Fréttablaðið - 24.08.2002, Page 12

Fréttablaðið - 24.08.2002, Page 12
12 24. ágúst 2002 LAUGARDAGURKNATTSPYRNA FERENC PUSKÁS Ferenc Puskás, frægasti knattspyrnumaður Ungverja fyrr og síðar, var hylltur á þjóðar- leikvanginum í Búdapest á miðvikudaginn þegar ungverska landsliðið gerði 1-1 jafn- tefli við Spánverja. Völlurinn hefur verið nefndur í höfuðið á Puskas, sem lék með Honved og Real Madrid, og heitir nú Puskás Ference Stadion. MOLAR ÍÞRÓTTIR Í DAG Laugardagur 12.35 RÚV Markaregn 13.25 RÚV (bein) Þýski fótboltinn 13.45 Stöð 2 (bein) West Ham-Arsenal 14.00 Símadeild karla: ÍBV-Þór 14.00 Símadeild kvenna: Þór/KA/KS-FH 14.00 1. deild karla: Sindri-Breiðablik Afturelding-Haukar 15.15 Sýn Gillette sportpakkinn 15.30 RÚV Íþróttaþátturinn 15.45 Sýn Heimsfótbolti með West Union 16.00 1. deild karla: Víkingur-Leiftur/Dalvík 16.05 Stöð 2 Alltaf í boltanum 16.15 Sýn (bein) WBA-Leeds 16.30 1. deild kvenna úrslit: Tindastóll-Þróttur 18.30 Sýn (toppleikir) Man. Utd.-Parma 23.05 Sýn Lewis-Tyson Sunnudagur 13.55 Stöð 2 Mótorsport 17.00 RÚV Markaregn 18.00 Símadeild karla: Grindavík-Fylkir (Sýn) KA-FH Keflavík-ÍA 20.00 Sýn Golf (Buick Open) 21.30 RÚV Helgarsportið 21.45 RÚV Fótboltakvöld 22.50 Sýn Íslensku mörkin AP /M YN D KNATTSPYRNA Austuríski landsliðs- markvörðurinn Alex Manninger hefur óvænt yfirgefið herbúðir spænska fyrstudeildarliðsins Espanyol eftir aðeins fárra vikna dvöl þar syðra. Espanyol mun hafa dregið til baka bankaábyrgðir vegna kau- panna á Manninger frá ensku úr- valsdeildarliðinu Arsenal. Spænska liðið segir það hafa ver- ið gert þar sem Arsenal hafi ekki sent tilskilda félagsskiptapappíra. Þegar síðan Arsenal krafðist þess að tryggingarfé vegna kaupanna yrði greitt að nýju inn á banka- reikning valdi Espanyol að hætta við allt saman. Manninger segist ekki botna neitt í neinu.  ALEX MANNINGER Austurríkismaðurinn segist ekki botna neitt í neinu. Félagskiptafarsi: Manninger frá Espanyol Ford hefur engan áhuga seljakeppnislið Jagúar í Formúlu 1 til Red Bull, en það er fyrirtæki sem selur orkudrykki. Richard Parry-Jones, aðstoðarforseti Ford, sagði í gær að Ford hygðist halda áfram í Formúlu 1 og frétt- ir um að það ætti að selja liðið til Red Bull væru ekki á rökum reistar. Man. Utd. hefur enn áhuga áað kaupa franska varnar- manninn Julien Escude frá Renn- es. Talið var að enska liðið hefði misst áhugann eftir að Escude meiddist á hné þegar hann var úti að ganga með hundinn sinn. Man. Utd. hefur boðið 2 milljónir punda á leikmanninn en Rennes vill fá tvöfalt hærri upphæð. Lýbíski einræðisherrannMoammar Gaddafi mun vilja kaupa hlut í gríska knattspyrnufé- laginu PAOK Thessaloniki. Fjár- festingarsjóður í eigu lýbíska rík- isins á nú þegar 7,5% í ítalska stórliðinu Juventus. PAOK er í miklum rekstrarvanda. Forseti fé- lagsins segir það ekki rétt að þeg- ar hafi verið ákveðinn fundur með syni Gaddafis um málið. Það sé þó allt á réttri leið og að fundurinn verði örugglega haldinn síðar. Að- dáendaklúbbur PAOK er á móti sölunni til Gaddafis. Klúbburinn segist ekki vilja að hlutur í félag- inu verði yfirhöfuð seldur til manna sem ekki játa kristna trú. KNATTSPYRNA Önnur umferð í ensku úrvalsdeildinni hófst í gærkvöld með leik Chelsea og Manchester United. Leikurinn hófst um það leyti sem blaðið fór í prentun. Í dag er níu leikir á dagskrá. Þeir hefjast allir klukkan 14.00 utan leikur Manchester City og Newcastle sem hefst 11.15. Englandsmeistarar Arsenal leika á útivelli á móti West Ham. Dennis Bergkamp og Sylvain Wiltord eru meiddir og því hvorug- ir í liði meistaranna. Guðni Bergsson og félagar í Bolton taka á móti Charlton. Í gær var vonast til að Guðni yrði klár í slaginn þrátt fyrir lítilsháttar meiðsl. Lárus Orri Sigurðsson verður í liði WBA gegn Leeds. Liverpool leikur gegn Sout- hampton. Helstu lykilmenn eru leikfærir nema Dietmar Hamann hjá Liverpool. Newcastle heimsækir Manchester City. Heimamenn verða enn um sinn að vera án ný- liðans Peter Schmeichel sem er meiddur. Í Birmingham leika heimamenn gegn Blackburn. Birmingham er án Paul Devlin og Robbie Savage sem eru í leikbanni. Búist er við að Garry Flitcroft, fyrirliði Black- burn, hafi náð sér eftir meiðsl. Kantmaðurinn Keith Gillespie er hins vegar að fara að taka út þrig- gja leika bann.  Önnur umferð ensku úrvalsdeildarinnar er hafin: Meistararnir leika án Bergkamp og Wiltford ENSKA ÚRVALSDEILDIN Leikir helgarinnar Chelsea-Man. Utd föstud. 19.00 Man. City-Newcastle laugard. 14.00 Birmingham-Blackburn laugard. 14.00 Bolton-Charlton laugard. 14.00 Liverpool-Southampton laugard. 14.00 Middlesbro-Fulham laugard. 14.00 Sunderland-Everton laugard. 14.00 Tottenham-Aston Villa laugard. 14.00 West Ham-Arsenal laugard. 14.00 WBA-Leeds laugard. 14.00 FÓTBOLTI Forsvarsmenn Real Ma- drid sögðu á heimasíðu liðsins í gær að Ronaldo myndi ekki ganga til liðs við liðið fyrir komandi leik- tímabil. Massimo Moratti, forseti Inter, átti í fyrradag fund með Florentino Perez, forseta Real Ma- drid, á snekkju þess síðarnefnda í Miðjarðarhafinu. Ræddu mennirn- ir saman um hugsanleg kaup á hin- um 25 ára gamla brasilíska lands- liðsmanni, en nú virðist sem ekk- ert verði úr þeim. Ronaldo hefur sett mikla pressu á Inter enda vill hann ólmur kom- ast til Spánar. Reinaldo Pitta, um- boðsmaður brasilíska framherj- ans, sagði í vikunni að leikmaður- inn hefði þegar komist að sam- komulagi við spænska stórveldið. Hann myndi ekki leika aftur fyrir Inter Milan jafnvel þótt forráða- menn liðsins leyfðu honum ekki að ganga til liðs við Real Madrid. Moratti sagði í byrjun vikunnar að Ronaldo yrði hjá liðinu að minnsta kosti eitt tímabil í viðbót, þrátt fyrir að hann hefði lýst því yfir að hann vildi fara til Real Ma- drid. „Ef Moratti neyðir hann til að vera áfram í Mílanó þá verður hann þar, en eitt er víst og það að er hann mun ekki leika aftur fyrir liðið,“ sagði Pitta í viðtali við spænska blaðið Marca. „Við viljum fara til Madrídar og höfum þegar náð samkomulagi við Real. Við gætum verið búnir að undirrita samning eftir nokkrar mínútur ef þessi hnútur myndi leysast.“ Moratti setti upphaflega 8 millj- arða króna verðmiða á Ronaldo en síðustu daga héldu fjölmiðlar því fram að líklegt kaupverð yrði á bil- inu 4 til 5 milljarðar. Real Madrid vildi skipta á Ronaldo og Fernando Morientes og Flavio Conceicao, en Inter hafnaði því boði. Talið er að Inter hafi viljað fá argentínska leikmanninn Santiago Solari og einhverja peninga í skiptum fyrir Ronaldo, en Real var ekki tilbúið til þess. Ef Ronaldo hefði gengið til liðs við Real Madrid hefði hann orðið þriðja stórstjarnan, sem hefði komið til liðsins frá því Perez tók við völdum. Árið 2000 keypti hann Luis Figo frá Barcelona og í fyrra keypti hann Zinedine Zidane frá Juventus. trausti@frettabladid.is ÓSÁTTUR Á ÍTALÍU Ronaldo vill fara frá Mílanó ólíkt félaga sínum í brasilíska landsliðinu Rivaldo, sem nýlega gekk til liðs við AC Milan. Hector Cuper, þjálfari Inter, verður því að öllum líkindum að horfa á eftir sínum besta leikmanni. Alger óvissa ríkir um framtíð Ronaldo Knattspyrnustórveldin Inter Milan og Real Madrid hafa bitist um einn besta framherja heims. Forsetar félaganna ræddu saman á snekkju í Miðjarðarhafinu í fyrradag. Forsvarsmenn spænska liðsins sögðu í gær að ekkert yrði úr kaupunum. FÓTBOLTI Tottenham, sem hefur leitað logandi ljósi að nýjum framherja, hefur boðist að fá argentínska landsliðsmanninn Hernan Jorge Crespo að láni frá Lazio. Ítalska liðið á í miklum fjárhagserfiðleikum og hefur ekki efni á að halda leikmannin- um, sem er á svimandi háum laun- um. Lazio hefur ekki enn greitt Man. Utd. 12 milljónir punda fyr- ir Jaap Stam. Ef Crespo, sem keyptur var til Lazio fyrir 35 milljónir punda frá Parma, nær samkomulagi við Tottenham, mun enska liðið greiða honum laun og eiga mögu- leika á að kaupa hann þegar láns- tímabilinu lýkur. Glenn Hoddle, framkvæmda- stjóra Tottenham, hefur þegar mistekist að kaupa Kevin Philips frá Sunderland og Robbie Kean frá Leeds.  HERNAN JORGE CRESPO Argentínski landsliðsmaðurinn hefur tvis- var orðið markahæstur á Ítalíu. Síðast árið 2000 þegar Lazio varð ítalskur meistari. Leikmannamál: Crespo til Tottenham?

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.