Fréttablaðið - 13.09.2002, Page 10
Sá grunur hefur læðst um samfé-lagið að Davíð Oddsson forsætis-
ráðherra standi að baki aðgerðum
Ríkislögreglustjóra
gagnvart forstjóra
og stjórnarformanni
Baugs. Grunur þessi
byggist á nokkrum
atriðum.
Í fyrsta lagi hef-
ur Davíð haft horn í
síðu Baugs um langt
skeið. Fyrr á þessu
ári stóð hann í ræðu-
stól á Alþingi og hót-
aði að kljúfa þetta fyrirtæki niður í
smáar einingar. Röksemdin var sú
að Baugur hefði of mikla markaðs-
hlutdeild í matvælaverslun. Þrátt
fyrir að nokkur önnur fyrirtæki,
ekki síst ríkisfyrirtæki, drottni yfir
stærri hluta síns geira en Baugur.
Í öðru lagi er lögmaður Jóns Ger-
ald Sullenberger nafni hans, Jón
Steinar Gunnlaugsson. Jón Steinar
er svo nátengdur Davíð að oftast
segir Jón það sem Davíð hefur
hugsað. Þetta má ekki skilja þannig
að Jón Steinar sé eins og Hannes
Hólmsteinn. Hannes Hólmsteinn
segir það sem Davíð hugsar en þor-
ir ekki að segja það upphátt. Davíð
getur staðið við allt sem Jón Steinar
segir.
Í þriðja lagi er erfitt að ímynda
sér að Haraldur Johannessen ríkis-
lögreglustjóri myndi leggja í svona
aðgerðir óviss um stuðning stjórn-
valda. Íslenskt embættismanna-
kerfi er einfaldlega ekki sjálfstæð-
ara en svo. Og Haraldur hefur ekki
borið með sér að vera sá maður sem
fer ótroðnar slóðir.
Í fjórða lagi hefur Davíð sýnt
það á sínum stjórnmálaferli að hann
veigrar sér ekki við að nota afl rík-
isvaldsins til ná sínu fram. Hann
hefur hlutast til um að menn séu
reknir frá ríkisstofnunum fyrir að
fara ekki að vilja hans. Hann hefur
jafnvel lagt niður heilu stofnanirnar
ef því er að skipta.
Í fimmta lagi er sú skoðun út-
breidd í samfélaginu að Davíð
stjórni Íslandi. Að ekkert gerist hér
án hans blessunar. Að hann sé eins
og keisarinn í Róm; haldi um alla
þræði og sé að reyna að stjórna
landinu einn og sjálfur. Í mesta lagi
með fimm manns sér til hjálpar.
Sem kunnugt er tókst keisurunum í
Róm þetta en þó með þeim ann-
marka að þeir urðu undarlegir í
háttum. Töldu sig meiri en aðra
menn. Vildu að fólk fleygði sér flötu
í návist sinni.
Maður skyldi aldrei trúa al-
mannarómi. En hversu sú skoðun er
útbreidd að Davíð geti sigað lögg-
unni á andstæðinga sína segir nokk-
uð um sálarástand þjóðarinnar. Ótt-
inn er smitsjúkdómur og einhverra
hluta vegna hefur hann náð að skjó-
ta sér víða niður í samfélaginu. Það
er vont samfélag þar sem fólk óttast
stjórnvöld.
10 13. september 2002 FÖSTUDAGUR
Útgáfufélag: Frétt ehf.
Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson
Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson
Ritstjórnarfulltrúi: Steinunn Stefánsdóttir
Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing:
Þverholti 9, 105 Reykjavík
Aðalsími: 515 75 00
Símbréf á fréttadeild: 515 75 06
Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is
Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16
Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is
Setning og umbrot: Frétt ehf.
Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf.
Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili
á höfuðborgarsvæðinu. Einnig er hægt að fá
blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni.
Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu
sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði.
Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni
blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds.
BRÉF TIL BLAÐSINS
ERLENT
Getur Davíð sigað löggunni á menn?
Ofbeldi og
Pílagríma-
göngur
Óli Hilmar Jónsson skrifar
Íblaðinu birtist á dögunum greineftir „ómaga“ , eins og hann
kallar sig. Það var góð grein og
hittir nokkuð vel í mark. Í sama
blaði er sagt frá eldræðu séra
Ragnars Fjalars á Siglufirði ný-
lega um svipað. Óréttlæti , rang-
læti , misskiptingu auðs , græðgi
og fleiri brot á boðskap frelsarans
frá Nasaret. Það er athyglisvert
að þessi Hrunadans virðist ætla
að sökkva mörgum í orðsins fyll-
stu merkingu. Hundruðir (blekk-
tra) hlutabréfakaupanda sjá nú
ekkert framundan annað en lög-
tak og gluggalaust skuldafangelsi.
Eini möguleikinn til að sleppa er
að nú er búið að loka nokkrum
deildum í fangelsunum vegna
fjárskorts.
„Ómagi“ segist vera búinn að
strita í 70 ár og þykir þakklæti
þjóðfélagsins lítið. Ég skil hann
vel. En bjarta hliðin er sú að sam-
kvæmt lögmálinu um orsök og af-
leiðingu sem Þórbergur hefur
skýrt allvel í Bréfinu og fleiri
bókum þá sleppur enginn óskað-
aður frá blindri græðgi og auð-
söfnun. Fyrir utan að tortíma sál-
inni hérmegin grafar, þá lendir
slíkur maður fyrst milli þils og
veggjar eftir burtförina, þar sem
hann þarf að gaufast í nokkur
hundruð ár að leita að hlutabréf-
unum sínum. Síðan þegar hann
kemst á næsta plan fyrir ofan
síldarplanið, þá lendir hann í fé-
lagsskap samskonar karaktera
sem öllum stundum vinna að því
að græða og pretta. Þá smámsam-
an sér hann hvað þetta er til-
gangslaust og fæðist betri og rétt-
látari maður í næsta lífi. Þú spyrð
hvernig þjóðfélag þetta sé sem þú
ert nú að fara að yfirgefa. Þú
þarft ekki að spyrja. Þú veist það
og þú hefur líst því ágætlega. Fyr-
ir utan græðgina er hræsnin
verst, svo falsið og fláræðið. Hún
lýsir þessu nokkuð vel grafskrift-
in með „sínu lagi“ á legsteini Þór-
bergs , að vísu á esperanto, enda
etv. eins gott að fáir skilji. Flestir
sálmar byrja á „Ó“. Ómagi byrjar
líka á „Ó“. Nafn forseta vors byrj-
ar líka á „ Ó“. Þú ert ekki í slæm-
um félagsskap þar, (og ég raunar
líka).
TOLLGÆSLA „Við fylgjumst vel
með hlutunum og höfum gert
alla tíð. Það er undantekning ef
fíkniefni finnast
við leit í bílum eða
á farþegum. Í
sumar hefur ekki
fundist gramm af
fíkniefnum en eitt-
hvað af tækjum og
tólum til fíkni-
efnaneyslu. Það er
fíkniefnahundur í
hvert sinn sem
ferjan kemur og
hefur verið síðastliðin fimm
sumur. Það hefur þó komið fyrir
í sumar að hundur hefur ekki
verið til staðar. Það er bæði
kostnaðarspursmál og eins hitt
að þetta hefur ekki skilað þeim
árangri sem við höfum vænst.
Við höfum því lagt áherslu á aðr-
ar aðferðir við fíkniefnaleit,“
segir Lárus Bjarnason, sýslu-
maður á Seyðisfirði.
Hann segir líklegt að menn
taki einfaldlega ekki áhættuna
af því að nota Seyðisfjörð sem
smyglleið. Í einu tilfelli var talið
að hass sem komst í umferð og
var síðar tekið, hafi komið gegn-
um Seyðisfjörð. Þá var upplýst í
einu dómsmáli að smyglleiðin
var Seyðisfjörður.
„Það er mikið undir hjá okkur
þegar ferjan kemur. Það koma
að jafnaði um 20 manns að toll-
gæslu í hvert sinn. Að auki fáum
við aðstoð reglulega að sunnan
frá lögreglu, tolli og útlendinga-
eftirliti. En það segir sig sjálft
að við getum ekki skoðað hvert
einasta ökutæki sem kemur hér í
gegn,“ segir Lárus Bjarnason.
Norræna fór í fyrradag í sína
síðustu ferð þetta sumarið og
raunar var það síðasta sumarið
sem þetta skip siglir á þessari
leið því nýtt skip, sem er þrisvar
sinnum stærra, verður tekið í
notkun næsta sumar. Sýslumað-
ur segir að búast megi við ein-
hverri fjölgun með tilkomu nýju
ferjunnar, aðallega auknum inn-
flutningi bíla með nýrri Nor-
rænu.
„Við sjáum ekki ástæðu til að
umturna okkar verklagi vegna
þessa. Það verður bara að sjá
hver þróunin verður,“ segir Lár-
us Bjarnason.
the@frettabladid.is
Seyðisfjörður ekki
leið fíkniefnasmyglara
Sýslumaður segir fíkniefnum ekki smyglað með Norrænu. Engin
fíkniefni fundist við leit í sumar. Allt að 20 manns við tollgæslu í hverri
ferð Norrænu. Ekki ástæða til að umturna verklaginu vegna komu
nýju ferjunnar.
LAGANNA VERÐIR LEITA
Lárus Bjarnason, sýslumaður Seyðfirðinga (t. h.) og Jóhann Freyr Aðalsteinsson, deildarstjóri tollgæslunnar á Seyðisfirði við tollleit
á dögunum
En það segir
sig sjálft að
við getum
ekki skoðað
hvert einasta
ökutæki sem
kemur hér í
gegn.
„Að hann sé
eins og keisar-
inn í Róm;
haldi um alla
þræði og sé
að reyna að
stjórna land-
inu einn og
sjálfur.“
Ísraelsher eyðilagði í gær heim-ili grunaðs hryðjuverkamanns í
Gasaborg á Gasasvæðinu. 32
manneskjur misstu heimili sitt
fyrir vikið. Íbúar hússins, sem
var tveggja hæða, fengu engan
tíma til að taka með sér eigur
sínar.
Franskur maraþonsundmaðursem ætlar að minnast hryðju-
verkaárásanna á Bandaríkin með
því að synda frá ánni Potomac til
Frelsisstyttunnar, var stöðvaður í
fyrradag í upphafi sundsins af
hafnarlögreglunni í New York af
öryggisástæðum. Skömmu síðar
fékk hann að halda sundinu
áfram. Vonast hann til að ljúka
sundinu, sem er um 800 kílómetr-
ar að lengd, þann 6. október.
Lögreglumaður lést þegar tíubyssumenn réðust á afskekkta
lögreglustöð í norðvesturhluta
Makedóníu í gær. Kosningar í
landinu hefjast næstkomandi
sunnudag.
EINKAVÆÐING Fjármálamarkaður-
inn virðist hafa gert ráð fyrir að
niðurstaða einkavæðingarnefndar
yrði á þá lund sem hún varð. Al-
mar Guðmundsson, forstöðumað-
ur greiningardeildar Íslands-
banka segir viðbrögð markaðar-
ins haf birst skýrast í hækkun
krónunnar að undanförnu. „Við
reiknum með að það verði ekki
áframhald á þeirri hækkun á
þessum grundvelli,“
Almar segir að á hlutabréfa-
markaði sé ekki að merkja mikil
viðbrögð. „Hvað varðar gengi á
bréfum Landsbankans sjálfs er
markaðurinn að bíða eftir frekari
niðurstöðum. Stærð hlutarins sem
verður seldur og hvaða verð fæst
fyrir hann.“
Almar segir að það kæmi mjög
á óvart ef verðið yrði ekki yfir nú-
verandi markaðsvirði fyrir svo
stóran hlut. Hann segir að einka-
væðingin sé jákvæð í sjálfu sér
fyrir markaðinn. Mikilvægt sé að
svona ferli gangi hratt fyrir sig til
að draga sem mest úr þeim tíma
sem óvissa ríkir. „Menn eru að
bíða og sjá hverju fram vindur.“
Niðurstaða einkavæðingarnefndar:
Samkvæmt vænting-
um markaðarins
BÍÐA FREKARI UPPLÝSINGA
Almar Guðmundsson, forstöðumaður
greiningardeildar Íslandsbanka, segir við-
brögð markaðarins við niðurstöðu einka-
væðingarnefndar birtast skýrast í styrkingu
krónunnar.
KRÖFLUVIRKJUN
Samtals hafa verið boraðar 34 borholur á
Kröflusvæðinu. Orkuvinnslugeta virkjunar-
innar er nú 60 MW en áform eru uppi um
að auka hana í allt að 100 MW
Skipulagsstofnun um
Kröflu:
Fellst á
rannsóknar-
boranir
JARÐHITALEIT Skipulagsstofnun tel-
ur að fyrirhugaðar rannsóknar-
boranir á vestursvæði Kröflu í
Skútustaðahreppi muni ekki hafa
umtalsverð umhverfisáhrif í för
með sér og hefur því fallist á
framkvæmdina. Fyrirhugað er að
bora allt að 6 rannsóknarholur á
tveimur borteigum á svæðinu, og
að auki leggja vegslóða og bor-
vatnsveitu.
Framkvæmdin verður á því
svæði sem nýtur sérstakrar
verndar samkvæmt lögum um
verndun Mývatns og Laxár í Suð-
ur-Þingeyjarsýslu en utan þess
svæðis við Kröflu sem hingað til
hefur verið nýtt til vinnslu jarð-
varma.
Markmiðið er að afla upplýs-
inga um eiginleika jarðhitasvæð-
isins í Kröflu til að athuga hvort
vinnanlegan jarðhita sé að finna á
vestursvæði. Vegna framkvæmd-
anna þarf að breyta aðalskipulagi
Skútustaðahrepps og afla fram-
kvæmdaleyfis hjá Skútustaða-
hreppi og starfsleyfis heilbrigðis-
nefndar Norðurlands eystra.
Frestur til að kæra úrskurð
Skipulagsstofnunar til umhverfis-
ráðherra er til 16. október 2002.
skrifar um óttann við stjórnvöld
í kjölfar aðgerða Ríkislögreglustjóra
gagnvart Baugi.
Mín skoðun
Gunnar Smári Egilsson
Lesendur geta skrifað bréf íblaðið. Æskilegt er að hvert
bréf sé ekki lengra en sem nemur
hálfri A4-blaðsíðu. Hægt er að
senda bréfin í tölvupósti, rit-
stjorn@frettabladid.is, hringja í
síma 515 7500, faxa í síma 515 7506
eða senda bréf á Fréttablaðið,
Þverholti 9, 105 Reykjavík.
LESENDABRÉF
SÉRA RAGNAR
FJALAR
LÁRUSSON
Ræða hans hitti
í mark að mati
Óla Hilmars
Jónssonar.