Fréttablaðið - 24.08.2002, Síða 9

Fréttablaðið - 24.08.2002, Síða 9
9LAUGARDAGUR 24. ágúst 2002 NOREGUR Yfir helmingur þeirra sem leggur samnemendur sína í gagnfræðaskóla í einelti fær að minnsta kosti einn fangelsisdóm áður en 24 ára aldri er náð. Þetta kemur fram í nýrri norskri rannsókn sem greint er frá í Af- tenposten. Helsti sérfræðingur Norð- manna í einelti bendir á að þó séu það margir úr hópnum sem spjari sig vel. Í rannsókninni kemur fram að sjálfsmynd þeir- ra sem leggja í einelti sé mjög sterk. Þeir sem lagðir eru í ein- elti þjást hins vegar af veikri sjálfsmynd og eru oftar í sjálfs- morðshugleiðingum en venju- legir unglingar. 15% unglinga í Osló eru lagðir í einelti að því er fram hefur komið í norskum rannsóknum.  Villingar í skóla: Helmingur á glapstigum ISLAMABAD, AP. Pakistanar sökuðu Indverja um það í gær að hafa ráðist á herstöð Pakistana í Kasmír. Meint árás átti sér stað rétt áður en erindreki Bandaríkja- stjórnar kom til landsins til að miðla málum á milli ríkjanna. Pakistanar sögðu að fjölmargir Indverjar hefðu fallið í árásinni en engir Pakistanar. Indverskir embættismenn segja fréttina upp- spuna frá rótum. Í yfirlýsingu pakistanska hers- ins kom fram að árásin hefði átt sér stað aðfaranótt föstudags. Indverska varnarmálaráðu- neytið þvertók hins vegar fyrir það að flugvélar indverska hers- ins hefðu komið nálægt Kasmír. „Fullyrðingar Pakistana eru al- gerlega ósannar,“ sagði Nirupama Rao, talsmaður utanríkisráðu- neytisins. Richard Armitage, að- stoðarutanríkisráðherra Banda- ríkjanna, kom til Indlands í gær. Hann mun reyna að draga úr spennu á milli ríkjanna, sem deila um Kasmír. Armitage fer til Pakistan í dag.  SATT EÐA LOGIÐ? Talsmaður pakist- anska hersins sýnir hvar meint árás átti sér stað. Fullyrðing- ar Pakistana eru ekki sannar segja indverskir ráða- menn. Stjórn Pakistan: Saka Indland um árás á Kasmír PARÍS, AP Franskt par reyndi að myrða börnin sín fimm og stytta sér aldur vegna slæmrar fjár- hagsstöðu. Yngsta barnið, eins árs, er enn í gjörgæslu, en eldri börnunum var leyft að fara heim í gær. Að sögn lögreglunnar gáfu foreldrarnir þeim insúlín síðast- liðinn mánudag. Föðurnum sner- ist hugur eftir að hann var búinn að sprauta sig og kallaði á lögregl- una. Hann og kona hans eru í fangelsi núna, en ættingjarnir líta eftir börnunum.  Franskir foreldrar: Reyndu að myrða börnin sín EFTIR NÁTTÚRUHAMFARIR Íbúar í þorpinu Thapru í Nepal virða fyrir sér ummerki aurskriðu sem féll á bæinn. Skriðan lagði þorpið í rúst. 41 er saknað og einungis 13 lík eru fundin. Hamfarirnar eru þær verstu hafa gerst á monsún tímabilinu sem nú gengur yfir Suður-Asíu.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.