Fréttablaðið - 24.08.2002, Qupperneq 16
Alamanak fyrirÍsland 2003 er komið út. Þor-
steinn Sæmundsson, Ph. D. á
Raunvísindastofnun Háskólans
hefur reiknað almanakið og búið
það til prentunar. Þetta er 167.
árgangur almanaksins og er út-
gefandinn Háskóli Íslands.
Heimsendapestir nefnist ljóða-bók eftir Eirík Örn Norðdahl
sem nýlega kom út. Bókin er 61
blaðsíða. Framleiðsluhúsið Nýhil
gefur bókina út.
16 24. ágúst 2002 LAUGARDAGURHVAÐA BÓK ERT ÞÚ AÐ LESA?
BÆKUR
GANGA
10.00 Orkuveita Reykjavíkur efnir til
göngu- og fræðsluferðar í Elliða-
árdal í dag, undir leiðsögn Guð-
mundar Halldórssonar skordýra-
fræðings og Odds Sigurðssonar
jarðfræðings. Hugað verður að
skordýrum í dalnum í mismun-
andi gróðurlendi. Gangan hefst
við Minjasafn Orkuveitu Reykja-
víkur. Þátttaka er ókeypis og öll-
um heimil. Þátttakendur eru
hvattir til að hafa með sér stækk-
unargler. Gert er ráð fyrir að
göngunni ljúki um kl. 12.30.
11.00 Jóhann Pálsson, fyrrverandi garð-
yrkjustjóri Reykjavíkur fer í skoð-
unarferð um Grasagarð Reykja-
víkur. Mæting er í lystihúsinu
sem stendur við garðskálann
klukkan. Þátttaka er ókeypis og
boðið er upp á te í lok ferðarinn-
ar.
FRÆÐSLUDAGSKRÁ
13.00 Foreldrafélag sykursjúkra barna
og unglinga heldur upp á 10 ára
afmæli sitt í dag við Reykjadal í
Mosfellssveit. Sérstök fræðslu-
dagskrá verður haldin. Þar munu
þrír sérfræðingar í sykursýki fjalla
um ýmsa þætti tengda sykursýki
barna Öllum velunnurum félags-
ins er velkomið að taka þátt í
fræðsludeginum.
OPIÐ HÚS
13.00 Kvikmyndaskóli Íslands býður
gestum og gangandi að kynnast
starfsemi skólans í dag. Skólinn
er nýlega fluttur í gamla sjón-
varpshúsið að Laugavegi 176 .
Gestir ávarpa samkomuna, sýnis-
horn úr myndum nemenda síð-
ustu 10 árin verða sýnd og ný
námskrá skólans kynnt. Húsið
verður fært í hátíðarbúning og
gestum verða boðnar kaffiveiting-
ar. Dagskráin stendur til kl. 16.
LEIKHÚS
20.00 Dansleikhúsið Ekka sýnir verkið
Eva3 í kvöld í Tjarnarbíói. Í verk-
inu er leikverk Guðmundar
Steinssonar, Garðveislan, sett
upp og túlkuð á nýjan máta.
Miðapantanir eru í síma 896
0796.
20.30 Light Nights sýnir í Hlaðvarpan-
um. Leikin eru atriði úr þekktum
þjóðsögum. Má þar nefna Djákn-
ann á Myrká, Sæmund fróða og
Móður mína í kví kví. Leikið er á
ensku.
TÓNLEIKAR
16.00 Tríó bandaríska gítarleikarans
Paul Weeden leikur á sumartón-
leikaröð Jómfrúarinnar við Lækj-
argötu í dag. Á tónleikunum leika
með Paul Weeden þeir Sigurður
Flosason saxófónleikari og
Tómas R. Einarsson kontrabassa-
leikari. Leikið verður utandyra á
Jómfrúrtorginu ef veður leyfir, en
annars inni á Jómfrúnni. Aðgang-
ur er ókeypis.
23.59 ,,Keflvíska innrásin“ er yfirskrift
tónleika sem haldnir verða í
kvöld á Grand rokk. Þær hljóm-
sveitir sem koma fram eru:
Rúnar Júlíusson, Fálkar frá
Keflavík, Gálan, KlassArt og Silf-
urfálkinn. Aðgangseyrir er 500
LAUGARDAGURINN
24. ÁGÚST
MYNDLIST „Þetta er alveg eins og
þegar ég fór í magaspeglun. Það
er samt rosalega margt búið að
gerast síðan. Þetta er holan mín.
Hún er í laginu eins og mér leið
þá. Ég hef ekki hugmynd um
hvernig allt þetta dót komst hing-
að. En það skiptir heldur ekki
máli úr þessu. Það er heldur ekki
hægt að liggja á leyndarmálunum
sínum endalaust,“ segir Jón Sæ-
mundur Auðarson, listamaður,
sem í dag klukkan fjögur opnar
sýningu í Gallerí Hlemmi sem ber
yfirskriftina „holan mín“.
Gestir sýningarinnar fylgjast
með á myndbandi hvernig Jón
Sæmundur tekur veraldlega hluti
sína og brýtur þá mélinu smærra.
Afraksturinn sjá þeir síðan með
berum augum í galleríinu. „Ég
var að gera upp fortíðina. Inn-
setningin er afsteypa af tilfinn-
ingum mínum. Segja má að ég sé
búinn að snúa plötunni við. Platan
tók fimmtán ár í spilun. Sýningin
nú eru endalok og um leið upphaf
að hinni hliðinni.“
Jón Sæmundur segir að ekki sé
um neitt heimilisofbeldi að ræða
og gjörninginn í raun ekki koma
neinu ofbeldi við. „Það meiddist
enginn. Þetta var bara ákveðinn
tjáningarmáti, visst rokk.“
Í innsetningunni sést glitta í
alls kyns persónulega hluti. Ljós-
myndir af gömlum kærustum,
gamlar bækur, málverk, mynd-
bönd, hauslausa tuskukanínu og
gömul verk eftir Jón Sæmund
sjálfan. „Um leið og sýningin end-
urspeglar mínar tilfinningar get-
um við í leiðinni kallað hana yfir-
litssýningu á gömlum verkum,“
segir hann kíminn. Aðspurður
hvort fólk fengi sýn á hann sjálf-
an með því að rýna í rústirnar
segir Jón Sæmundur það vissu-
lega geta gerst. „Um leið getur
það séð glitta í sjálfan sig ef það
horfir nógu lengi.“
„Það er engin tilgerð í gangi og
enginn leikur. Ég var ekki búin að
plana hvernig hlutirnir kæmu út.
Verkið er einn helmingur af mér,
ein sneiðmynd. Ég er einfaldlega
að snúa plötunni við. Vonandi hef-
ur hin hliðin að geyma enn betri
lög.“
kolbrun@frettabladid.is
Plötunni snúið við eftir
fimmtán ára spilun
Jón Sæmundur Auðarson opnar í dag sýningu á Gallerí Hlemmi.
Sýningin er gjörningur á myndbandi auk innsetningar.
Yfirskriftin er „holan mín“.
JÓN SÆMUNDUR AUÐARSON
Jón Sæmundur hefur áður verið stórtækur. Skemmst er að minnast fossins sem hann
varpaði á gamla Morgunblaðshúsið.
Einar Þór Haraldsson
Enga. Ég les eiginlega bara Andrésblöð.
Gallerí Skuggi:
Trufluð
tilvera
MYNDLIST Leikföng í sínu raunveru-
lega umhverfi er viðfangsefni
Berglindar Björnsdóttur, ljós-
myndara. Í dag opnar hún sýningu
á verkum sínum í aðalsal Gallerí
Skugga á Hverfisgötu. Sýningin
nefnist Trufluð tilvera. Í augum
barnsins hafa leikföngin sál og
eru lifandi á meðan þau eru ný
eða spennandi. En þau eru líka
fljót að deyja þegar nýjabrumið
fer af þeim, og önnur ný og meira
spennandi leikföng taka við. Í
verkum sínum veltir Berglind því
fyrir sér hvað sé raunverulegt í
tilveru okkar og hvort endilega sé
allt sem sýnist.
Sýning Berglindar opnar
klukkan 17 og í dag stendur til 8.
september. Opnunartími Gallerí
Skugga er kl. 13-17 alla daga nema
mánudaga. Ókeypis aðgangur.
PÉTUR PAN
Berglind setur leikföng í raunverulegt um-
hverfi og veltir um leið fyrir sér hvað sé
raunverulegt.
krónur, léttar veitingar í boði.
SKEMMTANIR
23.00 Hreðavatnsskáli er næsti áfanga-
staður Sálarinnar. Þar hafa verið
haldnar skemmtanir af ýmsu tagi
í áranna rás, en nú er útlit fyrir
að breyting verði á. Núverandi
staðarhaldarar hyggjast breyta
um áherslur og verða tónleikar
Sálarinnar þeir hinstu í þessum
fornfrægu híbýlum um óákveð-
inn tíma.
23.00 Hljómsveitin Land og Synir verð-
ur á Akureyri í kvöld. Undanfarn-
ar vikur hafa staðið yfir miklar
breytingar á Sjallanum Akureyri
og ætla hljómsveitin að ríða á
vaðið í nýjum og breyttum Sjalla.
23.00 Hljómsveitin Í svörtum fötum
leikur í kvöld á Inghóli, Selfossi.
23.00 Á Players í Kópavogi leikur
hljómsveitin Sixties í kvöld.
23.00 Hljómsveitin Saga Klass leikur í
kvöld á Kaffi Reykjavík. Þessa
landsfrægu hljómsveit þekkja
allir, ekki síst söngkonuna Sig-
rúnu Evu Ármannsdóttur. Hljóm-
sveitin hefur skemmt lands-
mönnum um árabil með frá-
bærri danstónlist.
SKOÐUNARFERÐ Jóhann Pálsson, fyrr-
verandi garðyrkjustjóri Reykja-
víkur ætlar í dag að leiða fólk í all-
an sannleikann um einstakar rósa-
tegundir og yrki þeirra. Þetta ger-
ir hann í skoðunarferð um Grasa-
garð Reykjavík. Jóhann mun
fræða fólk um eiginleika ein-
stakra rósategunda og ræktun
þeirra.
Jóhann þekkir vel til Grasa-
garðsins og hefur lengi tekið virk-
an þátt í að koma upp fjölbreyttu
rósasafni í garðinum.
Mæting er í lystihúsinu sem
stendur við garðskálann klukkan
11. Aðgangur er ókeypis og boðið
er upp á te í lok ferðarinnar.
EFTIRLÆTISRÓSIR
Grasagarður Reykjavíkur hefur í sumar
boðið upp á nokkrar skoðunar- og
fræðsluferðir um garðinn.
TÓNLEIKAR Það er ekki oft sem verk
eftir Béla Bartók heyrast á org-
eltónleikum því hann skrifaði
engin orgelverk. Í dag verður úr
því bætt þegar hinn heimsþekkti
orgelleikari Christopher Herrick
leikur í Hallgrímskirkju sex rúm-
enska dansa sem hann hefur um-
skrifað.
Önnur lög á efnisskrá Herricks
eru nokkuð ólík að uppruna og
upplagi. Fyrst gefur að heyra Si-
yahamba, sem er fyrsta verkið í
Three Global Songs eftir John
Behnke. Þá leikur Herrick Matin
Provençal eftir franska tónskáld-
ið Joseph Bonnet. Eitt þekktasta
og virtasta tónskáld Walesbúa,
William Mathias, skrifaði In-
vocations. Það er af mörgum talið
aðgengilegast fjölda orgelverka
sem hann skrifaði á sjöunda ára-
tug síðustu aldar.
Christopher Herrick hélt yfir
tvö hundruð tónleika sem org-
anisti við Westminster Abbey auk
skyldustarfa sinna við kirkjuna.
Frá 1984 hefur Christopher
Herrick starfað sem konsertorg-
elleikari og hefur leikið á tónleik-
um og í útsendingum fyrir út-
varpsstöðvar og sjónvarp, í tón-
leikasölum og kirkjum víðs vegar
um Evrópu, Norður-Ameríku og í
Eyjaálfu.
Heimsþekktur orgelleikari í Hallgrímskirkju:
Umskrifuð lög eftir
Béla Bartók
1
METSÖLULISTI
2
3
4
5
6
7
8
9
10
TÍU VINSÆLUSTU BARNA-
BÆKURNAR HJÁ EYMUNDS-
SON/PENNANUM
Árni Árnas. og Halldór Bjarnarss.
GEITUNGURINN
Þórarinn Eldjárn íslenskaði
MOLDVARPAN SEM VILDI . . .
Árni Árnas. og Halldór Baldurss.
GEITUNGURINN 2
Vilbergur Júlíusson íslenskaði
SNÚÐUR OG SNÆLDA
Bergljót Arnalds
STAFAKARLARNIR
Vaka Helgafell
BUBBI BYGGIR, SELMA . . .
Setberg
ÉG ÆTLA AÐ LÆRA NÝ ORÐ
J.K. Rowling
HARRY POTTER OG LEYNI . .
Árni Árnas. og Halldór Baldurss.
GEITUNGURINN 4
Árni Árnas. og Halldór Baldurss.
GEITUNGURINN 3
Grasagarður Reykjavíkur:
Eftirlætisrósir
Jóhanns Pálssonar
HALLGRÍMSKIRKJA
Tónleikarnir í dag hefjast klukkan 12.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
Barnabækur:
Listi sem
ber keim
af hausti
BÆKUR Á lista Pennans yfir vinsæl-
ustu barnabækurnar eru í fjórum
sætum af tíu bækurnar Geitung-
urinn 1, 2, 3, og 4 eftir Árna Árna-
son og Halldór Bjarnarson. Ingi-
gerður Bjarnadóttir sem hefur
umsjón með barnabókadeild
Pennans Eymundsson segir list-
ann nú bera keim af hausti. „Geit-
ungurinn er í fjórum heftum sem
innihalda námsefni,“ segir hún.
„Leiðbeiningar fyrir foreldra eru
í bókunum, en ætlast er til að for-
eldrar séu með börnum sínum við
lesturinn. Með aðstoð bókanna og
foreldranna læra krakkarnir staf-
ina, svo og að lita, líma og klippa.“
Geitungurinn 1 og 2 hafa verið
notaðar í leikskólum, en 3 og 4 eru
fyrir börn sem eru farin að tengja
stafina og sjá mun á stórum og
litlum staf. Í þeim bókum eru líka
brandarar.“