Fréttablaðið - 24.08.2002, Page 22

Fréttablaðið - 24.08.2002, Page 22
Það stefnir í slag um fyrstasætið Samfylkingarinnar í Suðurkjördæminu. Bæði Margrét Frímannsdóttir og Lúðvík Bergvins- son hafa lýst yfir að þau sækist eft- ir sætinu. Líklegt er að mikil harka hlaupi í átökin því Margrét hefur sagt að fái hún ekki fyrsta sætið muni hún íhuga stöðu sína, en það túlka stuðningsmenn Lúðvíks sem hótun. Þeir leggja allt kapp á opið prófkjör, og líklegt er að harkalega verði tekist á um það milli stuðningsmanna Margrétar og Lúðvíks á fundi í kjördæma- ráði flokksins í næsta mánuði. Talið er líklegt að bæði Björgvin G. Sigurðsson og Jón Gunnarsson af Suðurnesjum muni sækja fast í annað sætið þannig að nái Lúð- vík ekki fyrsta sætinu af Mar- gréti gæti hann átt á hættu að rúlla niður listann. 22 24. ágúst 2002 LAUGARDAGUR RISTAÐ brauð og kaffi áSúfistanum í Máli og menn- ingu á Laugavegi er fyrirtaks- byrjun á laugardegi. Sofa út og kíkja þangað undir hádegi. Ná sér í nokkur góð tímarit og skoða hausttískuna. LABBA síðanLaugaveginn og líta inn í nokkrar búðir. Það svíkur engan að skoða skó í Kron og 38 þrep. Fallegir skór eru hreinasta list og fjárfesting í skópari dásamleg skemmtan. SKOÐA „holuna“ hans Jóns Sæ-mundar Auðarsonar sem opn- ar sýningu í Gallerí Hlemmi klukkan fjögur. FARA heim í eigin holu ogtaka því rólega. Vakna snem- ma og fara í göngutúr um mið- bæ Reykjavíkur, ekkert jafnast á við sunnudagsmorgna í borg- inni, enginn á ferli og upplagður tími til að skoða húsin. Enda í Sundhöll Reykjavíkur, falleg- ustu sundlaug borgarinnar, teiknuð af Guðjóni Samúelssyni eins og margar byggingar borg- arinnar. Það er hægt að koma boðskapn-um áleiðis án þess að vera að skammast. Það skilar betri ár- angri. Í starfi mínu hef ég lært að tala vitrænt við börn, þau eru ekki vitlaus. Þau skynja þegar talað er niður til þeirra og taka þá ekkert mark á mér. Maður er alltaf að læra og það gerir starf- ið skemmtilegt,“ segir Viðar Norðfjörð Sigurðsson, gang- brautarvörður við Langholts- skóla og skólaliði. Viðar hefur sinnt starfi sínu á sjöunda ár. „Ég verð að viður- kenna að fyrstu mánuðina í starfi voru samskiptin ansi stormasöm. Ég taldi mér trú um að þetta væri börnunum að kenna. Síðan fór ég að skoða þetta betur og kanna hvort vandamálið lægi ekki hjá sjálfum mér, hvort einhverju þyrfti ekki að breyta. Ég komst að því að þvergyrðingsháttur og stífni var ekki að koma mér áleiðis. Um leið og ég tók á þeim þáttum varð gjörbylting. Óvætt- urinn á horninu breyttist,“ segir Viðar og hlær. Viðar segir ökumenn því mið- ur ekki gæta nógu vel að sér í ná- grenni skólans. Reyndar séu þeir sem búi í hverfinu mun skárri en þeir sem sjaldan leggi leið sína um hverfið. „Ég veit aldrei hver er bak við stýrið. Það gæti alveg eins verið Bakkus. Í sjálfu sér getur maður engum treyst og öllu verður að taka með fyrir- vara. Þetta eru í raun fjögur horn sem ég þarf að hafa yfirsýn yfir á sama tíma. Ég þarf að hafa í hendi mér hvert straumurinn liggur, það er ekki nóg að ein- blína á gangbrautina. Það verður að taka starfið alvarlega.“ Ásamt því að sinna starfi gangbrautavarðar starfar Viðar sem skólaliði. „Ég er ekki að gera lítið úr öðru sem ég starfa við í Langholtsskóla þegar ég segi að starf gangbrautavarðar sé ljós- asti punkturinn. Það gefur mér tækifæri til að móta samskipti mín við börnin. Að mínu mati er ákaflega mikilsvert að sami aðil- inn sinni starfinu og ekki síst að sá aðili sé þroskaður. Börn eru vanaföst og vilja ganga að sínu vísu.“ Viðar er að verða 58 ára gam- all. „Meðan ég tel mér trú um að ég verði aldrei fullnuma í starfi er ég í góðum málum. Um leið og ég finn að ég sé búinn að nema þetta allt og geti ekki lært meira hætti ég,“ segir þessi viðkunna- legi maður að lokum. kolbrun@frettabladid.is SAGA DAGSINS 24. ÁGÚST FÓLK Í FRÉTTUM PERSÓNAN Ég skorast ekkert undan því aðvera afmælisbarn dagsins,“ segir Ólafur Haukur Símonarson, rithöfundur, þegar blaðamaður slær á þráðinn til hans. „Helst langar mig vestur á Snæfellsnes í Staðarsveitina þar sem ég hef að- gang að eyðibýli. Ég tæki kunn- ingjana með, konan er á nám- stefnu eins og hálf þjóðin þessa dagana, og ég myndi huga að net- um og renna fyrir fiski,“ segir hann. „Annars má ég víst ekki hafa netin úti um helgar,“ segir hann hlæjandi og kemst að sam- komulagi við blaðamann um að setja þetta með netin í ósýnilegt letur. „Við tökum bara með okkur nestisboxið upp á gamla mátann og erum ekkert að standa í því að grilla eða svoleiðis. Sjóðum kannski silung ef hann bítur á.“ Ólafur Haukur hefur verið heima við í sumar og skrifað. „Ég skrifaði leikrit sem verður frum- sýnt í Þjóðleikhúsinu um miðjan september. Hádramatískt verk um þekktar sögulegar persónur, sænsku skáldkonuna Victoriu Benediktson og ástmann hennar George Brandes. Ég hef verið mjög áhugasamur um þetta mál í fjörutíu ár. Þá er ég að skrifa fyr- ir sjónvarpsstöð og eins fyrir er- lenda aðila.“ En hentar dramatík- in rithöfundinum betur en kómedían? „Þetta fer náttúrlega ágætlega saman í blöndu, það er stuttur þráðurinn á milli þessara þátta, mannkindin brosir meðan hún engist.“ Í september ætlar Ólafur Haukur á leiklistarhátíð í Dublin. „Nei, þar er ekki verið að sýna neitt eftir mig,“ segir hann. „Ég fer bara til að skoða það sem er að gerast, sýna mig og sjá aðra.“  Ólafur Haukur Símonarson er 54 ára í dag, að því er hann minnir. Helst langar hann að eyða deginum á Snæfellsnesi. Afmæli Mannkindin brosir meðan hún engist Símskeytasamband við útlöndvar opnað árið 1906. Sæsím- inn frá Skotlandi um Hjaltland og Færeyjar til Seyðisfjarðar var 534 sjómílur. Norræna húsið í Reykjavíkvar vígt árið 1968. Það var byggt eftir teikningum Alvars Aalto. Fyrsti forstöðumaður hússins var Norðmaðurinn Ivar Eskeland. Uppþot hófst í fangelsinu áLitla Hrauni árið 1993 og stóð í tæpan sólarhring. Um fjörutíu fangar voru að mót- mæla hertum öryggisráðstöfun- um í kjölfar tíðra stroka. Mikael Gorbatsjov sagði afsér sem forseti Sovétríkj- anna árið 1991. TÍMAMÓTMENNINGARSKOKK VIÐAR NORÐFJÖRÐ SIGURÐSSON „Í starfi gangbrautavarðar er nauðsynlegt að muna eftir barninu í sjálfum sér, annars verða samskiptin erfið. MEÐ SÚRMJÓLKINNI Að gefnu tilefni skal tekið fram að fjallalömb eru ekki liðin í hálendi höfuðborgarinnar. Leiðrétting HRESSIR STRÁKAR Það er alltaf sérstök stemning að koma aftur í skólann á haustin og það var greinilega ekki leiðinlegt hjá þessum strákum sem spiluðu fótbolta við Hlíðaskóla í vikunni. FRÉTTAB LAÐ IÐ /RÓ B ERT Maður kom inn á bar og pant-aði sér 12 staup af brenni- víni og byrjaði um leið að hvolfa þeim í sig. „Hvers vegna í ósköpunum drekkurðu svona hratt?“ spurði barþjónninn. „Þú myndir líka drekka svona hratt ef þú ættir það sem ég á,“ svaraði maðurinn. „Hvað áttu?“ spurði þá bar- þjónninn. „Hundraðkall.“ JARÐAFARIR 10.30 Ágúst S. Guðmundsson, bygging- armeistari, Ísafirði, verður jarð- sunginn frá Ísafjarðarkirkju. 11.00 Jóhannes Magnússon, Ægissíðu, Vatnsnesi, verður jarðsunginn frá Breiðabólsstaðarkirkju. 13.30 Fanney Júdit Jónasdóttir frá Sléttu í Sléttuhreppi, verður jarðsungin frá Ísafjarðarkirkju. 13.30 Helga Björnsdóttir, ljósmóðir, Brunnavöllum, Suðursveit, verður jarðsungin frá Kálfafellstaðar- kirkju. 14.00 Ási Markús Þórðarson, Garðabæ, Eyrarbakka,verður jarðsunginn frá Eyrarbakkakirkju. 14.00 Karl Haukur Kjartansson, Miðholti 5, Þórshöfn, verður jarðsunginn frá Þórshafnarkirkju. 14.00 Marta Sigurðardóttir, Fossöldu 3, Hellu, verður jarðsungin frá Odda- kirkju. 14.00 Sigurjón Geirsson Sigurjónsson, Bakkagerði 1, Stöðvarfirði, verður jarðsunginn frá Stöðvarfjarðar- kirkju. 14.00 Unnur Helga Bjarnadóttir, Borgar- vík 12, Borgarnesi, verður jarð- sungin frá Borgarneskirkju. AFMÆLI Halldór Blöndal, forseti alþingis, er 64 ára. Ólafur Haukur Símonarson, rithöfundur er 55 ára. Leikkonan, Elva Ósk Ólafsdóttir, er 38 ára. ANDLÁT Aðalbjörg Stefánsdóttir, áður til heimilis Kirkjuvegi 10, Keflavík, lést 21. ágúst. Ásgeir Höskuldsson, fyrrverandi póst- varðstjóri frá Tungu, lést 21. ágúst. Sigríður G. Jónsdóttir, Rauðagerði 39, Reykjavík, lést 20. ágúst Bryndís Brynjólfsdóttir Áskelsson, lést í Torontó í Kanada 19. ágúst. Guðrún Sigurðardóttir, Sólvöllum 4a, Stokkseyri, lést 19. ágúst Ég veit aldrei hver er bak við stýrið Viðar Norðfjörð Sigurðsson sinnir starfi gangbrautavarðar við Langholtsskóla. Hann segir starfið gefandi og að hans mati verði að taka það alvarlega. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI ÓLAFUR HAUKUR SÍMONARSON Ólafur Haukur hefur setið við skriftir í allt sumar en ætlar að bregða sér til Dyflinnar í september.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.