Fréttablaðið - 24.08.2002, Side 10

Fréttablaðið - 24.08.2002, Side 10
Margt fyrirmenna verður viðvígslu Nýheima á Höfn í Hornafirði í dag þeirra á meðal Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands. Nýr konsertflygill verður tekinn í notkun í húsinu og mun Jónas Ingimundarson leika á hann fyrstur manna við vígsluna. horn.is Sést hefur til ferða hrefnu í höfn-inni á Höfn í Hornafirði undan- farna daga. Hrefnan sást fyrst á mánudagsmorgunn er skipverjar á Jóni Aðal SF lögðu upp í netatúr snemma morguns. Virðist hún hafa haldið til í firðinum þessa daga því silungaveiðimenn hafa orðið henn- ar varir er þeir hafa vitjað neta sinna. horn.is. 10 24. ágúst 2002 LAUGARDAGUR FRÉTTASKÝRING ÞINGVELLIR Húsamál í þjóðgarðin- um á Þingvöllum hafa verið til umfjöllunar hér í Fréttablaðinu. Þingvallanefnd aftekur þjóð- kirkjunni um að reisa prestsbú- stað á Þingvallatúninu. Þar skammt undan, niður við Þing- vallavatn, hefur í sumar verið reist 98 fermetra sumarhús í eigu Páls Hreins Pálssonar útgerðar- manns. Bústaðurinn er reistur á lóð þar sem áður stóð sumarhús sem að stofni til var um 60 ára gamalt. Páll keypti gamla húsið fyrir fimm árum á um fjórar milljónir króna. Lóðin er aftur á móti í eigu ríkisins. Hún er metin á 360 þús- und krónur. Mánaðarleiga fyrir hana er innan við þrjú þúsund krónur - eða álíka og tjaldstæði í þjóðgarðinum fyrir tvo fullorðna í þrjár nætur. Árið 1999 gekk Þingvallanefnd inn í kaup á öðru eldra sumarhúsi sem einnig var staðsett við veginn sem liggur frá Hótel Valhöll og inn að Þingvallavatni. Húsið var keypt á 6,3 milljónir króna. Rýma átti lóðina til að almenningur fengi betri aðgang að fallegu svæði, eins og Sigurður Oddsson, framkvæmdastjóri Þingvalla- nefndar, lét þá hafa eftir sér í blaðaviðtali. Kaupandinn fékk húsið gegn því að fjarlægja það og ganga frá lóðinni. Samkvæmt óstaðfestum heim- ildum Fréttablaðsins mun mark- miðið reyndar ekki hafa verið að veita almenningi betri aðgang að svæðinu. Uppi munu hafa verið hugmyndir um það í forsætis- ráðuneytinu á þessum tíma að nýta lóðina undir nýjan sumarbú- stað fyrir forsætisráðherra. Það er sagt hafa verið afskrifað í bili að minnsta kosti þegar ljóst varð að ekki tækist einnig að koma höndum ríkisins yfir lóðina undir bústaðinn við hliðina. Stundum hefur ekki verið unnt að nota forsætisráðherrabú- staðinn vegna viðgerða. Í því sambandi má segja frá því að eitt sinn mun forsætisráðherra hafa fengið lánaðan sumarbústað í krikanum við vatnið inn af Val- höll undir móttöku. Sá bústaður stendur við hlið hins nýbyggða bústað Páls útgerðarmanns. Eig- andinn er Ingólfur Guðbrands- son, tengdafaðir Björns Bjarna- sonar, formanns Þingvallanefnd- ar. Hótel Valhöll hefur verið í sviðsljósinu á liðnum árum vegna eignarhaldsins. Jón Ragnarsson, sem átti hafði hótelið um langt skeið, seldi það í hendur ríkinu fyrr á þessu ári fyrir 200 milljón- ir króna. Áður hafði Jón reynt að selja Valhöll breskum kaupsýslu- manni fyrir á fimmta hundrað milljónir króna. Ríkið kom í veg fyrir söluna. Greiðslan fyrir hót- elið fór til greiðslu veðskulda sem hvíldu á eigninni. Með kaupunum á Hótel Valhöll komst endanlega allt land í Þjóð- garðinum í eigu ríkisins. Ekkert liggur fyrir um hver örlög eða hlutverk hótelsins verður í fram- Nýbyggingar aðeins á gömlum grunnum Þingvallanefnd leyfir ekki fleiri húsbyggingar í þjóðgarðinum. Endurgerð eldri húsa er þó heim- il. Dæmi eru um að sumarhús í Þjóðgarðinum hafi verið seld fyrir á fjórða tug milljóna króna. ÞINGVALLABÆRINN Presturinn má fá sér sæti og fara á salernið en ekki lengur sofa næturlangt í Þingvallabænum. Forsætisráðherra hefur sagt að ekki standi annað til en Þingvallaprestur njóti áfram lágmarks aðstöðu í bænum. SUMARBÚSTAÐUR KJARTANS GUNNARSSON Sumarbústaður Kjartans Gunnarssonar framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins er risinn í Kárastaðalandi. Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúi: Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja hf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð-borgarsvæðinu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. HÚSNÆÐI Mest eftirspurn er eftir lánsfé til húsnæðiskaupa á höfuð- borgarsvæðinu og í nágranna- sveitarfélögum þess. Höfuðborg- arsvæðið stendur upp úr hvað þetta varðar, samkvæmt upplýs- ingum frá íbúðalánsjóði, en eftir- spurnin hefur einnig aukist nokk- uð á Selfossi og í Borgarnesi. Þá er einnig nokkur eftirspurn eftir húsnæði á Akureyri. Þessu er þveröfugt farið á Vestfjörðum þar sem eftirspurn- in er lítil og aðeins þrjár nýbygg- ingar á lánum eru í gangi á svæð- inu. Íbúum á Vestfjörðum hefur fækkað verulega á síðustu 10 árum. Þeir voru, samkvæmt tölum frá Hagstofunni 8.014 í desember árið 2001 en voru 9.756 tíu árum áður. Austfirðingar binda svo aftur miklar vonir við hugsanlegar ál- versframkvæmdir og ráð fyrir fólksfjölgun á svæðinu og aukinni eftirspurn eftir húsnæði samfara henni.  Húsnæðiskaup: Þéttbýlið eftirsóttast VESTFIRÐIR Íbúum hefur fækkað um rúmlega 1700 á 10 árum og eftirspurn eftir húsnæði er í samræmi við það. INNLENT EFNAHAGSMÁL Greiningadeild Bún- aðarbankans telur að almennt séu áhrif stóriðjuframkvæmda á framboð og vaxtastig á skulda- bréfamarkaði ofmetin. Í mánaðar- riti bankans segir að spár fjár- málafyrirtækja um hagvöxt og verðbólgu á næsta ári séu of háar og svigrúm hagkerfisins til að takast á við stóriðjuframkvæmdir sé vanmetið. Bankinn telur að hagvöxtur verði 0,5 til 1,5% í stað 2,8% spár Þjóðhagsstofnunar. Þá telur bankinn góðar líkur á að íslenskt efnahagslíf geti tekist á við fyrirhuguð stóriðjuverkefni án þess að stýrivextir fari yfir 8 til 8,5% á mesta framkvæmdatím- anum, sem eru litlu hærri vextir en í dag. Bankinn er raunar þeirr- ar skoðunar að svigrúm til vaxta- lækkunar sé meira en Seðlabank- inn hafi gefið til kynna. Þess er vænst að Seðlabankinn lækki stýrivexti um 0,75% um mánaðar- mótin og að stýrivextir verði 6,4% í árslok. Gera megi ráð fyrir að óverðtryggðir vextir lækki strax samfara lækkun stýrivaxta Seðla- bankans, en að ávöxtunarkrafa og afföll húsbréfa lækki ekki til fulls fyrr en væntingar um áhrif fyrir- hugaðra stóriðjuframkvæmda breytast.  Áhrif stóriðju á vaxtastig: Stórlega ofmetin VEXTIR Búnaðarbankinn telur að áhrif stóriðjuframkvæmda á framboð og vaxtastig á skuldabréfa- markaði ofmetin. Gætum okkar í umferðinni Magnús H. skrifar Fréttir af umferðarslysum erumargar og sláandi. Svo fá- menn þjóð sem við erum verður að standa saman í því markmiði að fækka alvarlegum slysum og helst að koma í veg fyrir þau. Í fá- menni sem hér finnum við öll til hryggðar þegar alvarleg slys verða. Það er ekki síður sárt þeg- ar litið er til þess hvers við erum megnug sem þjóð þegar á reynir. Íslenska þjóðin hefur áður staðið saman í átaki. Sumir ökumenn eru glannar þó ég ætli ekki að þeir hafa valdið síðustu alvarlegu slysum. Samt er því ekki að neita að hægt er að fara varlega og fækka slysum. Það er ósk mín að við tökum okk- ar á og stöndum saman sem verði til þess að heill og heilsa þjóðar- innar verði í öndvegi. Við, sem eldri erum, verðum að sýna þeim yngri fordæmi og fara um með gát og varfærni. Það vinnst ekki allt með því að fara hratt. Kemst þó hægar fari.  Skólavöru- ösin vara- söm Móðir hringdi: Móðir í Reykjavík sagði farirsínar ekki sléttar af innkaup- um á skólavörum. Hún hafði farið í Office 1 þar sem var „klikkað að gera“ eins og hún orðaði það. Þar hafði hún keypt 12 stykki af alls kyns skólavörum og greitt fyrir um 3.400 kr. Hún áttaði sig strax á því að þetta var of mikið miðað við það sem henni hafði reiknast til og komst að því að verð var hærra í kassa en í hillumerkingu á 7 vörum af þessum tólf. Upphæð- in sem hún hafði ofgreitt var lið- lega 550 krónur. Skemmst er frá að segja að upphæðin var góðfús- lega endurgreidd en móðirin vill benda öðrum foreldrum og nem- endum á að vara sig á því að greiða ekki of mikið fyrir vörurn- ar í skólaösinni. 

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.