Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.09.2002, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 11.09.2002, Qupperneq 2
2 11. september 2002 MIÐVIKUDAGURLÖGREGLUFRÉTTIR STJÓRNMÁL „Ég sagði í vor að ég stefndi ekki í þingframboð. Ég ítreka það núna,“ segir Ingi- björg Sólrún Gísladóttir, borgar- stjóri. Hún segir að í kjölfar þess að hafa lagst undir feld og skoðað möguleikann á framboði hafi hún komist að þeirri niður- stöðu að ekkert hefði breyst í pólitísku landslagi sem yrði til þess að hún söðlaði um. Ingibjörg Sólrún segir tvennt hafa ráðið mestu um niðurstöðu hennar. „Ég gaf fólki kost á því að sannfæra mig um að ein- hverjar pólitískar breytingar hefðu orðið sem kölluðu á að ég breytti afstöðu minni. Mín niður- staða er sú að svo væri ekki. Enda eru aðeins fjórir mánuðir frá kosningum. Það er engin pólitísk umræða í gangi. Þetta er í pólitísku tómarúmi.“ Hún segir að staða hennar gagnvart kjós- endum í Reykjavík hafi þó verið veigameiri. „Ég sæki umboð mitt til kjósenda. Ég sæki það ekki til flokksstofnana. Kjósend- ur eru mitt bakland. Ég gekkst undir ákveðnar skuldbindingar fyrir þá. Það hefur ekkert það breyst, hvorki í mínu lífi né póli- tískt, sem knýr á um að ég söðli um.“  Borgarstjóri segir fyrri yfirlýsingar standa: Stefnir ekki á þingframboð INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR Hefur legið undir feldi síðan skoðanakönn- un sýndi þriðjungs fylgisaukningu Samfylk- ingar færi hún í framboð. Össur um ákvörðun borgarstjóra: Kemur þó síðar verði STJÓRNMÁL „Auðvitað hefði ég frek- ar viljað sjá Ingibjörgu Sólrúnu koma til liðs við Samfylkinguna í þingkosningum,“ segir Össur Skarphéðinsson, formaður Sam- fylkingar. Hann kveðst hins vegar skilja afstöðu hennar. „Ég er þeirr- ar skoðunar að hún muni einhvern tíma aftur láta að sér kveða í landsmálunum. Þá undir merkjum Samfylkingar þó það verði kannski ekki fyrr en undir lok næsta kjör- tímabils. Ég hlakka hins vegar til þess að fá að takast með henni á við okkar fornu fjendur, Sjálfstæð- ismenn.“  Minniháttar eldur kom upp ívélbátnum Brekey um hálf níu-leytið í gærmorgun. Bátur- inn lá bundinn við bryggju þeg- ar upp komst um eldinn og var tilkynnt til neyðarlínunnar að reykur bærist frá bátnum. Eld- ur var í kapísu í messa bátsins og voru sendir tveir reykkafar- ar niður í bátinn og gekk greið- lega að slökkva eldinn. Skemmdir eru mest megnis af völdum reyks og sóts. Pareks- fjordur.is sagði frá. Bílavelta varð á Reykjanes-braut í gærdag. Missti öku- maður stjórn á bíl sínum eftir að hann lenti í djúpum hjólför- um fullum af vatni. Ökumaður slapp með skrámur en bíllinn er talinn ónýtur. Suðurnesjafréttir sögðu frá. Viðskiptaráðherra: Bankasala í góðum farvegi EINKAVÆÐING „Málið er í ágætis far- vegi,“ segir Valgerður Sverrisdótt- ir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, um viðræðurnar sem hefjast munu um sölu á hlut rík- isins í Landsbank- anum. Engar ákvarðanir hafi þó verið teknar fyrr en samið hafi verið um söluna. Valgerður segir eðlilegt að næsta skref verði að Bún- aðarbankinn fari í sama ferli og L a n d s b a n k i n n . Nokkrir viðmæl- endur blaðsins lýstu fyrir nokkru áhyggjum af því að offramboð yrði á bönkum á næstu mánuðum. Of mikið væri að ætla að selja hlut ríkisins í tveimur bönkum og hlutafé í Íslandsbanka að auki. Valgerður kvaðst ekki hafa áhyggjur af þessu. „Við ætlum ekki að selja báða bankana í einu. Við höfum nokkra mánuði til þess.“ Stefnan sé sú að láta reyna á að selja hlut ríkisins í báðum bönkum.  Laumufarþegi: Fannst um borð í skipi LAUMUFARÞEGAR Albanskur laumu- farþegi fannst um borð í Skógarfossi síðastliðið föstudagskvöld. Að sögn Hauks Más Stefánsson hjá Eimskip hefur eftirlit um borð í skipum verið hert, meðal annars vegna atburða 11. september síðastliðin. Maðurinn reyndist skilríkjalaus. Hann hafði dvalist á Íslandi í fjörtíu daga. Hann var færður á lögreglustöð.  EINKAVÆÐING „Þessi ráðagerð er í samræmi við þær ráðagerðir okkar að afla mikilla sölutekna af ríkiseignum á þessu ári. Áhrifin yfir á næsta ár eru óljós. Þá verð- ur væntanlega reiknað með enn frekari sölu,“ segir Geir H. Haar- de, fjármálaráðherra, um vænt- anlegar samningaviðræður við Björgúlfsfeðga og Magnús Þor- steinsson um sölu á hlut ríkisins í Landsbankanum. Geir segir þó óvíst á þessu augnabliki hvort salan gangi eftir. „Það á eftir að leiða hana til lykta með samning- um“ „Það eru ekki bein tengsl á fjárlagagerð næsta árs við þess- ar ráðagerðir,“ segir Geir. „Þarna er verið að selja upp í þann sölu- hagnað sem ráðgerður var í fjár- lögunum. Það er mjög jákvætt. Fyrirhugaðar viðræður einka- væðingarnefndar við þremenn- ingana voru til umræðu á löngum ríkisstjórnarfundi í gærmorgun. Þar fóru Halldór Ásgrímsson, starfandi forsætisráðherra, Geir og Valgerður Sverrisdóttir, við- skiptaráðherra, yfir málin með Ólafi Davíðssyni, formanni einkavæðingarnefndar og ráðu- neytisstjóra í forsætisráðuneyt- inu. Ólafur hafði þá nýlokið fundi með Björgúlfi Thor Björgúlfs- syni.  Viðræður um sölu Landsbanka: Í samræmi við ráðagerðir VIÐSKIPTI Björgólfur Thor Björg- ólfsson segir ekki rétt á þessu stigi í samningum um Landsbank- ann að tala um verð fyrir bank- ann. „Sá hluti þessa samningaferl- is sem við erum í núna snerist ekki um verðið. Við höfum ekki fengið þær upplýsingar um rekst- ur bankans sem gefa okkur for- sendur til að tala um verð í hann.“ Björgólfur segir að þeir félag- ar nálgist kaupin á bankanum eins og allar aðrar fjárfestingar. „Við viljum hlut þar sem við höfum áhrif á stefnu bankans og arðsemi fjárfestingarinnar. Við lítum svo á að við vinnum þannig jafnt fyrir alla hluthafa bankans sem fá sama arð og við af fjárfestingu sinni. Rætt hefur verið um pólitík í sambandi við sölu ríkisbankanna. Aðspurður um það hvort þeir fé- lagar séu fyrst og fremst kaup- sýslumenn segir Björgólfur: „Við erum það ekki fyrst og fremst. Við erum eingöngu kaupsýslu- menn. Við höfum ekki áhuga á öðru í okkar viðskiptum. Björgólfur segir að nokkuð hafi skort á að upplýsingum um eðli ferlisins hafi verið komið til almennings. „Ríkinu er ekki sama hvað gert verður við hlutinn. Í ferlinu var verið að meta fjóra þætti. Fjármögnun, verð, framtíð- arsýn og getu og reynslu kjöl- festufjárfestis til að takast á við verkefnið. Verðið er bara einn þessara þátta og því fáránlegt að tala um það eins og það sé eina forsenda þess að velja þann sem ræða á við.“ Björgólfur leggur áherslu á að þeir séu alþjóðlegir fjárfestar með víðtæka reynslu af samstarfi við þekkt fjármálafyrirtæki. Þannig var fjármögnun á bjór- verksmiðju í Rússlandi í gegnum London. Þar sem eigin fé var safn- að og verkefnið unnið í náinni samvinnu við Deutche Bank. Þeir hafi því fengið traust stórra við- urkenndra fjármálafyrirtækja og séu komnir með mikla reynslu af alþjóðaviðskiptum. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem þeir félagar taka þátt í einka- væðingu. Þeir hafa einu sinni haft betur í slíkum viðskiptum í Búlgaríu. Í öðrum urðu þeir undir. „Forsendurnar voru mjög skýrar og við vissum að hverju við geng- um. Þær voru auglýstar og í til- vikinu þar sem við töpuðum var hreint verðtilboð, þar sem tilboðin voru opnuð á blaðamannafundi.“ Björgólfur segir að allar for- sendur í þessum viðskiptum hafi verið skýrar. Honum finnst nokk- uð hafa skort á skýrleikann í þessu einkavæðingarferli. Meðal þess sem hann hefur gagnrýnt er að stór eign eins og VÍS hafi verið seld úr bankanum í ferlinu. „Við vildum skýringar frá einkavæð- ingarnefnd, en fengum þau svör að þetta væri ákvörðun Lands- bankans. Í Landsbankanum feng- um við þau svör að við fengjum ekki aðgang að gögnum fyrr en við værum komnir að bankanum.“ Björgólfur segir að þeir hafi verið að leita fjárfestingartæki- færa og sýnt Landsbankanum áhuga. „Við vildum viðræður og þá fór þetta ferli í gang sem hef- ur tafið málið. Það má segja að nú séum við aftur komnir á þann reit sem við vorum á þegar við óskuðum eftir viðræðunum í upp- hafi.“ haflidi@frettabladid.is Einkavæðing skýrari í Búlgaríu en hér Björgólfur Thor Björgólfsson er í forsvari fyrir þremenninganna sem ræða við einkavæðingar- nefnd um kaup á ráðandi hlut í Landsbankanum. Hann segir engar forsendur ennþá fyrir um- ræðum um verðið. Í þessari lotu hafi menn verið að horfa á fjármögnun, framtíðarsýn og reynslu kjölfestufjárfesta. Hann telur farveginn sem málið var sett í hafa tafið það. NÆSTA LOTA Björgólfur Thor Björgólfsson einn þremenninganna sem bjóða í Landbankann segir þá félaga vera kaupsýslumenn sem taki ákvarðanir sínar á viðskiptalegum forsendum. Hann segir samninga um kaupin á byrjunarstigi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR Telur að unnið hafi verið faglega og málefnalega að öllu. VIÐ KÍNVERSKA SENDIRÁÐIÐ Enginn hefur skipt sér af mótmælunum Viðræður Falung gong við stjórnvöld: Segja frá í dag MÓTMÆLI Falun Gong hreyfingin greinir í dag frá viðræðum hen- nar við íslensk stjórnvöld. Þær snerust um komu kínverska forsetans fyrr í sumar. Þá var fjölmörgum iðkendum Falung Gong meinað að koma til landsins. Liðsmenn Falun Gong hreyf- ingarinnar hafa setið við kín- verska sendiráðið síðan í fyrra- kvöld og mótmælt framferði kín- verskra stjórnvalda í sinn garð. 

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.