Fréttablaðið - 11.09.2002, Síða 4

Fréttablaðið - 11.09.2002, Síða 4
4 11. september 2002 MIÐVIKUDAGURKJÖRKASSINN WASHINGTON, AP „Afmæli geta orð- ið hryðjuverkamönnum tilefni til aukinnar athafnasemi,“ sagði Ari Fleischer, blaðafulltrúi Hvíta hússins, í gær. „Bara sú staðreynd að nú er ár liðið frá árásunum ger- ir það að verkum að við verðum á nálum.“ Bandarísk stjórnvöld gáfu út viðvörun á mánudaginn og báðu fólk um að hafa varann á alla þessa viku. Sérstaklega eru opin- berar stofnanir, bankar og flutn- ingafyrirtæki hvött til þess að vera vel á verði. Lögreglan verður við öllu búin og mikil öryggisgæsla er við sendiráð og herstöðvar Banda- ríkjanna erlendis. Bandarískar leyniþjónustu- stofnanir hafa síðustu daga orðið varar við aukin samskipti á boð- leiðum, sem eftirlit er haft með og þykir það til merkis um að auknar líkur séu á að hryðjuverkamenn láti til skarar skríða. Bandarísk stjórnvöld telja ein- nig ástæðu til að vara við því, að hryðjuverkamenn gætu gert vart við sig í tengslum við Allsherjar- þing Sameinuðu þjóðanna, sem haldið er í New York dagana 10. til 20. september. Þá er einnig varað við hættu á árásum í kring- um ársfund Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Was- hington dagana 25. til 29. septem- ber. Ótti við hryðjuverk: Bandaríkin á varðbergi ÖRYGGISVERÐIR VIÐ SENDIRÁÐ BANDARÍKJANNA Í BRETLANDI Þessir þrír öryggisverðir stóðu fyrir utan sendiráð Bandaríkjanna í London á mánudaginn. Öryggisgæsla við sendiráð og herstöðvar Bandaríkanna erlendis hefur verið stórefld síð- ustu daga. AP /D AV E C AU LK IN LEIÐRÉTTING Þorleifur Friðriksson, sagn-fræðingur, var fyrir mistök nefndur Hjörleifur í frétt um framboðsmál Vinstrihreyfingar- innar - græns framboðs í gær. Hann er beðinn velvirðingar. NIMES, AP Að minnsta kosti tuttugu manns fórust af völdum óveðurs og flóða í suðurhluta Frakklands um helgina. Í gær var leitað að tólf manns í viðbót, sem var saknað. Nokkur fljót í héruðunum Gard, Vaucluse og Herault flæddu yfir bakka sína og fjölmargar stíflur brustu undan vatnsflaumn- um, sem flæddi yfir götur og akra. Úrhellisrigning hófst þar á sunnu- daginn og ekki stytti upp fyrr en í gær. Lestarsamgöngur lágu niðri í gær. Víða voru vegir einnig lokað- ir vegna flóðanna.  Flóð í Frakklandi: Tuttugu manns fórust FORSÆTISRÁÐHERRA KOMINN Á VETTVANG Jean-Pierre Raffarin, forsætisráðherra Frakklands, fór að skoða skemmdirnar á flóðasvæðunum í Suður-Frakklandi í gær. AP /C LA U D E PA R IS Sex flugfélög stofnuð frá 1973: Öll farið á hausinn SAMGÖNGUR Óðum styttist í yfir- lýsingu frá forráðamönnum nýs flugfélags sem ráðgert er að hefji starfsemi hér á landi á næstunni. Eins og greint hefur verið frá hér í blaðinu sér nú fyrir endann á tveggja og hálfs árs samninga- ferli sem leitt hefur verið af Jó- hannesi Georgssyni fyrrum for- stöðumanni SAS - flugfélagsins hér á landi. Frá stofnun Flugleiða, árið 1973, hafa sex aðilar reynt að koma flugfélagi á laggirnar sem keppa myndi við Flugleiðir. Allar hafa þær tilraunir mistekist. Flugfélögin sex voru: Air Viking, Arnarflug, Flugferðir - Sólarflug, Atlantsflug, Emerald Air og Artic Air.  KJARAMÁL Kjaranefnd hefur synj- að ósk Haraldar Johannessen ríkislögreglustjóra um auka- greiðslur vegna starfsálags á meðan á utanríkisráðherrafundi NATO stóð í Reykjavík síðastlið- ið vor. Að fenginni synjun nefnd- arinnar hefur Haraldur farið fram á rökstuðning um hvers vegna hann eigi ekki rétt á álagsgreiðslum. „Það er umhugsunarefni fyrir alla ríkisforstjóra að þeir skuli ekkert hafa um laun sín að segja heldur þurfa að sækja þau til nefndar úti í bæ sem lítinn skiln- ing hefur á ábyrgð og störfum þeirra. Málið snýst ekki um krón- ur og aura heldur vildi ég ein- faldlega fá vitneskju frá kjara- nefnd um hvort greiða eigi fyrir tímabundið álag í starfi,“ segir Haraldur Johannessen sem áður hefur þegið aukagreiðslur á þess- um forsendum: „Það var vegna Kristnihátíðarinnar,“ segir hann. Guðrún Zoega, formaður kjaranefndar, segir að nefndin muni senda ríkislögreglustjóran- um rökstuðning fyrir synjun sinni. Það sé mat nefndarinnar að greiðslur vegna aukaálags í starfi ríkislögreglustjórans séu innifaldar í launum hans sem séu tæplega 600 þúsund krónur á mánuði. „Ég veit til þess að yfirlög- regluþjónar og aðstoðaryfirlög- regluþjónar hafa fengið greitt vegna álags samfara utanríkis- ráðherrafundi NATO en ég fæ ekkert,“ segir Haraldur og er þó alls ekki ósáttur við kjör sín. „Nú er svo komið að yfirlögregluþjón- ar eru komnir með svipuð laun og lögreglustjórar. Ætli þeir séu ekki með um 500 þúsund krónur á mánuði,“ segir hann. Haraldur Johannessen hefur verið ríkislögreglustjóri frá því í febrúar 1998. Hann var skipaður til fimm ára og rennur skipunar- tími hans því út eftir rúma fjóra mánuði. Aðspurður segist hann hafa áhuga á að gegna starfinu áfram. eir@frettabladid.is HARALDUR JOHANNESSEN Umhugsunarefni fyrir alla ríkisforstjóra að þeir skuli ekkert hafa um laun sín að segja. Ríkislögreglustjóri vill hærri laun vegna álags Kjaranefnd synjar ósk hans þar að lútandi. Segir álagsgreiðslur innifald- ar í tæplega 600 þúsund króna mánaðarlaunum. Haraldur Johannessen krefst rökstuðnings. Segir kjaranefnd hafa lítinn skilning á ábyrgð og störfum ríkisforstjóra. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI SKRAUTLEGAR SAMNINGAVIÐRÆÐUR Á ýmsu gekk í samningaferli Green og Baugs um Arcadia. Green hefur nú sett fram formlegt tilboð með blessun stjórnar Arcadia. Skrautlegum Arcadiasamningum lokið: Green kominn með form- legt tilboð VIÐSKIPTI Stjórn Arcadia og Philip Green hafa náð samkomulagi um skilmála varðandi kaup á Arcadia. Stjórn Arcadia sendi frá sér yfir- lýsingu um að tilboð Greens væri sanngjarnt og færði hluthöfum góðan arð af fjárfestingu sinni. Green hefur nú lagt fram form- legt tilboð í fyrirtækið. Fram til þessa voru tilboð hans óformleg. Töluverð dramatík var í kring- um samningana um kaupin, eftir að efnahagsbrotadeild lögregl- unnar gerði húsleit hjá Baugi. Bresku blöðin hafa gert sér mik- inn mat úr atburðunum. Green segist hafa reiðst yfir því að Jón Ásgeir hafi leynt sig atburðunum. „Ég sagði við Jón að hann væri heppinn. Hann hefði tapað bar- daganum en fengið 75 milljón punda hagnað af bréfunum sín- um.“ Green gefur Jóni Ásgeiri 10 fyrir þrautseigju en 2 fyrir samn- ingatækni. Green vísaði ráðgjafa Baugs frá Deutche Bank á dyr þegar sá sagði hann ósanngjarnan. „Samn- ingatækni Green er hressileg og litrík;“ sagði bankamaðurinn við Sunday Times.  Leit að tveimur konum: Fundust heilar á húfi LEIT Gerð var leit að tveimur kon- um sem ætluðu að ganga frá Landmannalaugum í Hólaskjól. Björgunarsveitin Stjarnan í Skaftártungu hóf leitina í gær- morgun þegar þær skiluðu sér ekki á tilsettum tíma deginum áður. Eftir að búið var lýsa eftir þeim í útvarpsfréttum í hádeginu í gær hafði maður samband við lögregluna í Vík og sagðist hafa tekið tvær konur í bíl sinn degin- um áður og keyrt niður að Skaft- ártungu afleggjara. Konurnar fundust síðan á tjaldstæðinu í Vík í Mýrdal um eittleytið. Þær höfðu fengið far til Víkur seinnipartinn á mánu- dag en ekki haft samband við þann aðila sem átti að sækja þær og látið vita af breyttri ferðaá- ætlun.  Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is 37.7% Nei 62.3% Á að skipta um landsliðs- þjálfara í knattspyrnu? Spurning dagsins í dag: Tók borgarstjóri rétta ákvörðun að fara ekki í framboð? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is Já ATLI EÐVALDSSON Meirihluti netverja stendur þétt að baki landsliðsþjálfarans. ENGAR MINNINGARATHAFNIR Engar minningarathafnir hafa verið skipu- lagðar í Kuala Lumpur í tilefni 11. septem- ber. Osama bin Laden er hins vegar ekki gleymdur þar, eins og sjá má á myndinni. Al Kaída samtökin sögð hættulítil: Hættan stafar af einförum BERLÍN, AP Víða um heim hafa ör- yggisráðstafanir verið hertar vegna hugsanlegra hryðjuverka í tengslum við 11. september. Emb- ættismenn í Evrópu segja litla hættu stafa beinlínis af Al Kaída, hryðjuverkasamtökum Osama bin Ladens. Starfsemi þeirra sé nán- ast í molum. Hætta stafi miklu frekar af einförum. „Í Evrópu eru margir reiðir múslimar, sem lifa á útjaðri sam- félagsins,“ segir ítalski saksókn- arinn Dambruoso, sem stjórnaði rannsókn á starfsemi hryðju- verkamanna Osama bin Ladens á Ítalíu. Dambruoso segir Al Kaída samtökin ekki vera til lengur í sömu mynd og þau voru fyrir ári. Margir meðlima samtakanna hafi verið handteknir eða fallið í átök- unum í Afganistan. Hins vegar sé ekki hægt að útiloka að þeir taki saman höndum á ný síðar. 

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.