka atvinnulífsins, ASÍ, Landsbjargar og Bandalags skáta í með það í huga að Íslend- ingar gerist aðilar að samtökun- um. Poul Jörgen segir viðbrögð Íslendinga mjög góð og þegar hafi verð komið á undirbúningsnefnd. „Ég tel að með sameiginlegum styrk landanna verði til öflug samtök sem hafi yfir þeirri þekk- ingu að ráða sem sé nauðsynleg undir slíkum kringumstæðum. Ef allt gengur að óskum reiknum við með að geta tekið að fullu til star- fa í ársbyrjun 2003,“ segir hann.  WASHINGTON, AP Helmingur Banda- ríkjamanna telur að Írakar búi yfir gjöreyðingarvopnum. Heldur hefur dregið úr stuðningi Banda- ríkjamanna við að senda hermenn til Íraks til að koma Saddam Hussein, forseta Íraks, frá völd- um. Samkvæmt könnun sem bandarísku fjölmiðlarnir CNN og USA Today gerðu, vilja 53% Bandaríkjamanna að ráðist verði inn í Írak. Í júní var talan 61%. Fjórir af hverjum tíu voru fylgj- andi því að senda inn herlið jafnvel þótt það myndi berjast í landinu í að minnsta kosti eitt ár. Tveir af hverjum tíu vilja að sendur verði her til Íraks þrátt fyrir að Bandaríkin fái eng- an stuðning frá bandamönnum sínum á Vestur- löndum. Mikil umræða hefur verið uppi um hvort Bandaríkin ætli að ráð- ast inn í Írak. George W. Bush, fundaði nýverið með Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra landsins, á búgarði sínum í Texas. Að sögn Bush báru málefni Íraks ekki á góma á fundinum. Sagði Bush að þrátt fyrir að vilji væri fyrir því að koma Saddam frá völdum þá væri hann þolinmóður maður og þyrfti að ráðfæra sig við marga aðila áður en ákvörðun í málinu yrði tekin. Hugmyndir um að ráðast inn í Írak hafa víðast hvar mætt and- stöðu á meðal annarra vestrænna ríkja. Að sögn Jack Straw, utan- ríkisráðherra Bretlands, vilja stjórnvöld í landinu einbeita sér að því að beita Saddam þrýstingi um að vopnaeftirlit Sameinuðu þjóðanna hefjist aftur í landinu. Hafa þau ekki tekið ákvörðun um hvort senda eigi herlið til lands- ins. Gerhard Shroeder, kanslari Þýskalands, hefur látið hafa eftir sér að hann ætli ekki að senda hermenn sína í eitthvert „ævin- týri“ í Írak. Bush hefur einnig mætt and- stöðu heima fyrir vegna utanrík- isstefnu sinnar. Í gær átti upp- þotalögregla fullt í fangi með að halda aftur af hundruðum mót- mælenda sem safnast höfðu sam- an á svæði skammt frá hóteli í Portland þar sem Bush var við- staddur góðgerðarsamkomu. Höfðu þeir uppi hávær mótmæli og hrópuðu ítrekað „látið Bush falla, ekki sprengju.“ Madeleine Albright, fyrrver- andi utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, telur að umræða um málefni Íraks sé afar mikilvæg. „Bandaríkjunum stafar ekki bein ógn af Írak og þess vegna tel ég að við þurfum að ræða það hvort við verðum betur sett heldur en nú ef við ákveðum að ráðast á Írak,“ sagði hún í nýlegu sjón- varpsviðtali.  SAMRUNI Verðmat endurskoðunar- fyrirtækisins Deloitte&Touch á Orkubúi Vestfjarða hefur vakið at- hygli. Endurskoðunarfyrirtækið verð- mat Orkubúið fyrir iðnaðarráðu- neytið vegna hugsanlegarar sam- einingar við Rarik og Norðurorku. Í fyrra þegar sveitarfélög á Vest- fjörðum seldu ríkinu meirihluta í Orkubúi Vestfjarða var fyrirtækið metið á 4,6 milljarða króna. Deloitte&Touch telur það verð hins vegar vera þrefalt raunvirði; rétt verð sé aðeins 1,5 milljarðar króna. Hið nýja og lága verðmat þýðir að Orkubú Vestfjarða er aðeins talið munu leggja til 20% af heild- arverðmæti sameinaða fyrirtækis- ins. Rarik og Norðurorku er hins vegar metin á 3 milljarða króna hvort félag. Þau verði því hvort um sig 40% heildarverðmætis nýja félagsins ef af verður. Þess má geta að þegar ríkið keypt 60% hlut í Orkubú Vest- fjarða var skilyrði af hálfu ríkisins að sveitarfélögin settu söluverðið til tryggingar á greiðslu skulda við félagslega húsnæðiskerfisins í kjördæminu við Íbúðalánasjóð.  ALÞINGI Græni krossinn hefur meðal annars rætt við fulltrúa Alþingis um aðild Íslands. Græni Krossinn: Ný norræn hjálparsamtök VESTFIRÐIR Orkubúið er verðminna en talið var. Orkubú Vestfjarða: Þrefalt verðminna en fyrir einu ári SADDAM Saddam Hussein, Íraksforseti, veifar til íbúa Saddam borgar í Bagdad í heimsókn sinni árið 1998. Bush, Bandaríkjaforseti, segir Saddam vera illan mann auk þess sem Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur líkt Saddam við Hitler. Mikil áróðursherferð hefur staðið yfir á meðal bandarískra yfirvalda gagnvart Saddam. Hugmyndir um að ráðast inn í Írak hafa víðast hvar mætt and- stöðu á meðal annarra vest- rænna ríkja. Helmingur Bandaríkja- manna vill ráðast á Írak Stuðningur við innrás í Írak hefur dvínað samkvæmt bandarískri skoðanakönnun. Helmingur telur að Írakar búi yfir gjöreyðingarvopnum. AP /M YN D ÖÐRUVÍSI MÉR ÁÐUR BRÁ „Það er mjög auðvelt að hver- fa í fjöldann á þessari ráð- stefnu.“ Kristján Pálsson alþingismaður í Fréttablaðinu. ALLIR VITA HVER ÞAU ERU „Það eru margir sem telja rétt að þau frjálsyndu sjónarmið sem ég hef staðið fyrir fái að njóta sín í framvarð- arsveit flokks- ins.“ Heimir Már Pétursson sem hyggst sækjast eftir þingsetu fyrir hönd Samfylkingarinnar. MARGRÉT HIN- RIKSDÓTTIR SIGURBJÖRG GUÐMUNDS- DÓTTIR SÓLVEIG MATTHÍAS- DÓTTIR Bandarískt ferðapar varð fyrirheldur óskemmtilegri lífs- reynslu á tjaldsvæði Grindavíkur í fyrrakvöld, þegar varamanna- skýli frá knattspyrnuvellinum í bænum fauk upp í hávaðaroki og lenti á tjaldinu þeirra, en tjald- svæðið er aðeins nokkrum metr- um frá vellinum. Þurfti að flytja þau með sjúkrabíl til Reykjavík- ur til aðhlynningar. Maðurinn rot- aðist við höggið. vf.is INNLENT Erfiður sjúkraflutningur: Sjúkrabíll í árekstri LÖGREGLA Sjúkrabíll sem var að flytja sjúkling frá Heilsuhælinu í Hveragerði lenti í gærmorgun í árekstri í Reykjavík á leið sinni á sjúkrahús. Bílstjóri sjúkrabílsins fékk hnykk á bakið og var lagður inn á sjúkrahús til skoðunar. Sjúk- lingurinn og fylgdarmaður hans komust hins vegar ómeiddir á áfangastað. Þá var maður fluttur slasaður í bæinn eftir að bíl sem hann var í var á fjórða tímanum í gær ekið á staur á mótum Skeiðavegar og Suðurlandsvegar. Hann var ekki alvarlega slasaður. Tvennt var í bílnum.  Smástirni rakst á jörðina fyrir langa löngu: Stærra en það sem út- rýmdi risa- eðlum VÍSINDI Vísindamenn segjast hafa fundið sannanir fyrir því að risa- vaxið smástirni, tvöfalt stærra en það sem talið er að hafi útrýmt risaeðlunum fyrir 65 milljónum ára, hafi rekist á jörðina fyrir 3,4 milljörðum ára. Að því er sagði í tímaritinu Science hafa fundist brot úr smástirninu í Suður-Afr- íku og í Ástralíu. Talið er að það hafi verið 20 kílómetar í þvermál. Ekki er enn vitað nákvæmlega hvar smástirnið lenti á jörðinni.  Flokkur Fortuyns: Velur þriðja formanninn á stuttum tíma HOLLAND Stjórnmálaflokkur hins umdeilda Pim Fortuyns, sem myrtur var skömmu fyrir kosn- ingar í Hollandi í vor, hefur valið sér þriðja leiðtogann á skömmum tíma. Talið er að formannskiptin geti ráðið úrslitum um framtíð nýrrar ríkisstjórnar Hollands, en eftir mikil átök og valdabaráttu innan flokksins er Harry Wi- jnschenk orðinn formaður. Hann er 38 ára gamall, fyrrum útgef- andi mótorhjólablaða, og hyggst koma aftur með þann sjarma sem þótti einkenna Fortuyn og binda um leið enda á deilur innan flokksins. 

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.