Fréttablaðið - 13.09.2002, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 13.09.2002, Blaðsíða 6
6 13. september 2002 FÖSTUDAGURSPURNING DAGSINS Finnst þér að Bandaríkjamenn eigi að ráðast á Írak? Nei, ég er alveg á móti því. Finnur Friðgeirsson ERLENT INNLENT ÚTFLUTNINGUR Ýmislegt bendir til að íslensk kjötsúpa verði innan tíðar í boði á veitingahúsum á Manhattan í New York og reynd- ar víðar í Bandríkjunum. Hafa þreifingar þess efnis átt sér stað í tengslum við ráðstefnu um sjálfbæra matvælaframleiðslu sem haldin var á Hótel Sögu í fyrradag. Þar voru mættir bandarískir verslunar - og mat- reiðslumenn sem á einn eða ann- an hátt koma að sölu á íslenskum matvælum vestanhafs. Banda- ríkjamennirnir eru nú í réttum á Suðurlandi og verður sérstaklega boðið upp á kjötsúpu hjá heimil- isfólkinu á Vatnsleysu en þar á bæ er hefð fyrir kjötsúpu sem þykir með þeim bestu á landinu. Ekki er ólíklegt að uppskriftin að Vatnsleysu - kjötsúpunni verði lögð til grundvallar ef og þegar súpan verður sett á matseðla veitingahúsa í Bandaríkjunum. Í uræðum um þetta mál hefur ver- ið bent á sigurför ungverska gúllassins víða um heim en þann rétt er hægt að fá í mörgum heimshornum. Í bandaríska hópnum sem sótti ráðstefnuna og réttirnar eru meðal annarra Roger Berkowich, eigandi og forstjóri Legal Sea Foods veitingahúsakeðjunnar og Mel Coleman, forstjóri Coleman Natural.  Þreifingar á ráðstefnu um sjálfbæra matvælaframleiðslu: Íslensk kjötsúpa á Manhattan KJÖTSÚPA Sérstaklega smökkuð hjá heimilisfólkinu á Vatnsleysu með frekari dreifingu í huga. Sá nafn sitt í sjónvarpinu: Lifandi kona talin látin NEW YORK, AP Nickola Lampley, 24 ára kona í Brooklyn í New York, varð sem steini lostin þegar hún sá nafnið sitt á sjónvarpsskjánum á lista yfir þá sem fórust þegar tvíburaturnarnir í New York hrundu til grunna 11. september. Lampley starfaði skammt frá World Trade Center, en slapp ómeidd. Systur hennar, Alecia, tókst hins vegar ekki að ná sam- bandi við hana og sagði stjórn- völdum að hennar væri saknað. Um síðir náði Nickola þó tal af systur sinni, sem segist hafa látið borgarstarfsmenn strax vita að hún væri komin í leitirnar.  Kaþólskum presti var vísaðfrá á landamærum Rúss- lands þegar hann hugðist snúa aftur til sóknar sinnar þar frá Póllandi á þriðjudag. Landamæravörður tilkynnti prestinum að söfnuður hans hefði verið leystur upp og kirkj- an verið tekin til annarra þarfa. Bandaríkin hafa ákveðið aðganga aftur í UNESCO, menningarmálastofnun Samein- uðu þjóðanna. Þau sögðu sig úr henni fyrir átján árum eftir að hafa sakað hana um spillingu og sögðu henni bæði vera illa stjórnað og misnotuð í pólitísk- um tilgangi. Kennarar og foreldrar á Nýja-Sjálandi fengu svolítið áfall þegar í ljós kom að átta til níu ára börn þar í landi vissu sjaldn- ast hvar Nýja-Sjáland er á landa- korti. 40 prósent 12 til 13 ára barna vissu það heldur ekki ná- kvæmlega. Nú á að bæta landa- fræðikennsluna. JERÚSALEM, AP Margir Palestínu- menn fögnuðu því í gær, að löggjaf- arþing heimastjórnarinnar hafi fengið því framgengt að stjórn Jassers Arafats hafi sagt af sér. Stjórnin hefur verið harðlega gagn- rýnd fyrir spillingu og vanhæfni. Ekki er þó líklegt að staða Arafats sjálfs sé í hættu. Arafat hefur tvær vikur til þess að mynda nýja stjórn. Hann boðaði auk þess til kosninga til þings og forseta- embættis þann 20. janúar. Óvíst er hins vegar hvort þær kosningar verða haldnar. Tayeb Abdel Rahim, ráðgjafi Arafats, ít- rekaði í gær þá kröfu Palestínu- manna að ísraelski herinn verði að fara burt frá byggðasvæðum þeirra áður en kosningar verði haldnar. Palestínskir embættismenn hafa áður sagt ómögulegt fyrir þá að standa að framkvæmd kosninga undir hernámi. Ísraelsmenn hafa á hinn bóg- inn sagt sér ófært að kalla herinn til baka fyrr en ró kemst á og hryðjuverkum linnir. Ekkert hef- ur hins vegar miðað í samningum um frið.  Palestínumenn fagna stjórnarafsögn: Óvíst hvort af kosningum verður ARAFAT Á FUNDI MEÐ NOKKRUM RÁÐHERRA SINNA Arafat hefur tvær vikur til að mynda nýja ríkisstjórn. AP /H U SS EI N H U SS EI N LÆKURINN Verið er að skipta um skolprör og fleiri lagnir við lækinn. Hafnarfjörður: Skipt um skolprör FRAMKVÆMDIR Miklar fram- kvæmdir standa yfir við Lækinn í Hafnarfirði og hefur sumu fólki, sem átt hefur leið þar framhjá, sýnst að verið sé að fylla upp í lækinn. Lúðvík Geirsson bæjar- stjóri sagði að það væri nú ekki rétt. Aðeins væri verið að skipta um skolprör og fleiri lagnir á svæðinu og laga lækjarbakkann. „Þetta eru svolítið hressilegar framkvæmdir í augnablikinu, en þetta svæði verður allt fært í sama horfið,“ sagði Lúðvík. „Líf- ríkið í Læknum ræður því að menn eru að vinna þarna á þess- um tíma.“  DÓMSMÁL Samtök um kvennaat- hvarf hafa stefnt erfingjum Ein- ars Sigurðssonar útgerðarmanns og krafið þá um greiðslu 4,5 millj- óna króna. Upp- hæðina segja sam- tökin vera mismun þess verðs sem þau greiddu fyrir hús- eign á Bárugötu og rétts markaðsverðs eignarinnar á þeim tíma. Kvennaathvarfið keypti húsið af nunnureglu St. Jósefssystra. Því er haldið fram að nunnurnar hafi vísvitandi selt húsið á undir- verði. Mismunurinn hafi verið hugsaður sem styrkur til Kvenna- athvarfsins. Erfingjar Einars Sigurðssonar áttu hins vegar forkaupsrétt að húsinu og neyttu hans að undan- gengnu dómsmáli gegn Kvennaat- hvarfinu. Kvennaathvarfið keypti húsið á 39 milljónir króna í nóvember árið 2000. Í dómsmálinu vegna forkaupsréttarins kom hins vegar fram það álit dómkvaddra mats- manna að markaðsverð hússins hefði verið 43,5 milljónir króna. Í nóvember í fyrra krafðist lög- maður Kvennaathvarfsins, Jón Steinar Gunnlaugsson, þess að erfingjarnir greiddu mismuninn. Þeirri kröfu var ekki svarað. Því hefur Kvennaathvarfið stefnt erf- ingjunum til greiðslu upphæðar- innar. Í stefnunni segir að ekki sé hallað á rétt erfingjanna þó þeir greiði Kvennaathvarfinu um- ræddar 4,5 milljónir króna. Þeir fá húsið þannig á réttu verði eins og forkaupsréttur þeirra hafa staðið til. Í stefnu Kvennaathvarfsins segir að skili erfingjarnir ekki mismuni kaupverðsins og mark- aðsverðsins, þ. e. auðguninni, séu erfingjarnir að hagnýta sér tilvilj- unarkennt og óverðskuldað happ, „sem felst í því að kaupandi eign- arinnar skyldi vera aðili, sem selj- andinn vildi sýna sérstakan vel- vilja með því að selja hana undir markaðsverði.“ Lögmaður erfingjanna, Vil- hjálmur H. Vilhjálmsson, hefur í greinargerð til Héraðsdóms Reykjavíkur hafnað málatilbún- aði Kvennaathvarfsins. Aðalmeðferð í málinu verður 26. október. gar@frettabladid.is Vilja endurheimta milljónagjöf nunna Kvennaathvarfið krefur nýja eigendur að húsi athvarfsins um 4,5 milj- ónir króna sem þeir hafi auðgast um með óréttmætum hætti. Upphæð- in er sögð hafa verið gjöf frá St. Jósefssystrum sem selt hafi húsið á und- irverði til að styrkja Kvennaathvarfið. Nýir eigendur áttu forkaupsrétt og gengu inn í kaupin á undirverðinu. VEGVÍSIR Á BÁRUGÖTU Nýir eigendur að húsi sem Kvennaat- hvarfið áttu á Bárugötu settu upp þennan vegvísi fyrir þá sem voru í leit að athvarf- inu. Þetta þótti vera bjarnargreiði við Kvennaathvarfið sem hefur haft þá stefnu að halda heimilsfangi sínu leyndu nema fyrir skjólstæðingum sínum. Skiltið hefur verið tekið niður. Því hefur Kvennaathvarf- ið stefnt erf- ingjunum til greiðslu upp- hæðarinnar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Sameiningarviðræður millihreppanna fjögurra sunnan Skarðsheiðar hefjist innan skamms. Í maí var gerð skoðana- könnun um vilja íbúanna í Innri Akraneshreppi, Hvalfjarðar- strandarhreppi, Leirár- og Mela- hreppi og Skilamannahreppi um vilja fyrir því að fara í viðræður um sameiningu. Meiri hluti kjós- enda var því hlynntur. Í fram- haldi af því hafa oddvitar hrepp- anna fundað og lagt til við hreppsnefndirnar að viðræður hefjist í haust. skessuhorn.is HAGVÖXTUR Í FYRRA Hagvöxtur var meiri en gert hafði verið ráð fyrir. Neysla einstaklinga var minni en spár gerðu ráð fyrir. Einkaneysla dróst saman um 3% í fyrra. Hagvöxturinn meiri: Einkaneysl- an dróst saman EFNAHAGSMÁL Hagvöxtur var 3,6% á síðasta ári samkvæmt skýrslu Hagstofunnar um landsfram- leiðsluna. Þetta er meiri hagvöxt- ur en ráð var fyrir gert. Búist var við því að hagvöxturinn yrði 3%. Hagvöxturinn á árinu 1999 var 3,9%, en árið 2000 var 5,5% hag- vöxtur. Einkaneysla dróst saman um 3% en það var nokkuð meiri samdráttur en búist hafði verið við. Fjárfesting dróst minna sam- an en búist var við og nam sam- drátturinn 4,4%. Hlutur launa í landsframleiðsl- unni var 57% og er það svipað hlutfall og árið áður. Það hlutfall er að jafnaði hærra á þenslutím- um en þegar samdráttur er. Árið 1997 var hlutfallið 53%. Hlutur atvinnuveganna í lands- framleiðslunni hefur breyst á undanförnum árum. Sjávarútveg- urinn vegur 12% af landsfram- leiðslu, en var 14,2% árið 1990. Hlutur landbúnaðar hefur minnk- að úr 2,6% árið 1990 í 1,4% af landsframleiðslu á síðasta ári.  GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 86.75 0.06% Sterlingspund 134.77 -0.11% Dönsk króna 11.4 0.17% Evra 84.68 0.18% Gengisvístala krónu 127,92 0,13% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 346 Velta 3.452 milljónir ICEX-15 1.293 -0,46% Mestu viðskipti Íslandsbanki hf. 239.913.006 Baugur Group hf. 176.480.275 Pharmaco hf. 128.558.000 Mesta hækkun Frumherji hf. 12,38% Líf hf. 4,11% Bakkavör Group hf. 3,72% Mesta lækkun Tangi hf. -3,85% Eimskipafélag Íslands hf. -2,80% SÍF hf. -2,50% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ*: 8431,5 -1,70% Nsdaq*: 1288,4 -2,10% FTSE: 4084,9 -3,00% DAX: 3451,6 -3,70% Nikkei: 9415,2 0,20% S&P*: 894,6 -1,60% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.