Fréttablaðið - 13.09.2002, Side 14
14 13. september 2002 FÖSTUDAGUR
KVIKMYNDIR Hjátrúarfullir kvik-
myndaáhugamenn hafa svo
sannarlega ástæðu til þess að
hrósa happi í dag, föstudaginn
þrettánda. Ein stærsta kvik-
myndaveisla sem haldin hefur
verið í Reykjavík hefst á mið-
nætti í húsakynnum Kvik-
myndaskóla Íslands, Laugavegi
176 (í portinu á bak við), og er
ókeypis aðgangur.
Myndirnar eru frá árunum
1938 - 1978 og eru margar tald-
ar til klassískra verka í kvik-
myndasögunni. Dagskránni er
skipt niður eftir þemum og
verður gestum boðið upp á ves-
tra, hryllingsmyndir, film
noire, ævintýramyndir, gaman-
samar ádeilumyndir, stór-
myndir kvikmyndasögunnar og
sjaldgæfar stuttmyndir þekk-
tra leikstjóra.
Á meðal stórmynda má
nefna „Citizen Kane“ eftir Or-
son Wells sem oftar en einu
sinni hefur verið valin „besta
mynd sögunnar“ í skoðana-
könnunum, Woody Allen mynd-
ina „Take The Money And
Run“, vestrinn „Stagecoach“
eftir leikstjórann John Ford
með John Wayne í aðalhlut-
verki og „Fear and Desire“ eft-
ir Stanley Kubrick.
Að maraþoni loknu verða
þeim veitt verðlaun sem entust
lengst. Þau eru fólgin í því að
„mynd sigurvegaranna og
ágrip verða birt á vefsíðu
klúbbsins og munu þar að eilífu
verða ódauðleg“, eins og stend-
ur í fréttatilkynningunni.
Bíó Reykjavík er hópur sam-
ansettur af íslenskum og er-
lendum kvikmyndagerðamönn-
um sem stefna að því að koma
þeim kvikmyndagerðamönnum
sem ekki hafa skotist upp á yf-
irborðið á framfæri. Fram að
þessu hafa þeir staðið fyrir
fimm „Opnum Bíó“ kvöldum,
þar sem hvaða kvikmynda-
gerðamaður sem er getur sýnt
mynd sína áhorfendum að
kostnaðarlausu. Eina skilyrðið
fyrir sýningu er að kvik-
myndagerðamaðurinn verður
að svara spurningum frá
áhorfendum að sýningu lok-
inni. Næsta „Opna Bíó“ kvöld
verður haldið á þriðjudags-
kvöld.
biggi@frettabladid.is
THE SWEETEST THING kl. 8
MINORITY REPORT kl. 5, 8 og 11
LITLA LIRFAN - Stutt kl. 4 og 4.30
STÚART LITLI 2 m/ísl. tali kl. 4 og 6
Sýnd kl. 5.15, 8, 10.40 og 1.15
Sýnd kl. 4.45, 7.30, 10.10 og 12.45
Sýnd kl. 5, 8 og 11
kl. 5.50, 8 og 10.15 SIGNS kl. 8 MAÐUR EINS OG ÉG
THE SUM OF ALL FEARS kl. 10
24 HOUR PARTY PEOPLE kl. 10.30
LILO OG STITCH m/ísl. tali kl. 6
Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30
MAÐUR EINS OG ÉG 8 og 10.10 VIT422LILO OG STITCH kl. 4 og 6
VIT
430
LILO OG STITCH ísl. tali kl. 4 VIT429
SIGNS kl. 5.50, 8 og 10.10 VIT427
24 HOUR PARY PEOPLE kl. 10.10 VIT431
PLUTO NASH kl. 4, 6 og 8 VIT432
Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10 VIT 433
Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8, 10.10 VIT 435
Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10 VIT 437
Bíó í 44
klukkustundir
CITIZEN KANE
Meistaraverk Orson Welles. Citizen Kane
hefur oftar en einu sinni verið valin „besta
kvikmynd allra tíma“.
Um helgina býður kvikmyndaklúbburinn Bíó Reykjavík kvik-
myndaáhugamönnum upp á 44 klukkustunda kvikmyndamaraþon.
Sýndar verða 27 myndir frá miðnætti í kvöld fram til kl. 20:30 á
sunnudagskvöld.
KVIKMYND
Styrkur þessarar nýju ís-lensku myndar liggur í kraft-
mikilli leikstjórn Baltasars,
magnaðri kvikmyndatöku, góðri
kímnigáfu, velvöldum leikara-
hópi og handriti sem fjallar um
efni sem kemur öllum við. Veik-
leikar eru helst þeir að persónur
myndarinnar eru upp til hópa
skelfilegt pakk eða mannleysur
sem erfitt er að láta sig skipta
einhverju máli, og varðandi
framtíð sjávarþorpsins sem
myndin fjallar um þá er manni
mikið til slétt sama hvað um það
verður því að íbúarnir virðast
mestan part vera vankaðir
pervertar eða utangátta að-
komufólk frá Ytri-Mongólíu. En
það sem skiptir sköpum er hver-
su mikill kraftur er í myndinni
og hamslaus frásagnargleði.
Kröftug efnistök Baltasars Kor-
máks eru þörf innspýting í ís-
lenska kvikmyndagerð sem að
undanförnu hefur verið hálf-
þunn á vangann og vítamínlaus,
og fyrir Hollywood ætti
Baltasar að vera jafneftirsókn-
arverður og víagra fyrir öldung
sem langar til að halda reisn
sinni.
Þráinn Bertelsson
Suddalegt
sjávarpláss
HAFIÐ:
Aðalhlutverk: Gunnar Eyjólfsson, Hilmir Snær
Guðnason, Sigurður Skúlason, Kristbjörg
Kjeld, Guðrún Gísladóttir o.fl.
Handrit: Baltasar Kormákur og Ólafur Haukur
Símonarson eftir leikriti Ólafs Hauks
Leikstjóri: Baltasar Kormákur
MEÐ ÖR Í GEGNUM HJARTAÐ
Hér sýnir fyrirsæta skemmtilegan jakka.
Örin er úr gulli og virðist fara alla leið í
gegnum hjartað. Þessa flík sýndi franska
tískuhúsið Carven á sýningu er haldin var í
Tokyo á fimmtudag.
Laugardagur
00:00 The Wolf Man (1941)
01:30 Leynimynd sem kemur á óvart
03:30 The Uninvited (1944)
05:20 Them! (1954)
07:30 Abbott & Costello Meet
Frankenstein (1948)
09:05 Take The Money and Run (1969)
10:40 Harvey (1950)
13:00 High Noon (1952)
14:35 Stagecoach (1939)
16:20 For A Few Dollars More (1966)
19:00 1-100 (1978)
Une Histoire D’eau (1959)
Day Of The Fight (1951)
Flying Padre (1951)
19:50 Fear and Desire (1953)
21:10 Citizen Kane (1941)
23:20 F for Fake (1975)
Sunnudagur
01:00 The Maltese Falcon (1941)
02:50 Double Indemnity (1944)
04:50 The Public Enemy (1931)
06:25 The Asphalt Jungle (1950)
08:45 The Wicker Man (1973)
10:35 Curse Of The Demon (1958)
12:30 Journey To The Center
Of The Earth (1959)
14:50 The Time Machine (1960)
16:40 The Mark Of Zorro (1940)
18:30 In Like Flint (1967)
DAGSKRÁ
Stanislas Bohic Garðhönnuður 898 4332
Sumar lausnir eru betri
en aðrar.
Alfa
G
ra
fí
sk
a
vi
n
n
u
st
o
fa
n
-
89
6
37
02
Er Alfa í kirkjunni flinni?
Kynntu flér alfa námskei›
á heimasí›u okkar, á
www.alfa.is
NÁMSKEI‹I‹ SEM FER SIGURFÖR UM ALLAN HEIMINN
NÁMSKEI‹IN ERU A‹ HEFJAST!
Alfa