Fréttablaðið - 13.09.2002, Page 1
bls. 22
BANKASALA
Úrsögn hefur
ekki áhrif
bls. 2
FÖSTUDAGUR
bls. 10
174. tölublað – 2. árgangur Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Föstudagurinn 13. september 2002
Tónlist 16
Leikhús 16
Myndlist 16
Skemmtanir 16
Bíó 14
Íþróttir 12
Sjónvarp 20
Útvarp 21
KVÖLDIÐ Í KVÖLD
Hafið frumsýnt
KVIKMYNDIR Kvikmyndin Hafið eftir
Baltasar Kormák verður frumsýnd
í dag. Myndin, sem byggð er á leik-
riti Ólafs Hauks Símonarsonar, seg-
ir sögu úr íslensku sjávarþorpi .
Tolkien og Laxness
RÁÐSTEFNA Ráðstefna um Hringa-
dróttins sögu Tolkiens hefst í dag.
Tengsl bókarinnar við norrænan
menningararf eru skoðuð, einnig
gerður samanburður á úrvinnslu
Tolkiens, Halldórs Laxness og
Sigrid Undset á menningararfinum,
skírskotun verka þeirra til samtím-
ans og siðfræði þeirra. Ráðstefnan
er í Norræna húsinu.
Samfélög
á Norðurslóðum
RÁÐSTEFNA Verkefni sem tengjast
samgöngu- og fjarskiptamálum, at-
vinnuþróun og eflingu samfélaga á
norðurslóðum og við norðanvert
Atlantshaf eru efni ráðstefnu í
Hitaveitu Suðurnesja í Svartsengi.
Þátttakendur koma frá Noregi, Sví-
þjóð, Finnlandi, Rússlandi,
Skotlandi, Færeyjum og Græn-
landi, auk Íslands.
Sálin á
Broadway
BALL Hin sívinsæla hljómsveit Sálin
hans Jóns míns leikur á Broadway í
kvöld.
AFMÆLI
Aldurinn
truflar ekki
SMYGL
Seyðisfjörður
ekki leiðin
HEILBRIGÐISMÁL Sjúklingar sem
þurfa að fara í hjartaþræðingu eru
nú látnir greiða hluta kostnaðar
vegna aðgerðarinnar og heyrir það
til nýmæla á Landspítalanum - há-
skólasjúkrahúsi:
„Eftir sameiningu sjúkrahús-
anna í höfuðborginni var farið yfir
allar gjaldtökur og þetta er ein af
breytingunum sem þá varð,“ segir
Erla Sigurðardóttir, á skrifstofu
fjárreiðna og upplýsinga á Land-
spítalanum. „Gjaldið getur þó
aldrei orðið hærra en 18 þúsund
krónur fyrir hverja komu og ellilíf-
eyrisþegar og öryrkjar greiða
minna,“ segir Erla.
Kostnaður sjúklinga getur þó
orðið mun meiri því fyrir hverja
hjartaþræðingu þarf nokkrar
heimsóknir til sérfræðings og það
kostar sitt. Varlega áætlað má því
gera ráð fyrir að venjuleg hjarta-
þræðing kosti vart undir 30 þús-
und krónum.
„Þjónusta spítalanna hefur í
auknum mæli færst inn á göngu-
deildir og það á við um hjartaþræð-
ingarnar eins og annað. Fólk er því
ekki lagt inn á spítalana í hefð-
bundnum skilningi en ef svo er þá
er þjónustan ókeypis,“ segir Erla og
játar því aðspurð að sjúklingar hafi
haft ýmislegt við þessa nýju gjald-
töku að athuga: „Viðbrögð þeirra
eru þó eins mörg og mismunandi og
sjúklingarnir eru margir,“ segir
hún.
Öll gjaldskrá Landspítalans er
nú í endurskoðun og von er á nýrri
reglugerð frá heilbrigðisráðherra
þar sem þessi mál verða öll endur-
skoðuð og færð í fastar skorður.
Ekki tókst að fá upplýsingar um
hvernig brugðist yrði við ef hjarta-
sjúklingar ættu ekki fyrir hjarta-
þræðingunni. Kæmi þá líklega til
kasta Félagsþjónustunnar.
ÍÞRÓTTIR
Gestagangur
og ástarfuni
SÍÐA 17
SÍÐA 12
Féll á
lyfjaprófi
LEIKHÚS
SKÓLAMÁL „Þetta er auðvitað veru-
legt áhyggjuefni. Ég er þegar bú-
inn að taka við afritum uppsagna
ellefu af sextán kennara skólans og
það kæmi ekki á óvart þó fleiri
bættust við,“ sagði Magnús Bald-
ursson, fræðslustjóri Hafnarfjarð-
ar í gærkvöld.
„Við erum að þinga hér í kvöld
og munum verða eitthvað frameft-
ir. Okkur ber að halda hér uppi
skólastarfi og verðum að finna
lausn þó ekki liggi fyrir nú ‘i hver-
ju hún felst. Fulltrúar rekstraraðil-
anna, Íslensku menntasamtakanna
hafa verið boðaðir til fundar í
fyrramálið (í dag) og fulltrúar for-
eldra koma í kjölfarið,“ sagði
Magnús Baldursson.
Mikill kurr hefur verið meðal
kennara og leiðbeinenda Áslands-
skóla og telja þeir það starfsum-
hverfi sem unnið sé eftir í skólan-
um ekki fullnægjandi, það sam-
rýmist ekki að öllu leyti ákvæðum
laga um grunnskóla. Í bréfi sem
kennarar sendu Fræðsluskrifstofu
Hafnarfjarðar er bent á að sam-
kvæmt lögum sé skólastjóri for-
stöðumaður grunnskóla. Honum
beri að stjórna og bera ábyrgð á
skólanum og veita faglega forystu.
Því sé ekki svo farið í Áslandsskóla
og vilja kennarar að úr verði bætt.
Þá segja kennarar verkaskiptingu
óskýra milli Skarphéðins Gunnars-
sonar skólastjóra og Sunitu Gandhi
framkvæmdastjóra Íslensku
menntasamtakanna, sem torveldi
vinnu starfsfólks. Ennfremur seg-
ir að vinnuálag sé of mikið og ekki
sé gert ráð fyrir nægjanlegum
undirbúningstíma. Vilja þeir að
kennararáð verði stofnað við Ás-
landsskóla sem taki tafarlaust til
starfa. Margt fleira er tínt til og
var farið ítarlega yfir málið á fundi
síðdegis í gær. Sá fundur bar eng-
an árangur.
Hvorki náðist í skólastjóra Ás-
landsskóla né framkvæmdastjóra
Íslensku menntasamtakanna í
gærkvöld. Í bréfi sem skólayfir-
völd sendu kennurum er hins veg-
ar farið yfir umkvörtunarefni
kennara og leiðbeinenda. Jafn-
framt er óánægju lýst með þann
farveg sem kennarar hafa sett
málið í.
the@frettabladid.is
Ellefu kennarar af
sextán sögðu upp í gær
Deila kennara Áslandsskóla og skólastjórnenda í hörðum hnút. Fræðslustjóri býst við því að
fleiri segi upp. Fundahöld með málsaðilum í dag.
ÞETTA HELST
Íslandssími tekur ekki þátt ístofnun undirbúningsfélags um
lagningu sæstrengs mili Íslands,
Færeyja og Skotlands. Ótrygg að-
koma að rekstri félagsins er
ástæðan segir forstjóri Íslands-
síma. bls. 2
Bush hvatti í gær Sameinuðuþjóðirnar til að setja Írökum
úrslitakosti. Hann segir heimin-
um stafa hætta af Saddam
Hussein bls.2
Kvennaathvarfið vill endur-heimta gjöf frá St. Jósefs-
systrum og krefur nýja eigendur
að húsi athvarfsins um 4,5 milj-
ónir króna. bls. 6
Íslenskur markaður hefur kærtFlugstöð Leifs Eiríkssonar til
Samkeppnisstofnunar. Íslenskur
markaður telur fyrirtækið mis-
nota stöðu sína í Leifsstöð til að
skammta sjálfu sér bestu vöru-
flokkana. bls. 4
REYKJAVÍK Suðaustlæg átt, 5-
8 m/s og skýjað og þurrt að
mestu. Hiti 10 til 17 stig
VINDUR ÚRKOMA HITI
Ísafjörður 3-8 Rigning 13
Akureyri 3-8 Bjart 15
Egilsstaðir 3-8 Bjart 15
Vestmannaeyjar 5-10 Súld 14
+
+
+
+
VEÐRIÐ Í DAG
➜
➜
➜
➜
Sjúklingar óánægðir en geta lítið aðhafst:
Rukkaðir fyrir hjartaþræðingu
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/B
IL
LI
ÁHORFENDUR Í STUÐI Fjöldi manns lagði leið sína í Laugardalshöll í gærkvöldi. Þar var stórsveitin Quarashi með tónleika. Rapparnir í
Rottweiler hituðu upp fyrir Quarshi, sem hafa verið á tónleikaferðalagi undanfarið.
NOKKRAR STAÐREYNDIR UM
MEÐALLESTUR FÓLKS Á ALDRINUM 25 TIL 80 ÁRA
Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU ER 69,7% SAMKVÆMT
FJÖLMIÐLAKÖNNUN GALLUP Í MARS 2002.
Fr
é
tt
a
b
la
ð
ið
M
o
rg
u
n
b
la
ð
ið
Meðallestur 25 til 39
ára á föstudögum
samkvæmt
fjölmiðlakönnun
Gallup frá
mars 2002
27,2%
D
V
70.000 eintök
70% fólks les blaðið
Hvaða blöð lesa 25 til 39 ára
íbúar á höfuð-
borgarsvæð-
inu á föstu-
dögum?
58,4%
66,3%
ÁSLANDSSKÓLI
Frestur sem kennarar og leiðbeinendur við
Áslandsskóla settu stjórnendum rann út í
gær. Kennarar voru ekki sáttir við svör
stjórnenda. Meirihluti þeirra sagði upp
störfum í gærkvöld. Uppsagnir miðast við
næstu mánaðamót en uppsagnarfrestur
kennara er frá einum upp í þrjá mánuði.